Morgunblaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1972 Mazda 818 ódýr miðað við kosti Mazda 818. Verð frá 385 þús. kr. Með 81 ha vél, fjögurra gíra, f jögurra strokka. Umboð: Bílaborg, Hverfisgötu 76. Í»Ó að Mazda hafi ekki verið & islenzkum markaði nema síðan í mai í vor, er hann engan veginn nýr bíll. Toyo Kogyo verksmiðjurnar, sem framleiða Mazda hafa starfað síðan um 1920. Af einhverjum ástæðum hefur Mazda þó ver- ið óþekktur hér i Evrópu, þar til í maí 1970, þegar sala á honum þangað hófst. I»ó að Mazda sé kominn um hálfan hnöttinn, er hann ekki dýr liill, sér í lagi ef tekið er til- lit til útbúnaðar og frágangs. Mazda er fluttur beint til Islamds frá Japan, en ekki í gegnurn Danimörku, eins og hinir japönsku bílarndr, og er það til að lækka verðið nokk- uð. Það segir þó ekki alla sög- una, þvi framleiðskikostnaður i Japam er lágur, miðað við Evrópu, ekki vegna ódýrs virinuafls, helriur vegma hag- kvæmra frarrueiðskihátta. Mazda 818 er til í þremur gerðum. Fjögurra dyra, tveggja dyra coupé og station. Útlitið er nokkuð sí- gilt, enda hefur það haldizt óbreytt um skeið og ekki bú- izt við útldtisbreytingum innan næstu fjögurra ára. Áður en innflutningur á Mazda til Is- lands hófst, hafði honum verið ekið hér í ellefu mán- uði til reynslu. Út frá þeirri reynslu, sem þá fékkst, voru þeir bilar sem himgað eru fluttir sniðnir eftir íislenzkum aðstæðum, sett á þá stærri dekk og felgur, hituð aftur rúða, stærri rafall og raf- kerfdð sniðið fyrir ísienzkan norðangarra. Þá er Mazda sem hingað er fhittur á beltadekkjum og mýkra fjaðrakerfi. Þó að Mazda 818 sé fyrst og fremst fiölskyldiubíll, hef- ur maður það fremur á til- finninigumni að maður sé að fást við sporfcbíl, þegar sezt er undir stýrd. Stýrið er litið, stutt gíirstönig á stórum kon- sol, sem nær upp að mæla- borðinu. Körfustólar eru að framan, með hadlandi bökum. Innrétting öll er matt-svört. Mælitækjum er komið fyrir í tvedim kringlóttum mælum, eoupé-bíffinn hefur þó nokkra ferkanitaða aukamæla. Þrír hraðar eru á miðstöð, sem er nokkuð óvenjulegt og ljós- um og þurrkum er stjórnað með armi í stýri og þarf ekki að sleppa stýrinu til að kom- ast að honuim. Véldn er 81 hestafl en ná- kvæmar töiur um viðbragð höfum við ekki, né heldur eyðslu, ekki er þó ástæða til að ætla að Mazda 818 sé ekki samkeppnishæfur hvað það snertir. Billdnm er mjög skemimtilegur í akstri, vélin tekur vel við sér og gírkass- inn er frábær. Stýrið er mjög létt og það vekur athygli hvað beygju-raddus er líitiH, aðeins 8,6 metrar. Frammi í er Mazda 818 mjög þægilegur og rúmgóður, þó er ekki laust við að slæmt úfcsýni sé fyrir hávaxna. Aft- ur í er bíllinn hins vegar nokkuð þröngur, og er þa pláss fyrir fætur haft í huga, en í coupé-gerðinni er mjög lágt undir loflt að aftan. Mazda 818 er hannaður fyr- ir Wankel-vél, sem nú er óð- um að ryðja sér til rúms. Mazda verður fyrstur með þá vél á íslenzkum markaði, eftir u.þ,b. 5—6 mánuði. Verðið á Mazda 818 er 385 þús. kr., fjögurra dyra, 398 þús. kr. fyrir coupé og 408 þús. kr. fyrir station. Gísli Ólafsson: Slysatrygging- ar sjómanna MEÐ lögum nr. 58/1972 var gerð breyting á siglingalögum (66/1963), sem var fyrirferðar- lítil á þingskjali, en efnislega gerbylting á skaðabótareglum siglingalaganna. Eftir breytinguina er 2. mgr. 205 gr. siglingalaga þannig: „Ákvæði um takmarkaða ábyrgð gilda ekki um kröfur vegna lífs- eða Iiíkamstjóns skip- stjóra, skipverja, og annarra manna, sem ráðnir eru hjá út- gerðarmanni, eða leiðsögumanns, enda hafi slys borið að hönd- um, er hhitaðeigandi var stadd- ur á skipi eða vann í þágu skips. Útgerðarmaður ber ábyrgð á kröfum þessum, enda þótt slysið eða tjónið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra ör- yggisráðstafana né heldur van- rækslu eða yfirsjónar þeirra, er starfa í þágu skips. Lækka má fébætur eða láta þær niður falla, ef sá, sem fyrir slysi eða tjóni varð, hefur með framkomu sinni sýnt vítavert gáleysi, sem leitt hefur til slyssins eða tjónsins. Hér er ekki um að ræða slysa- tryggingu sjómanna sérstaklega, heldur fyrst og fremst skaða- bótaábyrgð útgerðaraðila, félaga og/eða einstaklinga. Með lögun- um, sem tóku gildi 1. október sl., er ábyrgð útgerðaraðila gerð hlutlæg og miklu víðtækari, en að er látið liggja í greinargerð fyrir frumvarpinu, en í henni kemur fram, að tilgangur þess væri að tryggja sjómönnum víð- tækari rétt til slysaskaðabóta frá vinnurveitenda sínum heldur en starfsfólk í landi hefur. Eins og ijóslega kemur fram í orðalagi laganna, eru þau miklu viðtækari og sýnilegt, að mikil hroðvirkni hefiur verið viðhöfð við afgreiðslu þess, eða, eins og sagt hefur verið, stórkostlegt „slys" hefur átt sér stað. Samkvæmt lögunum ber út- gerðarmaður hiutlæga ábyrgð á starfsmönnium sínum, er vinna i þágu skips hans, hvort sem við- komandi starfsmaður kemur nokkurn tíma um borð í skipið eð ur ei. Eftir orðanina hljóðan er hugsanlegt, að sjálfstæðir fram- kvæmdaaðilar falli undir hina hlutlægu ábyrgð. Orðalagið „ráðnir hjá útgerðarmanni" get- ur a.m.k. átt við slika aðila, þar sem engin skilyrði eru í lögun- um um að þeir sem „vmna í þágu skips", skuli vera háðir hus- bóndavaldi útgerðarmanns. Sem dæmi má nefna vörutoif- reiðastjóra útgerðaraðila, er slasast S umferðarslysi, þegar hann er að aka vistum, afla eða veiðarfærum til eða frá skipi. Útgerðarmaður bæri hlutlæga ábyrgð á líkamstjóni mannsins. Sama gæti gilt varðandi t.d. vél- virkja, er ynni að viðgerð á hkut úr skipi á verkstæði í landi og slasaðist við það. Slík tilfelii, sem að ofan hafa verið rakin, eru mjöig fallin til deilna, og vist er, að dómstólar fá ærin verkefni að dæma i slíksum málum. Hin fjárhagslega ábyrgð, sem lögð er á útgerðaraðila með lög- unum, er gifurleg. Ábyrgðin er misjöín og fer eftir fjölda skip- verja og framfærsluskykku í til- felli af skipstapa má gera ráð fyrir, að hún geti numið frá 30— 200 millj. króna, eftir að búið er að draga frá bætur frá Trygg- ingastofnun ríkísins. Þá eru ótal in einstök siys, er menn verða fyrir og geta kostað nokkrar milljónir króna hvert. Mér er ókunngt um, að sams konar ákvæði gildi í öðrum lönd- um, og á endurtryggingamörkuð- um, er íslendingar nota, eru þaiu óþekkt. Verði ábyrgð þessi könnuð til hlítar segir huigur minn, að kostn aður hennar vegna yrði útgerð- araðilum óbærilegur og gerði ís- lenzka útgerð ósamkeppnisfæra við erlenda keppinauta sina. Það er algert ábyrgðarleysi, að minni hyggju, að láta skeika að sköpuðu. Arðsemi útgerðar er ekki slik, að menn hætti öllum eignum sínum vegna atburða, sem þeir hafa engin tök á að forð ast eða gera ráðstafanir gegn. Þá má og nefna, að kröfur sam- kv. lögum þessum hafa sjóveð- rétt, og ekki er vitað um viðhorf eða viðbrögð lánastofnana né fjárfestingarsjóða sjávarútvegs- ins í þessu sambandi. Upphæðir slysabóta sjómanna eða slysatryggingar þeirra eru allt annað mál. Um þær hefur verið samið milli aðila og verið einn hluti í samningi þeirra á milli. Engin vandkvæði hafa ver- ið, eða eru, á að tryggja slíkar fastákveðnar upphæðir. Að mín- um dómi eiga ákvæði um slysa- tryggingar sjómanna ekki heima í sigiim.galögum. Gisli Ólafsson.. Þórdur Jónsson, Látrum; Vetrarkvíði Yfir stendur nú annað „þonslkastrið" okkar, og tel ég engan vafa, að sigurinn sé okk- ur vís sem í hinu fyrra. En það er sagt að oft sé erfiðara að gseta fengins f jár en afla, og það ætía ég að ræða litillega. Við útfærsiuna úr 12 í 50 míl- ur má öllum vera ljóst, að mikið skal til að verja það svæði allt svo viðunandi sé fyrir ágeng- um veiðiþjófum. Það er ertn hulið minum sjón- tum, hvernig hægt er að gera það tneð þeim skipastól, sem Land- hedgisgæzlan hefir nú á að skipa, og þeim flugvélakosti, sem húm hefir, því ekki má gleyma ððrum mikivægum þætti í störf- um hennar, það er björgun- armáltmum. Mér þætti það ekki oŒktegt, að mörgum bátasjó- manninium og aðstandenduim þeirra yrði hugsað til komandi vetrar, ef þessi fáu varðskip verða upptekin við störf út við 50 mílna línuna. Hvað verður þá um öryggisgæzl'U bátaflotans á grunnmiðum. Ég teil að hér sé stórt vanda- mál í uppsiglingu, sem verður að snúa sér að að leysa með ein- hverjum hætti fyrir kom- andi vetrarriki. Landheilgisgæzla að vetrinum, út við 50 miilina mörkin kallar á stór og fullkom in skip á borð við Ægi eða stærri með úrvals manmskap. Til gæzlu bátaflotans á hans miðum, þurfum við einnig stór og hraðskreið skip, en hægt væri þó að komast af með minni skip í bili. En mér finnst liggja í auguim uppi, að Landhelgiggæilan þurfi að fá eitt stórt skip á ári í næstu 4—5 ár til þéirrar þjónustu sem hún hefir veitt á undanförnum árum, og þeirrar viðbótar, sem nú kemur með útfærslunni í 50 mílur., Mér brá því nokkuð, þegan ég heyrði að leitað var til þjóðar- innar um fjársöfnun fyrir Land- helgisgæzluna og einmitt nú. Enginn má þó ætla, að ég sé á mióti því, að fólk gefi í söfnun þessa, þvi það er ekki rétt, gefi hver sem betur getur, fyrst hæst virtur forsætiisráðherra bað um það. En ég hélt það í einfeldni minni, að sú mikla þjónusta, sem Landheigisgæzlan hef ir veitt með ágætum og mun veita, ætti að kostast af rikinu, og það væri Alþingis og rikisstjórnair að sjá um það, að hún fengi það fé, sem þarf til þess, sem af henni er krafizt. Hér þarf svo mikið fé til að mlnu viti, að fjár- söfnun meðal almennings fyrir þessum rekstri og uppbyggingu hrekkur skamimit En ný og heppiileg skip koma ekki á stumdinmi. Vart verður þvi hjá komizt að taka leiguskip fyrir næsta vetur. Ef til vill eru þau til í landinu, og koma mér þá í hug hvaibátarmir ef falir eru, því mér er sagt að það séu góð skip, og nokkuð hraðskreið, nú eða þá önnur skip ef til eru. Til Landheiligisgæzilunnar var ætlað á síðustu f.iárlöguim 151 millj. og þar af 20 miUj. vegna útfærslunnar í 50 mílur, en 20 millj. er sem svarar rekstri eins skips, svo hér er ekki af miklu að taka. Þetta er að sjálfsögðu alltof lit ið fé, miðað við verkefnið sem fyrir er. Ég vikli leggja tii, að árlega væri lagt til Landhelgis- gæzlunnar, eins og ætlað er til yíirstjórnar ráðuneytanna, það væri ekki óeðlilegt, en aðeins tii yfirstjórnar þeirra, er ætllað í síðustu fjárlögum 396 milllj. kr., og til æðstu stjórnar rikisins 129 milj. Þetta er þó óhagstæðara Mutfall í ár fyrir gæzluna mið- að við ráðumeytin en var á f jár- lögum fyrir 1971. Þá voru gæzl- unni ætlaðar 115 millj. en ytir- stjórn ráðuneytanna ekki nema 149 millj. og æðstu stjórn rikis- ins ekki nema 81 miilj. Já, það er ekki að neita því, að dýrtíð hefir dálitið aukizt, en það er sama, mér þætti líkliegt að gæzlan ætti að bjarga sér með uppbygigingu og reksitur, jaÆnvel smá kofa í landi, fengi hún saima fjármagn áriega og yfirstjórn ráðuneytanna kostar. ÁreiðaWega Vifll þjóðin ekki að hér sé skorið við nögl tii skaða af háMu rikisins, til að gera þessa miMu þjón- ustu mögulega. Ef til vill er búið að gera ráð- staifamir sem að giagni mega koma í þessum efnum, þótt al- menniriigur hafi eklki um frétt, en þá er vel, því mér fimnisit mál- ið bæði veigamikið, og aðkaM- andi. LáJtruim 13.9. 1972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.