Morgunblaðið - 15.07.1972, Qupperneq 16
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1972
Utgefari di hf Árvakur, RÁykjawfk
Frarrykveamdas-tjóri Harafdw Sv«'ms«on.
fUtistjórar Mattfhtas Johanrvessen,
EyjóWur KonráO Jónsson.
AOstoSarrítstjón Styrrrvk Guonarsson.
Ritstjórnorfulttrúi Þforfaijönn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóihanns«on
Auglýsingastjóri Árrrí Garöar Kristinsscsn
Ritstjórn 09 afgreiðsta Aöaistrserti 6, sími 1Ö-100.
Augfíýsingar AOabtreati 6, sfmí 22-4-CO
Áskr'rftargjai'd 226,00 kr á 'ménuOi innantands
I tausasötu 16,00 Ikr eintakið
LÆTUR FORSÆTISRÁÐ-
HERRA BJÓÐA SÉR ÞETTA?
Að leika sér að
utanríkisráðherra
t'ins og kunnugt er af frétt-
■*-i um, hefur Magnús Kjart-
ansson, iðnaðarráðherra, fyr-
irskipað lagningu háspennu-
línu frá Akureyri til Varma-
hlíðar og ákveðið að leysa
raforkuþörf Norðurlands
vestra með orkuflutningi frá
Laxársvæðinu, þótt það sé
ekki aflögufært. Á fundi
Sambands íslenzkra raf-
veitna, sem nýlega var hald-
inn á Akureyri, var upplýst,
að ríkisstjórnin hefði aldrei
heimilað þessa línulagningu,
og voru þau orð höfð eftir
forsætisráðherranum sjálf-
um.
í viðtali við Morgunblaðið
í gær segir Ólafur Jóhannes-
son, forsætisráðherra:
„Það geta verið skiptar
skoðanir um einstök atriði, og
það er ekkert launungarmál,
að ég persónulega hefði t.d.
kosið aðra lausn á raforku-
málum Norðurlands vestra
en nú virðist fyrirhuguð.“
Ólafur Jóhannesson er
fyrsti þingmaður Norður-
lands vestra. Engu að síður
fyrirskipar Magnús Kjartans-
son framkvæmd í þýðingar-
mestu málum þessa kjör-
dæmis þvert gegn vilja for-
sætisráðherrans. Þetta fram-
ferði er slík móðgun við for-
sætisráðherra, að erfitt er að
skilja, að hann geti látið
bjóða sér það.
Forsætisráðherra hefur það
á valdi sínu að fyrirskipa
orkumálaráðherra að hætta
við þessa framkvæmd. Ef
Magnús Kjartansson þver-
skallast við að fara að fyrir-
mælum forsætisráðherra, get-
ur hann að sjálfsögðu hótað
honum að biðjast lausnar fyr-
ir hann. Og hvert mannsbarn
veit, að Magnús Kjartansson
mundi heldur beygja sig en
láta af ráðherradómi. Svona
einfalt er fyrir Ólaf Jóhann-
esson að leysa þetta mál.
En ef forsætisráðherra læt-
ur bjóða sér þennan ósóma,
þá vita kommúnistar, að þeir
geta svínbeygt hann í hvaða
máli sem er. Þeir hafa þá nið-
urlægt hann svo rækilega, að
þeir hafa ráð hans í hendi
sér. Vonandi rekur forsætis-
ráðherra nú af sér slyðruorð-
ið og stöðvar framkvæmdirn-
ar við línulagninguna frá Ak-
ureyri. Það getur hann gert,
hvenær sem honum sýnist.
Fhnar Ágústsson, utanríkis-
*J ráðherra, hélt upp á árs
afmæli ríkisstjórnarinnar
með viðtali við Þjóðviljann,
og þar er hann m.a. látinn
segja:
„Ég tel það alveg ótvírætt,
að við ákvæði stjómarsátt-
málans um brottför herliðs-
ins verði staðið. Við stefnum
að því, að herinn fari úr land-
inu og það verði fyrir lok
kjörtímabilsins.“
Þar með eru kommúnistar
á ný teknir að leika sér að
utanríkisráðherra, og hann
er til í tuskið eins og fyrri
daginn.
Einar Ágústsson veit jafn
vel og allir aðrir, að enginn
þingmeirihluti er fyrir því að
reka varnarliðið úr landi
eins og nú háttar. Sjálfur
hefur hann lýst yfir því, að
þetta mál verði lagt fyrir al-
þingi, og því er fullljóst, að
varnarliðið verður hér áfram,
hvað sem í því náplaggi, sem
nefnt er málefnasamningur,
stendur. Hrakfarir utanríkis-
ráðherra í umræðum um
varnarmálin á liðnu hausti
voru svo hörmulegar, að
menn hefðu haldið, að það
hefði orðið honum að kenn-
ingu og hann hefði nú vit á
að segja minna. En svo virð-
ist því miður ekki vera;
kommúnistar kunna enn á
honum lagið.
Þegar umræður fóru fram
á alþingi um flugbrautarmál-
ið, lýsti forsætisráðherra því
yfir, að flugbrautarlengingin
væri greidd af Bandaríkja-
mönnum, vegna þess að hún
væri ætluð fyrir varnarliðið
og til að treysta öryggi At-
lantshafsbandalagsþjóðanna.
Þar með gaf hann í raun
réttri um það skýlausa yfir-
lýsingu, að ekki væri hug-
myndin, að varnarliðið hyrfi
úr landi á næstu árum. Enda
hafa engar slíkar fullyrðing-
ar heyrzt frá öðrum en
kommúnistum um langt
skeið.
Það er von Morgunblaðs-
ins, að ráðherrar Framsókn-
arflokksins láti kommúnista
ekki á ný þvæla sér út í
ógöngur í varnarmálunum.
En ummæli Einars Ágústs-
sonar í Þjóðviljanum spá því
miður ekki góðu. Þó er þess
að gæta, að maðurinn er
kunnur að því að segja oftast
það, sem viðmælendurnir
vilja heyra.
Skylt er að geta þess, að í
gær sá utanríkisráðherra við
kommúnistum, þegar það
hneyksli gerðist, að Samtök
herstöðvaandstæðinga boð-
uðu blaðamannafund í utan-
ríkisráðuneytinu!
Thomas F. Eagleton
varaforsetaefni demókrata
„TOM, fx'fta er George Mc
Govern. Tom, ég vil fá þig
með mér í baráttnna."
„Þú hlýtur að vera að gera
að gamni þimi.“
Þannig segir Tliomas Frane
is Eagleton frá því er honum
var boðið að verða varafor-
setaefni nemókrataflokksins í
kosningiinum í nóvember.
Hann sagðist bafa orðið for-
viða við þessa símhringing'u.
„Ég sagði ,já þegar í stað
til að fyrirbyggja að hann
skipti um skoðun."
Eftir erfiðar fundasetur og
ráðabrugg á fimmtudaginn
valdi McGovem að lokum Eag
leton, og hringdi til hans rétt
áður en frestur rann út til
að tilkynna nafn frambjóð-
andans.
PÓLITÍSKIR EINEGGJA
TVÍBURAR
Með því að velja Eagleton
sem varaforsetaefni braut
McGovern þá venju að það
þyrfti að vera pólitískt og
landfræðilegt jafnvægi milli
frambjóðendanna tveggja.
Eagleton, sem er 42 ára ka-
þólskrar trúar og lýst sem
glaðlyndum og ágengum
manni, er öldungadeildarþing-
maður frá St. Louis í Miss-
ouri og er því frá miðvestur-
ríkjunum eins og McGovern.
Auk þess er þeim lýst sem
„eineggja tvíburum“ frá hug-
myndafræðilegum sjónarhóli,
— t.d. i afstöðu sinni til Víet-
namstríðsins, og báðir vilja
þeir eindreginn niðurskurð
á fjárveitingum til varnar-
mála. Eagleton komst á þing
1968 með stöðvun loftárása á
Norður-Vietnam sem höfuð-
baráttumál.
Og nú ganga þeir báðir,
McGovern og Eegleton, til
orrustu með afnám hernað-
araðstoðar við Suður-Víetnam
sem aðalvopn.
Sá munur er hins vegar á
þeim, að þar sem komið hef-
ur í ljós að höfuðfjandmenn
McGoverns eru heildarsam-
tök verkalýðsfélaga landsins,
þá er Eagleton ágætlega inn-
undir hjá þeim. Þetta kann
vissulega að koma McGovern
vel, en óvíst er þó hvort það
nægi til að verkalýðssamtök-
in styðji frambjóðendur
demókrata fjárhagslega og
stjórnmálalega í komandi
kosningabaráttu.
SK.TÓTIJR FRAMI
Thomas Eagleton fæddist
4. september árið 1929 í St.
Louis. Hann var í hernum
1948—1949. Tók BA próf með
sóma við Amherst College
1950, og lagapróf sömuleiðis
við Harvard Law School 1953.
Dómsmálaráðherra Missouri
varð hann 1960, og aðstoðar-
ríkisstjóri 1964. Hann hefur
hlotið ógrynni viðurkenninga
og verðlauna og gegnt fjölda
ábyrgðarstaða (UPI valdi
hann t.d. mann ársins 1968 í
Missouri), og hann er heið-
ursdoktor I lögum við fjóra
háskóla.
Árið 1956 kvæntist Eagle-
ton Barböru Ann Smith frá
St. Louis og þau eiga tvö
börn, Terence og Christin.
STUDDI MUSKIE í
UPPHAFI
Frank Mankiewics, helzti
skipuleggjandi kosningabar-
áttu McGoverns, sagði að val-
ið hefði verið með tilliti til
þess hvort „framboði McGov
erns væri akkur og aðstoð
í slíkum manni.“
Eagleton segir sjálfur að
ungur aldur sinn, kaþólsk
trú, tengsl við verkalýðssam-
tökin og reynsla í stjórnmála
lífinu kunni allt að hafa sitt
að segja. „Mér hefur verið
lýst sem hægfara frjálslynd-
issinna," segir hann. „Þið get
ið reynt að skilgreina það.“
Hann segir að eins og Mc
Govern vilji hann „fara úr Ví-
etnam innan 90 daga.“ Mank-
iewics sagði að McGovern
hefði einnig valið Eagleton
sem „mann sem hann gæti
treyst út 1 æsar,“ og sem
þjóðin gæti borið traust til
sem forseta ef þörf krefði.
1 upphafi var Eagleton einn
af fjölda leiðtoga demókrata
sem studdu Edmund Muskie,
en hann gagnrýndi aldrei Mc-
Govern, en þá hafði kosninga
barátta Muskies farið út um
þúfur.
Og hann segir sjálfur um
útnefningu sína: „Ég er him-
inlifandi. Ákaflega hamingju
samur.“
Tbomas Eagleton og kona bans Barbara Ann.