Morgunblaðið - 21.07.1972, Side 8
8
MORGUNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JOLt 1972
l
Löglræðiskrifstola mín
verður lokuð til 25. ágúst 1972.
HAFSTEINN HAFSTEIIMSSON HDL.,
Bankastræti 11, Raykjavík.
Dregið hefur verið
fjórum sinnum í Happdrætti Slysavamafélags Islands 1972.
Lokadráttur fór fram 15. júlí sl.
Upp hafa komið þessi vinningsnúmer:
I 1. drætti komu upp nr: 43257 og 22368
Ferð til Kanaríeyja fyrir tvo.
I 2. drætti komu upp nr. 38496 og 19922
Ferð til Kanaríeyja fyrir tvo.
I 3. drætti komu upp nr: 25310 og 31077
Ferð til Kanaríeyja fyrir tvo
I 4. drætti komu upp nr: 37679 og 37681
Ferð til Kanaríeyja fyrir tvo.
Ennfremur komu upp nr: 37680
Range Rover fjallabifreið.
Vínninga má vitja á skrifstofu Slysavamafélags Islands, Rvik.
STJÓRN HAPPDRÆTTISKMS.
l 1
1 Ko'dak Kódak Kódak Kodak 1
KODAK
HANS PETERSEN H/f.
BANKASTR. 4 SÍMI 20313
GLÆSIBÆ SÍMI 82590
Kodak Kodak Kodak Kodak
Hagström
er beztur
Hagström
gítarar
H jódfíErahús Reyfíjauihur
9 Laugauegi 96 simi: I 36 36
Mititimg:
Guðmundur Jón Guð-
mundsson frá Hesteyri
1 dag 21.7. eru um það bil 9
mánuðir frá andláti Guðmundar
Jóns Guðmundssonar en hann
lézt þann 27. október sl. í Land-
spítalanum eftir langa og erf-
iða sjúkdómslegu, þá 90 ára að
atdri, og hefði því orðið 91 árs
í dag. Ég finn hjá mér sterka
þörf til að minnast þessa gamla
manns, þó að eflaust muni það
seint þykja.
En þar sem ég taldi að margir
myndu verða um það er hann
þekktu lengur en ég, lét ég það
vera, þar til nú.
Guðmundi kynntist ég fyrst
sumrin 1953—4 er ég vann eins
og títt var um skólaskrakka á
þeim árum við sólþurrkun á salt
fiski hjá Bæjarútgerð Reykja-
víkur en þar vann afi, en svo
kölluðum við krakkarnir hann.
Um það bil 22 ár eru síðan þau
hjónin fiuttust hingað suður og
keyptu sér lítið hús að Þrastar-
götu 7B í Reykjavík. Guðmund
ur var fæddur 21.7. árið 1881 á
Hesteyri, foreldrar hans voru
þau merkishjón Guðmundur Þor
steinsson og Rósa Gísladóttir.
Hann mun ungur hafa misst föð
ur sinn og þurfti því snemma að
taka til hendi, bjó hann hjá
móður sinni þar til þann 7.9. ár-
ið 1923 gekk að eiga eftirlifandi
eiginkonu sína Soffíu Vagnsdótt
ur, en þau voru bæði fædd og
uppaiin á Hesteyri. Þar bjuggu
þau af miklum myndarskap og
stundaði Guðmundur sjó með
öðrum búskap. Heyrt hef ég eft
ir kunnugum að leitun hafi ver-
ið á hamingjusamara hjóna-
bandi. Enda Guðmundur einstakt
ljúfmenni og ekki sakaði heldur
að Soffía var og er hin mesta
dugnaðarkona við allt sem hún
tekur sér fyrir hendur. Ekki
varð þeim barna auðið en fóstur
börn tóku þau 3. Einnig dvöld-
ust 2 önnur börn um langan
tíma á heimili þeirra hjóna.
Þessi grein mín getur ekki orð
ið nein stórbrotin æviskrá held
ur aðeins fátækleg þakkarorð
fyrir þann stutta tíma er ég og
börn mín nutum samvista við
hann. Margar voru þær glað-
væru samverustundirnar sem
þau áttu í litla Hans og Grétu
húsinu þeirra Fíu og Gumma afa
á holtinu. Alltaf var það sama
hlýjan og umhyggjusemin fyr-
ir velferð okkar allra sem mætti
okkur þar.
Fósturbörnum sínum hafa þau
reynzt sem væru þau hold af
þeirra eigin. Guðmundur var afar
hæglátur maður og jafnaðargeð
hans einstakt. Aldrei heyrði mað
ur hann hallmæla neinum.
Leiðir okkar Guðmundar
lágu ekki saman aftur fyrr en
1960 er ég tengdist þeim hjónum.
Guðmundur var einn af þeim
mönnum sem gengu til sinnar
vinnu. Og undi glaður við sitt
þó ekki byggi í 200 fm stein-
steypuhöll. Hann safnaði ekki
auði eða gulli en var því ríkari
af því sem margan manninn
vanhagar um í dag. Mörg voru
þau störf sem hann vann óverð-
launuð og í kyrrþey. En nú þeg
ar við kveðjum þig — Gummi
afi minn og þú ferð til þess tit-
verusviðs sem er okkar vitund
svo fjarlægt þá vitum við að þú
munt reynast traustur og sann-
ur í hverj u því sem mun bíða þín
þar.
Blessuð sé minning þín.
Gunnar og fjölskylda.
— Laxastiga-
bygging
Framhald af bls. 4
kleitft að ganga upp hann, hólf
úr hólfi.
Við byggingu laxastiga eins
og þess, er nú var getið, eru
tveir aðal áfangar, annar að
grafa upp úr og sprengja rás
fyrir laxastlga og fjarlaagj'a
jarðveg og grjót úr rásinni og
hinn að steypa millíveggi í rás-
ina og ennfremur gera vamar-
veggi eftir þörfum.
1 áætlun um byggingu laxa-
stiga fram hjá Reykjafossi í
Svartá, sem áður var nefnd, er
gert ráð fyrir, að kostnaður við
fyrri áfanga, þ.e. sprengingar
og gröft á rás og fjarlægingu
efna úr henni nemi tæplega
tveimur þriðju af heildarkostn-
aði við verkið, og er þeim
áfanga langt til lokið. Eftir er
að framkvæma síðari áfanga
verksins, þ.e. að steypa upp
milliveggi í rásinni og brejtta
hen.ni í laxastiga, en kostnaður
við það miðað við áðurnefnda
áætlun nemur rúmlega þriðj-
ungi af heildarbyggingarkostn-
aði. Á meðan öðrum áfanga
við umræddar framkvæmdir er
ólokið er ekki um að ræða laxa
stiga fram hjá Reykjafossi 5
Svartá samkvæmt þeim upp-
dráttum og áætlunum, sem Veiðí
vötn h.f. lögðu fram og sem
samþykkt hafa verið og land-
búnaðarráðuneytið gaf leyfi til
að reisa í bréfi sirau frá í apríi
1970.
Leitarstöðvor Krabbaoieins-
félags íslands
lokaðar til 21. ágúst vegna sumarleyfa.
Grunnskólafrumvarp
og frumvarp til Iaga um skólakerfi eru í
endurskoðun eins og skýrt hefur verið frá.
Þau samtök eða einstaklingar, sem kynnu
að vilja gera breytingartillögur við frum-
vörpin meðan þau eru í endurskoðun, sendi
tillögur sínar skriflega til grunnskólanefnd-
ar, menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
Reykjavík, fyrir 20. ágúst n.k. Frumvörpiti
fást í ráðuneytinu.
Grunnskólanefnd, 18. júlí 1972.
I
Af sérstökum ástæðum höfum við til sölu
strax JCB—3D graf- og mokstursvél.
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
Globusn
VÉLADEILD - LAGMÚLA 5 - REYKJAVfK