Morgunblaðið - 30.06.1972, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.06.1972, Qupperneq 1
Blað II 30. JÚNÍ 1972 Hugleiðingar um tæknimál og tækniháskóla á íslandi Greinarhöf undar: Július Sólnes, verkfrœðingur lic. techn. og Jónas Elíasson, verkfræðingur. Báðir starfa sem fastakennarar við Verk- fræðiháskólann í Kaupmannahöfn. Jiilius á þar að auld sæti i háskólaráði skólans og er í stjórn reiknistofnunarinnar NEUCC, sem starfar við skóiann. Allmiklar umræður uim tækni mál og tæknimenntun á Islandi hafa átt sér stað að undan- förnu. Fyrir dyrum er alger endurskipuiagning tæknimála á íslandi og hugmyndir hafa komið fram um fullkom- in.n tæknihiáskóla á íslandi, þar sem fari fram grundvallar- rannsóknir miðað við þarfir at- vinnuveganna. Island er nú orðið það iðn- þróað ríki, að við fáum ekki Bengur sótt allar tækninýjung- ar til útlanda, heldur verðum við sjálfir að móta þá tækni- þróun, sem standa skal undir áframhaldandi eflingu efna- hags Islendinga. Framleiðslu- hættir og aðstæður til mann- virkjagerðar eru verulega frá- brugðmar því, sem gerist í öðr- um lömdum hins þróaða heirns. Endurbætur og nýjungar í isienzkum atvinnuháttum geta því aðeins frá einum stað kom- ið — frá landsmönnum sjálfum. TÆKNIMENNTAKEBFI LANDSINS Iðnskólarnir og Vélskólinn eru breiðasta stig tæknimennt- unar í dag. Með stofnun Tækni skóla Islands hefur skapazt að staða til framhaldsnáms til tæknifræðiprófs fyrir nemend- ur úr þessum skólum á Islandi. Þesisi námsleið hefuir að mestu leyti verið sniðin eftir fyrir- mynd danskra tækniskóla. Upphafleg stefna með slíku námi var að veita iðnaðarmönn um framhaldsmenntun, sem gerði þá hæflari ti'l verkstjóm- ar og verkskipulagningar eða sem aðstoðarmenn verkfræð- inga. Seinni árin hefur tækni- fræðinámið þó aðallega beinzt í þá átt að skapa tæknifræð- ingum sjálfstæðari tilveru við hlið annarra tæknimenntaðra manna, svo nú vinna margir tæknifræðingar störf, sem vart verða greind frá venjulegum verkfræðistörfum. Af þess- um sökum hefur námið breytzt þannig, að meir og meir er byggt á stærðfræði og raunvís indagreinunum. Tæknifrseði- námið er því í dag orðið erf iðara iðnaðarmönnum en áður, enda hafa iðnskólarnir ekki getað aukið og breytt námstil- högun til samræmis þesa. Marg. ir aðilar eru andvigir þessari þróun og benda á nauð- syn hins upprunalega tækni- fræðináms. Hinir nýju tækni- fræðiskólar eru hins vegar orðnir föst staðreynd, og sú framhaldsmenntun, sem þeir veita mest notuð af stærðfræði deildarstúdentum. Verkfræði- kennsla till fyrrihlutaprófs hef ur verið kennd við Háskólla Is- lands í rúman mannsaldur. Lengi framan af fóru allir ís- ienzkir verkfræðinemar til síð- arihlutanáms við Verkfræðihá- skólann í Kaupmanmahöfn og komu heim með danska verk- fræðimenntun. Seinni árin hafa niáðst samningar við ýmsa fleiri erlenda verkfræðiháskóla, einkum í Noregi og Svi- þjóð, um síðarihlutanám þar. Jafnframt þessu hafa íslenzkir stúdentar stundað verkfræði- nám í fjöimörgum öðrum lönd- um, og má þvi segja, að hin ís- lenzka verkfræðistétt saman- standi af verkfræðingum með menntun frá nær flestum hin- um stærri verkfræðiháskólum í Ev> ópu og Ameríku. Þetta er einsdæmi og gerir, að þekking íslenzkra verkfræðinga hvað fjölbreytni snertir er óvenju mikil. Gallinn á þessu fyrir- komulagi er augljóslega sá, að í öllurn löndum miðast verk- fræðiháskólarnir við sérstakar þarfir landsins, og að öðru jöfnu er aðeins lögð áherzla á rannsóknir, sem eru raunhæf- ar fyrir atvinnuvegi viðkom- andi lands. Til dæmis eru rann sóknir á beizlun vatnsafls til raforku nær engar við Verk- fræðiskólann í Kaupmanna- höfn, enda slíkt ekki til mikils ávinnings í landi, þar sem eng in fallvötn fyrirfinnast. Að- eins íslenzkur tækniháskóli myndi því geta stundað grund vallarrannsóknir og mennt- að verkfræðinga með þarfir hins íslenzka þjóðfélags í huga. Nýlega hefur verkfræði- og raunvisindadeild Háskóla Is- Hofuðstöílvar Verkfræðiháskóla ns í Khöfn., þar er banki, mötuneyti og fleira. ar. Að hluta til byggist það á hinum náttúruvísindalegu raungreinum og á rannsóknum í þeim efnum, og að hluta til byggist það á verkrannsókn- um og þeirri reynslu, sem feng- in er af framkvæmdum og fram leiðslu. Þessar tvær hliðar verkfræði kennslu, sú vísindalega og sú verklega togast ætið á. Á und- anförnum árum hefur sú vís- indaleaa orðið sterkari o? æ I tæknibokasafni Danmerkur. lands verið stórefld, og er nú hafin kennsla til B.S. prófs (Bachelor of Science) í bygg- ingarverkfræði og rafmagns verkfræði. Fyrstu íslenzk- menntuðu verkfræðingarnir útskrifast þegar árið 1074. í síðasta tölubiaði tímarits Verk- fræðingafélags Islands er að finna ítarlega greinargerð fyr- ir þessari þróun mála. RANNSÓKNIR OG TÆKNIMENNTUN Kennsiuefni til verkfræði- prófs er aðaliega tvenns kon- umfangsmeiri, og fleiri og fleiri verkfræðingar stunda nú vis- indalegar rannsóknir I leit að bættum framleiðsluháttum og nýjungum i starfi. Til þess að við’halda jafnvægi í náminu hefur því viða verið reynt að bæta við ýmsum fögum í rekstrarhagfræðilegum og þjóð félagslegum greinum. Á islandi eru nú orðnar ail- margar rannsóknarstofnanir. Flestar eru þær reknar sem þjónustustofnanir fyrir hin- ar ýmsu atvinnuigreinar, bygg- ingariðnað, landbúnað og sjáv arútveg. Verkefni þessara stofnana er tviþætt. Annars vegar eru þær athuganir og prófanir, sem dag lega eru framkvæmdar gegn greiðslu fyrir ýmsa aðiía, og hins vegar eru sjálfstæðar athuganir, til þess að safna yf- irlitsvitneskju innan síns verk sviðs. Til dæmis má taka Rann- sóknastofnun byggingariðn aðarins. Daglegar steinsteypu- prófanir eru framkvæmdar fyr ir ýmsa byggingaraðila, en þar að auki er það grundvallar- verkefni að rannsaka styrk- leika steinsteypu úr íslenzkum hráefnum fyrir landið í heild. Það eru einmitt slíkar rann- sóknir, sem hafa geysilega efna hagslega þýðingu fyrir llandið. Þær verða bezt framkvæmdar í landinu sjálfu, því ekki hjáipar mikið að vita hversu sterk steypa sé búin til úr mal- arnámum á Sjálandi eða Borg- undarhólmi, þegar skipuleggja á stór steinsteypumannvirki á Islandi. 1 flestum löndum heims hafa slíkar rannsóknastofnanir starfað um langt árabil og safn að miklu magni upþlýsLnga, sem verkfræðingar og aðrir nota við áætlunargerðir sinar. Á Is- landi er slíkt upplýsingamagn mjög lítið og í sumum grein- um nær ekkert. Oft liggja þó fyrir slikar upplýsingar, en í því formi, að þær eru aðeins aðgengilegar fyrir starfsmenn viðkomandi rannsóknarstofnun ar. Af framanskráðu er ljóst, að mjög náið samband verður að skapast milli rannsóknarstarf- semi og tæknikennslu á Islandi. Tii tækninámsins verður að sækja upplýsingar, sem liggja í skjalasöfnum rannsókna- stofnana, oft sem iitt unnin frumgögn. Það er þvi ofur eðli- legt, að tækniháskóli á íslandi komi til með að líta mjög til rannsóknastofnananna bæði í leit að námsefhi svo og i leit að kennslukröftum. Þess hátt- ar samvinna er i flestum lönd- um álitin vera mjög þýðingar- mikil, en á íslandi er hún bein- línis nauðsyn, þar sem við get- um ekki búizt við að hafa fjár- magn til þess að búa komandi tækniháskóla sjálfstæðum rannsóknastofum, sem þjóna honum einum, eins og t.d. heí- ur verið gert í Danmörku. FRAMTÍÐARVERKEFNI Ljóst er, að í náinni fram- tíð þarf að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi tækni- menntun og tæfknimál þjóðar- innar. Töluverðar umræður hafa þvl verið um þessi mál að undanförnu. Helztu málin eru eftirfarandi: Sameining verkfræðideild- ar og tækniskóla. Samband tækniháskóla við rannsóknastofnanir. Skipulag kennslu til B. S. prófs í verkfræði. Framhaldsmenntun ísienzkra verkfræðinga. Um nær öll þessi atriði eru skoðanir mjög skíptar. Tækni- skólinn vill halda sinni sjálf- stæðu tilveru. Aðrir benda á að réttara sé að sameina hann verkfræðiskólanum. Þá er spuming hvort eigi að stofna sjálfstæðan tækniháskóla eða hvort hann eigi áfram að vera hluti af HásikóLa Islands. Rannsóknastofnunum þykir stakkur sinn vera of þröngur til þess að þær geti látið í té starfskraftá og aðstöðu til verk fræðikennslu. Erlendis er þróunin sú, að háskólarannsóknarstofnan- ir einbeita sér meir og meir að grundvallarrannsóknum í leit að vísindalegum nýjungum, en þjónusturannsóknir eru látnar í hendur sjálfstæðra rannsókn arsamtaka, sem stofnuð eru með rekstur slíkra rannsókna- stofnana fyrir augum (t.d. ATV í Danmörku og SINTEF í Noregi). Þess konar uppbygg ing rannsóknarstarfsemi á Is-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.