Morgunblaðið - 21.07.1972, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1972
SAI BAI N | ífrjálsuriki eftir VS. Naipaul
að viðurkvæmileg>um orðum.
„Gamli maðurmn er eins og
bam.“
„Barn. Ef enska svínið kem-
ur inn núna,“ húsgagnaframleið
andinn lyfti handleggnum og
benti í átt til dyranna, „þá drep
ég hann. Á stundinni."
Hann var ánægður með patið
og orðin og endurtók hvort
tveggja, svo heyrðist um salinn.
Egypzki stúdentinn, rámur og
timbraður eftir kvöldskemmtun-
ina, sagði eitthvað á arabisku.
Það átti greinilega að
vera fyndið en húsgagna-
framleiðandinn brosti ekki.
Hann sló fingrunum í borðið,
starði til dyranna og blés úr
nösum.
Það lá illa á öllum. Gnýrinn
i skipsvélinni og veltingurinn
hafði sin áhrif á maga og taug-
ar> Köld hafgolan gerði hvort
Lokoð vegna sumarleyfa
17. júlí — 14. ágúst.
HÖRÐUR EINARSSON, tannlæknir.
NECCHI saumavélar
Ný sending. — Sömu úrvalsgæðin.
Sama lága verðið — kr. 13.800.—
FÁLKINN — Reiðhjóladeild.
Fasteignin Slrandgata 37
Hafnarfirði er til sölu. Tilvalin fyrir íbúðir,
verzlun eða skrifstofuhúsnæði. Selzt í einu
lagi eða einingum.
Upplýsingar á málflutningsskrifstofum
Árna Grétars Finnssonar hrl.,
sími 51500
og
Hrafnkels Ásgeirsson hrl.,
sími 50318.
tveggja í senn að hressa og vera
til ama. Loftið var þurugt i borð-
salnum. Þar var stækja eins og
af of heitu gúmmíi. Ekki var þar
margt um manninn, en þó var
sama írafárið á þjónunum, van-
svefta og subbulegum. Þeir
höfðu ekki einu sinni haft rænu
á að greiða sér.
Egyptinn rak upp óp.
Förumaðurinn var kominn inn
1 borðsalinn, mildur á svip og
útsofinn og reiðubúinn í kaffið
sitt og brauðsnúðinn. Nú var
ekkert hik á honum, engar vanga
veltur um, hvort hann væri vel-
kominn. Hann gekk rakleitt að
borðinu við hláðina á okkur, kona
Frá Sumarbúðum
þjóðkirkjunnar
Vegna forfalla getum við bætt örfáum
drengjum í sumarbúðir okkar að Skálhoílti
dagana 31. júlí til 11. ágúst og 11. ágúst
til 20. ágúst.
Ennflremur nokkur laus pláss í Reykjarkoti
11. ágúst til 20. ágúst.
Verður bezta sumarveðrið í ágúst?
Allar nánari upplýsingar í síma 12236.
sér fyrir á stólnum og fór að
prófa tennurnar. Honum var
tfært kaffi. Hann tuggði og drakk
af beztu lyst.
Egyptinn rak aftur upp óp.
Hú.sgagnaframiieiðandinn
sagði við hann: „Ég sendi hann
til þin i káetuna í kvöld.“ Föru-
maðurinn hvorki sá né heyrði. At
hygli hans beindist öll að mál-
tíðinni. BarkakýUð undir harða
klútarhnútnum gekk hratt upp
og niður. Hann tuggði ótt og titt
I HELGARMATINN
Nautahakk
Nautagullas
Nýtt hvalkjöt
Kindahakk
kr. 290 kg.
kr. 370 kg.
kr. 67 kg.
kr. 220 kg.
Unghænur og kjúklingar.
Opið á laugardögum frá kl. 9—12.
KJÖT OG ÁVEXTIR,
Hólmgarði 34, sími 32550.
í þýðingu
Huldu Valtýsdóttur.
eins og kanína, — eins og mdkið
lægi á að ná í næstu munnfylli.
Á milli bita ók hami sér og
strauk handleggjunum og oln-
bogunum um kviðinn af ein-
skærri matargleði.
Undrun húsgagnaframleiðand-
ans breyttist i reiði. Hann reis
á fætur, einblíndi á förumanninn
og kallaði: „Hans“.
Austurriski pilturinn, sem sat
hjá Egyptanum stóð upp. Hann
var 16—17 ára, þrekvaxinn og
kraftalegur með bros á breiðu
andlitinu. Maðurinn frá Beirut
stóð líka upp og þeir gengu sam
an út þrír.
Förumaðurinn gaf þeim eng-
an gaum og hafði ekki hug-
mynd um hvaða ráð var verið
að brugga honum. Hann hélt
áfram að borða og drekka oig
þegar hann hafði lokið sér af,
stundi hann við þtingri þreytu-
stunu.
Þessu var hagað eins og tígris-
dýraveiðum. Agni er beitt og síð
an koma veiðimaður og áhorf-
endur sér fyrir á öruggum palii
til að fylgjast með framvindunni.
Agnið í þesu tilviki var bakpoki
förumannsins. Þeir settu hann
út á þilfarið fyrir u*tan káetu-
dyrnar og héldu vörð. Húsgagna
framleiðandinn þóttist enn ekki
mega mæla fyrir reiði. En Hans
brosti og útskýrði leikreglur í
hvert sinn sem hann var beðinn
um það.
Förumaðurinn var þó ekki
reiðubúinn til leiks. Hann hvarf
eftir morgunverðinn. Það var
kalt á þilfarinu þrátt fyrir sól-
velvakandi
£ Gott er . . . og Aumt
er . . .
Margir munu kannast við vís
ur þær, sem hér fara á eftir,
Sú fyrri er eftir séra Jón Þor-
láksson á Bægisá og er á þessa
leið:
Gott er að eignaist gæðin flest,
góða jörð og sauðfé mest,
góða konu og góðan prest,
góða kú og vakran hest.
Hin vísan er eftir Bólu-
Hjálmar:
Aumt er að sjá í einni lest
áhaldsgögnin slitin flest.
Dapra konu og drukkinn prest,
drembinn þræl og meiddan
hest.
Kunningja Velvakanda þyk
ir líklegt, að hér séu einhver
tengsl á milli og væri skemmti-
legt, ef einhver kveðskapsfróð
manneskja, sem þekkir nánari
deili hér á, sendi Velvakanda
línu við tækifæri.
£ Reiðskóli — eða hvað?
Þórarinn Helgason skrifar:
„Heiðraði-Velvakandi!
Sjónvarpið sýndi á dögunum
mynd frá reiðskóla, þar sem
bömum er kennt að sitja hest.
1 myndinni kom raunar fátt
fram, en þó nokkuð, sem er
ekki til fyrirmyndar.
Börn voru að beizla hesta og
fórst það hvorki betur né vérr
úr hendi, en við mátti búast.
Krökkum er ekki auðvelt að
beizla hross og sizt svo að
smyrtilega fari. Þegar að þvi
kom að leggja á hestana kom
i ljós, að á því kunnu þeir ekki
rétt tök. Börnin komu hnakkn
um upp frá hægri hlið hestsins,
en gjörðin var ekki spennt á
þeirri hlið, heldur á vinstri
hlið. Þannig var ekki hjá því
komizt, að hafa hnakkinn laus
an á baki, meðan gengið var
aftur eða fram fyrir hestinn til
að festa hnakkinn. Börnin
gengu siðan aftan að hestinum
og spenntu reiðann i leiðinni,
áður en þau spenntu gjörðána.
Við minnstu hreyfingu hestsins
gat hnakkurinn farið yfir um,
en hangið fastur á reiðanum.
Lá þá beinast við, að hestur-
inn fældist og drægí hnakkinn
með sér. Hesturinn getur búið
að slíku áfal'li alla tið, auk
þess sem hnakkurinn hefur þá
að sjálfsögðu fengið óheppi-
lega meðferð. Líkumar á því
að illa færi, eins og hér stóð
á, voru miklar. 1 einu atriði
myndarinnar var sýnt, hvemig
hnakkurinn sat hliðhallt á
baki hestsins og þurfti naum-
ast hreyfingu til þess að
hnakkurinn félli til jarðar. Ef
einn hestur í hópi fælist, er
hætt við að hinir fælist lika.
0 Smámunasemi?
Það er mörg smámunasemi i
sambandi við hestamennsku,
sem hefur þó mikla þýðingu og
huga þarf að. Ég minni t.d. á,
að aldrei má binda hesta við
hluti, sem geta dregizt úr stað,
nema festa þá við beizlið með
bandi, sem slitnar auðveldlega.
Þórai’inn Helgason,
Laugarnesvegi 64.“
^ Selmánuður
„Fyrir nokkru bar orðið sel-
mánuður á góma í rikisútvarp-
inu í þjóðfræðaspjalli Árna
Björnssonar og komst hann að
þeirri niðurstöðu, að mánaðar-
heitið væri dregið af selveiðum,
sem iðkaðar voru um þetta
leyti árs.
Ekki skal því á móti mælt,
að margir hafi veitt sel á vor-
in, en þó var önnur atvinnu-
grein almennari um þetta leyti
árs og það voru selfarirnar.
Svo segir í Islenzkum þjóðhátt-
um, að alsiða hafi verið að hafa
búsmala í seli á sumrum frá
fráfærum og fram til tvimán-
aðar eða fram i ágústbyrjun.
Hinn 24. febrúar 1754 gaf kon-
ungur úr lagaboð og skipaði
öllum bændum á íslandi að
hafa í seli að minnsta kosti 8
vikna tíma frá þvi 8 vikur voru
af sumri og fram til tvímánað-
ar.
Víða var haft í seli fram á
19. öld, þar sem sumarhagar
voru litlir heima við. Síðan
lagðist þetta af vegna fólks-
fæðar í sveitum. En hitt er
staðreynd, að haft var i seli á
Islandi frá landnámsöld og
fram á síðustu öld og þvi senni-
legast, að selmánuður beri
nafn sitt af því.
Hlustandi."