Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.06.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1972 11 Græna byltingin Stokkhólmi 14. júní. Hvað er græna byltingin? Heimspressan hefur auglýst hana sem bjargráð svettandi mannkyns, en uppfyllir hún þær vonir þegar nánar er að gáð ? Upphafsmaður grænu byltingarinnar dr. Borlaug sem fékk friðarverðlaun Nob els fyrir þetta framlag er ekki þeirrar skoðunar. Að minnsta kosti gerir hann sér ljóst, að aðferðir grænu bylt- ingarinnar verður að nota með ýtrustu varúð svo rækt- unarlönd já og allt umhverf- Um- hverfis- mál ið verði ekki sett úr jafn- vægi. Græna byltingin byggir á notkun hávaxinna afbrigða korntegundanna, samfara geysilegu m'agni tilbúins áburðar, skordýraeiturs og krefst auk þess fullkominna áveitukerfa. Með því að nota hundrað sinnum meiri áburð en annars er gert má á þenn an hátt auika uppskeruna fjór- uim til fiimm sinnum. Þar sem þessum aðferðum hefur verið beitt hefur uppskeran í fyrstu margfaldazt, en nú er viða að koma í Ijós hverju verði það er keypt. 1 því sambandi eru áhrif vegna notkunar skordýraeiturs í stórum stíl mjög afgerandi. Komnir eru fram skordýra- stofnar sem þola þau eitur- efni sem nú eru þekkt og gegn þeim þekkjast engin ráð. Hitt gerist líka, að þó einni piágumni sé útrýmt kernu.r oft önmur í staðinm sem menn hafa ekki þurft að glíma við áður og geta því ekki varizt. En þetta er .bara ein hlið af mörgum. Með tiikomu grænu bylting arinnar hafa stór svæði ver- ið lögð undir eina tegund þar sem áður voru ræktaðar margar tegundir. í Indónesíu hafa t.d. 600 tegundir hrís- grjóna verið ræktaðar um aldir, en á svæðum þar sem græna byltingin er fram- kvæmd, er aðeins notað eitt eða mjög fá afbrigði. Það gef ur auga leið, að slík breyt- ing hefur geysileg áhrif á allt umhverfið og þá einkum jarðveginn. Hinar ýmsu teg- undir hafa mismunandi þarfir og nýta jarðveginn hver á sinn hátt í samræmi við það. En með því að hafa aðeins eina tegund á svæðinu verð- ur nýting jarðvegsins öll á einn veg og getur raskað efnasamsetningu. hans gífur- lega. Á þennan hátt er hrein- lega hægt að eyðileggja alla ræktunarmöguleika á til- teknu svæði um tíma a.m.k., tilbúinn áburður getur ekki bætt ástandið ' endalaust. Þessi einföldun umhverfis- þátta er álag, sem móðir nátt úra getur ekki staðið undir. Fleiri hættur skapast vegna einhæfs tegundavals. Þar sem aðeins er ræktuð ein tegund getur skordýraplága eða loftslagssveifla eýðilagt uppskeruna algjörlega þar sem einhver hluti hennar myndi e.t.v. bjargast ef um fleiri tegundir væri að ræða. Þ.e. einhverjar tegundanna væru síður ásóttar af skor- dýrunum eða hefðu meiri hæfileika til að þola breyting ar á loftslagi. Þessar eru m.a. þær hættur sem græna bylt- ingin getur haft í för með sér. Nú kann einhver að segja, að ýmislegt megi leggja í söl- urnar fyrir grænu byltinguna ef velferð aukist í mann heirni. En hefur reyndiin orð- ið sú? Framkvæmd grænu byltingarinnar í vanþróuð'u löndunum krefst gífurlegs fjármagns til kaupa á skor- dýraeitri, tilbúnum áburði og tækjakosti erlendis frá. Al- menningur er þess ekki megn ugur og landbúnaðurinn fær- ist yfir á hendur fárra auð manna. Auk þess hefur almúg inn í þessum löndum ekki menntun sem er nauðsynleg til að geta notað aðferðir grænu byltingarinnar. Afleið ingarnar eru flótti úr sveit- um og aukið þjóðfélagslegt misrétti. Frá sjónarmiði ríkis stjórnanna hefur ástandið samt sem áður batnað því þjóðarframleiðslan eykst. 1 fliestum tilvikum þýðir það ekki að hungurnseyð aflétti. Sumar þjóðir I Afríku hafa t.d. orðið að selja uppsker- una fyrir fram til að afla fjár til kaupa á tilbúnum áburði. skordýraeitri og tækjum. M. ö.o. þessum þjóðum veitist ekki auðveldara að standa á eigin fótum fjárhagslega með tilkomu grænu byltingarinn- ar og eiga auk þess á hættu að stórskaða umhverfi sitt. — Framangreind dæmi sýna það og sanna einu sinni enn, að maðurinn er þess ekki megn- ugur að stjórna náttúrunni að eigin geðþótta. Hann verð ur að lifa lífinu og miða sín- ar aðgerðir við þessa óum- flýjanlegu staðreynd. Stokkhólmi 14. júní 1972. Hilmar Pétursson, Hrefna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigríður Guðmundsdóttir. Eiginmönnum líður betur í hjónabandi en eiginkonum HJÖNABÖND — eins og þau gerast og ganga á Veistur- löndum fara sárailla með eig- inkonumar. Bandarísikur fé- lagsfræðingur, þekktur á símu sviði, dr. Jesisie Bemard, hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að eiginkonum, þ. e. húsmæðr- um á heiimi'lunuim, sé mun hættara við hvers konar geð- rænum kvilluim, til að mynda taugaveiklun, þunglymdi og svefnleysi en konum, sem vinna utan heimiliis. Aftur á móti er andlegt heilbrigði og líkamleg heilsa kvæntra karla mun betiri en piparsveina. Dr. Jessie Bemard hefur unnið mjög mikið að könnun á fjölskyldumálum og hjóna- bandi og hún er prófessor í þjóðfélagsfræðum við Penn- háskóla í Bandaríkjunutn. Hún hefuT nú kannað með vísindalegum aðferðum und- anfarin þrjú ár þesisi mál al- veg sérstaklega og samkvæmt beiðni háskólans. Hún hef- ur komizt að þeirri nið- urstöðu, að í hverju hjóna- bandi „eru raunar tvö hjóna- bönd — þ. e. hjónaband karlmannsins og hjónaband kvenmannsins og hans er miklum mun bet,ra.“ Þessi staðhæfing er þunga- miðjan í nýrri bók eftir dr. Bemard, „The Futuire of Marriage", sem er að koma út uim þessar mundir. Það verk er ítarleg og skilmerkilega unnið og er líWegt til að vekja uimræður á borð við umræðurnar um verk Kinseys um kynferðismál. 1 bókinni kemur margt fram, sem talsmenn banda- rísku kvenréttindahreyfin'gar- innar (Womens Lib) hafa staðhæft, en sá er mumurinn, að hér er það sett fram af fullri hófsemd, mun meiri rökvísi og skynsemd og minni geðshræringu. Dr. Bemard kveðst upphaf- lega alls ekki hafa haft i byggju að rita slíkt verk. Þegar henni var failið þetta verk;, þ. e. að gera fræðilega útitekt og könnun á stöðu hjónabandsins og fjölskyld- unnar, taldi hún, að með þeimi þekkingu, sem hún hefði aflað sér í fjörutíu ára starfi, myndi slikt verk lítt vefjast fyrir henni. Yfiriiits- verk um þetta efni gæti hún ritað án mikill'ar fyrirhafnar á fáeinum mánuðum. En sem verki hennar mið- aði fram, varð hún þess vís- ari, að málið var mum marg- slungnara en hana hafði órað fyrir og það sem kom henni mest á óvart var að árangur þessara kannana leiddi til niðurstaða, sem hana hafði ekki grunað, þegar hún hóf verkið, og varð það þvi all- mjög frábrugðið því, sem hún hafði talið í fyrstu. Bókin er í heiild greinar- gerð, þar sem hart er deilt á það kerfi, sem væntir þess að menntuð og skynii gædd vera — þ. e. konan — geti verið ánægð með það litlausa og einangraða starf sem heimilisverk eru. Þetta, segir dr. Bernard, kvíslast um allt hjónaband konunnar. Eigim- maður hennar gegnir lífrænu starfi sem krefst hæfi'lei'ka og einbeitni; hennar starf er endurteknimgarvinna upp aft- ur og aftur; það gefur henni námas't ekkert. Eiginmaðurinn er úti á meðal manna, hann verður því að vera þokkalega klæddur í vinnunni. Þar af leiðandi er mikiisverðara að hann fái ný föt en hún. Hanm vex í sínu starfi, hefur möguleiika á að fá nokkurn frama, hún ekki. 1 raun og veru geta heimi'l- isstörf haft sljóvgandi áhrif á hugsanastarfsemi hennar, smám saman kann að draga úr einbeitingarhæfni hemnar. Auk heldur vinnur hún sitt hvimleiða starf í hálfgerðri eimangrun — andstætt við formæður sínar — og kemur þar til n'útímaheimilistækni, sem ekki þekktiist fyrrum. Slik einangrunaraðstaða, seg ir dr. Bernard að ýti undir leiða, getur beinlínis brenglað dómgreind — og gerir konuna móttækilegri en ella fyrir sykkósum. Di. Bernard komst að þeirri niðurstöðu, að konur, sem stunda vinnu utan heim- idis, hvort sem þær eru giftar eða ekki, standi mun betur að vígi; þær búi einnig við miklu betri andlega heilsu en heimavinnandi húsmæður. „Færri en búast mætti við af þeim konum, sem vinna úti og fleiri húsmæður, sem heima vinna og búast mætti við, hafa fengið nokkurs konar taugaáföll. Færri en búast mátti við af útivinnandi kon- um og fleiri en búizt var við af húsmæðrum hafa þjáðst af taugaveiklun, svefnleysi, hjartatruflunum, handsvita, yfirliðatilfinningu, höfuðverkj um, handskjálfta, martröð- um, sljóleika. Hlutski'pti hús- móður á heimili er slikt að sé litið á fjölda þeirra sem eiga hlut að mál'i má nánast lita á vandamál húsmóðurininar sem heilbrigðisvandamál númer eitt. Fáar konur, sem þjást af leiða á heimili sínu, viður- kenna að þær séu ólukkulega giftar, einfaldlega vegna þess að venjulega er það starfinn en ekki eiginmaðuriinn, sem veldur þeim angri. Brotalöm- ina er að finna í uppbyggingu hjónabandsins. Segja má, að samfélagið og þjóðlífið gangi út frá því og ætlist til þess að sem allra fiestar eiginkon- ur séu heimavinnandi hús- mæður. Áhrif hjónabandsins á karl- menn, segir dr. Bernard, eru algerlega gagnstæð. Að sjálf- sögðu er um meðaltai alls staðar að ræða, en kvæntur maður býr hiutfallslega við betri líkamlega heilsu og and- legt heilbrigði hans er allt annað og betra en kar'lmanns, sem ekki er í hjónabandi. Kvæntur maður er hamingju- samari á flestan hátt og lík- urnar á því, að hann svipti sig lífi í örvinglan, eru helim- ingi minni en væri hann ókvæntur. 1 könnun dr. Bernards kemur ög margt athyglisvert — sem e. t. v. vekur deilur — og óvænt upp úr dúrnum, að börn bæta sjaldnast samskipti miilli hjónanna. Börn á skóla- aldrinum sex til fjórtán ára „virðast hafa alveg sérstak- lega afleit áhrif á hjónaband- ið. Á þessu tímabili steyta flest hjónabönd á skilnaðar- skeri og þau sem af lifa eru sjaldnast erfiðari en á þessu skeiði. Ástandið batnar tals- vert, þegar börnin komast á táningaaldur, en ógift börn komin yfir átján ára aldur, sem búa heima, geta lagt hjónaband foreldranna endan- lega í rúst.“ Auk þess bendir dr. Bern- ard á, að nýr þáttur eða skeið sé nú að koma upp í hjóna- bandinu, sem hafi ekki þekkzt fyrr í mannkynssögunni. Það er vegna þess hve foreldrar hafa lokið uppeldisstarfin’u á Wigum aldri, svo að venju- lega er enn langt líf fyrir höndum, þegar bömin eru komin á legg, svo og hefur meðalaldur manna lengzt. „Við erum nú fyrst að byrja að átta okkur á að við þurf- um að finna hjónabandinu nýtt form. Möguleiikar á ham- ingju hjóna á hinu nýja skeiði eru ókannaðir með öllu.“ Dr. Bernard kemst og að þeirri niðurstöðu, að bamlaus hjónabönd sem á annað borð endast, séu yfirieitt farsœlli en hjónabönd þar sem böm eru fyrir. Að dómi dr. Bernards, verð- ur það mikið og verðugt verkefni að laga hjónabandið að breyttum aðstæðum og kröfum nútímans. Það verður frumkrafa að konan geti val- ið ef hún vill vinna úti. Hún er ekki hlynnt því að byggður verði fjöldi dagvistarstofnana, heldur verði með styttri vinnuviku og hagræðinigu á heimilinu unnt að koma því svo fyrir, að hjónin skipti á raunhæfan hátt með sér verk- um. Hún álítur það brýna nauðsýn fyrir eiginkonuna að hún verði fjárhagslega sjálf- stæður einstaklingur. Nýtt form hjónabandsins er nauðsyn. Breyttir timar kalla á það. Kona skal vera sjálf- stæð, hún skal ekki brotin niður andlega með því að vera „á framfæri". Dr. Jessie Berraard telur fólk eigi ekki að giftast of ungt og heppilegast sé að sem minnstur aldursmumur sé á hjónum — þannig verði fækk að einmana ekkjurn — og einnig geti þá hjónin átt sam- an mörg og bærileg ár, eftir að foreldrahlutverki þeirra er lokið. Hún lætur sér detta í hug að tvíkvæni kunni að vera lausnin, svo sem nú skal greina: að karlmaður sem er Framhald á bls. 17. i i V&v#'" THE OBSERVER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.