Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1972 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444 25555 E=H3 MUNDAR Bergþárugötu 3. Símar 19032, 2007(1 Schannongs minnisvaröar Biðjiö um ókeypis verðskrá. Ö Farimagsgade 42 Köbenbavn Ö Einangrun Gó* -'asteinangrun hefur hita- leiönistaðal 0,J28 til 0,030 Kcai/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðní, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal g'erull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega eng- an raka eða vatn í sig. Vatns- draegni margra annarra einangr- unarefna gerir þau. ef svo ber undir, að mjog lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og fram- leiðum góða vöru með hag- stæðu verði. REYPLAST HF. Armúla 44 — sími 30978. Sr. Þórir Stephensen: HUGVEKJA Drottinsdagur SL. SUNNUDAG minntist ég á, að við ættum að draga örlítið úr hrað- anum, sem lífsönnin knýr okkur til, já, helzt að staldra við í haustblíðunni og hugleiða það, sem alltaf stendur sígilt, þó að tímamir breytist, það, sem alltaf verður nauðsynlegt fyrir andlega heill mannsins. Og guðspjöll þessa sunnu- dags taka þráðinn upp að nýju og ræða m.a. hversu hvíldardagurinn skuli not- aður. Við skulum því ihuga þetta mál nokkuð nánar. Gyðingar höfðu svo sterk boð og bönn um hvUdardaginn, að útilokað var að hlýða þeim nákvæmlega, og því voru settar reglugerðir, sem opwuðu mönnum smugur til að smeygja sér á hræsnis- fullan hátt framhjá boðorðinu eins og það var túlkað. Of langt mál yrði að rekja það hér, en Jesús Kristur reis önd- verður gegn túlkun samtiðar sinnar á hvildardagsboðinu, og viidi þó á engan hátt draga úr gildi dagsins fyrir mann- legt líf. Nú á dögum heyrist sjaldan á þetta minnst. Frjálsræði almennings er miíkið og hver notar sinn sunnudag að eigin vild. Samt sem áður hefur boðorðið ekki verið úr giidi numið. Gildi þess liggur e.t.v. ekki eins ljóst fyrir og ýmissa ann- arra boðorða, eins og t.d. að deyða ekki mennina og heiðra sannleikann í sam- skiptum við náungann, en þó munu þær segja til sín afleiðingar þess að halda ekki hvíldardagsboðið. Ég veit ekki, hvort við gerum okkur ljóst, að ef við náum 70 ára aldri, þá spanna sunnudagarnir yfir 10 ár af ævi okkar. Það getur ekki verið sama, hvem- ig við verjum svo stórum hluta þess lífs, sem okkur er hér ætlað. Það er að verða málvenja að nefna sunnudaginn aðeims frídag. Og frídaga sína vilja allir nota eins og þeim þókn- ast. En málið er þó ekki svona einfalt. Hið rúmlega þrjú þsúund ára gamla boðorð segir: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Hann á bæði að vera hvíldardagur og helgidagur. Að helga þýðir á máli Biblíunnar að taka eitthvað frá handa Guði. Hinn uppruna- legi tilgangur er þvi að skapa ma'nndn- um hvild og gefa honum tækifæri til að efia samband sitt við Guð. Guð er „höfundur" mannlifsins. Það er því Guðs ætfar, sprottið frá honum. Ef við þvi slítum sambandið við hann, þá erum Við í rauninnii að klippa á ræt- ur okkar eigin tilveru. Og höfundurinn hefur gert manninn þannig, að harun er meira en hismið eitt. Hann er bæði líkami og sál og hvort tveggja hefur sinu hlutverki að gegna. Þjóðfélag okkar íslendinga er í örri þróun og uppbyggingu. Af þvi leiðir mikið vinnuálag á fámenna þjóð. Annað tímanna tákn er hinn mikli erill og hraði, sem segja má að tröllriði mann- legu iífi og ekki aðeins hér á Islandi, heldur um mest allan hinn þróaða heim. Af þessu ástandi hafa svo komið alvar- legir menningarsjúkdómar. Streitan í lífinu er slítandi og hefur djúptæk áhrif á mannlífið bæði til líkama og sálar. Og það fyrsta, sem læknir ráðleggur manni, sem er að verða streitunni að bráð, það er meiri og jafnari hvíld. Það er róleg og ihugul afstaða til lífsins. Ráð hans leiða inn á sömu braut og hið ævaforna boð- orð. Það er oft gott, sem gamlir kveða. Þeir vissu vel, að líkaminn getur ekki unnið eins og dauð vél. Hann er lifandi og þar með viðkvæmur hlutur. Og hann er enn meira. Harm er bústaður eilífrar sálar. Líkaminn þarf sína næringu til að geta vaxið og þroskast. Sálin þarf þess ekk- ert síður á sinn hátt. Og sunnudagurinn er hennar sérstaki tími til að afla sér orku til vaxtar og þroska. Sunnudagurinn á einnig að koma sem eins konar uppbót fyrir ýmislegt af því, sem við förum á mis við aðra daga. Harm á t.d. að efla einingu fjölskyldunn- ar og hamingju heimiiisins. Reyndar er laugardagurinn kominn að mestu við hlið hans sem fridagur, en sem hvildar- og helgidagur stendur sunnudagurinn alltaf sérstæður, og kirkjan vill standa vörð um hann sem slikan. Nú vitum við, að hann er notaður til margs, sem varla getur taiizt á dagskrá hvíldar- eða heigidags og er það miður. Hins vegar vill kirkjan ekki rígbinda neitt. Hún veit vel, að ferðalag getur verið holl og góð hvild. Aðstoð við ná- ungann er á sirm hátt sönn og þörf guðs- þjónusta. Lestur góðrar bókar er ágæt andleg uppbygging, og þannig mætti lengi telja. Við sliku er ekki að amast. Og margt annað, sem við notum sunnu- daginn til, er alls ekki iilf i sjálfu sér. En við höfum ekki efni á að láta neitt af þvi ryðja burt því, sem betra er og nauðsynlegra manninum, svo að hann megi sem lengst eiga heilbrigða sál í hraustum iíkama. Sunnudagurinin er og á að vera fyrst og fremst Drottinsdagur. Hann er dag- urihn, sem á að vera helgaður umhugs- uninni um Jesúm Krist, vera farvegur fyrir andlegan kraft og styrk frá honum inn í okkar mannlega Hf. Kristur not- aði sjálfur hvíldardaginn til að taka þátt í guðsþjónustum samkunduhúsanna. Af því er auðvelt fyrir okkur að læra. Hann sagði líka eitt sinn sögu af manni, sem hugsaði um það eitt að safna jarðnesk- um auði og ætlaði að njóta hans á ævi- kvöldinu. En áður en svo varð, var sál hans af honum heimtuð fyrirvaralaust. Og hvað sagði Kristur um þennan mann? Hann kallaði hann heimskingja. Það er ömurlegur dómur eftir iangt og starfsamt lif. En þar hafði verið van- rækt al'lt það, sem Drottinsdagurinn á að efla. Sái okkar verður líka af okkur heimt- uð, jafnvel þegar sízt varir. Þá mun miklu skipta, hvernig hvíldardagurinn hefur verið notaður. Við gætum lært heilmi'kið af lœrimeistaranum foma, sem kvaðst, er hann hafði lokið kennslu á daginn, þurfa að fara heim til að ann- ast gest sinn. Hver er hann? var spurt. Sál mín, svaraði lærimeistarinn. Ég hef hana í dag, en ég veit ekki, hvernig þvi verður farið á morgun. Já, „sál þin, hún er auður llkama þíns“. Svo mælti Shakespeare. Það eru því miður ekki aliir, sem uppgötva þenn- an fjársjóð síns andlega lífs. En hann er alis staðar fyrir hendi, og við þurf- um tíma til að auka hann og efla Drottni til dýrðar og okkur sjálfum til bless- unar. Já, „hvað vannstu Drottins veröld til þarfa? þess verður þú spurður um sólarlag". EINS og skýrt var frá sl. sunnudag mun þáttur þessi verða á hverjum siinnudegi í vetur. — Af óskil ja nlegum orsökum hefur næsta litið heyrzt frá blaðafulitrúiim bridgefélaganna. Ég vil brýna fyrir bridgespilurum að kvarta við blaðafiilltrúana strax i upphafi keppnistíma- bils og hvetja þá til að senda þættinum nýjustu úrslit. Þau þurfa að berast fyrir kl. 5 á föstudögum í síðasta lagi. Ársþing Bridgesambands ís- lands 1972 verður sett í sam- komusai Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík föstu- daginn 29. sept. kl. 20. Dagskrá þingsins verður þanmig: 1. Skipaðir starfsmenn þings ins og kjörbréfanefnd. 2. Skýrsla kjörbréfanefndar. 3. Kosning þingnefnda. 4. Skýrslur stjórnarinnar. 5. Kosning stjórnar og end- urskoðenda. 6. Lagabreytingar. 7. Skýrslur þingnefnda. 8. Önnur mál. 9. Kosning miiliþinga- nefnda. 10. Lesin fundargerð. — Þingslit. Stjóm BSÍ vekur athygli meðlima sinna á því, að til- kynningar um þátttöku í und- amkeppni vegna skipunar landsJSðs, sem fram fer dag- ana 30. sept. og 1. okt. — þurfa að hafa borizt til stjórn- arinnar fyrir 24. sept. ♦ Bridgefélag Kópavogs Vetrarstarf félagsins hefst með tvímenningskeppni fimmtudaginn 28. sept. nk. kl. 8 e.h. Spilað verður í Þing- hól, Álfhólsvegi 11, 3. hæð fyr- ir ofan Blómahöllina i Kópa- vogi. ♦ Bridgefélag Reykjavikur Framhald á bls. 22 Kaupmannahttfn þríðjudaga mlðvikudaga . fimmtudaga i sunnudaga / Stokkhttlmur mánudaga föstudaga 'Wíl Beinn sími í farskrárdeild 25100 Einnig farpantanir og upptýsingar hjá feröaskrifstofunum Landsýn simi 22890 - Feröaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Feröaskrifstofa Úlfars Jacobsen simi 13499 - Úrval simi 26900 - Útsýn simi 20100 - Zoéga simi 25544 Feröaskrifstofa Akureyrar simi 11475 Auk þess hjá umboösmönnum um allt land 10FTLEIDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.