Morgunblaðið - 18.08.1972, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1972
MSW'
Á lúðuveiðum
Arctic Queen
við Grænland 1930
Rabbað við Geir Zoega
Það tók mig langan tíma að
ná samtali við Geir Zoega
en ég vissi að hann var full-
ur af fróðleik, því við höfð-
um stundum rabbað saman.
Sérstaikiaga var ég á hnotslkóg
eftir veru hans um borð í
Airctic Queein og Arc. Prians,
en á þeim skipum var hann
á lúðuveiðum við Grænland
fyrir 42 árum. Loks tókst mér
að ná viðtalinu og fór það
fram á skrifstofu hans að
Vesturgötu 10, en þar var eitt
sinn Verzlunarskólinn til
húsa, en frá þeim skóla lauk
Geir prófi.
Þeir, sem lesið hafa sögu
Reykjavlkur, kannast ail-
ir við nafnið Geir Zoega,
þann mikla verzlunar- og út-
gerðarmann. Kona hans var
Helga Jónsdóttir frá Ármóti
í Flóa. Þau hjón bjuggu að
Vesturgötu 6 og þar fæddist
þeim sonur árið 1896, sem
áklrðuir var Gedr Zoega.
Hann lauk prófi frá Verzlun
arskóla íslands, eins og áður
var getið, varð ungur verzl-
unarstjóri, en hóf snemma eig
in útgerð, en það er önnur
saga. Það er um veru hans
við Grænland, sem greinin á
að fjalla, og læt ég nú Geir
Zoega lýsa aðdragandanum
og veiðiskapnum.
. Árið 1926 réðsit ég sem
framkvæmdiastjóri tfil Hielli-
ersbræðra sem þá voru að
hefja útgerð sína, með 6 tog-
urum, frá Hafnarfirði. Þeirri
útgerð lauk i nóvember árið
1929, eftir 6 ár, vegna ým-
issa enfiðlieika við að gera út
eriend fiskiskip héðan.
Fyrstu vikuna í janú-
ar 1930 símuðu þeir Helliers-
bræður til mín og ég beðinn
um að koma utan. Ég fór með
skipi, og fljótlega eftir að út
var komið, var ég boðaður á
fund þeirra bræðra. Þeir
tjáðu mér, að í þau 4 ár, sem
þeiir hefðu gert út Arctic
Queen og Arctic Prins á lúðu-
veiðar við Grænland, hefðu
þeir alltaf verið sjálfir með í
ferðumum sem framkvæmda-
stjórar, og þar hefði þeirra
næsti maður um borð allan
ttmann verið mr. Filip, en þar
sem þeir ætluðu nú að hætta
að fara með sem framkvæmda
stjórar yrði mr. Filip fram-
tavæmdastjóri útgerðarimnar
um borð. Spurðu þeir, hvort
ég vildi fara með sem næst-
ráðandi og túlkur milli Eng-
lendinganna og Norðmann-
anna, sem ráðnir yrðu á skip
ið. Ég tók boðinu og fór til
Hull, þar siem Arctic Queen
lá til að kynna mér allt um
skipið.
Að því loknu fór ég aftur
heim til Islands, en eftir tvo
daga var símað og mér sagt
að koma út í hvelli. Var
ástæðan sú, að ég hafði stung
ið upp á því við þá bræður,
að þeir létu salta fisk um
borð í stóra skipinu, sem var
Drottningin, því skipið væri
svo stórt að framparturinn
nægði til að frysta lúðuna i.
Ég fór út með fyrstu ferð og
var nú aftur hálfan mánuð
þar úti og sagði til um
flatningsborð, vöskunarkassa
og ailt annað, sem þurfti að
gera til söltunar. Lýsis-
bræðsluna lét ég setja á aft-
urdekkið og notaði til þess
gamla vatnskassa úr göml-
um togurum. Að þessu verki
loknu, hélt ég aftur heim, en
átti að vera kominn aftur til
HuH í byrjun apríl.
Þegar líða tók að þvi að ég
þurfti að fara út aftur, stóð
illa á ferðum, en mér tókst
að komast með skipi sem hét
„Magnhild" og var í leigu hjá
Eimskip i vöruflútningum
austur í Vík i Mýrdal og
fleiri staða. Ég var þvi ekki
kominn til Hull fyrr en 10.
apríl og sttieri mér þá strax
að starfinu, þvi um allan út-
búnað skipsins varð ég að
vita og þekkja.
Dagurinn áður en við liögð-
um af stað var föstudagur-
inn langi. Þann dag hitti ég
Kristján Skagfjörð, þann
ágæta mann, og fórum við sam
an í kirkju. Eftir messu var
okkur boðið í kjötsúpia til
Guðmundar Jörgenssonar.
Ég gat ekki að því gert, að
þennan dag var í mér hálf-
gerður beygur við að hugsa
til þess að þurfa að fara
svona langt í burtu og hugur
minn leitaði heim til konu
minnar og ungs sonar, sem
heima voru. Þetta allt vairð til
þess, að ég vifldii toomast sem
fyrst um borð og fóru þessir
ágætu menn með mig um borð
kl. 6 um kvöldið. Þá voru
margir af áhöfninni komnir,
þvi fara átti snemma morgun
inn eftir.
Húsbóndi okkar kom á
laugardagsmorguninn fcl. 5
og gaf okkur Filips seinustu
fyrirmælin. Við sigldum sið-
an út úr dokkinni kl. 7 um
morguninn í einhverju þvi
versta veðri, sem ég hef lent
í, norðan stormi. Um borð
vorujm við uim 35.
Frá Hull sigldum við til
Álasunds og lögðumst þar
fyrir akkeri í höfninni. Þeg-
ar i stað komu að hlið okk-
ar 4 stórir prammar hlaðnir
vörum og mönnum. Voru það
200 Norðmenn, sem þarna
bættust við áhöfnina. Þarna
fengum við beitu tii sumars-
ins, timbur til viðgerðar á
bátunum og sahkjöt frá Kaup
féliaigi Ausituir-SkaftifeOfiiiniga.
Áður pn Norðmennimir
komu um borð hafði hverjum
manni verið úthlutað sitt
herbergisnúmer svo engin
leið var að rífast um herberg-
in.
Það var ekki til setunnar
boðið en lagt strax af stað
um leið og búið var að skipa
vörunum um borð. Og menn
komu sér fyrir og skipslækn-
irinn raðaði meðulunum í
apótekinu.
Næsta dag kom hver doriu
maður með sína 4 menn og
fékk úttalið óuppsett veiðar-
færi, sem þeir unnu síðan við
að setja upp, á lieiðineii til
Grænlands. Hver doría var
útbúin 12 hestafla Búlender
mótor og bar 4% til 5 tonn.
Hverri doriu fylgdu 5 menn,
3 voru í hverri doríu en 2
í sjálfu skipinu og sáu um
beitinguna og bátana.
Fjáruim dögum áður en við
fórurn frá Hull, fór á undan
okkur lítið skip, sem „Gaul“
hét, og þýðir mark. Var það
rannsóknar- og björgunar-
skip fyrir okkur. Þetta skip
lá yfir doriunum, þegar þær
voru að veiðum og við færð-
um okkur aldrei á annan
veiðistað nerna rannsóknar-
skipið gæfi okkur merki um,
að þar væri meiri veiði að fá
en á þeim stað, sem við vær-
um á, enda hafði það kynnt
sér það með því að leggja
línu.
Þegar við nálguðumsit suð
urodda Grænlands var á
kafabylur. „Gaul“ var búinn
að segja okkur, að við yrðum
að fara 60 sjómílur frá suður
oddanum, sigla síðan 40 sjó-
mílur í vestur, en þá væri
ökkur óhætt að sigla beint
norður sundið.
Þann 1. maí kl. 4 um morg-
uninn tilkynnti „Gaul“ okk-
ur að óhætt væri að fara á
smábanka, því þar væri ís-
laust. Um svipað leyti stytti
upp og fórum við þarna inn
og létum akkerið falla, en
„Gaul“ hafði sagt að þarna
væri fisk að fá. Ég stóð á
stjórnborðsvængnum, því
mér var forvitni á þvi hvern-
ig akkeri væri látið falla, en
það hafði ég ekki séð áður.
Filip stóð á bakborðsvængn-
um, og þegar akkerið er fall-
ið kalla ég til Filips og segi.
— Komdu hkigað, hér er
fullt af lúðu. — Af hverju
heldur þú það, spyr hann. —
Af því að við drápum eina
lúðu þegar akkerið féll. Og
Filip varð að viðurkenna það
þvi lúðan flaut upp.
Áður ein lagzt var, voru
doriumennirnir búnir að beita
stutta línu, en það var alltaf
gert áður en komið var á
fyrstu miðin. Fiskiskipstjór-
inn ákvað, hvar skyldi lagt.
Hann hringdi alltaf bjöllu áð
ur, en bjalla var í hverju
herbergi. Mættu þá yfirfor-
mennirnir í stórt herbergi
þar sem sjókort af svæðinu
var hengt upp á vegg. Þar til
kynnti fiskiskipstjórinn
doríuformönnunum, hvar
þeir ættu að leggja línuna.
Sumir áttu að leggja í NA
frá skipinu en aðrir í SV frá
þvi. En það var skipt um
svæði þeirra daglega svo eng
in hætta væri á þvi að gert
væri upp á milli bátanna.
Doríurnar fóru aldrei lengra
frá ofckur en það að vel sæ-
Lst til þeirra. Fjarlægðin frá
Gelr Zoéga
skipinu hefur verið svona
3—5 sjómilur.
Næsta morgun er hringt út
kl. 5 og allir bátar á flot.
Þarna voru þá um 4 vindstig
og 5 stiga frost. Mlkill spenn
ingur ríkti meðal allra
um borð, en allar dorlurnar
reru með stutta lánu. Lofcs
kom sú fyrsta að, en sú dorla
var alltaf fyrst að skipinu
allan tímann, en fiskaði líka
eftir því. I þetta sinn var
hún með um 500 kíló. En sá,
siem kom síðastuir að, vair 4—5
tímum lengur að draga en sá
fyrsti og var með ágætis afla.
Þetta varð ágætur dagur. Við
fengum 35 tonn af lúðu og
það líka þessari dýrindis
lúðu, 12—14 kílóa lúðu. Bát
arnir skörtuðu ísrönd þegar
þeir komu að og sjór varð
krapaður þegar lygndi.
Þarna vorum við í 4 daga í
ágætis fiskiríi, en þá var ofck
ur ráðlagt að fara í hvelli
þvi isinn væri að elta okk-
ur. Við fórum þá norður á
Fyllubanka þar sem við vor-
um ekki nerna í tvo daga, en
þá var okkur bent á að færa
okkur á betri stað þar sem
við vorum þar til skipið fór
heim ful'lt af lúðu, en það
var um 29. júnl.
Allan tímann, sem við höfð
um verið á „Prinsinum“ við
Grænland, hafði verið góð
veiði og gott veður. En um
13. mai gerði vitlaust veður
með blindbyl og frosti. Við
fengum á okkur brotsjó, sem
kom inn á bakborðshlið, en
gerði ekki annan skaða en að
brjóta fiskikassa. Skipið var
líka il'la undir þetta búið, þvi
það var búið að fiska tölu-
vert en brenna lítið af kol-
um.
Ég minnist Mfca 26. maí.
Doríurnar voru nýbúnar að
leggja, þegar hvessti. Við
urðum að hífa uppp afckerið
og skipið ruggaði skemimtilega
eftir að það var komið flatt
fyrir vind. Doríurnar komu
að skipinu um kl. 4—5, eftir
að hafa lagt línuna. Þennan
dag sátum við að snæðingi,
æðstu yfirmennirnir, i þeim
borðsal, sem okkur var ætl-
aður, en það var siglinga-
skipstjórinn, Filips, læknir-
inn, fiskiskipstjórinn og ég.
Þegar við erum að enda
við að borða, kemur loft-
skeytamaðurinn með skeyti
til mín. Filipus verður forvit-
inn og segir. -r- Hvað er nú?
Ertu að eignast barn? En
hann varð skrýtinn á svip-
inn, þegar ég segi. — Nei,
þetta skeyti er að tilkynna
mér að fjöls'kyldan sé að
skemmta sér heima. Og Fil-
ips segir. — Hvers konar
skemmtun. Og ég segi. —
Það er vegna þess að það eru
liðin 100 ár síðan pabbi minn
fæddist. Og það mátti Filips
eiga að hann gerði sér lítið
fyrir, hringdi í brytann og eft
ir það viðtal fengum við
koníjak með kaffinu og
wisky á eftir. En þetta var
lífca í fyrsta skiptið frá því
að við fórum frá Hull, sem
við höfðum vín um hönd. Það
var fullt af víni um borð, en
sama og ekkert notað í ferð-
inni. Þarna varð mikill og
góður selsfcapur, sem lauk kl.
2 um nóttina. Þá var farið
að lygma þótt sjór væri enn
töluverður.
Það var róið fcl. 7 um morg-
uninn og haldið áfram veið-
um þar til Drottningin kom
29. júní, en þá var okkar
skip orðið svo til fuUí. Við
ffluttum okkur um borð
í „Drottninguna“ ásamt 200
mönnum. En „Prinsinn" hélt
heim til Hull með aflann,
einn sj úkling og 35 manna
áhöfn. Allir skrifuðum við
hefcn með „Prinsinum“ en
„Drotitniingiin“ kom með bréf
og blöð að heiman. Póst höfð-
um við þá ekki fengið í 2%
mánuð.
Þegar við hófum veiðam-
ar á „Drottningunni“ á þonsk
og lúðuveiðuim við Grænland
með 40 dorium, fannst okkur
þær fara of langt í burtu. En
það var vegna þesis hvernig
dýpiskanturinn lá. Við færð-
um okfcur því á sléttan
banka, þar seim nóg var pláss
ið og nóg af fiski hvar sem
við reyndum.