Morgunblaðið - 15.07.1972, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JULÍ 1972
velvakandi
O Rannsóknir
á áfengismálum
Velvakanda hefur borizt eft-
irfarandi bréf frá Ásgeiri Ein-
arssyni. Bréfið birtist hér
nokkuð samandregið, en Vel-
vakandi vonar, að efni bréfs-
ins komist samt til skila:
gerir heiðurskvinna nokkur,
Birna Gunnarsdóttir athuga-
semdir við skrif Baldurs Braga
sonar, um bann við notk-
un áfengis. Rétt finnst mér það
vera hjá Birnu, að ekki muni
duga að setja hér á vínbann,
því að, eins og hún segir,
myndi það ýta undir starfsemi
smyglara og enn fremur er
nokkurn veginn ljóst, að brugg
yrði hafið í stórum stíl af þeim,
sem ekki geta án áfengis verið
vegna sjúklegra hvata. Sjúk-
legra hvata, segi ég, vegna
þess að læknaskýrslur segja
fullum fetum, að notkun áfeng-
is, þótt ekki sé í óhófi, sé vott-
ur af geðveilu. Auk þess má
svo nefna, að sannað er lækn-
isfræðilega, að hin minnsta
notkun áfengra drykkja hefur
skemmandi áhrif á heilafrum-
urnar og þvi meiri, sem neyzl-
an er meiri.
Mér finnst mjög athyglisvert,
að Geðrannsóknastofnun Há-
skóla íslands hefir nú nýlega
sent út dreifibréf, þar sem far-
ið er fram á, að viðtakendur
geri grein fyrir vínnotkun
sinni fyrr og síðar. Er þetta
plagg hið skilmerkilegasta á
allan hátt og væri fróðlegt, að
fá álit einhvers þeirra, er und-
irrita bréfið, á áfengismálum
þjóðarinnar almennt; frá hreint
úr pokahorninu hvernig
ástandið er, að dómi aðila, sem
hafa undir höndum gögn
um það, sem er að gerast og
á ég þar við, meðal ann-
ars, áfengisdrykkju ungl-
inga allt niður í tólf ára aldur,
svo að ekki sé meira sagt.
Hvað er gert til þess að hafa
áhrif á drykkjuskap unglinga?
Mér virðist það varla vera
nokkuð og að það litla, sem
reynt sé að gera sé svo fálm-
kennt, að það hitti áreiðanlega
ekki í mark. Sést það bezt á
því að áfengisneyzla unglinga
hefur færzt mjög i vöxt nú á
síðari árum.
• Afleiðingar „drykkju-
kennslu“ foreldra
t>að er spurning í grein
Birnu, sem vekur athygli mína:
„Hvers vegna drekka foreldr-
ar ekki með börnum sinum, svo
að þau líti rétt á vín og njóti/
neyti þess á skástan hátt?“ Ég
hefi haft persónuleg kynni af
fleirum en einum manni, sem
hefur orðið þeirrar „upphefð-
ar“ aðnjótandi, að feður þeirra
„kenndu" þeim að drekka
áfengi og voru þessir aðilar
allir um fjórtán ára aldur, er
þetta átti sér stað. Nú blasir
sú staðreynd við mér og öðr-
um, er þekkja til þessara sömu
manna, að áfengið er þeim fjöt-
ur um fót, heimili þeirra eru
í niðurlægingp og upplausn;
börnin á vergangi og í mörg-
um tilvikum undir höndum lög-
reglunnar, vegna ýmissa
óknytta, óreglu og lauslætis, og
mætti svo lengi telja.
Það er sagt að hóflega
drukkið vín gleðji mannsins
hjarta. Satt mun það vera og
rétt mun það líka vera, að nota
má áfengi sem meðal við sum-
um sjúkdómum, en við vitum
bara aldrei fyrirfram hvaða
einstaklingur veldur áfenginu
svo að hann biði ekki skaða
af og þar iiggur hundurinn
grafinn.
Eitt atriði langar mig til að
drepa á að síðustu. Ég skil
ekki hvað Birna er að fara,
þegar hún segir: „Það þarf
ekki rosatrúarmann til að sjá
það.“ Ef Birna á þarna við
Baldur Bragason, þá vil ég
geta þess, að ég hefi þekkt
Baldur í mörg ár og veit, að
hann hefir ákveðnar skoðanir
i trúmálum, en að hann sé „rosa
trúarmaður" hefi ég aldrei orð-
ið var við. Annars er Baldur
Bragason miklu meira en mað-
ur til að svara fyrir sig, ef
honum þurfa þykir.
Með fyrirfram þakklæti fyr-
ir birtinguna, sem ég vona, að
verði óstytt.
Þinn einlægur,
Ásgeir Einarsson,
Skipholti 43,
Reykjavík."
0 Islenzkur pennavinur
Velvakanda hefur borizt
bréf frá sjómanni af islenzkum
ættum, sem óskar eftir bréfa-
sambandi við pilta og stúlkur
á aldrinum 20 - 35 ára.
Hann er búsettur í Kali-
forníu, en er í langsiglingum á
flutningaskipi. Hann býst við
að koma til íslands í leyfi á
næsta ári. Nafn hans og heim-
ilisfang er:
Mr. Richard G. Hafdai,
4844 Bannock Cir.,
San Jose, California 95130,
U.S.A.
„Kæri Velvakandi!
í dálkum þínum I dag (9.7.)
Humarbátur
eða bátur með fiskitroll óskast í viðskipti.
Er kaupandi að fiski. Ýmis fyrirgreiðsla.
Símar 92-6519 og 92-6534.
Hin árlega
Svartengishátíð
við Grindavík 1972 dagana 15.og 16. júlí.
Dagskrá:
Laugardagur: Svæðið opnað kl. 14.
Dans um kvöJdið kl. 21 — 02. J.J og Berta.
★
Sunnudagur kl. 14: Skemmtunin sett. Lúðra-
sveit Keflavíkur leikur. Magnús og Jóhann
skemmta. Fallhlífarstökk, Ómar Ragnars-
son, Ríó tríó skemmtir, handbolti, Karl
Einarsson skemmtir kl. 21, dans kl. 21 — 01
J.J. og Berta. Varðeldur kl. 1.
Ferðir frá B.S.Í. laugardag kl. 1 og 18,30,
sunnudag kl. 11,30 og 18,30.
Ungmennafélag Grindavíkur.
Viðurinn lengi lifi
Sadolin
Verjið við yðar á árangursríkan hátt gegn
afhöggi, fúa og vatni. Annars eyðileggst
hann og tapar sinni fallegu áferð.
Veljið: GRUNDTEX til notkunar í fyrsta
sinni á nýjan og óunnin við.
PINOTEX litlaust og í 13 blæbrigðum til
frekari yfirferðar.
TOPTEX til lokayfirferðar og viöhalds.
Fáið: Ókeypis bækling — „Góð ráð um viðar-
vörn“.
Sadolin
Orðsending til ferðnmnnnn
Af gefnu tilefni vill utanríkisráðuneytið
mælast til þess við ferðamenn, að þeir hafi
meðferðis vegabréf eða önnur gild persónu-
skilríki með mynd, þótt óskylt sé í viðkom-
andi löndura, til að girða fyrir hugsanleg
vandkvæði, t. d. 1 sambandi við afgreiðslu
í peningastofnunum.
Utanríkisráðuneytið, 14. júlí 1972.
Aðvörun
til bifreiðueigendu
Aðalskoðun bifreiða með lægri skráningar-
númerum en R-10000 átti að vera lokið 20.
júní s.l. Verða því bifreiðir úr þeirri númera-
röð, sem enn hafa eigi verið færðar til aðal-
skoðunarinnair, teknar úr umferð án frekari
aðvörunar. Jafnframt munu eigendur bif-
reiðanna verða látnir sæta sektum sam-
kvæmt umferðarlögum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík 12. júlí 1972.
Sigurjón Sigurðsson.
HOFUM FENCIÐ HINAR HEIMS
ÞEKKTU SNYRTIVÖRUR FRÁ
cuaxUaJ,
Miss Elfíe Fielding
SERFRÆÐINGUR FRA
CUvdjiAJ,
ve/ður tiil viðtals í dag laugardag til kl. 4 e.h.
og mánudag til kl. 6 E.H.
VERIÐ VELKOMNAR.
SNYRTISTOFAN
LAUGAVEGI 24 — SÍMI 17762.