Morgunblaðið - 15.07.1972, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15; JÚLÍ 1972
Minning:
Elínborg Sigurðardótt-
ir Llorens frá Akranesi
F. 6. ágúst 1943
D. 11. júlí 1972
Sízt Vil ég tala um svefn við þig.
Þreyttum anda er þægt að blunda
og þannig bíða sælli funda, —
það kemur ekki mál við mig.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum
morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
SVO kvaddi Jónas vin sinn, Tóm-
as, forðum og þau orð hafa verið
t
Hjartkær eiginkona mín, móð-
ir, tengdamóðir og amma,
Þórunn Friðriksdóttir
frá Vestmannaeyjum,
lézt fimmtudaginn 13. júlí að
Vifilsstöðum.
Minningarathöfn fer fram frá
Fossvogskirkju miðvikudag-
inn 19. júlí kl. 10:30.
Ingvar Þórólfsson,
börn, tegndabörn
og barnaböm.
okkur fslendingum ljúf og kær
æ síðan. Þessar Ijóðfinur koma
nú fljótt í huga okkar, starfs-
fóiks Sjúkrahúss Akraness, þeg-
ar kveðja skal samstarfskonu
okkar, Elínborgu. Þó að starfs-
fóik sjúkrahúss sé ef til vili
bezt undir það búið að taka
óvæntum fréttum og atburðum,
þá leyndi það sér ekki, að öllum
hér i stofnun var mikið brugðið,
þegar sú fregn barst út, að Elín-
borg væri haldin þungum sjúk-
dómi og horfur tvísýnar. Spurn-
ingarnar margendurteknu og
eiKfu í aldanna rás hafa efalaust
risið hátt í hugum fiestra. Um
æsku, líf, dauða, tilgang og rétt-
læti. Svörin verða jafn fátækleg
og fyrr. En hugurinn reikar til
síra Hallgríms og sálms.ins, sem
biskupsdótturinni í Skálholti var
svo kær á banabeði hennar: ,,Svo
hleypur æskan unga / óvissa
dauðans leið / sem aldur og eh-
in þunga, / allt rennur sama
skeið.“ Og að þeim slungna
sláttumanni, „er slær alit, hvað
fyrir er, / grösin og jurtir græn-
ar, / glóandi blómstrið fritt, /
reyr, Stör sem rósir vænar, /.“
Elínborg háði stutt stríð en hart
og hún mætti erfiðleikum sinum
og böli af þeirri einurð og festu,
sem voru einkenni hennar. í loka
baráttu hennar var trúartraust
balsam sálar hennar, sem aðdáun
vakti. Hún gat því tileinkað sér
lokaorð síra Halligríms: „hann er
mín hjálp og hreysti, / hann er
t PÁLL SVEINSSON, Landgræðslustjóri Islands,
andaðist að heimili sínu Gunnarsholti, Rangárvöllum aðfara-
nótt föstudags. Vandamenn.
t Faðir okkar
JÚN HAFLIÐASON,
Hverfisgötu 32 B,
lézt að Hrafnistu 13. júlí. Bömin.
t
Útför systur minnar
INGVELDAR GUÐSTEINSDÓTTUR.
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. júlí kl. 13,30.
Anna Guðsteinsdóttir.
t
Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma
ÞÓRHILDUR JULrA SIGURÐARDOTTIR,
verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Holtum, laugardaginn
15. júlí kl. 14. Þeím sem vildu minnast hinnar látnu er bent
á líknarstofnanir eða Árbæjarkirkju.
Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna
Jón Jónsson frá Árbæ,
dætur, tengdasonur og dætrasynir.
t
Innilega þökkum við öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
PÉTURS Þ. EINARSSONAR
Sérstakar þakkir færum við skipstjóra og skipshöfn Reykja-
foss.
Eyja Kristjánsdóttir,
Einar Pétursson, Ásgerður Jónasdóttir,
og barnabðm.
mitt rétta líf, / honum af hjarta
ég treysti, / hann mýkir dauðans
kíf.“
Dvöl mín á Akranesi er ekki
lörig og þvi kynni okkar Elki-
borgar eigi að heldur. Þó er það
svo, að ég tók fljóttega eftir
henni. Því olli i fyrstu hlédrægni,
sem jaðraði við feimni. En í fasi
hennar og svip skein einbeitni
og festa. Þessi iwunu hafa verið
meðal höfuðeinkenna hennar.
Svo hef ég heyrt marga mæla
um hana lifandi og látna. En þó
að Elínborg væri dul og seintek-
in, var næmi hennar íyrir kímni
gott og bros hennar því ljúfara
og glöð var hún í hópi vina sinna
og trygiglyndið var aðaM hetinar.
Snemma beygist krókur að því,
sem verða vill og þar kom vilja-
festa Eiinboíigar fram. Eftir gagn
fræðapróf 1960 fór hún að vinna
á sjúkrahúsum. Þá fyrst á
Sjúkrahúsi Akraness og síðar
víðar. Árið 1965 hóf hún nám við
Ljósmæðraskóia íslands og lauik
þar prófi í október 1967. Að þvi
loknu réðst hún ljósmóðir að
Sjúkrahúsi Akraness og starfaði
þar fram á þetta ár, er heilsa
brast. Umsagnir um starf hennar
eru á eina leið: samvizkusöm, úr-
ræöagóð, kjarkmikil og rólynd.
Æðrulaus á hverju sem gekk.
Hugur og ást fylgdu starfi. Það
verður hennar bautasteinn á
vinnustað okkar. Og svo munu
verk hennar hafa verið í hví-
vetna, því að sóknarprestiur stað-
arins, Garðaprestakalis, hefur
sagt mér, að ljósmóðurskýrslur
hennar hafi verið frábærar af
samvizkusemi og frágangi.
Elínborg fæddist 6. ágúst 1943,
hér á Akranesi. Foreldrar henn-
ar eru Sigurður B. Sigurðsson,
bifvélavirki, og kona hans, Guð-
finna Svavarsdóttir. Bæði héðan
af staðnum og eiga ættir sínar að
rekja í hérað. Hún var þriðja
bam þeirra hjóna af átta. Það
var því stór hópur bama og all-
ur mannvænlegur. Það duldist
engum, sem eiinhver kyrrni höfðu
af þeirri fjölskyidu, hvað sam-
heldni þeirra var mikil og ástar-
böndin sterk. Þar kom tryggðin
fram, sem ég hef áður vikið að.
Ég fæ því eigi túlkað þá sorg,
sem þar býr í ranní. Og minnug-
ur þeírra orða, sem Oscar Wilde
reit í De. profundis skal lopi
ekki teygður: „-------en sorgín
er viðkvæmari en allt ann-
að--------Hún er sár, sem blæð-
ir úr, ef nokkur hönd snertir
það önnúr en hönd kærleikans,
og jafnvel þá blæðir úr því, en
án sársauka.“ Hjá þedm, for-
eldrum, systkinum og öðrum
ættingjum, dvelur hugur okkar
og samúð þessa daga.
Þann 20. júlí 1968 giftist Elín-
borg spönskum manni, Enrique
Llorens. Af kynnuim mínum góð-
uim dreng og ljúfum i viðmóti.
Ástir þeirra voru góðar eins og
segir í fornu máli og þar komu
beztu einkenni Elínborgar skýr-
ast fram. Hún bjó manni sínuim
gott og fagurt heimili og er þá
enn að geta e-ins hæfileika henn-
ar, en það er listar til handa.
Hannyrðir voru henni yndi og
smekkur hennar góður, er mér
tjáð. Enriquie reyndist henni góð-
ur og ijúftur til hinztu stundar og
vildi búa með henni hér heima á
Fróni. Þeim varð einnar dóttur
auðið, Díönu Carmen, nú nýlega
þriggja ára. Tregast verður hér
tungu að hræra, þegar komið er
að þessum þætti í ævi þessarar
ungu konu. Einlægustu samúð
okkar allra, sem starfa við
Sjúkrahús Akraness, eiga þau
feðgin. Okkur verður enn huigs-
að til Jónasar og vísum til Ferða-
toka og ekki sízt síðustu vísu:
Háa skilur hnetti
himingeimur,
blað skilur bakka og egg.
En anda, sem unnast,
fær aldregi
eilifið að skilið.
Einar Helgason.
MÉR finnst eríitt að rita til þín
þesisar fátæklegu síðustu línur,
elsku Elia min, og að ég skuli
ekki eiga eftir að fá frá þér fleiri
bréfin, en þú varst mér svo góð
og uppörvandi í bréfum þinum.
— Við höfum átt svo margar og
skemmtilegar stundir saman
bæði í starfi og einkalífi. Erfitt
er að trúa að þú sért horf in brott.
Ég vil aðeins þakka þér aillt
gott sem þú hefur gert fyrir okk-
ur hjónin, við eigum þér svo
nmrgt að þakka og allar minning
arnar sem við eigum saman,
geymum við í huga okkar.
Votta góðum manni þínum,
litlu dótbur, foreldrum og systk-
inum innilega samúð í þessari
miklu sorg þeirra.
Góður Guð varðveiti þig.
t
Alúðarþakkir til allra er sýndu samúð og vinarhug við
andlát og útför
BJARNA BENEDIKTSSONAR,
Fálkagötu 25.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafía Kristrún Magnúsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Við þökkum af afhug auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför móður, tengdamóður, ömmu, langömmu
okkar og systur minnar
RANNVEIGAR MAJASDÓTTUR,
Birkimel 10, Rvík.
•ngibjörg Guðmundsdóttir, Bjami Kolbeinsson,
Sigríður E. Guðmundsdóttir, Haraidur Björnsson,
Emma Guðmundsdóttir,
Bjami Guðmundsson, Kristín Guðbjartsdóttir,
Kristján Fr. Guðmundsson, Nanna I. Helgadóttir,
María H. Guðmundsdóttir,
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Jón Kr. Gunnarsson,
bamaböm, barnabamabörn,
Maria Majasdóttir.
Vort traust er allt á einum þér,
vor ástarfaðir rniMi,
þín náð og mislkunn eilíf er
það alla hugga skyldi.
(P- J.)
Þín vinkona
Ragnheiður B. Víllaverde.
ELLA mín!
Víð eigum bágt með að trúa
því, að þú sért horfin, þú, sem
fyrir nokkrum mánuðum starí-
aðir á meðal okkar og engum
datt í hug að kailið kæmi svona
fljótt. Þú, sem komst til starfa
að morgni til að hjálpa nýju lífi
í heiminn, en áður en dagur var
liðinn varðst þú að lúta í lægra
haldi fyrir þeim sjúkdómi, sem
þú barðist við þar til yfir lauk,
og vitum við nú, að í langan
tima gekkst þú ekki heil til skóg-
ar. Það er sárt til þess að vita,
að ekki fái fleiri konur að njóta
þín sem ljósmóður, en þú verð-
ur ætíð minnisstæð þeim, sem
þinnar hjálpar urðu aðnjótandi.
Ella mín! Við munum alltaf
minnast þess, hvað þú varst
sterk í þxnu mikla sjúkdóms-
stríði, vildir sem minnst láta
fyrir þér hafa og varst alltaí
þakklát fyrir það, sem fyrir þig
var gert.
Að endingu þökkum við þér
allar samverustundirnar og biðj-
um algóðan Guð að styrkja eig-
inmann, dóttur, foreldra og alla
ástvini í þeirra miklu sorg.
Sælir þeir er sýta og gráta,
sorgin beizk þó leggist á.
Guð mun hugga, Guð mun láta
gróa sár og þoma brá.
Sjúkraliðar B-deildar
Sjúkrahúss Akraness.
KVEÐ.TA
FRÁ MÁGKONUM
ELSKU Ella. Nú verðum við að
trúa þvi, að þú sért horfin frá
okkur þótt erfitt sé. í tíu vikur
ert þú búin að berjast við erfið-
an sjúkdóm, sem svo margan
hefur bugað og sigraði þig að
lokum. Við komum allar í þína
fjölskyldu úr öðrum byggðarlög-
um og okkur verður alltaLf í
fersku minni hve gott var að
koma á heimili þitt, þar sem þér
féll aldrei verk úr hendi til að
fegra og prýða heimili þitt, þíns
elskulega manns og litlu dótt-
ur. Orðheldni þinni og samvizku-
semi munum við aldrei gleyma.
Þú tókst á móti börnum okkar
og samgladdist okkur og varst
ávallt minnug á að gleðja okkur
öll, þegar tilefni gafst.
Við og bömin okkar kveðjum
þig með hjartans þökk og vitum,
að þú ert ekki dáin, heldur köll-
uð til meiri starfa Guðs um
geim.
Kæra Ella, við vitum að þú
ert þakklát manni þínum og for-
eldrum þínum fyrir liðnar sam-
verustundir, og þá ekki sízt móð-
ur þinni, sem veitti þér styrk og
glæddi trú þína á Guð þessar
erfiðu vikur.
Elsku Quique og Cairnen litla,
megi góður Guð blessa ykkur og
styrkja nú, þegar þið hafið misst
svo mikið.
Minningarsjóður
um Þóri
Steinþórsson
SKÓLANEFND og skólastjóri
Reykholtsskóla hafa stofnað
minnÍTXgarsjóð um Þóri Stein-
þórsson fyrrverandi slkólastjóra
í Reykholti. Þórir var til moldar
borinn í Reykholtskirkjugarði
þann 10. júní s.l. að viðstöddu
miklu fjölmenni og á jarðar-
farardaginn söfnuðust þegar
rúmlega 120 þúsund krónur.
Sjóðnium verður varið til að
verðlauna neomendur er skara
fram úr í helztu keninslugrein-
um Þóris, en þær voru stærð-
fræði, eðlisfræði og txókfærsla.
1 bréfi sem Mbl. hefua* borizt
frá Reykholtsskóla siegir að gjöf-
um í sjóðinn verði áfram veítt
viðtaka og Tiá senda þær til séra
Einars Guðnasonar ^kólanefrid-
arformanns og Vilhjábns Einars-
sonar skólastjóra.