Morgunblaðið - 21.07.1972, Síða 4

Morgunblaðið - 21.07.1972, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLl 1972 RAUDARÁRSTÍG 31 V_____________/ 14444 ** 25555 14444-2? 25555 BILALEIGA CAR RENTAL H 21190 21188 Op/ð frá kl. 9—22 al’a virka daga nema laugardaga frá kl. 9—19. Bílasalinn við Vitatorg Simi 12500 og 12600. BILALEIGAN AKBliA UT 8-23-47 scndiim SKODA EYÐIR MINNA. Skooh LE/GAN AUÐBREKKU 44-46. 'SIMI 42600Í: FERÐABÍLAR HF. Tvaggia manna Citroen fviehary Bilaleiga — sími 8126C. Fimm manna Citroen G. S. 8—22 rnanna Mercedes-Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). GULLSMIÐUFl Jí Hia n nes Leifsson Laugavegi30 TKÚLOI'UNA RIIRJNGAR viösmiðum pérvéijið STAKSTEINAR ' Reiknings- skekkja Nú hefur komið á daginn eins og raunar var sagt fyrir um við umræður um fjárlög- in og nýju skatta- og tekju- stofnalögin, að skattabyrðin stórhækkar á öllum þorra fólks í landinu. Auk hinnar feikilegu hækkunar á fast- eignagjöldunum hækka önnur opinber gjöld allt frá 33,4 af hundraði til 50 af hundraði frá fyrra ári. Eftir þær miklu umræður, sem fram fóru á sl. vetri um þessi mál, var flestum ljóst, að skattabyrðin myndi stór- hækka. Framsýni aðalmál- gagns Framsóknarflokksins var þó ekki meiri en svo, að blaðið fullyrti á forsíðu, að skattabyrðin myndi stórlækka á þorra gjaldenda. Ef til vili hefur þetta þó ekki verið glámskyggni, heldur þjónkun við flokkshagsmuni; þeir eru nefnilega vanir því að berja höfðinu við steininn í þeim efnum framsóknarmenn. Hitt er þó víst, að fóikið var í mörgum tilvikum undir þessar feikilegu hækkanir búið; margir höfðu fyrir löngu gert sér grein fyrir því, hvert stefndi. Þess vegtia koma skattarnir e.t.v. ekki á óvart nú. Engu að síður eru þeir æði margir, sem ekki voru undir þetta búnir. Þjóð- viljinn hafði viðtal við nokkra borgara í gærdag í leit að heppilegum tilsvörum og ummælum. Blaðið ræddi m.a. við sjómann, sem fékk 70 þúsnnd króna viðbót frá fyrra ári. Þjóðviljinn spyr, hvort tekjurnar hafi ekki verið hærri. Og sjómaðurinn svarar: „Þær voru dálítið hærri, en það er einhver vit- leysa í útreikningunum hjá þeim, sem ég fæ auðvitað leiðrétt." Nú slæðast vitleysur inn í skattútreikninga eins og ann- að. Og vonandi fær sjómað- urinn sína leiðréttingu. En ef til viU er það svo, að fólk, sem ekki hafði áður gert sér grein fyrir, hvert ríkisstjórn- in stefnir í skattamálum, trú- ir ekki að þessar hækkanir séu raunveruleiki. Ekki er óeðlilegt að ntönnum detti fyrst af öllu í hug reiknings- skekkja. Vinstristjórnarævin- týrið virðist vera ein reikn- ingsskekkja frá uppliafi. „Kref jast fórna af láglauna- fólkinu“ Talsmenn ríkisstjórnarinn- ar hafa, eftir að ríkisstjórn- in ákvað bráðabirgðaráðstaf- anirnar í efnahagsmálum, lagt þunga áherzlu á, að þess- ar ráðstafanir væru launa- fólki sízt i óhag. Vikuritið Nýtt land, sem fram til þessa hefur verið málgagn Hannibals, félags- málaráðherra, virðist hins vegar vera á öndverðri skoð- un við talsmenn ríkisstjórn- arinnar. I forystugrein blaðs- ins i gær segir m.a. um bráðabirgðalög stjórnarinnar: „En vonbrigðum veldur, hversu ríkan keim þau draga af gömlum úrræðum, þ.e. nið- urgreiðslukerfi og vísitöiu- skerðingu, — að krefjast helzt fórna af láglaunafólki og bændum." Blaðið segir ennfremur: „í dag er ómögu- legt að sjá hvort þessi lög ná þeim tilgangi, sem þeim er ætlað. En forvitnilegt verður að sjá, hvernig núverandi stjórn hyggst standa að fram- kvæmd laganna.“ Þetta málgagn eins stjórn- arfiokkanna hefur um nokk- urt skeið verið í harðri and- stöðu við efnahagsstefnu rik- isstjórnarinnar. Ummæli þessi koma því ekki á óvart. En þau sýna enn á ný ósamstöð- una og úrræðaleysið, seni rík- ir innan stjórnarinnar og stuðningsflokka hennar. L»ór Guðjónsson: LAXASTIGA- BYGGING í SVARTÁ Athugasemd við athugasemd Laxastigi í Laugardalsá. 1 Morgunb'.aðimi hinn 15. þessa mánaðar gerði Indriði G. Þorsteins.son, fyrrv. rit.stjóv og núverandi framkvæmdas?;óri Þjóðhátíðanefndar 1974, fyrir hönd Veiðivatna h.f., sem hann er formaður í, athugasemd við frétt um laxastiga, sem biirtist í sama blaði 12. þessa mánaðar, og sem ég er bor'nn fyrir. Segir Indriði þar orðrétt: ■ „að með ö!lu er rangt hjá veið.máia stjóra, þegar hann skýrir frá því að byrjað sé á laxastiga í Svartá. Ve'ð'máiastjóra skal á það bent, að gerð fiskvegar framhjá Reykjafossi hófst fyrir tveimur árum og er nú að ljúka.“ Rétt þykir að geta þess hér, að blaðamaður Morgunblaðsins fékk upp'ýsingar um laxastiga 'o.fl. hjá mér símleiðis í sam- bandi við áðurnefnda frétt, sem birtist hér i blaðinu 12. þ.m. Er þvi v'ð hann að sakast um orða- val í fréttinni, en ekki mig, eins og síðar mun að vikið. Á hin bóginn hefur blaðamaður- inn komizt nokkuð nálægt sann leikanum, þegar hann segir, að byrjað sé á laxastiga í Svartá, þó að tvö ár séu liðin síðan verkið hófst, þvi að töluvert vantar á að framkvæmdinni sé lokið samkvæmt áætlun. Skal nú nánar vikið a.ð málsatvikum. Á aðalfundi Stéttarsambands bænda, sem haidinn var í Reykjavík nýlega, skýrði for- maður Veiðimálanefndar, Ánr Jónasson, erindreki frá þvi m.a.. að vænta mætti þess að Fisk- ræktarsjóður þyrfti að eflast verulega að tekjum frá því, sem nú er, þar sem ráðagerðiir væru uppi um að reisa fiskræktar- og fiskeldisimannvirki nú á næstu árum fyrir upphæð, sem næmi um 80 milljónum króna. Út frá nefndum ummælum form. Veiði- málanefndar hringdi blaðamað- ur frá Morgunblaðinu tiil mín og spurðist nánar fyrir um, hvaða mannvirki væri um að ræða. Taldi ég upp fyrir hann mann- virki, sem búið væri að ljúka við á þessu ári (steypa upp einn laxastúga), að tvö mannvirki væru í byggingu, annað þeirra laxastigi í Svartá í Skagafirði, og að nokkur mannvirki væri ráðgert að reisa á næstu árum. um. Orðalag á einstökum hlut- um fréttarinnar er blaðamanns- ins, eins og áður segir. Varðandi laxastigagerð fram hjá Reykjafossi í Svartá í Skagafirði skal, að nú gefnu tilefni, tekið fram eftirfarandi: Veiðivötn h.f. hafa i samningi við landeigendur við Svartá of- an við Reykjafoss tekið að sér að byggja laxastiga fram hjá fossinum í samráði við veiðimála stjóra. Veiðivötn h.f. fólu verk- fræðistofunni Hönnum i Reykja- vik að mæla fyrir fisk- vegi við nefndan foss, gera upp drætti og kostnaðaráætlun um verkið. Var áætluninni lokið í febrúar 1970 og hún samþykkt af veiðlmálastjóra og landbún- aðarráðuneytið gaf út leyfi til framkvæmda, samanber ákvæði í 39. grein laxveiðilaganna, i apríl 1970. Laxastiginn skyldi gerður þanniig, að sprengd yrði og graf in rás með ákveðnum halla, breidd og dýpt úr árfarvegin- um neðan við Reykjafoss og upp i gegnum svokallað Fossnes. Síð an skyldi steypa þverveggi í rás ina til þess að mynda laxastigia, en þverveg'gjunum er ætlað það hlutverk i stiganum að draiga úr vatnshraða og gera laximim Frambald á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.