Morgunblaðið - 15.07.1972, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.07.1972, Qupperneq 1
32 SIÐUR 156. tbl. 59. árg. LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1972 Prentsmiðja Morgunblaðsins Brezktir hermaður tekur sér stöðu skammt frá Lenadoon-svæ ðinu í morgun. Óvissa í Líbýu: Gaddafi vikið frá völdum? Rabat, 14. júlí. NTB. AP. ÞRÁBÁTUR orðrómur var á kreiki um það í dag; í Rabat, höf- uðborg- Marokko, að þjóðarleið- togi Líbýu, Muammar Gaddafi ofursti, hefði verið sviptur völd- um og- sæti í varðhaldi í herbúð- um í úthverfi liöfuðborgarinnar Tripoli. Diplómatar segja að þótt fréttirnar fáist ekki stað- festar fari ekki á milli mála að ágreining-ur ríki í stjórninni. Ferðamerm sem komu í dag frá Tripoli til Beirút og Rórnar sögðu að allt virtist vera með kyrrum kjörum og að ekfeert benti til þess að nokkuð óvenju- legt væri á seyði. Verzlanir eru opnar, hermenn eru ekki á ferli og útvarpað er venjulegum dag- skrárliðum. Einn ferðamannanna sagði að hann hefði ekkert vitað að eitthvað væri á seyði í Lábýu fyrr en hann hefði komið til Beirút. Talsmaður Líbýustjóm- ar vill elckert segja um fréttim- ar. Sarnt magnast stöðugt orð- rómurinn um að Gaddafi ofurstL hafi verið handtekinn af and- stæðingum sínum í Tripoli og að yfir standi samningaviðræður til að út'kljá ágreiningsefni. Þögn yfirvalda þykir renna stoðum IRA hótar hefndum: Ofbeldismenn beita eldflaugum í Belfast Belfast, 14. júli — NTB-AP IRSKI lýðveldisherinn (IRA) hótaði í dag hefndaraðgerðum eftir mikið mannfall, sem hann beið í nótt í umfangsmestu bardögum, sem geisað hafa á Norður-írlandi í þrjú ár. Hótun- in kom fram um leið og WiHiam Whitelaw, írlandsmálaráðherra, hélt því fram í neðri málstof- unni, að lýðveldisherinn hefði í fyrsta skipti beitt eldflaugum í Belfast. Örþrifaráð til bjargar dollar Spákaupmenn spá gengisfellingu London, 14. júlí. AP. NTB. SEÐJLABANKAR í Vestur- Eiröpu neyddust til þess í dag að kaupa einn og hálfan milljarð doliara til þess að halda honum á réttum kili og er það mesta dollaramagn sem seðlabankarnir hafa keypt á þessu ári. Dollar- inn er nú í lægra verði en Sýndu eldflaug Þjóðhátíðardagur Frakka var í gær og af því tilefni var mikil hersýning, þar sem með al anmns var sýnd nýj- asta kjarnorkueldflaug lands ins. Ekki tókst þó betur til en svo að vagninn sem dró hana bilaði fyrir framan stúiku Pompidous, forseta. Eftir mikið handapat tókst að koma honum I gamg aftur og ók hann ósandi niður eftir götunni, en stoppaði þá afttur og varð að draga hann á brott. nokkru sinni síðan svipaður þrýstingur i fyrrahaust leiddi til gengisfellingar. Kauphallir voru lokaðar í Frakklandi í dag vegna Bastillu dagsins og Bretar keyptu ekki dollara, en samt hafa seðlabank ar aldrei keypt eins mikið af dollurum. Vestur-þýzki seðla- bankinn keypti um 800 milljón dollara, og sá svissneski 400 milljón dollara og jafnvel norski seðlabankinn og sá hollenzki keyptu dollara. Spákaupmenn virðast vantrú- aðir á að gengi dollarans verði haldið óbreyttu og virðast telja að gengi hans verði látið fljóta. Sumir telja að tilnefning George McGovems sem forsetaefnis hafi valdið óvissu í fjármála- heiminum, þar sem óttazt sé að Bandaríkin hverfi til einangrun arhyggju og áhrif þeirra dvíni í heiminum. Þeir svartsýnustu segja að Evrópa geti orðið „ann- að Finnland." Spumingin er hvort seðlabank arnir hafi ráð á því að kaupa sitöðugt dollara, og þess vegna er talið sennilegt að evrópskir gjaldmiðlar verði látnir fijóta eins og doiiarinn. Pundið virðist Framhahi á bls. 12. Landvarnaráðherrann, Carring- ton lávarður, hélt því fram, að ógnaröldin á Norður-írlandi mundi magnast um allan helm- ing, vegna þess að gripið hefði verið til eldflaugavopna. Sam- kvæmt heimildum í Belfast beittu skæruliðar eldflaugum i árás á lögreglustöð í borginni í fyrra, en þær sprungu ekki og gert var ráð fyrir að lýðveld- isherinn hefði ákveðið að hætta við að beita eldflaugum. I fyrra- dag var hins vegar beitt eldflaug i árás á varðstöð í Lenadoon- hverfi, að því er heimildir herma. Sú eldflaug olli nokkru tjóni, en eldflaug, sem skotið var á lögreglustöð í Andersonstown, sprakk ekki. 1 kvöld herti lýðveldisherinn á aðgerðum síhum, og í einum fyrsta skotbardaganum biðu einn brezkur hermaður og einn óbreyttur borgari bana, en sex óbreyttir borgarar særðust. Átökin urðu í hverfi, þar sem þæði kaþólsldr og mótmælendur búa, og leyniskyttur hleyptu af, þegar brezkir hermenn fóru inn í hverfið eftir sprengjutilræði, sem olli tjóni I mörgum verzl- unum. Um 700 brezkir hermenn voru í dag á verði í Lenadoon-hverfi og höfðu fullkomin tök á ástand- inu eftir tólf tíma skotbardaga við hermenn lýðveldishersins. Sagt er, að brezkir hermenn hafi hæft 18 skæruliða og skotið var 5.000 skotum. Brezkir hermenn beittu að þessu sinni sóknarað- ferðum og reyndu að flæma leyniskyttur úr grenjum sinum. Um hádegi höfðu bardagamir fjarað út að mestu, en hermenn mættu enn mótspyrnu einstaka skæruliða, sem héldu áfram skothríð. Whitelaw Irlandsmálaráðherra sagði, að vegna þess að lýðveld- Framhald á bls. 12. Gaildafi. undir þann grun að eitthvað sé á seyði, og einnig sú ákvörðun Ábdel Salam Jalloud forsætisráð herra að aflýsa á siðustu stumdu fyrirhugaðri heimsókn til Paris ar. Aðeins nokkrir dagar eru síðan Jalioud var skipaður for- sætisráðherra, og getiur það hafa átt þátt í þeirri valdastreitu sem virðist standa yfir. Hvað svo sem er á seyði þvfeir flest benda til þess að Gaddafi haldi völdum sínum. En þar sem fréttirnar berast frá Marokkó, er þeim tekið með varúð, þvi að Líþýumenn studdu tilraunána sem var gerð í fyrra til að steypa Hassan konumgi af stóli. Gadd- afi hefur verið við völd siðan Idris konungi var steypt af stóli haustið 1969. Stefna McGoverns í utanríkismálum: Heim frá Vietnam eftir 90 daga frá valdatöku — Stórfelldur niðurskurður á herstyrk — Laird biður um hvíta fána n------------------------n Sjá grein um Thomas Eagle- ton varaforsetaefni á bls. 16 n------------------------n Washington, 14. júlí. AP. MEST umræddi liðurinn á stefnu skrá Georges McGoverns, forseta efnis demókrata, verður án efa stefna hans í utanríkismálum. Hann hefnr lofað að ef hann verði forseti muni hann binda enda á þátttöku Bandaríkjanna í stríðinu í Indó-Kina á 90 dög- um. Hann muni fyrirskipa algera stöðvnn loftárása daginn sem hann komi til valda, byrja þegar í stað heimflutning allra her- manna og flugmanna frá Suður- Vietnam og hann muni hætta allri hernaðaraðstoð við Suður- Vietnam. Eina skilyrðið sé að bandarískum stríðsföngnm í Norður-Vietnam verði sleppt. McGovern hyggur einnig á miklar breytingar á öðrum liðum hermála. Meðal þess sem hann ætlar að gera er: 1) Fækka í her- alanum, úr 2.4 miljómum mönn- um niður í 1.7 milljón, m.a. með því að fækka bandarístoum her- mönnum í Vestuir-Evrópu um 170 þúsiund. 2) Fækka flugmóðuí skipum úr 15 í 6. 3) Hætta við gagneldflaiugakerfið. 4) Hætta Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.