Morgunblaðið - 15.07.1972, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 1972
17
Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæöisflokksins:
Grundvöllur var lagður að
almennri iðnþróun á íslandi
Iðnaður á íslandi hetur jafnt
og: þétt verið að hasla sér völi
með aðalatvinnuvegum lands-
manna. Eins oíí ætið og alls stað-
ar er byrjunin erfið, og: veikur
iðnaður í uppliafi þurfti að
byg'g'jast upp í skjóli mikilla
hafta off verndar, og: þar var
auðvitað tollverndin veig:amest.
Þegar liða tók á, kom hins veg-
ar í ljós, að verndin var í raun
og veru ekki það skjól, sem
menn héldu, að húr. væri iðnað-
inum. I>að sem iðnaðinn ef til vill
skorti öllu öðru fremur var
uppörvun og: heilbrig-ð sam-
keppni við erlendan iðnvarning,
að takast á við erfiðleikana og
sigra. En var þetta með nokkru
móti unnt?
IÐNAÐURINN STÓBST
VAXANDI SAMKEPPNI
Menn voru margir kviðnir,
þegar Viðreisnarstjórn i n tók við
völdum að líðandi ári 1959,
vegna þess að hún stefndi að
auknu viðskiptafrelsi, innflutn-
ingsfrelsi, eins og kunnugt er,
og töldu þetta geta orðið iðnað-
inium áfail eða að miinnsta kosti
bagalegt. Ekki varð þó sú raun-
in á, nema siður væri. Þvert á
móti stæltist iðnaðurinn i auk-
inni, samkeppni, og ég tel, að ár
ið 1966, þegar hin mikla iðnsýn-
ing var í Laugairdalshöllmni, hafi
iðnaðurinn sýnt, að hann væri
þess megnugur að sigra í frjálsri
samkeppni og hafi í raun og
látið iðnaðinn bera skarðan hlut
að sér völl sem einn af aðal-
atvirunuvegum landsmanna. Hitt
er svo rétt, að stjónnvöld, bæði
ríkisstjórn og Alþingi, hafa oft
látið iðnaðinn bera sikarðann hlut
frá borði miðað við aðrar at-
vinnugreinar, bæði varðandi
fjárlög og fjármögnun á almenn
um pemingamarkaði, en þetta
horfir allt til bóta. Sem betur
fer hefur dregið úr ágreiningi
milli fyrirsvarsmanna iðnaðar-
ins annars vegar og fyrirsvars-
manna annarra atvinn'Ugreina,
landbúnaðar og verzlunar. A"S
vissu leyti hefur þetta komið af
sjálfu sér, þar sem verndarskjó'l
in, sem iðnaðurinn naut og var
einmitt oft gagnrýndur fyrir af
hálfu forystumanna annarra at-
vinnugreina, hafa að miklu leyti
verið niður lögð og iftnaðurinn
verður að standa sig af eigin
ramimleik.
Ég nefndi áðan Iðnsýinimguna
1966, en eftir það hélt svo stór-
iðjan innreið sina á Islamdi í
temgslum við stórvirkjanir i
landinu, en slíkt hafði verið
draumsýn framtaksmanna og
framfarasinna um áratugi á Is-
landi.
STEFNUMÖRKUN
NAUÐSYNLEG
Hitt verður að viðurkennast,
að það voru réttmætar
kröfur, sem fram voru settar af
fyrirsvarsmönnum iðnaðarins á
Islandi á sjöunda áratu'gnum, að
þeim væiri þörf á þvi, að skýr
og ákveðin iðnþróumarstefna
væri mörkuð, sem þeir gæfcu
byggt á og þannig vitað,
að hverju stefndi. Þetta varð
mér æ betur ljóst, því lengur
sem ég fór með iðnaðarmál á
þeim tíma, sem ég átti sæti i rík-
isstjóm. Ég hafði þvi þann hátt
á, og í ríkara mæli eftir því sem
á leið, að gera fyrirsvarsmönn-
um iðnaðarins fullkomna grein
fyrir stöðu og horfum og áform-
um rikisstjórnarinnar, bæði á að
alfundum íslenzkira iðnrekenda
og iftnþingum iðnaðarmanna. Ég
hlutaðist einnig til um það, að
Sjálfstæðdsflokkurinn héldi iðn-
þróunarráðstefnu vorið 1968, og
henni la-uk ekki endanlega fyrr
eri með álitsgerð um haustið, til
þess að fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í höpi iðnrekenda og
iðnaðarmanna gætu á þann hátt
markað og mótað stefnu,
sem bæði þingfiokkur og mið-
stjóm Sjálfstæðis'flokksins
mundu taka mið af og reyndar
landsfundur einnig við stefnu-
mörkun flokksins í heild.
Þessi iðnþróunarráðstefna
sjálfstæðismanna var hin merk-
asta, og var mér mikill styrkur
að henni sem þáverandi iðnaðar-
ráðherra vegna þeirrar stefnu-
mótunar, sem i álitsgerð hennar |
fólst. Ég skal nú nefna sjö liði,
sem þessi iðnþróunarráðstefna
lagði áherzlu á:
„1. Arðsemi og framleiðni
verði ráðandi sjónarmið við fjár
festimgu í a'tvinnuvegum og
lagasefcningu þeirra vegna, hvort
heldur um eflingu eldri eða
stofnun nýrra fyrirtækja eða at-
vinnugreiina er að ræða. (Þetta
er það, sem núverandi stjórnar-
sinnar kalla gróðahyggju og
telja óalandi og óferjandi, að
leggja nokkra áherzlu á arðsemi
fyrirtækjanna).
2. Auka þarf skilning opin-
berra aðila og allrar þjóðarinn-
ar á því, að vel rekin og fjár-
ha.gslega sterk fyrirtæki eru
forsenda bætfcra lífskjara og
ffaimfara.
3. Stefnt verði að stækkun
rekstrarein-inga i hvers konar
•atvi'nnurekstri, þegar sýnt þyk
ir, að slikt stuðli að aukinni
reks'trarhagkvæmni og sam-
keppnishæfni.
4. Aukin áherzla verður lögð
á rannsóknir á orkulindum og
náttúruauðæfum landsins, svo
og hagnýtar rannsóknir í þágu
iðnaðar og fjárframlög til rann-
sóknarstarfsemi tryggð.
5. Skipulega verði unnið að
því að hagnýta erlent fjármagn
og sérþekkin-gu til uppbygging-
ar nýrra og eidri iðn-
greina, enda verði gengið tryggi
lega frá samningum hverju
sinni, svo að isienzkum hags-
mu'mum verði aldrei teflt í tvi-
sýnu.
6. Rutt verði úr vegi hindr-
unum og fundnar leiðir til að
örva þátttöku almennimgs i arð-
bærum atvinnurekstri.
7. Þess verði gætt, að ísland
einangrist ekki frá mikilvægum
mörkuðum og lagt kapp á
að efla leit að mörkuðum erlend
is fyrir íslenzka iðnaðarfram-
leiðslu."
Þessi stefnumörkun er ein-
föld en augljós, og við hana var
vissulega miðað.
STEFNUMÓTUN
VIÐREISN ARST J ÓRN AR
Stefmumótun fyrrverandi rik-
isstjórnar varðandi iðnþróuin i
landinu kom allskýrt fram í
ræðu, sem ég hélt á fundi is-
lenzkra iðnrekenda 5. febrúar
1966, og ég skal tæpa hér á
nokkrum atriðum úr þeirri
stefnumótun:
„1 fyrsta lagi: Stefnt er að þvi
að ríkja megi jafnrétti milli að-
alatvimnuvega lamdsmanna —.
í öðru lagi: Sfcefnt er að því
að létta tollum af vélum og hrá-
efmum iðnaðarins samfara því,
að tollum sé almenmt aflétt, til
þess að veita almenningi ódýr-
ara og betra vöruval og draga
með því úr dýrtíð í landin u —.
1 þriðja lagi: Haldið ve-rði
ájfram að efla Iðnlánasjóð, svo að
iðnaðinum skapist viðunandi
stofnláinaaðstaða —■.
1 fjórða lagi: Ríkisstjórnin
stuðli að þvi, að hefjast megi i
landinu nýjar atvinnugreinar á
sviði iðnaðarins, þar sem horf-
ur eru á, að verð og gæði stand-
ist erlenda samkeppni og þjóð-
hagslega mikilvægt, að slíkar
atvinnugreinar eflist, svo sem
innlend stálskipasmíði samfara
endurbyggingu gamalla og úr-
eltra dráttarbrauta og efl-
ing fiskiðnaða-r, meðal annars
með niðursuðu og niðurlagningu
síldar til útflutnings.
I fimmta lagi: Sett lög um
rannsóknir í þágu atvinnuveg-
anna og þar með stór-
Jóhann Hafstein
efldar ran-nsóknir á sviði iðn-
aðarins á vegum tveggja stofn-
ana. 1 fyrsta lagi Rannsókna-
stofnunar iðnaðarins, sem vi-nn-
ur að rannsóknum til eflinigar
og hagsbóta fyrir iðnaðinn i
landinu og rannsóknum vegna
nýjunga á sviði iðnaðar og ann-
arrar fraunleiðslu, auk rann-
sókna á nýtingu náttúruauðæfa
landsins í þágu iðnaðarins, er
stofnunin skal veita nauðsyn-
lega þjónustu og kynna niður-
stöður rannsókna í vísinda- og
fræðsluritum. I öðru lagi á veg-
um Rannsóknastofnunar bygg-
in.gariðnaðarins, sem vinnur að
endurbótum í byggingariðn-
aði og lækkun á kostnaði i
mannvirkjagerð, hagnýtum jarð-
fræðirannsóknum og vatnsvirkj
unarframkvæmdum, kynningu á
nifturstöðum ra-nnsökina og þvi
að veita upplýsingar um bygg-
ingarfræðileg efni og að-
stoða við eftirlit með byggingar-
efni og byggingarframkvæmd
um.
í sjötta lagi: Stefnt er að
virkjun stórfljóta landsins,
byggingu stórra orkuvera, sem
verði grundvöllur og orkugjafi
fjölþættrar iftnvæðingar í land-
inu. Orkuver landsins séu eign
íslendinga, en til þess að virkja
megi í stórum stíl og undir lán-
tökum verði risið á sem hag-
kvæmástan hátt, er tryggi ódýr-
ari raforku, og til þess að styrk-
ari stoðum sé rennt undir at-
vinnulif lamdsmanna, verði er-
lendu áhættufjármagni veitt að-
ild að stóriðju, ef hagkvaamt
þykir samkvæmt mati hverju
sinni og landsmenn brestur fjár
hagslegt bolmagn eða aðstöftu
til framkvæmdanna.
I sjöunda lagi: Rikisstjórnin
hefur leitað og mun leita sam-
ráðs og samvinnu við samtök
iðnrekenda og iðnaðarmanna,
Félag íslenzkra iðnrekenda og
Landssamband iðnaðarmanna,
um hagsmunamál iðnaðarins og
stefnir að því að efla samstarf
• þessara aðila við iðnaðarráðu-
neytið og þær stofnanir iðnaðar
ins, sem undir það heyra, svo
sem rannsóknastofnariir iðnað-
arins og Iftnaðarmálastofnun Is-
lands.“
ÁFANGARí IÐNÞRÓUN
Ég vil nú þessu næst minna
á nokkra áfanga i iðnþróun hér
á landi á liðnum áratug, þótt sú
upptalning verði á engan hátt
tæmandi í svo stuttri blaða-
grein:
1. Islendingar gerðust aðilar
að Fríverzlunarsamtökum
Evrópu, EFTA.
2. Norræni iðnþróunarsjóður-
inn var stofnsettur. Stofn-
féð var á annað þúsund milljón-
ir króna, og hefur þessi sjóður
þegar komið iðnaðinum að miklu
gagni og alveg sérstaklega stuðl-
að að nýjungum með öflugum
lánveitingum.
3. Iðnlánasjóðurinn var um-
skapaður með nýrri löggjöf 1963
og ýmsum síðari breytingum,
sem stuðla skyldu að hagrann-
sóknum og þjóðhagslega hag-
kvæmri iðnþróun. Iðnlánasjóð-
urinn er nú orðinn öflug-
ur stofnlánasjóður og ráðstöfun
arfé hans hefur á síðustu árum
numið á milli 100—200 milljón-
um króna, en þetta var mjög
veikur kvistur í upphafi síðasta
áratugar.
4. Skotið var stoðum undir
veiðarfæraiðnaðinn i landinu
sem átt hafði mjög erfitt upp-
dráttar, svo erfitt, að allar veið-
arfæragerðir höfðu gefizt upp,
nema Hampiðjan. Þær ráðstafan
ir, sem gerðar voru, hafa hins
vegar orðið til þess að efla
þennan iðnað, og tel ég, að nú
sé fyrir því séð, að hann muni
halda áfram að eflast lands-
mönnum til hagsbóta.
5. Innlend stálskipasmiði hófst
í landinu á síðasta áratug. Rík-
isstjórnin gerði mótaðar áætlan-
ir um eflingu stálskipasmíðinn-
ar og tók jafnan inn í fram-
kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn
ar árlega fjárveitingar til stál-
skipasmiðanna í lánsformi og
hafði einnig forgöngu um það
að veita fé til þess að umskapa
dráttarbrautirnar i samræmi við
breytta tima og eflingu skipa-
stólsins.
6. Settur var á stofn Tækni-
skóli íslands.
7. Úr þröngri fjárhagsaðstöðu
til rekstrarlána var bætt með að-
stoð Seðlabankans og lögum um
breytingu á lausaskuldum iðnað
arins í föst lán til lengri tíma.
Síðan var rekstrarlánaþörfinni
sérstaklega sinnt, eftir gengis-
fellinguna 1968. Gengisfellingin
var að sjálfsögðu iðnaðinum
stórkostlegur styrkur, því að
segja má, að hefði gengið þá
verið rangt skráð, með því að
hverfa að uppbótum og styrkj-
um til útflutningsframleiðslunn-
ar, þá hefði í raun og veru ver-
ið kippt stoðunum undan áfram-
haldandi þróun iðnaðarins í
landinu. Rekstrarlánaþörfin fyr
ir iðnaðinn jókst að vísu og séð
var til þess að hlaupa þar und-
ir bagga.
8. Iðnaðarmálastofnun Islands
var efld og sett um hana ný log-
gjöf og samkvæmt henni er hún
nú Iðnþróunarstofnun Islands
með mikilvægu hlutverki.
9. Sett voru lög um útflutn-
ingslánasjóð og samkeppnislán
iðnaðinum til handa. Slik lána-
starfsemi hafði reyndar hafizt i
tíð Framkvæmdabankans, en
var nú komið í fast form.
10. Sett voru lög um Útflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins.
11. Rannsóknastofnun iðnað-
arins eignaðist eigin húsakynni
i Keldnaholti, og síðar Rann-
sóknastofnun byggingariðnað-
arins einnig.
12. Sérfræðileg úttekt var
gerð á iðnaðinum fyrir
inngöngu fslands í EFTA. Iðn-
aðarráðuneytið hafði forgöngu
um þessa úttekt, en að henni
vann Guðmundur Magnússon,
prófessor, í náinni samvinnu vift
fyrirsvarsmenn iðnrekstrar og
iðnaðarins.
13. í framhaldi af hinni
merku úttekt varðandi iðnaðinn,
sem að framan greinir var svo
unnið að því að semja iðnþró-
unaráform fyrir áttunda áratug-
inn. Dr. Guðmundur Magnússon,
prófessor, annaðist einnig þessa
skýrslugerð og áætlun á vegum
iðnaðarráðuneytisins, en bækl-
ingur hér að lútandi var gef-
inn út í maimánuði 1971. Má
segja, að með skýrslugerðinni
um iðnaðinn, áður en fs-
land gekk í EFTA, og með
skýrslunni um iðnþróunaráform-
in, hafi fengizt grundvöllur, sem
hvergi var til áður, til þess að
meta aðstöðu iðnaðarins í þjóð-
félaginu réttilega og gera áætl-
anir um framtíðarþróun.
14. Á síðasta áratug hófst iðn
aðurinn handa um það að efna
til mjög merkra iðnsýninga og
vörumarkaða, sem ekki höfðu
áður þekkzt hér á landi.
15. Sett voru ný orkulög, lög
um Landsvirkjun, Laxárvirkj-
un, virkjun Sigöldu og Hraun-
eyjafoss og Lagarfoss.
16. Fyrsta stórvirkjun var
framkvæmd í Þjórsá við Búrfell.
17. Stóriðja hélt innreið sína
á íslandi.
18. Ný efnaiðja varð til með
Kísiliðjunni við Mývatn.
19. Stofnað var sjálfstætt iðn-
aðarráðuneyti.
20. Sett voru lög um tekju-
skatt og eignaskatt, til þess að
skapa iðnfyrirtækjum sambæri-
lega aðstöðu við samkeppnisfyr-
irtæki í nálægum löndum.
21. Hafin var samvinna við
Iðnþróunarstofnun Sameinuðu
þjóðanna, sem haldið er áfram og
hefur reynzt jákvæð, og í henni
kunna að felast miklir mögu-
leikar.
22. Skinna- og ullariðnaður
tók gífurlega miklum framför-
um, nýtízkulegar verksmiðjur
voru reistar fyrir mikla
fjármuni á okkar mælikvarða
og merkilegt útflutningsstarf
var hafið einmitt á þessu sviði
af mikilli elju og dugnaði, en
eins og oft vill verða við marg-
háttaða byrjunarörðugleika.
23. Sett voru lög um olíu-
hreinsunarstöð á íslandi og frek
ari þróun efnaiðnaðar könnuð,
samanber sjóefnavinnslu, lagt
verulegt fé í að rannsaka perlu-
steinsnámur hér, keramik og úr-
vinnsla á leir athuguð, ásamt
fleiri hugsanlegum nýjungum.
Það þykir ekki ástæða til, að
hafa þessa upptalningu lengri,
en hún á að geta borið vitni um
öra þróun og mikla fjörkippi á
mörgum sviðum varðandi iðn-
þróun í landinu. Reynslan hef-
ur einnig orðið sú, að á þremur
síðustu árum hefur iðnaðurinn
tekið stórkostlegum franiförum,
framleiðsluverðmæti hafa aukizt
stórum á þessu tímabili og fram-
leiðslumagnið aukizt allt að því
um 15% á ársgrundvelli á síðast-
liðnu ári.
Hér hefur allt stefnt í fram-
faraátt, sem vissulega er mikil-
vægt, þvi að í öruggri iðnþró-
un í landinu er einmitt fólgið
meira atvinnuöryggi en í nokkr
um öðrum atvinnugreinum okk-
ar fslendinga, því að vaxandi
iðnaður er þess umkominn að
taka við hinu vaxandi framboði
á vinnumarkaðinum með til-
komu nýrra kynslóða og mikilli
fólksf jölgun i landinu.