Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.09.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1972 SAI BAI N | í frjálsu riki eftir V. S. Naipaul 5 aftursætinu, opnaði bílhurðina. Maðurinn settist inn. Hann sagði: „Þakka,“ við Bobby og tyllti sér fremst á sætisbrúnina þangað til fynri Afrikumaðurinn ýtti honum aftur. Bíllinn varð eins og yfirfull- ur, þegar báðir Afrikumennim- ir voru komnir inn. Linda renndi niður bílrúðunni og and- aði djúpt að sér. Rigningin vætti híifuðklútinn hennar. Polo-Ieikvöliurinn var alur á fioti. Það eina sem upp úr stóð var marhálmurinn og einstaka grasskúfur, svo nú var hann orð- inn eins og mýrarfen. „Er vinur þinn lika sambands- maður?“ spurði Bobby. „Já, já,“ sagði fyrri Afriku- mðurinn. „Sambandsmaður." „Ég vona, að þið eigið ekki langt að fara í þessu veðri,“ sagði Bobby. „Ekki langt,“ sagði sá fyirri. Regndroparnir skvettust í rauðu pollana í djúpum hjólför- unum. Við og við rann bíllinn út á hlið. Framundan var allbrött brekka upp á þjóðveginn. „Þú snúa til hægri,“ sagði fyrri Afrikumaðurinn. „Við förum tii vinstri," sagði Bobby. „Við erum á leið í Suður- sambandshéraðið." „Þú snúa til hægri," sagði Afrikumaðurinn. Þau voru komin þar siem mold arofaníburðinum sleppti og við tók gljúpur sandur síðasta sprettinn upp á þjóðveginn. Afríikumaðuirinn einblíndi i spegiliinn. „Eruð þið að fara langt?“ spurði Bobby. „Ekki langt. Þú snúa til hægi i.“ „Jesús minn,“ sagði Linda. Ilún teygði sig aftur og greip um hurðarhúninn á afifcurdyrun- um. „Út.“ Bobby sitöðvaði bílinn. Gegn- blauti Afrikumaðurinn, sem sat fyriir aftan Lindu stökk strax út. Um leið opnaði sá, sem hafði haft orð fyrir þeim, hurðina sín miegin, sté út og settá upp hatt- inn. Um leið hvarf andlitið, bros- ið og hótanidi augnaráðið. Bobby ók upp á þjóðveginn og skildi þá eftir standandi sinn hvoru megin við afleggjarann með ihatt ana niður yfir eyrun, gegndrepa. Tveir Afrikumenn við veginn. „En lýktin,“ sagði Linda. „Þetta eru eins og ótíndir glæpa- menn. Ekki ætla ég að týna líf- inu fyrir það eitit að vera of ypparleg við þessa Afrífcumenn." Bobby leit í spegilinn um Jieið og þau beygðu inn á veginn. Afrikumennirnir stóðu enn i sömu sporum. „Ég hef oft lent í þessu með Martin,“ sagði Linda. „Þeir halda að þeir nái einhverju valdi yfir manni bara af þvi þeir sverja þessa eiða sina. Halda að þá leggi aliir upp laupana fyrir þeim.“ „Mér finnst samt óviðkunnan- legt að skilja þá svona eftir. Ég sfcil ekfci, hvað hann var að í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. hanigsa svona þarna upp frá. Það er eitthvað sfcuggalegt við þetta. Það er greinEegt.“ „Sfcuggallegt. Ó, nei, slóðahátt- ur og ekfcert annað. Við skulum opna gtuggana. Það er auðfund- ið á lyfctinni, hvað þeir hafa lagt >sér til munns.“ Enn var efckert lát á rigning- unni. Bobby ledt affcur I spegit- inn. Þama stóðu þeir við veg- inn eins og svartir minnisvarð- ar, hreyfiniganiausir. Um leið og f jadlægðin jófcst, urðu þeir minni tilsýndar og ógreiniiegri við svartan þjóðveginn. Ivoks sneru þeir út af veginum og út á af- leggjarann upp að „veiðihúsinu". Bobby bjóst við að Linda hefði séð það. Hann ákvað að hafa ökki orð á því. Pér lærió nýtt tungumál á 60 tímum! Linguuphone lykillinn aó nýjum heimi Tungumólamimsheió d hljómplötum eða segulbondumi FNSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SPANSKA, PORTUGALSKA, ITALSKA, DANSKA. SÆNSKA, NORSKA. FINNSKA, RÚSSNESKA. GRlSKA, JAPANSKA o. fl. Vcrð aðcins kr. 4.500 AFBORGUNARSKILMALAR Hljódfccrahús Reyhjauihur Laugauegi 96 simh I 36 56 íbúð óskasl í múnaðartima Erlendur vísindamaður óskar að taka á leigu litla íbúð ásamt húsgögnum frá 1. til 30. nóvember. Tilboð sendist Raunvísindastofnun Háskólans, Efna- fræðistofu, Dunhaga 3, Reykjavík. velvakandi 0 Berstrípaðir foreldrar Húsmóðlr skrifar: „Kæri Velvakandi! 1 pistli um sjónvarpskvik- myndina Sumarhyski lét „hús- móðir“ þess getið í einhverju dagblaðanna, að henni þætti það harla einkennilegt heimi'lislíf, þar sem börnin vaeru ekki vön þvi að sjá foreldra sína ganga um álisbera. Það er þó ekki kjarni málsins, hvort þessi ágæta húsmóðir og karl henn- ar ganiga um ber á heimili sínu, bömunum sennilega til mis- jafnrar ánægju, heldur hitt, hvernig ýmsir lLstamenn, bæði í kvikmyndum og bókmenntum, nota likamsnekt og berorðar lýsingar til að reyna að vekja áhuga njótandans á því, sem um er f jallað. 0 Þunnur þrettándi 1 Sumarhyski leyndi sér ekki, að höfundurinn vissi, að þjóð- félagsádeila hans væri dálítið slitin plata, og lítið nýstárlegt, sem gerðiist í kvikmyndinaii. Þess vegna varð hann að gripa til einhverra bragða til að fá áhorfendur til að endast til að horfa á hana. Virðingin fyrir þroska sjónvarpsnotenda er þá ekki meiri en svo, að hann álít- ur, að það sé nóg að láta ieik- arana leysa niður um sig til að vekja áhuga á myndinni, og þar missir hann ekki marks, f jöldi fólks ris upp og lýsir yfir þvi, að þetta sé „framúrstefnu- verk“, eða eitthvað álíka gáfu- HERRAMANNS MATUR í HÁDEGINU 0DAI.fi VID AUSTURVÖLL legt og „húsmóðir" úti i bæ verður svo hrifin, að hún þríf- ur penna í hönd og lýsir yfir því, að þetta geri hún og mað- ur hennar lika framan í börn- unum. Svo framsæknar eru sumar húsimæður orðnar í Reykjavik nú á timum, og má mikið vera, ef þær gefa þeim sænsku nokkuð eftir. En sú var tíðin á Islandi, að heimilisfóik- ið svaf allsnakið i baðstofun- um, karlar og konur, hvrað inn- an um annað. 0 Nektarsýningar: Neyðarúrræði vanmáttugra höfunda Höfundur Sumarhyskis er hvorki sá fyrsti né verður sá síðasti, sem gripur til þess ráðs að sýna berrassað fólk til að reyna að koma á sambandi við áhorfendur sína; það morar af silíkum „neyðarúrræðum“ í kvikmyndum núttmans, oig stundum geita slíkar nektarsýn- ingair átt beint erindi í mynd- inni og gegnt sinu hiutverki, en miklu oftar er hér aðeins um aðfierð að ræða til að reyna að laða huga njótandans að efn- inu og lýsir í rauninni van- mætti höfundariinis tí'l að vekja athygli með öðru móti. Börn- um þykir oft berir rassar ákaf- lega fyndnir og þó framar öllu, þegar viðrekstur fylgir með. Vel má vera, að til sé fólk, sem myndi fagna Slikum kræsing- um handa sér. 0 Um að gera að þykjast „fylgjast með“ Þegar fóik vill fyriir hvern mun sanna fyrir sjálfu sér og öðrum, að það fylgist nú aldeilis með, en hefur hvorki þekkingu né íhygli til að bera, er varla von á öðru en barna- skap, þe,gar bezt lætur. En ef þagað er of Iienigi við kjána- skapnum, getur svo farið, að hann verði tekinn sem náttúru- legt hátterni. Berir rassar, sam- farir, salernissenur og annað þess háttar „góðgæti" getur þó varla dugað til uppörvunar, ef höfundar hafa ekki annað og merkilegra að segja um vanda mannsins í nútíma þjóðfélagi en höfundurinn með sína slfctnu plötu i Sumarhyski. Húsnióðir." 0 „Ofbeldi er vegsamað í kenningunni og kennt í verkinu“ „M.H.“ skrifar: „Veiivakanidi! Blaðið „lslendinigur-lsafold“ birti um miðjan þennan mán- uð ágæta grein, sem undirrit- uð var með „G“. Þar segiir með- al anmars: „Enn höfum við verið minnt á, að æ ríkari ofbeldisdýrkun einkennir þá tima, sem við lif- um á, svo að með óhuignanieg- um hætti minnir á siðustu árin fyrir heimssityrjöldina milklu. Ofbeldi var vegsamað i kenn- inigunni og kennit í verkinu, og postula þess virðist ekki sfcorta trúaða áhangenidur og fylgis- menn. Hryðjuverkamennirnir i Múnohen voru af þeim flofcki, sem uppfræddur hefur verið i marxiskri ofbeldisdýrkuin og gerður út og kostaður af mönnum, sem hafa hana að leiðarljósi. 0 Kraftúðarmcnn nútímans Þrennt eimkennir sanntrúaða ofbeldimga eða kraftúðarmenn nútímans umfram annað: Þörf- in á að vekja athygli á sjálfum sér, tíilhneigingin til að láta mis gerðir sínar bitna á saklaus- um og viðleitnin að koma alls staðar í veg fyrir frið og frið- samlega lausn vandamála. Bak við alit þetta þrennt býr svo takmarkið eina, sem heitir vald. 0 Baráttan milli samkomulagsvilja og ofbeldisdýrkunar Morðin í Múnchen einkennd- ust glöggt af þessu þrennu. Heimsathygli var vakin, sak- lausir guldu, og reynit var að eyðilaggja Olympíuleikana, af því að á bak við þá býr hug- sjón friðar, jafnréttis og bræðralags. Hvemig tekizt hef- ur að láta þá hugsjón rætast, er önnur saga, en eigi að sið- ur eru leiikarnir tákn þessa, og þetta friðarmark tókst tilræð- ismönnunum ekki að almá. Leik arnir lialda áfram þrátt fyrir allt. Og baráfctan heMur líka áfram í heimimum miiLli friðar ag samkomulagsvilja annars vegar, ofbeldiisdýrtounar og hat urs hdns vegar. Morðimgjunum í Múnchen gebum við sagt tii afsökunar, að þeir hafi verið verkfæri i annarra hendi, og vísast hafi komi haturs og heiftar verið sáð í huga þeirra og vitumd aíllit frá barnæsku. Af þess komar sáðverki getur ekki annað sprottið en það, seni fram hefur komið.“ 0 Hverjir eru á bak við morðingjana í Miinchen? — Effcir lestur þessarar þörtu hugvekju gæti vei'ið nó,gu fróð legt að spyrja: Hverjir styrktu morðimgjana í Múnchen og ætla að styðja þá framivegiB? Vitað er, að þótt þeir fái nokkunt fjármagn með bamkarámum, þjöfnaði, lausnar- gjöldum fyrir mannrán og öðr- um álíka glæpaverkum, fá þeir aðal-fjármagn sitt an nars stað- ar frá. Það kemur beint frá Moskvu. Fimnist mönnum þetta ótrú- liegt, skaO. þei-m bent á að lesa sameiginlega yfirlýsingu, sem igefin var út í Moskvu i lok heiimsóknar forsetans í írak, Ahrmed Hassan A1 Bakr, nú fyr- ir mokkrum dögum. Þar segja æðstu valdhafar í Sovéfcrikjun- um, að styfSja beri- „þjóðfrelsis- baráttu Pal es t i nu -s k æ r uli ð a “ með pólitískum og efniahagsleg um stuðningi. Þ.e.a.s. að gefa beri þeiim fé til vopnakaupa og morða á safclausu fólki. Og svo vili Sövéfcstjórnin fá að halda Olympíuleika í Moskvu! Eða kærir hún sig kannski ekki um það í raun og veru? Hún fjá-rmagnaði þá, sem reyndu að eyðilieggja Ol- ympíuleikama i Mexieo City hér um árið. Hvað býr hér raurn- verulega að baki? M.H.“ Nú eða... næsf er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Sœlheritm HAFNARSTRÆTI 19 Sími 13835 og 12388.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.