Morgunblaðið - 15.07.1972, Síða 2

Morgunblaðið - 15.07.1972, Síða 2
2 MOR/GUNBLAÐ'IÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLt 1-972 Kennarar sækja um inngöngu 1 Háskólann ALLMIKILL fjöldi kennara með kennarapróf frá Kennaraskóla fslands hafa sótt nni að stunda nám í Háskóla Islands að hansti. Nýlegra voru rýmkuð inntökuskil yrði í Háskólann ogr mun nú allstór hópur kennaraprófs- nianna freista gæfunnar og sækja um skólavist. Magnús Már Lárusson, rektor tjáði Mbl. í gær að ekki lægi Ijóst fyrir, live margir liefðu innritað sig í skólann eða sótt um skóla- vist, en umsóknartínii rennur út í dag. Sigtryggur Jónsson, sem brautskráðist úr stúdentadeild Kennaraskólans í vor, sagði að 90 kennaraskólastúdentar hefðu útskrifazt í vor og hefði mikill hluti þeirra ætlað að láta inn- Viðræðurnar við EBE: Samningagerð lýkur upp úr helginni BÚIZT er við því að viðræðum sendinefndar íslands við F.fna- hagsbandalag Evrópu ljúki nú upp úr helginni — að því er Þór- hallur Ásgeirsson, ráðuneytis- stjóri, og formaður samninga- nefndar íslands tjáði Mbl. í gær. Hann kvað því of snemmt að skýra frá viðræðunum. „Við höldum áfram að ræðast við, og nú styttist í samningalokin,“ sagði Þórhallur. Þórhallur Ásgeirsson sagði að samningagerð ætti að vera liokið við löndin 6, sem óskað hafa sérsamningia við bandalagið, hinn 20. júlí. Undirskrift samning- anna á að fara fram 22. júlí. Samkvæmt skeyti frá AP- fréttastofunni, sem Mbl. barst í gær, segir að samningaviðræðum við ísland sé lokið. Segir þar að tollar á ferskum fiski til bandalagsríkjanna lækki um 20% 1. apríl 1973, 20% 1. janúar 1974, 20% 1. janúar 1975 og 20% 1. janúar 1976. Loks 1. júlí 1977 lækka tollar enn uan 20%. Þá samþykikir EBE 50% tolla- lækkun á niðuirsoðinni síld frá fsliandi og 50% tollalækkun á áli frá íslandi. 1. april 1973 verður leyfður innflutningur á 30.000 tonnium aí áii á þessum lægri tolluim, en síðan mun toilurinn lækka árlaga uan 5% unz al- gjörri toll&niðurfellingiu er náð 1. janúar 1980. Allir þessir skilimálar eru þó af hálfu EBE með fyórvara uim samkomu-lag i landhelgisdeilunni vdð Breta og Þjóðverja. Lúðvíik Jósepsson, viðskipta- ráðherra, sagði á fumdi með f-réttamönnum í gser, að sámn- imgarnir við Bfnahagsbandala-gið yrðu undirritaðir á næstunni. Þeir yrðu hins vegar ekki stað- festir fyrr en ljóst væri, hvernig færi um fyrirvara bandalagsins um tollfríðindi á sjávarafurð- Félagsdómur: Orlof greiðist ekki af skattfrádráttarliðum VIÐ uppgjör við sjómenn í lok vetrarvertíðar reis ágreiningur Páll Sveinsson, landgræðslustjóri. milli Landssambands íslenzkra útvegsmanna og Farmanna- og fiskimannasambands Islands, segir í fréttatilkynningu frá fyrr nefndu samtökunum, sem Mbl. barst i gær. Ágreiningurinn var um skilning á 7. gr. hinna nýju orlofslaga. Var hann í því fólg- inn að LÍU taldi að ekki bæri að reikna orlof á tekjnr, sem eru ekki tekjuskattsskyldar sam kvæmt 14. gr. laga um tekju- og eignaskatt. Hér er um að ræða tekjur, kr. 800 á mánuði fyrir hlífðar- föt, 5.000 krónur á mánuði með sérstökum skilyrðum, þ.e. að hafa verið lögskráður á skip lengur en 6 mánuði og 8% sér- stakur frádráttur af launum. Af þessu tilefni höfðaði F.F. S.í. mál fyrir Félagsdómi, þar sem gerð var sú krafa á hend- ur L.I.U., f.h. hinna ýmsu út- vegsmannafélaga, að óheimilt væri að draga frá launum sjó- manna áðurgreinda skattfrá- Framh. á bls. 21 Páll Sveinsson í Gunnarsholti látinn PÁLL Sveinsson, landgræðslu- stjóri, lézt í fyrrinótt í svefni að heimili sínu í Gunnarholti á Bangárvölltim. Páll var tæplega 53ja ára, er hann lézt. Páll Sveinsson var fæddur að Ásum í Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu hinn 28. október 1919, sonur Sveins Sveinssonar bónda og konu hans Jóhönnu Margrétar Sigurðardóttur. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1941, en stundaði síðan nám við bandaríska háskóla og lauk prófi í landgræðslu og gróðurrækt frá landbúnaðarháskólanum í Utah 1948. Hann varð síðan aðstoðar- maður Gunnlaugs Kristmunds- sonar, sandgræðslustjóra, og síð- an Runólfs Sveinssonar, sand- græðslustjóra, bróður síns, unz hann lézt 1954. Varð þá Páll sand græðslustjóri og 1965 iartd- græðslustjórL rita sig I skólann í haust. Sig- tryggur sagði að í reglugerð stæði að aðgang að skólanum skyldu hafa þeir, sem lokið hefðu stúdentsprófi eða hlið- stæðri menntun. Kennaraskóla- menn vilja álíta að kennarapróf standi jafnfætis stúdentsprófi, þegar tekið er tillit til valgreina — ef ekki betur. Telja þeir frá- leitt að heiti prófsins sé látið ráða i stað þess að prófið sem slíkt ráði möguleikum um inn- töku í Háskólann. Magnús Már Lárusson sagði að hver umsókn fyrir sig yrði tekin fyrir og rædd og þvi verð- ur tekin afstaða til hvers um- sækjenda fyrir sig og ákveðið, hvort hann hlýtur inngöngu i Háskóla Islands eða ekki. Hannes Jónsson, blaðafnlltrúi ríkisstjórnarinnar, setur ofan í við hnípna fulltrúa herstöðvarandstæðinga í Stjórnarráðshús- inu í gærdag. Herstöðvarandstæðingar: Ætluðu að nota skrif- stofu utanríkis- ráðherra — til opinberra fundarhalda „HKR er enginn blaðamanna- fundur á minum vegum,“ sagði Einar Ágústsson, utan- ríkisráðherra, nm leið og hann snaraðist inn um dyr stjórnarráðsbyggingarinn- ar kl. tvö í gærdag. En sá einstæði atburður gerðist í gærmorgun, að samtök svo- nefndra herstöðvarandstæð- inga boðuðu upp á eigin spýt- nr til blaðamannafundar í skrifstofu utanríkisráðherra. Þegar blaðamenn Morgun- blaðsins komu í Stjómarráðs- húsið laust fyrir kl. tvö í gær- dag, var þar fyrir nokkur hóp- ur talsmanna herstöðvarand- stæðinga. Þar afhentu þeir fréttamönnum yfirlýsingu miðnefndar herstöðvarand- stæðingæ Eftir að Einar Ágústsson hafði mælt þau orð, sem vitn- að er til hér að framan, kom Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjómarinnar, á vettvang og sagði byrstur, að enginn blaðamannafundur yrði í skrifstofu utanríkisráðiherra. Félagsskapur út í bæ hefði boðað til þessa fundar; hann væri ekki á vegum ráðuneyt- isins. Samtök herstöðvarand- stæðinga hefðu fengið eircka- viðtal við utanríkisráðherra; aldrei hefði verið minnzt á blaðamannafund í því sam- bandi. Boð á blaðamannafundi ráðherra kæmi frá skrifstofu blaðafulltrúa og það væri hrein markleysa, þegar menn úti I bæ boðuðu til slíkra funda. Herstöðvarandstæðingum tókst því ekki að leggja und- ir sig embættisskrifstofu ut- anríkisráðherra til opinberra fuhdarhalda eins og þeir höfðu boðað. Ráðherrann veitti þeim hins vegar einka- viðtal eins og um hafði ver- ið samið. 1 fundarboði herstöðvarand- stæðinga sagði, að blaða- mannafundurinn yrði í skrif- stofu utanrikisráðherra kl. tvö. Utanríkisráðherra yhði sjálfur á fundinum auk tveggja annarra ráðherra, en ekki var getið um nöfn þeirra. Ef tirlaun ekkna minnka um sömu krónutölu og ellilaunin hækka Lagabreyting breytir þessu skipulagi um næstu áramót ELLILAUN hækkuðu nú síðast 1. júlí. Samkvii-mt gönilum lög- um lækka þá mánaðarlegar líf- eyrisgreiðslur ekkna opinberra starfsmanna um sömu krónu- tölu og lífeyririnn hækkar. Staf ar þetta af því að ekknalaiin eða ellilífeyrir ekkna opinberra starfsmanna, eru Iögum sam- kvæmt háð lífeyrisgreiðslum úr sjóðnum, þannig að greiðsla til ekkna nemi ávallt 50% af því sem síðustu laun manna þeirra væru á liverjum tíma. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Ingimundarsonar, for- stjóra Tryggingastofnunar ríkis ins, hefur lögum þessum nú ver ið breytt, þannig að þessar tvær greiðslur eiga ekki að hafa áhrif hvor á aðra eftir næstu áramót. Laun ekkna opinherra starfsmanna hækka því ekki nú, nema þvi aðeins komi hækkun á laun opinherra starfsmanna, en það gerðist síðast 1. júní síðastliðinn. Sigurður Ingimundarson sagði að fyrr á árum hefði þetta ákvæði alls ekki komið ekkjun- um illa, en síðan hækkun elli- eða ekknalífeyris hefur orðið meiri, hefur komið í ljós að þetta ákvæði er ekki lengur æskilegt. Sigurður sagði að ekkjur opin- berra starfsmanina væru yfirleitt betur settar en ekfejur ann- arra Hfeyrissjóðsþega. Þær hafa 50% af launutn maana það að maki á eftirlaunum deyr minnka eftirlaunagreiðslur í sinna á meðan aðrar ekkjur hafa I sjóði opinberra starfsmanna um aðeins 30% í flestum sjóðum. Við I %, en i öðrum sjóðum um Vz. Ekki unnt að komast hjá yerðbreytingum vegna gengisbrey tinga — segir Vinnumálasamband samvinnufélaganna VINNUMÁLASAMBAND sanv vinnufélaganna eða stjórn þess hefur sent frá sér ályktun vegna nýrra ráðstafana ríkis- stjórnarinnar í dýrtíðarmálum. Segir þar, að með tilvísun til þeirra upplýsinga, sem stjórn- völd hafi gefið forsvarsmönnum Vinmimálasambandsins um fyr- irhugaðar ráðstafanir í kaup- gjalds- og verðlagsmálum og við- raeðna í því sambandi, álykti stjórn samtakanna eftirfarandi: „Stjórn Vinnumálasambands samvinnufélaganna telur eðlilegt að reynt sé að draga úr víxl- hækkunum verðlags og kaup- gjalds svo sem framast er auð- ið. og telur viðraíður þær, sem fram hafa farið í því samihandi, gagnlegar. Stjórnin telur setn- ingu bráðabirgðalaga þeirra, sem áformuð eru, eðlilega tilraun til að hafa jákvæð áhrif fyrir undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinin ar. Stjómin vill þó benda á, vegna hins óvenjulega forms, sem ráðgert er að taka upp tU bráðabirgða um afgreiðslu mála í verðlagsnefnd, að ekki virðist unnt að komast hjá verðbreyting um, sem leiða af breytilegu gengi erlends gjaldeyris og/eða grundvallarverðbreytingum er- lendis, og væntir að þetta sjón- armið sé og verði viðurkennt af stjórnvöldum og þeim aðíhmv sem ráðgert er að fái sérstakt tímabundið váijdi'íj'öi:; afgneiðaki verðlagsmála."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.