Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1972 — Bridge Framhald af bls. 4 hóf vetrarstarfsemi sína 6. þ.m. með tvlmenning. Orslit urðu þessi: 1 A riðli urðu efst- ir Þórarinn og Hörður með 209 stig, en i B-riðli Magnús og Sveinn með 202 stig. 13. sept. var einnig háð eins kvölds tvímenningur og hafa að óviðráðanlegum orsökum ekki borizt úrslit ennþá. Næsta verkefni félagsins er svo undankeppni meistara- keppninnar í tvímenning og hefst hún nk. miðvikudag kl. 8 i Glæsibæ. ♦ TBK hóf starfsemi sína sí. fimmtudag með glæsibrag að vanda á 5 kvölda tvímenning. Spilað var í þremur 12 para t Irvnilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur sam- úð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, Asbjörgu Unu Björnsdóttur. Ketill Ölafsson, Ólafur Ketilsson, Sigurður Ketilsson, Björn Ketilsson, Jónína Ketilsdóttir. riðlum og er röð efstu para sem hér segir: 1. Július — Bernharður 214. 2. Kristján — Þórhallur 197. 3.—4. Anton — Sigurður 187. 3.—4. Hugborg — Vigdis 187. 5.—8. Jóhanna — Guðrún 177. 5.—8. Bjami — Jósep 177. 5.—8. Hjálmtýr — Helgi 177. 5.-8. Páil — Júlíus 177. 9. Kristín — Jón Páls 175. 10. Tryggvi — Vilhjáhnur 173. Spilað er í Domus Medica og keppnisstjóri er Guðmund- ur Kr. Sigurðsison. ♦ Sl. miðvikudag hófu raf- virkjar og múrarar að spila. Þátttaka var fremur dræm og er óskað eftir fleiri félags- mönnum. Allir eru velkomnir. Spilað er að Freyjugötu 27, 2. hæð, kl. 8 á miðvikudags- kvöldum. — A.G.R. Til sölu er á Eyrarbakka Ibúð- arhúsið Búðargerði, 130 fm ásamt b'lskúr, 23 fm. Skipti á húsnæði I Reykjavík kemur til greina.. — Nánari uppl veittar I síma 99-3293. f Ástkær eiginmaður minn, RICHARD BARR, sem andaðist sunnudaginn 17. þ. m., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 25^ þ, m. klx 13*30. Blóm og kransar afbeðið, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Styrktarfélag vangefinna. Sigriður Kristjánsdóttir Barr. t Bridge Einmenningskeppni hefst á Garðahoiti mánudaginn 25. þ. m. kl. 8 síðd. Félagsmenn, jafnt sem aðrir eru velkomnir. Gerið svo vel að til- kynna þátttöku í síma 42817 og 42906. Bridgefélag Garða og Bessa- staðahrepps. Borgumes — Borgornes Húseign viö Þórólfsgötu 2. hæð (efri hæð) í nýlegu tvíbýlishúsi er- fH sölu, 130 femr, 2 samliggjandí stofur og 3 svefnherb., geymslur og þvottahús í kjallara. Þá fylgir hálft geymsluris. Bílskúrsréttur. FASTEIGNASALAN HÚS & EIGNIR, Bankastræti 6 — sími 16637. FRYSTIKISTUR VESTFROST ER DÖNSK GÆÐAVARA VESTFROST frystikisturnar eru bún- ar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1—2 geymslukörfur. Aukakörfur fá- anlegar á mjög hagstæðu verði. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. VESTFROST verksmiðjurnar í Es- bjerg eru stærstu útflytjendur í Dan- mörku á frystitækjum til heimilisnota. Útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR P. JÓNSSONAR, kaupmanns á Sauðárkróki, sem lézt 15. september sl., verður gerð frá Sauðárkrókskirkju, þriðjudaginn 26. september og hefst ki. 1 e. h. Ingibjörg Eiríksdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Sigriður Sigurðardóttir, Eiríkur Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir og barnabörn. t Útför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, VILBORGAR RÖGNVALDSDÓTTUR, verður gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 25. þ.m. kl. 3. Bergsveinn Jónsson, böm og tengdadætur. t Útför móður okkar, SIGRlÐAR ARNADÓTTUR, Reynifeli, sem andaðist 19. þessa mánaðar í sjúkrahúsi Vestmannaeyja, fer fram frá Landakirkju þriðjudaginn 26. þ.m. kl. 2. Stefanía Sigurðardóttir, Jón I. Sigurðsson, Ami Sigurðsson. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og jarðarför JENS KRISTJANSSONAR, fisksala, Nönnustig 2, Hafnarfirði. Heiða Jensdóttir, Fríða Jensdóttir, Guðrún Eiríksdóttir og aðrir aðstandendur. Innritun í Námsflokka Reykjavíkur fer fram í Laugalækjarskóla þriðjudaginn 26. til fimmtud. 28. september 1972 kl. 16:30—19:30. KENNSLUGREINAR: íslenzka I. og II. fl. (III. fl. fyrir útlendinga), danska I., II. og III. fl., norska I. fl. sænska I. og II. fl., enska I.—VII. fl. þýzka I.—V. fl., franska I.—IV. fl., spænska I. —IV. fl., ítalska I. og II. fl., stærðfræði I., II. og III. fl. (mengi), vélritun I. og II. fl., bókfærsla I. og II. fl., föndur, smelti, sniðteikningar, bamafatasaumur, kjólasaumur, bókmenntakennsla, fundatækni og ræðumennska. NÝJAR KENNSLUGREINAR: Nútímasaga, jarðfræði og rússneska. KENNSLA TIL PRÓFS: A) í norsku og sænsku fyrir nemendur á bama-, gagnfræða- og framhaldsskóla- stigi. Námið er ætlað nemendum, sem e itthvað kunna fyrir í málunum vegna dvalar í löndunum eða af öðrum ástæðum. B) Undirbúningur undir gagnfræðapróf. STYTTRI NÁMSKEIÐ: Leiklistarkynning, myndlistarkynning, tónlistarkynning, fjölskyldufræði, sam- félagsfræði, afgreiðslustörf og matreiðsla verða auglýst nánar síðar. Aðalkennslustaður er Laugalækjarskóli, en einnig fer fram kennsla í Árbæjar- skóla og Breiðholtsskóla í ensku, þýzku, kjólasaum og bamafatasaum. Sænsku- kennsla til prófs fer fram í Hlíðaskóla. Smelti er kennt í Laugarnesskóla. Kennsla hefst kl. 7:20 og stendur til kl. 10:40, nema á föstud. þá er kennt til kl. 8:55. Ekki er kennt á laugardögum. Kennt verður í tveimur námskeiðum 10 vik- ur í senn. INNRITUNARGJÖLD: Bóklegar greinar 500,00 kr. hver grein. Verklegar greinar 800,00 kr. og 1500,00 kr. fyrir tvöfaldan tímafjölda. Innritað er að hausti og á miðjum vetri. ÁRBÆR, BREIÐHOLT: Enska I.—III. fl., bamafatasaumur og kjólasaumur. Innritun föstud. 29. sept. kl. 5—7 í síma 21430.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.