Morgunblaðið - 15.07.1972, Page 5
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1972
Ingvar Hallgrímsson;
1 tilefni útfærslu
fiskveiðilögsögunnar
1 SAMBANDI við þá ákvörðun
íslenzkra stjómvalda að fœra
fiskveiðilögsöguna út í 50 sjó-
mílur frá 1. september 1972, sam-
kvæmt einróma samþykkt Al-
þingis, vill Hafrannsóknastofn-
unin sérstaklega fagna þessari
sameiginlegu ákvörðun lands-
manna.
Hins vegar verður ekki hjá
því komizt að harma neikvæðar
undirtektir nágranna okkar, sem
kannski eiga eftir að þakka Is-
lendingum framtakið, þótt síðar
verði.
Eins og nú er, eru nokkrar
dýrategundir í islenzkum sjó ein-
göngu veiddar innan núverandi
fiskveiðimarka, t.d. rækja og
humar, og eru sérstakar vemd-
unarreglur í gildi um veiðar á
þessum dýrum, þótt betur megi,
ef duga skal. Sömuleiðis var ís-
lenzki sildarstofninn eingöngu
veiddur innan fiskveiðilögsög-
unnar, en til verndar honum
voru sildveiðar bannaðar frá sl.
áramótum, er sýnt var, að lang-
varandi vemdunaraðgerðir aðrar
komu ekki að haldi.
Á meðan 12 milna fiskveiði-
lögsaga helzt hér við land, hafa
verndaraðgerðir Islendinga afar
takmarkað gildi hvað snertir þá
fiskstofna, sem eru jafnt veiddir
utan þeirrar lögsögu sem innan.
Við slákar aðstæður erum við
þolendur þeirrar þróunar, sem
erlendar veiðiþjóðir skapa. Eins
og nú er eru helztu fiskstofnar
hér við land algjörlega fullnýtt-
ir — svo að ekki sé meira sagt
— og þola ekki aukið álag.
Aukning íslenzkra fiskveiða er
því bókstaflega háð því, að álagi
erlendra veiðiskipa á íslenzka
fiskstofna létti-.
Við tilkomu hinnar stóru fisk-
veiðilögsögu íslendinga, sem
verður meira en tvöfalt flatar-
mál landsins sjálfs, koma helztu
nytjafiskar okkar undir islenzka
lögsögu að langmestu leyti. Okk-
ur ber því skýlaus skylda til að
vernda þessa stofna gegn rán-
yrkju og ofveiði. Það verður að
marka þá stefnu að nýta verð-
m-æti sjávarins af fuliri skyn-
sémi. Sé það ekki gert, fellur
allt í sama horf og áður var,
og til hvers er þá barizt?
Sjálf útfærsla fiskveiðilögsög-
unnar er þó aðeins fyrsti þáttur
landhelgismálsins. Næsti þáttur
er skynsamleg varðveizla og
nýting þeirra verðmæta, sem
okkur faUa i skaut. Við Islend-
ingar verðum einnig að hafa í
huga, að eftir að hin stóra fisk-
veiðilandhelgi er fengin, höfum
við einstakt tækifæri til að
verða fyrirmynd annarra þjóða
hvað snertir skynsamlega nýt-
ingu dýrastofna í sjó, visa öðr-
um þjóðum veginn í þessu máli.
En til þess að svo megi verða,
er nauðsyn á algjörri samstöðu
Ingvar Hallgrímsson.
allra landsmanna.
Slik áframhaldandi samstaða
til að vinna að næsta þætti land-
helgismálsins — skynsamlegri
nýtingu fiskstofnanna — er Is-
lendingum meira virði en flest
annað.
Fjórir færeyskir
myndlistarmenn
Ingálvur af Reyni: Stúlka.
ÞAÐ ríkir sannarlega færeyskur
andi í kjallara Norræna hússins
þessa dagana, en þar sýna nú í
boði hússins fjórir færeyskir
myndlistarmenn verk sin, mál-
verk og grafík. Færeysk mynd-
list er íslendingum ekki með öllu
ókunn, því að fyrir nokkrum ár-
um var sett upp viðamikil yfir-
litssýning á færeyskri list í
Listasafni Islands, sem vakti
mikla og verðskuldaða athygU
og aðdáun. Sýningin sló því
föstu, vissu menn það ekki áður,
að Færeyingar eiga ágæta mynd-
listarmenn, sem athygli vekja án
þess að farið sé að tíunda til
höfðatölureglunnar alkunnu.
Gæði listaverka hafa aldrei
ákvarðast eftir mannfjölda þjóða
og munu ekki gera, það hafa
Færeyingar gert sitt til að und-
irstrika og mega vera hreyknir
af.
Á sýningunni í Norræna hús-
inu er Ingálvur af Reyni þekkt-
astur hérlendis og nafntogaðast-
ur heima fyrir. Myndir hans eru
málaðar i dökkum, mögnuðum
litum og ósjaldan seinteknar, en
í þessum litum sinum er hann
kóloristi með ágætum í ramma
danskrar hefðar, en með fær-
eysku yfirbragði. Ingálvur er án
efa þroskaðastur málaranna. Það
gefa einkuim til kynna rnyndir
hans svo sem nr. 2 „Landslag",
nr. 4 „Úr borginni" og nr. 8
„Landslag — frá Mikladal". Lýs-
ingin á myndunum er þvi miður
mjög afleit, og njóta margar
þeirra sín ekki sem skyldi, ljós-
blettir eru hér og hvar á mynd-
um og veggjum án sýnilegs
tilgangs, sumar myndir oflýstar,
en aðrar vanlýstar. Það skal
áréttað hér, að lýsingin í kjall-
arasölunum hefur frá upphafi
verið mikið vandamál varðandi
myndlistarsýningar og oft að-
eins á valdi færustu fagmanna
að leysa það þannig, að vel fari.
Ingálfur af Reyni er sagður einn
af beztu og virtustu portrett-
málurum í Færeyjum, sem stað-
festir að farið getur saman að
vinna huglægt og hlutlægt í
myndlist. Abstraktmálarar eru
til dæmis ósjaldan mjög
slyngir teiknarar. Fróðlegt
hefði verið að kynnast einn-
ig þeirri hlið listar þessa málara.
Zakarías Heinesen, sem er yngri
að árum en Ingálvur, er skyldur
honum í vinnubrögðum, litir
málverka hans . eru þungir,
djúpir og mettaðir, og ber
það vott um að hann hafi
ausið af brunni sömu erfða-
venju og Ingálvur. Það bregður
fyrir kúbistískum áhrifum í
myndum Zakaríasar, og misjafn
árangur bendir til, að hann
sé enn að leita fyrir sér, en að
mínum dómi er hann skýrastur
i formi og lit í myndum sinum
nr. 1 og 3, sem hann nefnir báð-
ar „Á Velbastaðarhálsi“. Krítar-
myndir hans frammi í gangi eru
mjög ólíkar málverkunum, sem
bendir til efniskenndar lista-
mannsins, hann upplifir þannig
efnið, en stefnir ekki að einu
marki með mismunandi efniviði.
Tunimas Arge er gjörólíkur áð-
urnefndum starfsbræðrum sín-
um í formi og lit, hann er einnig
yngsti þátttakandinn á sýning-
unni aðeins þritugur að aldri og
því fulltrúi nýrrar kynslóðar.
Tummas er expressjónískur og
mjög ijós í litameðferð, en slepp-
ir ekki með öllu almennum, sjón-
rænum fyrirbærum. Mjög
skemmtileg er mynd hans nr. 2
„Langviustallur“, bæði í vinnu-
brögðum og lit. Artistískt eðli
hans minnir stundum á Kjar-
val i upprunaleika sínum, þótt
sennilega sé ekkert samband
þar á milli.
Elinborg Liitzen sýnir dúk-
skurðarmyndir, enda eru dúk-
skurður og trérista sérgreinar
hennar, þótt hún hafi einnig mál-
að með vatnslitum og olíu með
eftirtektarverðum áranigri að
sögn. Listakonan leggur rika
áherzlu á blæbrigðaríkan skurð,
beitir skurðarhnifnum ekki
ósvipað og hún væri með lit milii
handa. Liitzen hefur gert mikið
af því að myndskreyta bækur,
einnig námsbækur, og eftir
vinnu'brögðum að dæma eiga
Færeyingar þannig myndlistar-
þátt, sem nær óþekktur er hér-
lendis. Hefði verið næsta fróð-
legt að sjá einnig sýnishorn
bóka hennar.
Það er í senn skemmtilegt og
menntandi að virða fyrir sér
myndir Færeyinganna, en þeir
eru þvi miður mættir með of
fáar myndir hver og einn, svo að
einungis annar salurinn er nýtt-
ur. Hér mun hafa ráðið ókunn-
ugleiki á sýningai'húsnæðinu,
þar sem af nógu mun hafa verið
að taka heima fyrir. Ég vil svo
hvetja l'istunnendur til að fjöl-
menna á þennan ánægjulega list-
viðburð, sýningunni lýkur á
sunnudagskvöld og verður ekki
framiengd, að ég bezt veit. Hefði
verið æskilegra, að sýningin
hefði staðið lengur en þessa einu
viku. Að lokum ber að þakka
Norræna húsinu framtakið og
llstamönnunum viðkynninguna.
Elínborg Eutzen: Dúkskiirðarmynd.
Tumnias Arge: Landslag. Zakarías Heinesen: Á Velbastaðarhálsi.