Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SÖNINUDAGUR 24. SEPTEMBER 1972 1 7 Öryggismál Evrópu í umsköpun II Afdrifarík ákvörðun Norðmanna og Dana Eftir Baldur Guðlaugsson TENGSL NORÐURLANDA VIÐ EFNAHAGSBANDA- LAGIÐ Norðurlandaþjóðirnar hafa allar l'eitað tengsla við Efna- hagshandalagið í einni eða annarri mynd. Norðmenn og Danir hafa sótt um fulla að- ild. Finnar, íslendingar og Svíar hafa gert fríverzlunar- samning við bandaiagið. Þeg- ar haft er i huga sennilegt framtíðarsamstarf aðildar- ríkjanna á sviði utanríkis-, öryggis- og jafnvel varnar- mála, aetti enguim að koma á óvart, að aðild að Efnahags- bandalaginu sé einungis talin framhald þess samstarfls, sem verið hefur með ríkjum Vestur-Evrópu allt frá styrj- aldarlokum. Þetta er Finnum o.g Svíum mæta vel ljóst. Þeir hafna því aðild og rökstyðja með hluitleysisstefnu sinni, þótt efnahagslega væri þeim aðild'in hagkvæm. íslendingar hafa vitanlega sérstöðu vegna einhæfs atvinnulífs og sér- stakra þjóðlífsaðstæðna. En vert er að hafa i huga, að inn- an Efnahagsbandalagsins er fríverzhjnarsamningur eink- um taiinn vera fyrir efnahags lega veik og/eða hlutlaus riki. Á VEGAMÓTUM Þá er að líta ögn nánar á aðild Norðmanna og Dana. Sem fyrr ségir, telja ýmsir, að aðild að Efnahagsbandalag- inu sé eingöngu eðlitegt fram- hald eða kannski öllu heldur, nýtt form núverandi sam- stöðu Vestur-Evrópuríkja á sviði utanríkis-, öryggis- og varnarmáia. Benda má á í því sambandi, að sé ísland undan- skilið, eru fyrirhuguð tengsi Norðurlandaþjóðanna við bandalagið í samræmi við rikj andi öryggismálaástand á svæðinu. Norðmenn og Danir eru aðilar að Atlantshafs- bandalaginu, en Finnar og Svíar fylgja hlutleysi. í sam- ræmi við þetta lýsti meiri- htuti utanríkis- og stjórnar- skrárnefndar norska Stór- þingsins yfir því í nefndar- áliti í vor, að liitið yrði á það sem stefnubreytingu á utan- rikisstefnu Noregs, ef landið ákvæði að standa utan Efna- hagsbandalagsins. Þar með myndi Noregur einangra sig frá utanríkismálasamvinnu landanna í stækkuðu Efna- hagsbandalagi. Meirihlutinn taldi Mkur á, að stækkað Efna hagsbandalag yrði í framtíð- inni helzti tengipunktur Bandaríkjanna og Evrópu. Hann minnti á, að Noregur hefði ávallt kosið að tengja varnarmálasamstarfið við Bandaríkin breiðara sam- starfi miili Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu. Þessi viðhorf hvíla vitaskuld á þeini for- sendu, að Danir gerist aðili. Verður enn að telja yfirgnæf- andi líkur á, að svo verði. Noregur hefur fylgt þeirri stefnu, að landið skuli taka þátt í þróun bindandi sam- starfs milli lýðræðisþjóða Vestuir-Evrópu og við Atlants haf. Ef landið gerist ekki að- ili að Efnahagsbandalaginu, verðuir það í fyrsta sinn, að það stendur utan bindandi samstarfs, þar sem öll lýðræð isríki i Evrópu, sem ekki hafa hlutleysi að fyrirstöðu (auk íslands vegna fyrrnefndrar sérstöðu), eru þátttakendur. Það er þvi engin furða, þótt ýmsir telji, að slíkt skref feli í sér fráhvarf frá utanríkis- stefnu landsins síðustu ára- tuigi í átt til hlutl'eysis. Eins og komizt hefur verið að orði, er ekki nægilegt að halda því fram, að aðild að Efnahags- bandalaginu skipti ekki máli i öryggismálalegu tilliti, ef umheimuirinn er annarrar skoðunar. ANDSPÆNIS SOVÉTRÍKJUNUM Hverjar yrðu þá hugsanleg- ar afl'eiðingar þess fyrir Nor- eg, að aðild yrði hafnað? Nor- egur er í mjög erfiðri aðstöðu hernaðarlega séð. Undanfar- in ár hefur sovézki flotinn í Norður-Atlantshafi verið í miklum vexti, auik þess sem umráðasvæði hans færist stöð ugt vestar á bóginn. Norður- Noregur ér þegar innan áhrifasvæðis flotans. Norð- menn gera sér ljóst mikilvægi norsks landsvæðis i hernaðar- áætliunuim Sovétmanna á þessu svæði. Til skamrns tima voru Bretar og Bandaríkja- menn aligjörlega einráðir á þessu hafsvæði. Hefur varn- armálapólitík , Norðmanna ávallt hvílt á þeirrí forsendu. Nú er breyting á orðin. Ekki er svo að skilja, að Norðmenn eða aðrir Vestur-Evrópubúar álíti, að Sovétmenn bíði að- eins rétta augnabliksins til þess að ráðast inn í Skandin- avíu eða Vestur-Evrópu. Hins vegar er talið, að stefna Sov- étmanna miðist við að sundra smám saman varnarsamstarfi vestrænna rikja. Þá ættu þeir alls kostar við Vestur-Evrópu- ríkin; gætu beitt pólitiskum þrýstingi og orðið óumdeilt forysturiki Evrópu. Hæstráð- andi til sjós og lands. Sovét- menn eru því ákaft fylgjandi heimkölliun bandarísks her- liðs frá Evrópu, en andvíigir allri samvinnu Vestur-Evrópu ríkja, þar á meðal stækkun Bfnahagsbandalagsins (and- stætt Kínverjum, sem líka reikna dæmið rétt). Sovét- menn kynda því undir og fagna mjög allri hreyf- ingu Atiantshafsbandalags- ríkja i átt til hlutleysis. Norskum ráðamönnum er fulll'jóst, að einungis Banda- ríkin geta skapað hernaðar- llegt mótvægi gegn flotastyrk Sovétmanna í norðri. Hins vegar gæti pólitískur þrýst- ingu.r sovézka flotans aukizt, ef Noregur gæfi til kynna minnkandi samstöðu með yestrænuim ríkjum, með því að hafna aðild að Efnahags- bandalaginu. NOREGUR UTAN EFNAHAGSBANDALAGS- INS í sl'íkri framtíðarskipan myndi áhugi og geta Efna- hagsbandalagsrikjanna til að tryggja öryggi Noregs minnka. Horfur eru á, að bandalagið myndi þá taka upp viðhorf meginiandsveld- is. Jafnframt yrðu samskipti Bandarikjanna við Vestur- Evrópuríkin innan Atlants- hafsbandalagsins fyrst og fremst byggð á bandalagi við Efnahagsbandalagsrikin. Nor- egur stæðd þá frammi fyrir því, að velja á mil'li þess að fjarlægjast ríki Vestur-Evr- ópu enn frekar en orðið væri, eða taka upp nánara samstarf við Bandaríkin, að mestu á tvíhliða grundvelli. Nú er lík- legt, að Bandarikin muni vegna vaxandi þenslu sov- ézka flotans telja hafsvæðið út af Noregi framhald svæð- isins, sem varnir Norður- Ameríku ná yfir. Þeir myndu því kjósa varnarsamstarf við Noreg. En stæði Noregur ut- an Efnahagsbandalagsins gæti landið orðið eins konar Atlantshafs-jaðarriki líkt og Portúgal í suðri og Grikk- land og Tyrkland i suðaustri. Minna má að nýju á þau um- mæli meirihluta utanríkis- og stjórnarskrárnefndar norska Franihald á bls. 31. I réttum. tíma og ótíma til þess að tala um , allt og ekki neitt og þannig fer dýrmætur starfstími forgörðum. Þegar hægt er að ljúka erindi í tveggja mínútna símtali verða sumir að tala minnst i 10 mín- útur með alls kyns vifilengj- um. Iðjuleysingjarnir og óhófs- menn á símtækin ættu að gera sér grein fyrir þvi, hvílík eigin- gimi er fólgin í framferði þeirra og reyna að stilla sig. Það eru áreiðanlega fleiri innisetumenn í miðborginni en höfundur þessa Reykjavíkurbréfs, sem daglega' verða fyrir barðinu á óboðnum gestum, sem setjast að í vinnu- herbergjum rnanna og skeyta enigu um anniir þess, sem heim er sóttur. Hættuleg umferð Það kann að þykja hæpin full- yrðing en hún hefur engu að síður við sterk rök að styðjast, að auðveldara sé og hættuminna að aka í sumum stórborgum Evrópu en á höfuðborgarsvæð- inu hér. Það sem úrslitum ræður í umferðinni víða erlendis eins og t.d. i Kaupmannahöfn er það, að ökumenn og gangandi vegfar- endur fylgja settum umferðar- reglum og hvika ekki frá þeim. Þessu er hægt að treysta. í um- ferðinni hér er ha;gt að treysta því einu, að bæði ökumenn og gangandi brjóti allar þær um- ferðarreglur, sem hægt er að brjóta að undanteknum götuljós unum. Báðir hóparnir sýna þeim fyllstu virðingu. Það heyrir til undantekninga, að sjá bifreið stöðva við svo- nefnda zebra-braut, þegar gang- andi vegfarandi gefur til kynna að hann hyggist ganga yfir hana, eins og þó ber að gera. Svo virð- ist líka sem stórum hópi gang- andi fólks sé eitthvað í nöp við merktar gangbrautir, því að þær eru helzt ekki notaðar. Þess i stað er stokkið yfir hraðbrautir í veg fyrir þíla, þegar henta þyk ir. 1 bílaumferðinni má að jafn- aði búast við þvi, ef menn eru á hraðri ferð á hraðbrautum borgarinnar, að bílar lúsist lötur- hægt inn á hraðbrautina án nokkurs tililits tiíl aðvífandi öku- tækja. Agaieysi í umferðinni hér er algert. Einhvern tíma þóttust Islendingar hafa efni á að gera grín að frændum vorum Færey- ingúm fyrir þeirra umferðarsiði, þ.e. að flauta áður en ekið væri fyrir horn og bensíngjöfin síðan stigin i botn. En umferðin hér er litlu betri. Húrj, er beinlínis hættulegt öngþveiti. Nokkurs aga gætti í umferðinni fyrst eftir að hægri breytingin var gerð, en siðan hefur áróður í umferðar- málum farið þverrandi með hörmiulegustu afileiðinguim. Úr því rætt er um umferðarvand ann er ekki úr vegi að minnast lítillega á þjónustu eða öllu held ur skort á þjónustu hjá olíufélög unum. Fyrir skömmu var ferða- maður á leið úr borginni austur á Þingvöll og um Uxahryggi í Borgarfjarðardali. Hann lagði af stað úr borginni árla morguns eða rúmlega 7, en uppgötvaði þá að bensín vantaði á bensíngeymi bifreiðar hans. Þá kom i Ijós, að bensín reyndist ekki unnt að fá í höfuðborginni svo snemma dags. Næstu bensínstöðvar eru í Mosfellssveit á móts við Reykja- lund og liggja tvær þétt saman. Hvorug var opin klukkan u.þ.b. 7.30 að morgni. Áfram var hald- ið en smátt og smátt rann upp fyrir ferðalöngum, að frá þess- um lokuðu bensínstöðvum í Mos fellssveit og til Þingvalla er eng- imn bensíntankar. Og þegar kom ið er á Þingvöll á þessurn árstím.a kemur í ljós, að búið er að loka hótelinu og þar með einnig bens ínsölunni þar. Á þessari fjöl- förnu leið til Þingvalla reyndist ekkert bensín að fá! Hvílík þjón- usta! Bændur nota svo til ein- göngu dísilbíla og þeir hafa því ekki bensin aflögu, en að þessu sinni bjargaði greiöasemi sr. Ei- riks þjóðgarðsvarðar frá aðsteðj- andi vanda. Þetta er auðvitað óviðunandi ástand. Þótt búið sé að þurrka út alla verðsamkeppni milli olíufélaganna mætti a.m.k. vænta þess, að þau reyndu að laða til sín viðskiptamenn með bættri þjónustu, en svo virðist alls ekki vera. Nýjar viðræður Svo virðist, sem Bretar og V- Þjóðverjar hafi samræmt stefnu sína í landheigismálinu og að framvegis þurfum við að takast á við þessar tvær stórþjóðir sam eiginlega. Óneitanlega styrkir þetta ekki samningsaðstöðu okk- ar. Að nokkru leyti ber ríkis- stjórnin ábyrgð á því, að þessi óhagstæða staða er upp komin. Þegar eftir að samningarnir við Belga höfðu verið undirritaðir benti Morgunblaðið á, að tafar- laust ætti að efna til viðræðna við V-Þjóðverja og kanna mögu- leika á samningum við þá á svip uðum grundvelli. Seinagangur I ríkisstjórnarinnar olli því hins vegar, að Bretar og V-Þjóðverj- ar voru búnir að rotta sig sam- an, þegar utanrikisráðherra loks brá við til þess að kanna málin. Við þessu verður lítið gert úr þessu en dýrmætt tækifæri til þess að sundra andstæðingaliði okkar, gekk okkur úr greipum, fyrir klaufaskap utanríkisráð- herra. Gera má ráð fyrir, að nýjar viðræður hefjist einhvern tíma í október við Breta. Þá skiptir nokkru máli, hvar þær fara fram. Eins og ástandið er nú á fiskimiðunum í kringum landið, þar sem brezkir togarar virða að vettugi 50 milna landhelgi okkar er t.a.m. ekki heppilegt, að samninganefnd frá Islandi með ráðherra innanborðs fari til Lundúna. Það lyktar af afstöðu herraþjóðarinnar til nýlendunn- ar. Þess vegna verða Bretarnir að koma hingað. Þá er ákaflega mikilvægt hvernig á samningum verður haldið af okkar hálfu m.a. til þess að tryggja almenn- ingsálit okkur hagstætt, takist svo ilila til að samningar náist ekki. Vitað er, að grundvaHar- ágreiningur hefur verið um það, hvor aðilinn steuli hafa lögsögu yfir landheigisbrotum. Hins veg- ar hafði eitthvað þokazt í öðrum atriðum fyrr í sumar áður en upp úr viðræðum slitnaði um miðjan júli vegna þesis, að Lúð- vík lá svo mikið á að gefa út reglwgerðina. Standi málin þannig virðist hyggilegasta samningatækni af okkar hálfu vera sú, að reyna að ná samningum um veiðiheimild ir, hólf o.s.frv. Takist samningar um þessi atriði getum við sagt við umheiminn: íslendingar eru reiðubúnir til að semja eins og þessir punktar segja, en samn- ingar stranda á stirfni Breta, sem vilja ekki viðurkenna lög- sögu okkar yfir brotum. Ef upp úr slitnar á þennan veg yrði staða íslands ekki veik, þegar til eftirleiksins kæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.