Morgunblaðið - 21.07.1972, Page 23

Morgunblaðið - 21.07.1972, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLl 1972 23 Minning: Sigríður Ingiríður Stefánsdóttir Fædd 21.6. 1900. Dáin 23.6. 1972. Vorið 1890 hófu búskap á Austara-Hóli í Vestur-Fljótum í Skagafirði, merkis- og myndar- hjónin Stefán Sigurðsson og Magnea Grímsdóttir. Að þeim stóðu sterkir stofnar, Stefán var sonur Sigurðar Sigmundssonar bónda að Minni-Þverá, ættaður frá Krossi á Akranesi. Var hann myndskeri og forsöngvari, hafði afburða söngrödd og gekk almennt undir nafninu Sigurður söngur. Móðir Stefáns var Ingi ríður Grímsdóttir prests á Barði. Foreldrar Magneu voru Ólöf Ólafsdóttir af Hvassafells ætt, hún var skyld Jónasi Hall- grímssyni í 3. og 4. lið, og Grím- ur Magnússon bóndi og hómó- pati á Minni-Reykjum Grímsson ar græðara. Stefán og Magnea bjuggu á ýmsum jörðum í Fljót- um, en árið 1900 flytjast þau að Syðsta-Mói í sömu sveit og þar fæðist fimmta barn þeirra Sigr- íður Ingiriður, heitin eftir föð- urforeldrum sínum. Fimm ára að aldri flyzt Sigriður með fjöl- Skyldu sinni að Stóru-Þverá í Austur-Fljótum og þar búa þau næstu sjö árin, eða þar til þau flytjast til Ólafsfjarðar 1912. Stefán var organisti í Fljóta- kirkju og stundaði jafníramt bamakennslu og smíðar með bú skapnum og alls staðar, þar sem hann bjó, lagfærði hann híbýl- in. Stefán og Magnea voru ýms- um þeim eðliskostum búin, sem vel hafa reynzt i lífsbaráttunni, þau voru hagsýn og sparsöm, glaðvær og söngvin, hreinlát, svo að af bar að þeirra tíðar hætti, og trúuð. í þessu andrúms lofti ólst Sigriður upp umvaf- inn kærleik foreldra og bræðra. Systkinin urðu sjö talsins: Dúi Kristinn, Snorri Magnús, Þor- lákur, Grimur Ólafur, Sigríður Ingiríður, Guðmundur Helgi og Guðbergur Kristján, sem einn er á lífi, búsettur á Siglufirði. Tvær hálfsystur Sigriðar eru á lífi, Magnea og Gunnlaug. Árið 1917 andaðist móðir Sigr- íðar. Þá liggur leið Sigríðar til Akureyrar og þar kynnist hún Júliusi Hafliðasyni og gengu þau í hjónaband á næsta ári og bjuggu lengst af í Húseyjar- götu 5 á Akureyri. Július var hinn mesti dugnaðarmaður og var heimiii þeirra myndarlegt. og skreytt ýmsum handunnum munum eftir Sigriði og góð regla á öllu. Þeim varð sjö barna auðið og eru þau öll á lífi: Magnea, Gréta Emilía, Stef- án, Kristján, María Sigriður, Þórunn ölafía og Gunnar Dúi. Þau Sigríður og Júlíus báru ekki gæfu til að búa saman til langframa, og eftir 20 ára sam- búð slitu þau samvistir. Næstu árin bjó Sigriður í Oddagötu 9 með yngstu bömum sínum Þór- unni Ólafiu og Gunnari Dúa, en 1950 fluttist hún í húsið Eyr arlandsveg 14b á Akureyri og þar bjó hún til dauðadags. Þar undi hún sér vel, litla húsið er á kyrrlátum stað um- vafið trjágróðri og blómum. Á veturna leigði hún menntaskóla drengjum stofurnar sínar og sömu drengjunum vetur eftir vetur, eða þar til að þeir útskrif uðust og þá festu þeir stofurn- ar handa vinum sínum, sem voru að hefja nám. Þessum drengjum var Sigríður eins og móðir og héldu margir þessara pilta vináttu við hana eftir það. Ég hygg að uppeldið og þeir eðliskostir sem Sigríður erfði frá foreldrum sinum hafi reynzt henni gott veganesti í líf- inu. Það gat verið ánægjulegt að eiga stund með Sigríði og ræða um liðna tímann, en þá leitaði hugur hennar vestur í Fljót til æskuheimilisins, en þá varð maður að draga skó af fót- um sér, því að landið á Stóru- Þverá var „heilög jörð“. Netlugerðið var óhreyft kring um garðinn, kirkjuvöllurinn var friðhelgur, lautin Ausa blómum skreytt fyrir neðan bæ inn, var aldrei slegin, hana átti huldufólkið til eigin afnota og jafnvel laxinn i hylnum í ánni var ekki veiddur, hann var í álögum, og hún mundi vel söng- inn í Skeiðsfossi þar fremra, sem líktist undursamlegum hljóð færaslætti og þegar bömin höfðu lesið versin sín á kvöld- in og svefninn siginn á brá, þá birtust þeim í draumi vængjað- ar verur, sem héldu verndar- hendi sinni yfir þessu grand- vara fólki. Þannig mundi Sigr- iður æskuheimilið sitt. Af Sigr- iði stafaði mikill yndisþokki og góðleiki, hún var trygglynd og vinföst svo af bar. Mörg síðustu árin átti hún við mikla van- heilsu að stríða, en bar hana með æðruleysi, hún hélt ráði og rænu til siðustu stundar. Eins og fyrr segir var Sigríð- ur trúuð og hélt sinni barna- trú, Passíusálma sína skildi hún aldrei við sig, hvert sem hún fór og ég leyfi mér að tilfæra eitt af versum þeirra i hennar orðastað. „Vaktu minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætið í þinni hlíf.“ Blessuð sé minning þín. Kristinn PáSsson. fyrir hárgreiðslustofu til leigu í Æsufelli 6. BREIDHOLT h.f. Lágmúla 9, sími 81550. — Hverjir voru Framhald af bls. 17 pólsku stjórnarinnar er að Katyn-morðln hafi verið fram iin af Þjóðverjum, og að ásak- animar á hendur Rússum séu þýzkt áróðursbragð. En gegn þessari fullyrðingu stend- ur framburður manna eins og Cichy, sem er sannfærður um að Rússar hafi drepið nær alla hina týndu herforingja. Þeirra var fyrst saknað eftir brottfl'Utninginn frá Kozelsk, í april 1940, löngu áður en Þjóðverjar hemárnu Katyn héraðið. Cichy álífcur að hann hafi komizt undan fyrir heppni. Það hafi átt að skjóta hann, en NKVD hafi ákveð- ið að geyma hann þar sem þeir væru búnir að skjóta upp i kvótann, þann dag, sem það hefði átt að gerast. Hann hefði svo verið settur í lest- ina. Undankonaa hans var því fyrir tilviljun. „Einn félaga minna var hershöfðingi í Hvíta hemum, sem var and- stalíniskur. Þó komist hann unda-n. Undarlegt. Einkenn- andii fyrir Rússa.“ TILGAN GURINN. Sannfæring Cichy er studd af niðurstöðum sem komizt er að í nýútgefinni bók, Death in the forest: tíhe story of Katyn Forest Massacre, (Maomillan, London 1971). Höfundurinn, próíessor J.K. Zawodny, notaði nær 15 ár fcil rannsökna á morðunum og kemst að þeirri niðurstöðu að Rússar beri alla ábyrgð á þeim. Viðtöl hafa verið höfð við 150 menn, sem komust undan og frásagnir þeirra gera fullyirðingar Rússa mjög ósennilegar. Kúlumar, sem notaðár voru, voru af þýzkri gerð — en þýzk vopn voru seld til Austur-Evrópu og Eystrasalfcsrlkjanna fyrir 1939. Reipin, sem nofcuð voru til að binda fangana voru rússnesk. Svipuð reipi, bundin á svlp- aðan háfct, fundust á þúsund- um Úkraínubúa, sem fundust í annanri og eldri fjöldagröf. Fórnarlömbin stóðu eða krupu á grafarbarmimum, og tveir NKVD menn — annar skaut en hinn hlóð — gemgu á .röðina, og skufcu þau í hnakkann. Þeir famgar, sem veittu móbspynnu, voru bundnir, keflaðir og hnýfct fyrir auigu þeim. Ef þeir þráuðust við, voru þeir reknir byssustimigjum. Líkin lágu hlið við hlið, í sömu röð og fangarnir höfðu fairið frá Kozelsk. Bngin skjöl, bréf eða dagblöð, sem fundust á líkunum, eru yngri en frá þvi í april 1940. Menn- iirmir voru í yetrarfötum. Tré, sem sett höfðu verið á grafimar voru fimm ára gömiul, þegar þau fundust — í apríl 1943 — en höfðu verið igróðursett tveim árum áður. Meinafræðingar, sem rann- sökuðu lílkim árið 1943, töidu þau hafa legið í igiröfumum í u.þ.b. þrjú ár — Rússar full- yrða að þau hafi legið þama síðam um sumarið og haust- dð 1942, þegar Þjóðverjar hafi átt að hafa skotið Pólverjana. Stalim, Zhukov og Mólotov hafa allir neitað vitneskju um afdrif mannanna. Svo gerði einnig Beria, yfirmaður NKVD — í fyrstu að minnsta kosti. Bn árið 1941, þegar Amders hershöifðimgi var að leita að himum týndu herfor- imgjum, er Beria sagður ha-fa sagt: „Qlfckur hefur orðið á mikil yfirsjón, slæm mistök hafa verið gerð.“ Ef leyniþjónusta Stalins, NKVD, ber ábyrgð á morð- un-um, hver var þá tilgangur- inn? Prófessor Zawodny kemst að þeirri niðurstöðu að „með útrýmingu herforimgj- anna, losuðu Rússar sig við stóran hluta óvinveifctra áhrifamanna, utan og inman pólska hersins, og mynduðu þannig tómarúm í valdakerf- ið, sem síðar væri hægt að fylla með Sovét-sinnuðum mönnum“. 77/ sölu ný Toyota Corona M.K. II. Upplýsingar í síma 37944 eftir kl. 8 í kvöld. Á MOSKVICH í FERÐALAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.