Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUíNBLAÐIÐ, SUNiNUDAGUU 24. SEPTEMBER 1972 EKKI HÆGT AÐ VERA ÁN KAFFIS — ef maður minnist íslands Harriet ogr John G. Allee. Rætt við John G. Allee, örnefna- fræðing FYRIR skömmu voru stödd hér á landi John G. Allee, prófessor við George Wash- ingtonháskóla í Bandaríkjun- um og kona hans Harriet. Eru þau íslendingum að góðu kunn, og hafa oftlega dvalið hér á landi, m.a. var John sendikennari við Háskóla ís- lands. Þau hjón hafa undan- farin ár stundað rannsóknir á örnefnum á íslandi og í Nor- egi í fristundum, og í sumar hafa þau verið við slikar rann sóknir í Norður-Noregi. Blaða maður Mbl. ræddi við þau stutta stund, er þau dvöldust hér nokkra daga á leið sinni frá Noregi til heimalands síns. John sagðist snemmia hafa fengið áhuga á íslenzkri fcungu, og skömmu fyrir stríð hetfði hann hafið nám í ís- lenzku hjá Stefáni Einarssyni í Baltimore. Þegar Bandaríkja menn tófeu að sér hervernd fslands 1941 igerðist hann sjáMboðaMði í Bandaríkjaher í þeim tilgangi að komast hingað til lands. — Það var síður en svo auð- velt, sagði John og brosti. Þeg ar ég kom að máii við yfir- menn í höfuðstöðvum land- hersins var mér tekið fálega, og sagt að ég hlyti að vera eitthvað skrýtinn að vilja fara hingað, — og auk þess væri ég aiiltof stuttur til þess að verða tekinn í herinn. Hjá flUighernum fékk ég sams kon ar svar, og hjá flotanum einn- ig, þótt aðeins væru þeir mýkri á manninn. Hélt ég þá að mér væru allar dyr lok- aðar, a.m.k. í bili. Eftir svo sem nokkra daga báruisf mér þó skilaboð frá æðstu stöðv- um hersins, þar sem ég var kallaður á fund þeirra háu herra. Þeir höfðu þá frétt um þennan stutta mann, sem vildi svo óður og uppvægur komast í herþjónuistuna, og vildu bara gjaman fá að sjá hann. Var mér svo tjáð, að ég fengi stöðu í flotanum og var þá bara spurður hvort ég vildi vera óbreytfcur eða yfir- maður. Ég vissi þá eíkki hvað ég var að segja, því ég kaus að geraist óbreyttux, enda taldi ég mig alls ekki hafa hæfiieika í annað. Ég iðraðist þess oft síðar. Eftir stríðið sneri John sér að frekara framhaldsnámi, en áður hafði hann lokið bachet- orgráðu í enskum bókmennt- um og tungu. Árið 1961 kom hann svo aft ur hingað til lands, þá til rannsókna á vegum Puilbright stofnunarinnar. Ferðaðist hann þá um Snæfellsnes og igerði rannsóknir á ömefnum. Aftur kom hann hingað 1967, og fór þá um Vestfirði í sömu erindagjörðum, og rannsakaði einkum sögustaði úr Fóst- bræðrasögu, sem hann kvaðst hafia miklar mætur á. Veturinn 1969 til 1970 kenndi hann svo sem sendi- kennari við Háskóiia ísl'ands. „Við vorum farin að kunna svo vel við landið, að við mátt uim til með að búa hérna ein- hvem tíma,“ sagði John. „Það varð líka úr, að sonur minn Stephen, sem reyndar var sitírður í höfuðið á Stefáni Einarssyni, varð hér eftir, og hefur búið hér undanfarin þrjú ár. Við urðum hins veg- ar að hverfa heim að einu kennsluári loknu, þar sem ég hafði ekki frí frá störfum vestra í lengri tíma.“ Á sdðasta sumri voru þau hjónin svo við rannsóknir á ömefnum í Skaftafelli í Ör- æfum. Söigðuist þau hafia not- ið mjög góðrar fyrirgreiðslu hjá íslenzkum aðilum við all- ar sínar rannsóknir, einkum hefði Þórhalilur Vihruundarson og Kristján Eldjám reynzt þeim hauikar í horni. Ekki hefði hjál'psemi heima- mannia í byggðalögum þeim, sem þau fóru um verið minna virði, t.d. hefðu þeir Raignar og Jón í Skaftafelli verið þeim mikil stoð við rann sóknirnar í fyrrasumar. — Skaftafell er stórmerkur staður að mörgu leyti, og ekki sízt frá sjónarhóli ömefna- fræðingsins. Við klifruðum þar upp um hæðir og hóla, fjöll og fimindi og skráðum niður lýsingar á landslaginu, kvikmynduðum það og ljós- mynduðum. Ennfremur skráð um við ýmis nöfn, sem þeir bændur þekktu, en voru ó- skráð. Við náðum að skrá þama ó- igrynni af ömefnum, sem ég síðar vann úr heima, og hef nú skrifað um þau ritgerð, sem hlotið hefur viðurkenn- ingu „Onama“-timaritsins, og verður hún brátt birt í því. í suraar voruim við svo við rannsóknir í nágrenni Tromsö í Noreigi, og söfnuðum þar um 980 örnefnum, sem er mun rneira en við náðum í Skaftafelll Það er þó nokk- uð undariegt, að þrátt fyrir þessa nafnamergð, fundum við hverigi örnefni^ sem við ekki könnuðumst við úr SkaftafeM, þ.e. að segja af annarri týpu. Undantekninig frá því eru þó auðvitað þau nöfin, sem eiga rætur aðrekja til lappnesbu. — f hvaða tilgamgi eru svo þessar rannsóknir gerðar? — Þetta er nú fyrst og fremst „hobby" hjá okkur. En við notum myndimar til þess að gera bókmermta- kennsluna meira iifandi. í há skólanium, þar sem ég kenni, eru kenndar miargar hiniar þekktari íslendingaisögur, og má segja að Laxdælta eigi hvað mestum vinsældum að fagna. Nú auik þess höfum við stundum myndakvöld heima, og bjóðum þá fólki sem áhuiga hefur á lamdinu. Við reynum þá að vera sem „ís- lenzkust" í okkuir og bjóðurn þá gjarman upp á harðfisk eða hamgikjöt, að óglieymdu kafifinu, sem ekki er hægt að vera án ef maður minnist íslamds. ÁRSHÁTÍÐIR FUNDAHÖLD RÁÐSTEFNUR TJARNARBUÐ — Símar 19100 - 19000 - AFMÆUSHOF BRÚÐKAUPSVEIZLUR FERMINCARVEIZLUR Munið leik ársins í dag kl. 2 á Laugardalsvelli Í.B.V. — I.L. VIKINC Allskonar kvenskór og sfígvél Útsala Kjarakaup Austurstrœti 10 Cífurlegur afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.