Morgunblaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.1972, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐH), ÞRIÐJUÐAGUR 20. JÚNÍ 1972 Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra: Sjálfstæðisbaráttunni lauk ekki við stofnun lýðveldis HÉR birtist hátíðaræða Ölafs .Jóhannessonar, forsætisráð- herra, 17. júni, í heild: Góðir íslendingax. Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, er óaðskiiljanlegur minn- ingunni um Jón Sigurðsson. Þess vegna höfum við í dag enn á ný lagt blómsveig að myndastyttu hans. Þegar lýðveldið var stofn- að árið 1944 þótti sjálfsagt og eðlilegt að gera það á afmeel- isdegi Jóns Sigurðssonar. Þjóðin vissi sem var, að eng- inn hafði lagt traustari grund völl að sjálfstæðu þjóðríki á Islandi en hann og enginn hafði fórnað meiru af starfs- kröftum sínum 1 þágu sjálf- stæðisbaráttunnar en hann. Við lýðveldiss'tiofniunina var byggt á þeim grunni sem hann lagði. Með því að tvinna saman í þjóðhátiðardeginum lýðveldis- stofnunina og fæðingardag Jóns Sigurðssonar var þjóðin að undirstrika þau sannindi, að lýðveldisstofnunin varð ekki af sjálfu sér eða fyrir nein söguleg lögmál, heldur fyrir markvissa og þrotlausa baráttu þjóðarinnar fyrir frelsi og fuHveldi. Þessi bar- átta reis ekki sjálfkrafa heldur fyrir atbeina margra forystumanna þjóðarinnar á löngu tímabili. Á engan er hallað þótt sagt sé, að Jón Sigurðsson hafi verið fremst- ur í flokki forystumanna okk- ar í sjálfstæðissókninni. Fyrir hið mikla framlag Jóns Sigurðssonar til sjálf- stæðisbaráttunnar hafa skáld- in minnzt hans og starfa hans í heiilandi ljóðum. Á aldar- afmæli hans 17. júní 1911 lýsti Þorsteinn Erlingsson honurn og starfi hans með þessum orðum: „Af áifunnar stórmennum einn verður hann og ættlands síns fríðustu sonum; það stendur svo skinandi mergð um þann mann af minningum okkar og vonum. Svo fékk hann þann kraft og þá foringjalund, að fræknlegri höfum vér orðið um stund og stækkað við hliðina á honum." Við íslendingar stöndum I ævarandi þakkarskuld við Jón Sigurðsson. Hann er og verður lýsandi fyrirmynd og áttaviti hverju-m þeim, sem vill þjóna ættlandi sinu af heilum hug. En við skulum ekki gleyma þvi, góðir Islendingar, hvorki á þessari hátíðarstundu né endranær, að sjálfstæðisbar- áttunni lauk ekki við lýðveld- isstofnun. Sjálfstæðisbaráttan er ævarandi i þeim skilningi, að við verðum jafnan að standa vörð um fengið frelsi, efla og styrkja undirstöður islenzkrar þjóðartilveru og gæta fullveldis íslands í smáu sem stóru. Jafnframt þurfum við stöðugt að leitast við að efla hagsæld landsmanna, og auka þekkingu og menningu þjóðarinnar. Eitt er þó það sjálfstæðis- mál, sem mest knýr á utn þessar mundir. Það er land- helgismálið. Aiþingi bar gæfu til þess að samþykkja samhljóða 15. febrúar með atkvæðum allra þingmanna að færa landhelgina út í 50 milur 1. september. Þjóðin öll stendur einhuga að baki þeirri ákvörðun. Um það mál er nú sama saimstillin'gin eins og var uim lýðveldisstofnun- ina á sínum tíma. Sú sam- staða er mikið fagnaðarefni. Og það er trú mín, að hún muni færa okkur sigur, þó að baráttan kunni að verða ströng og krefjast fórna. Ég vona, að öllum sé orðið ljóst, að við látum ekki þvinga ökkur til undanhalds í þessu máli. En við viljum sýna öðr- Framh. á bls. 22 Forsætisráðherra flytur ræðn sína á Austurvelli. Menuhin og Ashkenazy UM ÞRJÚ þúsund áiheyrend- ur sóttiu kammertónilei'ka Yehudi Meniuih'ins og Vladiim- irs Asbkenazy í Lauigardals- höMinni 12. jiúní sl. Hvert sæti i stærsta saimfkiomiusal lands- ins var skipað, og fænri 'kom- ust að en Vildu. Það liiggur í auigum uppi að Laiugardails- höllin 'getur imeð engu móti talizt kamimertóinleikasal'ur, og voru menn ekiki á eitt sátt- ir uim tiil'hög'un þessa. Persómu lega finnsit mér aðal'atiriðið að sem flestum gefi'S't tækifæri 'ti'l að hilýða á meistara eins og Menuhiin oig Asihíkenazy oig að stærð saiairins sé í þessu tiltfeMi aiukaa.tciði. Tón’eikannir einkenndiust frermur af sérlei'k en samleik tveggja miikiMa listamanna. Ekki svo að skilja að þeir gen.gjiu viiljandi á hliut hvor annars, þvert á imóti rífoti gagnkvæm til'litssemi og virð inig. Það var aldiursim'uniur, eða kynslóðabi'l, og óbjá- kvæmileg'ur s'kapigerðarmiun- ur tveggja mótaðra meistaira, sem hér kom til. Hans hefði þó siður gætt, ef tækifæri hefði gefizt til nánari saan- vinnu fyrir tónleikana. Ann- ars vegar var píanóleiikari hiaðinn oirkiu, ráðandi yfir ó- takmarkaðri leiikni, hins veg- ar fiðluilei'kairi, sem þrát't fyr- ir stálhertan viiljastyrk, verð- ur að beygja siig fynir lögmál LISTAHÁTÍÐ i REYKJAVÍK iniu miikila, finna fíimina fjara út, eiga stöðugt erfiðara með að standa við fyriirhei.tin sem nafnið Yehudi Menuhin gef- ur. Yehudi Menuhin er enn í hópi snjöMiustiu fiðluleikara heims, en afleiöingár strangr- ar og viðbiuirðari'krar ævi eru farnar að segja til sín. Bam að aldiri hafði þessuim ein- staka fiðluileikara Motnazt öltl sú virð'ing oig viðiusfkenn- img, sem h.ljóðtfœiraleikari get ur sótzt eftir. En það sem ger ir Yehudi Menuhin einmitt einstakan í sinni röð er að hann lét efoki þar við sitja, heldu'r sneri sér jaifnframt að öðrum veirkefnum, sem leit- uðu stöðuigt sterkar á ha.nn, er fram liðu stundir. 1 nafni fræigðar s'nnar hóif 'hann ung- ur stórf að mannú'ðarmiáEum. barðist gegn óréttlæti og ó- friði var boðberi fegurðar í þess orðs víðust'u merkimigu. í Men.uhin sér heiimurinn því ekki aðeins tóniistarmann heldiur einnig, og e'kiki síður, mannvln og menninga'rfröm- uð. Þjóðinni var mikiill heið- ur sýndur með heimsókn hans. Á efnissikrá tónleikana voru þrjú tónvenk: Sónata í G-diúr eftir Braihims, einleiiksisvíta i d-imo'.l eftir Baoh og Sónata i A-dúr op. 47 eftir Beeöhov- en (Kreutzer sónatan). Sni'Hi Menuhins foorn skýr- ast fram I d-.moll svítu Badhs. Þrjú þúsund áhieyrenduir-einn fiðluleiikari. Hvert bogastrok og hver tónhendiinig lýsti þeirri innri banáttu, sem lista maðurinn' átti í, baráttunni vi'ð gireininigu vehksins í að- alatrið'i og aiuikaatriði, barátt- unni við ógnvekjandi tækni- legar kröíur, og baráttunni um andlegt jatfnvægi. Óafvit- andi opinberaði hann sállar- líif sitt, bver geðsveifla end- TÓNLIST é ° kJ GUÐMUNDUR EMILSSOIM urspeglað'st í ’.eiknium. Þætti honum sem eittihivað mistæk- ist fylltist hann nánast beizlkju, sem gæt.ti um stund; þætti honium sem vel tæikist lék hann við hvern sinn fing- ur. Þá, og aðeins þá, birtist sni'Miigáifa hans í aliri sinni d'ýrð. Élg m'nnisit t.d. Giigue (fjórði dansinn í svítunni), en þá lók hann á als oddi, lét gamiminn gevsa og hótfst í æðra veldi. Áheyrendiur 'hri'f- ust meði, og niutu þessara náð- arstunda, sem alH't of sjaldan renna upp. Þá, og aðeins þá, faonst mér Menuh'm vera full komlega sáttur við sjá'fan siig. Ég sagði áðan að aldiurs- munur listaimannanna hefði m.a. einkennt tónle'.kana. Það er afar erf'itt að tjá i orðum tiilfinningu sem þessa. En ef til viM get ég þó netfnt dæimi: í fyrstu variasijóniinini í öðr- um katfia Kreutzer sónötu Beethovens er hlutverk pían- ósins allsrá'ðandi, og var það raunar fyrsta tsókitfærið, sem Ashkemazy bauðst til að sýna óviðja,jBnanI'ega sniMi sína, því framan af var þáttur píanós- ins ýmist jafn eða minni fiðl- unnar, en a’.drei meiiri. Skyndi lega birti yfir tónleik'unum, andrúimsiloftið varð létta.ra, leikur Ashikenazys þrungimn lífsgleði og æskuþrótti. Þetta Framh. á bls. 22 Memuhin og Ashkenuvzy hylltir eftir tónleikania.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.