Morgunblaðið - 15.07.1972, Page 14

Morgunblaðið - 15.07.1972, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1972 HJMHORF St j órnmálalegt uppeldi HÉB eru birtir fjórir stuttir kaflar úr ítarlegu erindi, er Kristján J. Gunnarsson, skóla stjóri, flutti sl. vor um upp- eldi þjóðar til einræðis eða lýðræðis. Stöðnun í föstum farvegi Hinum hefðbundnu stjórnmála flokkum hættir til að staðma þannig, að gagnvart ákveðnum vandamálum eða úrlausnarefn- um sé aftur og aftur beitt sömu lausnum. Það má vera, að lausn- irnar séu eitthvað mismunandi eftir flokkum og þó fremur túlk un þeirra gagnvart almenningi, sem höfð eru endaskipti á, þegar valdajafnvægi breytist, þannig að stjórnarsinnar og stjórnar- andstæðingar geta á víxl notað rök og gagnrök hvor annars. Stjórnmálin eru, þegar svo er komið, fallin i eins konar óum- breytilegan farveg, og á löragu tímabili getur innan þeirra myndazt lokuð hringrás, sem stjórnmálaflokkamir megna ekki að rjúfa. Til skýringar þessu má minna á verðlagsmál á íslandi síðustu áratugi. Víxl- verkanir kaupgjalds, verð- lags og gengisfellinga sýna okk- ur brotna línu, sem sveiflast milli þessara póla, þar sem sveiflan getur numið 20-40% frá viki frá þvi, sem var. Sé hins vegar litið á t.d. 25 ára tímabil sem heild, kemur í ljós, að raun- veruleg aukning kaupmáttar hefur verið nokkuð jöfn, nálægt 3% á ári, og hagsmunir allra, sem hlut áttu að máli, hefðu verið betur tryggðir með því að fara beina leið að markinu. Þetta er öllum augljóst, en ekki viðurkennt í verki, hvorki af stjómmálamönnum né almenn- ingi. Leysa verður málið sam- kvæmt hinum hefðbundnu for- múlum stjórnmálanna, sem þræða efnahagsmálin eftir króka leiðum og refilstigum, þar sem sá er féflettur, er sízt skyldi. En þvi er hér lauslega að þessu vik- ið, að verðlagsmálim í íslemzkum stjórnmálum eru gott dæmi um stöðnun í föstum farvegi inn- an stjórnmálakerfis. Hlutlægar upplýsingar um stjórnmál Talað hefur verið um að stofna til embættis umboðs- manns almennings gagnvart stjórnvöldum, sem væri þeim óháður á svipaðan hátt og t.d. dómarar. Er þá hugsunin sú að tryggja betur en nú er rétt eins- staklinga í skiptum við stjórn- völd. Slík hugmynd er góðra gjalda verð. En í framhaldi af henni er hægt að láta sér detta í hug, hvort á vegum þess emb- ættis ætti ekki líka að vera til eins konar upplýsingamiðstöð, þar sem hinn almenni borg- ari geti fengið hlutlæg svör við spurningum, er varða efnisatr- iði mála, sem mistúlkuð eru af stjómmálaflokkum. Slíkar spurningar og svör þyrfti þá að birta almenningi í fjölmiðli, sem þetta embætti réði yfir. Eins og nú er háttað, getur almennur borgari hvergi fengið áreiðanleg og óhlutdræg svör við þeim spurningum, sem honum þó er nauðsynlegt að fá svarað til að geta myndað sér skoðun á mál- um eða tekið afstöðu til þeirra. Opinberum stjómsýslustofnun um ber ekki lagaleg skylda til að veita einstaklingum eða hóp- um svör við spurningum um al- menn mál, og fæstar munu telja sig hafa til þess starfskrafta. Af þessu er ljóst, að aðgangur al- mennings að hlutlægum og óhlut drægum upplýsingum um stjórn- mál og stjórnsýslu, sem rík- isvald og stjórnkerfi veitir, er mjög takmarkaður. Af því leiðir, að almennir kjósendur eiga oft erfitt fyrirfram, áður en málum er ráðið til lykta af löggjafar- eða framkvæmdavaldi, að mynda sér skoðun um þau, og lög og framkvæmd verða oft að sýna sig í reynd, áður en almenning- ur getur orðið fær um að taka afstöðu og fella sinn dóm. I til- efni af þessu má minna á, að um skattafrumvörpin á yfirstand- , andi þingi var sagt, að menn skyldu bíða, þangað til skattarn- ir samkvæmt þeim kæmu, og þar með virðist gefið upp á bátinn, að hægt sé fyrir almenning að rnyinda sér rökstudda skoðun á málinu fyrirfram. Það er greinilegt, að hér ganga hlutdrægir hagsmunir stjórnmálaflokkanna i berhögg við það takmark lýðræðisins, að óhlutdrægv skoðanamyndun og afstaða til mála, áður en þeim er ráðið til lykta af þingi eða stjóm, geti átt sér stað, enda er fjölmiðlum flokkanna oft frem- ur beitt til að villa um fyrir fólki en til að leggja staðreynd- irnar á borðið. Að úthluta þekkingar- skammtinum Ef hinn almenni skyldunáms- og gagnfræðaskóli byggir kennsluna á því að miðla nem- endum ákveðnum þekkingaratr- iðum, sem þeir eiga að læra og muna og álíta, að séu hafin yfir alla gagnrýni, þá er ekki við því að búast, að þeir, sem út úr slikum skóla koma, hafi fengið miikla þjálfun í að draga álykt- anir og forsendur eða vega og meta rök og gagnrök. Aftur á mótí hafa þeir hlotið töluverða æfingu í að trúa því, sem þeim er sagt, og draga sannindi þess ekki í efa. Ég vona, að þetta sé of strangur dómur um skóla okk ar, en ég óttast þó, að hann kunni að liggja of nærri því rétta. Ofan á þetta bætist svo, að t.d. við lok almenns gaign- fræðanáms hafa nemendur sama og ekkert lært í undirstöðuatr- iðum hagfræði, þjóðfélagsfræði, heimspeki eða rökfræði, en án lágmarks grunnþekkingar á þess um sviðum er hætt við, að menn verði talhlýðin fórnarlömb hvers konar þjálfaðra áróðursmeist- ara. Skrif stjómmálablaða og framsetning þeirra og túlkun t.d. á aðgerðum í efnahagsmálum, þar sem oft eru höfð endaskipti á tiltölulega einföldum hagfræði legum lögmálum, benda eindreg ið til þess, að ýmsir stjómmála- menn álíti og það sennilega með réttu, að þekking almennings á þessum sviðum sé afar takmörk- mörkuð, annars mundi slíkur málflutningur valda þeim tjóni sem honum beita. Það er mjög mikilvægt fyrir lýðræðislegt uppeldi, að nám í menntastofnunum þjóðarinnar sé fremur byggt upp með þeim hætti, að nemendur komi þang- að til að leita sér þekkingar heldur en til að meðtaka ákveð- inn og tiltekinn þekkingar- skammt, sem þeim er úthlutaður. Stjórnmála- menn andvígir endurmati Mér virðist, að stjórnmála- flokkum hætti mjög við að staðna í hugmyndafræði sinni og þau vígorð, sem við upphaí þeirra leiddu þá gunnreifa fram á stjórnmálasviðið, verði smám saman að merkingarlitlum klisj- um. Þess vegna þarf að hlúa að þeim öfflum í þjóðlífinu, sem ekki Framhald á bls. 20 „Auglýsum útvarpsráð laust til umsóknar66 Viðtal við Svein Eldon Sveinn Eldon heitir ungur maður, sem leggur stund á heimspeki við háskólann í Edinborg. Hann tók stúdents próf frá Menntaskólanum á Akureyri 1970 og hefur því tveggja ára háskólanám að baki. Sveinn gerir ráð fyrir að útskrifast með M.A. próf i heimspeki 1974. Við hittum Svein og ræddum við hann lítilsháttar um fjölmiðla, stjórnmálaflokka, lýðræði o.fi. FJÖLMÐLAR — Ef við byrjum á að tala um fjölmiðla, Sveinn, hvert er hlutverk fjölmiðla að þinu mati? — Mér finrast ekki rétt, að tala um alla fjölmiðla í sömu andránni, þeim má skipta i blöð, útvarp og sjónvarp og á þeim á að vera nokkur munur. Blöð hljóta ajltaf að hafa fyrirfram ákveðinn standpurakt, ef svo má segja, þ.e.a.s. þau leggja alltaf visst mat á fréttir og annað efni. Þau eru alltaf hægri-, mið-, eða vinstrisinnuð, svo notuð séu hefðbundin hugtök, þótt óljósrar merkingar séu. Blöð geta ekki verið hlutlaus þótt þau séu óflokksbundin. Þessu til stuðnings má m.a. nefna, að blöð virðast alltaf laða að sér blaðamenn sörnu eða svipaðrar skoðunar og þeir sem stefnu blaðsins ráða. Ég tel hins vegar að það sé heppilegra rekstraform fyrir biöð, að þau séu ekki i eign stjórnmálaflokka. — En hvað ef litið er á þetta frá sjónarmiði stjórn- málaflokkanna. Nú er það auðvitað svo, að stjórnmála- flokkarnir starfa til þess að reyna að ná völdum og gefa í þeim tilgangi m.a. út blöð. Virðist þar ekki komin eðii- leg skýrirag á flokks- eign blaðanna? — Jú, þetta er sjálfsagt rétt. Og fyrir flokksmenn er sjálfsagt gott að hafa mál- gagn. En fréttaflutniragur þessara blaða getur aldrei verið fullkomlega hlutlaus og þar komum við að hliutverki hims hlutlausa, áreiðanlega fréttamiðils, sem ég tel eiga að vera rikisrekið útvarp. En með hlutleysi te’. ég ekki átt við, að ekki megi minnast á umdeild mál, eða bannhelgi á Sveinn Eldon skoðanir ýmissa hópa, svo fremi sem allar skoðanir fá jafnan tíma. Fréttamiðiillinn, útvarpið, verður hvorki fugl né fiskur, ef hann á að fylgja algerri hlutleysisstefnu í þeirri merkingu. — En á ekki alveg það sama við og þú sagðir um blöðin, meðan sú stofraun, sem hefur yfirstjórn á efmi, þ.e.a.s. útvarpsráð er kosíð pólitískum kosningum á Al- þingi og í því sitja fulltrúar stjómmálaflokkanna? Og ef svo er, hvernig er þá hægt að velja menn í útvarpsráð? Er til einhver betri leið sem ekki hefur enn verið reynd? — Jú þetta er réft, að þessi hætta er fyrir hendi, meðan stjómmálaflokkamir ráða út- varpinu. Það virðist vera tal- ið hér, að Alþingi sé eitt fært um að velja i stofnamir eins og þessa. Mér dettur í bug að reyna rnegi einfaldlega að auglýsa eftir mönnum í út- varpsráð og láta síðan menntamálaráðúneytið velja úr uimsóknum og skipa menn til ákveðims tima í senn. Nú- verandi kerfi er dragbítur á starfsemi útvarpsins. LÝÐRÆÐI. — Ef við höldum áfram eft- ir þessari línu, má þá kannski segja að þetta ástand, sem nú er ríkjandi verði til þess að raunverulegt lýðræði verði minna, þar sem lýðræðið bygg ir óhjákvæmilega á góðri upp 1 ýsingamið 1 un til alrraenn- in gs? — Ég held að á því sé ekki vafi. Fjölimiðlar, ekki sízt sjónvarpið, geta haft geysi- mikil áhrif til skoðanamynd- unar hjá almenningi og tak- markað raunverulegt lýð- ræði. Þama er líka augljós hætta á ferðinni ef þeir að- ilar ná yfirráðum yfir sterk- um fjölmiðli, sem í fyrsta lagi trúa því, að einn ákveðinn sanleikur sé til og í öðru Lagi telja sig hafa höndlað hann og beri þvi að sjá til þess að allir aðrir sjái og höndli þennan sannleika. stjörnmAlaflokkar. — Svo við snúum að öðru, en þó skyldu. Hvað viLf þú t.d. segja um núveramdi flokkakerfi á Islandi? Er það e.t.v. að verða úrellt? — St jórn mála f lokkarn iir voru stofnaðir um ákveðna hugsjón, hugmyndalegan grunn, eða sem hagsmunafé- lög vissra hópa. Ef hinn bug- myndafræðilegi grunnur hverfur sjónum í tíimans rás er þörf endurskoðunar. Flokkaímir mega ekki verða stoifnanir, sem eiragöngu eru til sjálíra sín vegna til að veita flokksmönnum sínum frama. En þrátt fyrir allt held ég, að það kerfi sem við búum við sé ekki úrelt, þ.e. a.s. sjáliflt lýðræðisskipulagið, ef þess er gætt að flokka- kerfið staðni ekki. Gagnrýni verður að vera stöðug og ár- vekrai. En sannleikuirinn er sá, að gagnrýni er afar erfitt að koma á framiflæri, þegar blöðin eru svo tengd flokk- unum, sem raun ber vitni. Ég tel t.d. að þær skoðanir sem fram koma í blöðutn séu yfir- leiitt hópskoðanir, en ekfci skoðanir einstaklinga, þótt þær komi e.t.v. fram umd- ir nafni eims manns. Hér kom um við að þvi sama og í upp- hafi. Það verður hlutverk hins ríkisrekna fjölmiðils að annast öflun oig dreifiragu réttra upplýsinga fyrir al- meraning og styrkja þaninig lýðræðið í laradirau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.