Morgunblaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.1972, Blaðsíða 2
2 MORGUN’BLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLt 1972 Þjónadeilan: Enn ágreiningur um kauptryggingu — en samkomulag um önnur meginatriði — sáttafundur á morgun SAMNINGAFUNDI i kjaradeilu franireiðslumanna og veiting-a- manna lauk um kiukkan 4 i fyrri nótt, eftir að hann hafði staðið í nær 11 stundir. Nýr sáttafund- ur liefur verið boðaður með sátta semjara kiukkan 4 á laugardag. Ef samkomulag tekst ekki á þeim fundi kemur vaentanlega til verkfalls þess, sem framreiðslu- menn liafa boðað frá kltikkan 3 aðfararnótt siinnudags. Munu um 130 framreiðslumenn eiga að- ild að verkfallinu ef til kemur, en þeir starfa ailir á vínveitinga- húsum. Þar sem engir lærðir framreiðslumenn starfa á vin- latisum matsölustöðum hefiir verkfall engin álirif á rekstur þeirra. Veitingamenn og framreiðslu- menn hafa nú komizt að sam- komulagi um flest meginatriði kjarasamnings, en það sem enn strandar á, er einkum krafa þjóna um lágmarkskau ptrygg- ingu. — Okkar aðalmál er að fá kaup tryggingu og eins og fram hef- ur komið fórum við upphaflega fram á að fá 50 þúsund króna kauptryggingu á mánuði, miðað við 40 stunda vinnuviku, sagði Guðmundur Axelsson, formaður samninganefndar framreiðslu- manna í viðtali við Mbl. Það ger- ir um 288 krónur á timann og er að okkar dómi ekki ósann- gjöm krafa þegar tillit er tekið til þess að 80—90% af vinnu Fjölmenn útför Vilhjálms Þór ÚTFÖR Vithjálms Þórs fyrrver andi utanríkisráðherra, var gerð I gær frá Dómkirkjunni, að við- stöddu miklu fjölmenni. Séra Jón Auðuns dómprófastur jarð- söng, Ragnar Bjömsson lék á orgel, félagar úr Fóstbræðrum sungu og Þorvaldur Steingrims- son lék á fiðlu. Frimúrarar stóðu heiðursvörð í kirkjunni og báru úr kirkju og í kirkjugarð. okkar er unnið í nætur- og helgi- dagavinnu. Nú höfum við enga kauptryggingu, en fáum 15% þjónustugjald miðað við „verð veitinga til almennings" eins og það er orðað í samningi okkar. Lítum við svo á að það sé þá verðið með söluskatti, enda hafa veitingamenn viðurkennt það í verðskrá yfir vín, sem samþykkt hefur verið af báðum aðilum. Veitingamenn hafa boðið okkur kringum 22 þúsund króna kaup- tryggingu og að í stað þess að gera upp laun okkar að lokinni vinnu hvern dag skilum við öll- um peningum inn og fáum síðan gert upp síðar. Þeir vilja um leið lækka þjónustugjaldið af öll- um veitingum um 1,6% en það svarar til yfir 9% kjararýrnun- ar. Þá fara þeir fram á að við greiðum fyrir fæði það, sem við höfum hingað til fengið fritt og kemur það til viðbótar fyrr- nefndri kjararýrnun og skiljan- lega semur engin starfsstétt upp á slíkt. 1 samniingaviðræðunuim bind- um við okkur ekki lengur við 50 þúsund krónumar og höfum í heild bakkað mikið frá upphafleg um kröfum okfcar og vonumat þvi til að ekki þurfi að koma til verkfalls. En fari svo, þá mun- um við, eins og í fyrri kjara- deilum reyna að sjá til þess að verkfallið fcomi »em mimmst nið- ur á þjónustu við erlemda ferða- menn sem tii íslamds koma. Hafsteinm Baldvinsson lög fræðingur veitingamamma sagði í viðtali við Mbl. að í megim- atriðum hefði nú náðst sam- komulag um kjarasamning, að undanskildu því að þjónar gerðu kröfu til lágmarfcskauptrygging- ar að upphæð 40 þúsumd krónur á mánuði og væri sú trygging óháð vimmutíma. Veitimigamemm væru tilbúnir að greiða 24.600 króna grunntrygginigu, en húm væri háð tveimur skilyrðum: annars vegar að þ.iónar greiddu fæði sitt eins og anmað starfs- fótk veitingahúsanna og hins Framhald á bls. 20 Myndin er tekin þegar vinningu rin var dreginn út. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Tómas Jónsson, lögregluvarðstjóri, Sveinn J. Sveinsson, fulltrúi sýslumanns og Giiðmundur Jónsson, frjáls- íþróttamaður á Selfossi. Miði 4545 f ær vinninginn SÍÐASTXTÐINN miðvikudag var dreginn út annar vinningurinn í öryggisbeltahappdrætti Umferð- arráðs. Fór útdrátturinn fram á skrifstofu sýslumanns Árnes- sýslu á Selfossi, og kom vinning urinn, sem er 10 þús. kr. í pen- imgum, á miða nr. 4545. Guðmund ur Jónsson frjálsíþróttamaður dró út vimninigsnúmerið. Samtals hefir nú verið dreift um niu þúsund happdrættismdð- um og um þessa helgi verður dreift 5 þúsund miðum. Næsti vinningúr, sem einnig er 10 þús. kr. í penimgum, verður dreginn út á Afcureyri 26. júlí. Verður þá eínnig dregið úr öllum þeim happdrættismiðum sem dreift hefir verið, eða 14 þúsund mið- um. Fyrsti vinningurinffi, sem fcom upp á miða nr. 3601 er enn ósóbtur. Enginn laugar- dagspóstur Á MORGUN, laugardag, mun enginn póstur verða borinn út í Reykjavík og nágrenni og mun svo verða á laugardögum fram- vegis, a.m.k. í náinni framtíð. Hafa póstmenn og póstfreyjur þannig fengið málum sínum framgengt, en sem kunnugt er stóðu þau fyrir undirskrifta- söfnun meðal almennings til stuðnings kröfunni um langar- dagsfrí. Um 10 þúsund undir- skriftir fengust og var það nóg til þess að samgönguráðiineytið hefur ákveðið að fella niður póst- burð á laiigardögum. Póstur hefur verið borinn út 6 daga vikunnar, einu sinni á dag Hve mikið vitið þér um heimsmeistara í skák ? Getraun eftir Frank Brady FRANK Brady, einn þekkt- asti skákfræðingur Bandarikj- anna, hefur útbúið eftirfar- andi skák-spurningalista fyr- ir Morgtinblaðið. Ættu gamlir og nýir skákáhugamenn að hafa gagn og gaman af því að spreyta sig á þessum spurn- ingrum, sem allar varða heims- meistaratitilinn, en svörin eru á blaðsíðu 20. 1. Hver var vottur dr. Max Euwes við heimsmeistara- keppnina 1935? 2. Hvar hafa hæstu verðlaun verið í boði í heimsmeist arabeppni að undanskildu einvígi Spasskys og Fischers? 3. Hver er yngsti heimsmeist arium í skák hingað til? 4. Hvar var fyrsta einvígi Steinifz og Laskers haid- iö? 5. Hvaða tveir heimsmeistar- ar urðu fraegir fyrir að sigra sem born heitns- Frank Brady meistarann sem þá var? Hverja sigruðu þeir? 6. Hvaða heimsmeistari var kvæntur prinsessu? 7. Hvaða óopinber heitns meistari var einnig fremsti myllu-spilari síns tíma? 8. Hvaða tveir heimsmeist- arar hafa fengið útgefin minninigarfrímerki sér til heiðurs? 9. í hvaða heimsmeistara- keppni vann annar skák- maðurinn aliar skákirnar? 10. Hvaða heimsmeistari var menntaður sem rabbíi? 11. Hvaða heimsmeistari sagð: „Ég er bókin!“ („I am the book“?). 12. Hver varð bæði unglintga- heimsmeistari og heims- meistari? 13. Hvaða heimsmeistarar höfðu aldrei háskólapróf? 14. Hvaða heimsmeistari var svo skapmikill að glamur í tebolla í salnum gat ver ið nóg til að gera hann æf- ann? 15. Hvaða hehnsmeistari dó annaðhvort snauður eða í fjárhaigsörðugleikum? Svör eru á bls. 20. nema í miðbænuim, stærsta verzlunar- og viðskiptahverf- inu, þar sieim hann hefur verið borinn út tvisvar. Að söign Rafns JúMussonar póstmálafulltrúa hef- ur ekki verið ákveðin nein önn- ur breyting á þessum póstbuxði, þótt fyrinsjáanleg sé einhver breyting á vinnutíma póstmanrua og póstfreyja, þar sem vinnuvik- an verður eftir sem áður 40 stundir. Þótt póstburður falfli niður á laugardögum verða engar breyt- ingar á annarri þjónustu póst- húsa. í Reykjavik verða pósthús in áfram opin til hádegis á laug- ardögum og pósthúsið í Umferð- armiðstöðinni verður opið frá kl. 2—7:30. Pósthólf verða opin sem fyrr. EBE-samningur- inn undirritaður í fyrramálið EINAR Ágústsson, utanrikisráð- herra hélt utan til Bruxelles í gær, en þar mun hann undirrita í fyrramálið viðskiptasamninginn milli Islands og Efnahagsbanda lags Evrópu. f för með ráðherr- anum er Þórhallur Ásgeirsson ráðuneytisstjóri sem var formað ur viðræðunefndarinnar við EBE. Gjaldeyri fyrir 50 þús. kr. stolið ERLENDUM gjaldeyri, að verð- mæti nær 50 þús. kr., var stolið úr einbýlishúsi í Vesturbænum einlivern tímann á tímanum frá sunnudegi til miðvikndags í þess ari viku. Þarna var utm að ræða 25 doll- ara (20 og 5 dollara seðla), 21 sterlingspund (fjóra 5 punda og einn 1 punds seðil), 910 norskar krónur, 595 sænskar krónur oig 1420 danskar krónur (alit 100 króna seðlar, nema það sem urn- fraim hun-drað eir). Það eru til- mæli lögreglunnar til þeirra, sem hafa orðið eða verða varir við menn, sem óðelilegt má telja að hafi yfir mikl'Um gjaldeyri að ráða, að þeir láti lögregluna vita. 80 erlend skip á Íslandsmi5um ÁTTATÍU eriend veiðiskip voru á fslandsmiðum s.l. sunnudag, þegar Landihelgisgæzlan lét telja þaiu. Brezkir togarar voru þar 1 mifclum meirihluta, eða 51, og voru 35 þeirra úti af Vestfjörð- um en hinir flestir fyrir NA- laindi og SA-landi. Þá voru 19 v-þýzikir togarar á íslandsmiðum og voru fim'm þeirra úti af Vest- fjörðum, fjórir úti af Reyfcja- nesi og hinir úti af SA-landi. Átta belgískir togarar voru fyr ir sumnanverðu landinu og 2 færeyskir linu- og handfærahát- ar voru að veiðum við ísland, annar norður af Kolbeinsey, en> hinn úti af ísaf jarðardjúpi. Geri tillögur um valkosti í efnahagsmálum MorgunblaOinu barst í gssr eftirfarandi fréttatilfcynning frá rlkisst jóminni: „Forsætisráðherra hefur í dag skipað niefnd til þess að gera til- lögur um leiðir og valfcosti í efnahagsmálum með það fyrir aug’um að halda verðbólgu i svip uðum skorðum og í nágranna- löndunum, treysta gruindvöl'l at- vinnuveganna og tryggja at- vimmuöryigigi og kaupmátt lauma. Formaður nefindarinar er Jón Sigurðsson, hagrannsóknarstjóri og með honium I nefndimi eru Jóhannes Nordal, seðlabanfea- stjóri, Jóhannes Elíasson, banka- stjóri, Ólafur Bjomsson, prófess- or, Guðlaugur Þorvaldsson, próif essor, Þröstur Ólafssom, hag- fræðingur og Halldór S. Magnús son, viðskiptafræðingur. Lagt var fyrir nefndina að hafa samráð við Alþýðusamtoand fslands og Vinnuveitendasam- band fslanids. Reykj'avifc, 20. júlí 1972.“ Góð laxgengd í Kollaf j ar ðar stöðina SAMKVÆMT upplýsingum Sig- urðar Þórðarsonar, stöðvar- stjóra í Kollafirði, eru 180 laxar gengnir úr sjó inn í laxeldisstöð- ina. Þar af komu 53 í fyrradag og 49 laxar komu I laxakistuna í gær. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu er efcki búizt við rniklum laxagömgum i Kol'lia- f jörð í sumar, vegna þess að ekki var slieppt úr stöðinni sjálfri miklu seiðamaigni í fymavor. Af þeirn laxi, sem þegar er kom inn í laxeidisstöðina eru margir merktir laxar. Veruilegar merk- ingar á laxi hafa verið fram- kvæmdar á Kollafjarðarstöðinni til þess að fá vitneskju um styrk leika mismiuinandi hópa eldis seiða gagnvart endurbeimtuim úr sjó. Með þessiu starfi er verið að leggja grundvöll að sem beztwm emdurheimtum á laxi úr sjó og seiðum, sem sleppt er í ámar. Að sögn starfsmanna Veiðimáiastofn unarinnar hafa þe@ar fengizt mikilvægar niðurstöðiuir af þess- uim rmerkimgium.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.