Morgunblaðið - 04.10.1972, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.10.1972, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1972 Mazda 818 ódýr miðað við kosti Mazda 818. Verð frá 385 þús. kr. Með 81 ha vél, fjögurra gíra, fjögurra strokka. Umboð: Bílaborg, Hverfisgötu 76. I»Ó að Mazda hafi ekki verið á islenzkum markaði nema síðan í maí í vor, er hann engan veginn nýr bill. Toyo Kogyo verksmiðjurnar, sem framleiða Mazda hafa starfað síðan um 1920. Af einhverjum ástæðum hefur Mazda þó ver- ið óþekktur hér i Evrópu, þar til í mai 1970, þegar sala á honum þangað hófst. Þö að Mazda sé kominn um háifan hnöttinn, er hann ekki dýr bill, sér í lagi ef tekið er til- lit til útbúnaðar og frágangs. Mazda er fluttur beint til Islands frá Japan, en ekki í gegnum Danmörku, eins og hinir japönsku bilarndr, og er það til að lækka verðið nokk- uð. Það segir þó ekki alla sög- una, því framlei ðslu kostn aðu r í Japan er liágur, miðað við Evrópu, ekki vegna ódýrs vinnuafLs, heldur vegna hag- kvæmra framleiðsiuhátta. Mazda 818 er til í þrernur gerðum. Fjöguma dyra, tveggja dyra coupé og statdon. Útlitið er nokkuð sí- gilt, enda hefur það haldizt óbreytt um skeið og ekki bú- izt við ú tl‘i tsbreytdn gum innan næstu fjögurra ára. Áður en innflutningur á Mazda tdl Is- lands hófst, hafði honum verið ekið hér í eilefu mán- uði tii reynslu. Út frá þeirrd reynslu, sem þá fékkst, voru þeir bílar sem hingað eru fluttdr sndðndr eftir islenzkum aðstæðum, sett á þá stærri dekk og felgur, hituð aftur rúða, stærrd rafali og raf- kerfflð sndðið fyrir ísienzkan norðanigarra. í*á er Mazda sem hingað er ffluttur á beltadekkjum og mýkra fjaðrakerfi. Þó að Mazda 818 sé fyrst og fremst fjölskyldubíll, hef- ur maður það frernur á til- finninigunni að maður sé að fást við sportbíl, þegar sezt er unddr stýni. Stýrdð er látið, stutt girstönig á sdórum kon- sól, sem nær upp að mæla- borðinu. Körfustólar eru að framan, með hadlandi bökum. Innrétting öll er matt-svört. Mælitækjum er komið fyrir í tveim kringlóttum mælum, coupé-bíilldnn hefur þó nokkra ferkantaða aukamæla. Þrír hraðar eru á miðstöð, sem er nokkuð óvenjulegt og ljós- um og þurrkum er stjórnað með armi í stýri og þarf ekki að sLeppa stýrinu til að kom- ast að honum. Vélin er 81 hestafl en ná- kvæmar tölur um viðbragð höfum við ekki, né heldur eyðslu, ekki er þó ástæða til að ætla að Mazda 818 sé ekki samkeppnisihæfur hvað það snertir. BilLdnn er mjög skemmtiLegur í akstri, véiin tekur vel við sér og gírkass- inn er frábær. Stýrið er mjög Létt og það vekur athygii hvað beygju-radiíus er lítill, aðeins 8,6 metrar. Frammi í er Mazda 818 mjög þægilegur og rúmgóður, þó er ekki laust við að slæmt útsýnd sé fyrir hávaxna. Aft- ur í er bílldnn hinis vegar nokkuð þrömgur, og er þá pláss fyrir fætur haft i huga, en i coupé-gerðinni er mjög lágt undir Loft að aftan. Mazda 818 er hamnaður fyr- ir Wankel-véL, sem nú er óð- um að ryðja sér til rúms. Mazda verður fyrstur með þá véL á íslenzkum markaði, eftir u.þ.b. 5—6 mánuði. Verðið á Mazda 818 er 385 þús. kr., fjögurra dyra, 398 þús. kr. fyrdr coupé og 408 þús. kr. fyrir statdon. Gísli Ölafsson: Slysatrygging- ar sjómanna MEÐ lögum nr. 58/1972 var gerð breyting á siglingalögum (66/1963), sem var fyrdrferðar- lítil á þimgskjali, en efnislega gerbylting á skaðabótareglum siglingalaganna. Eftir breytinguma er 2. mgr. 205 gr. siglingalaga þannig: „Ákvæði um takmarkaða ábyrgð gilda ekki um kröfur vegna lífs- eða ldkamstjóns skip- stjóra, skipverja, og annarra manna, sem ráðnir eru hjá út- gerðarmanni, eða Leiðsögumanns, enda hafi slys borið að hönd- um, er hlutaðeigandi var stadd- ur á skipi eða vann i þágu skips. Útgerðarmaður ber ábyxgð á kröfum þessum, enda þótt slysið eða tjónið verði ekki rakið til bilunar á tækjum eða ónógra ör- yggisráðstafana né heldur van- rækslu eða yfirsjónar þeirra, er starfa i þágu skips. Lækka má fébætur eða láta þær niður falla, ef sá, sem fyrir slysi eða tjóni varð, hefur með framkomu sinni sýnt vitavert gáleysi, sem leitt hefur til slyssins eða tjónsins. Hér er ekki um að ræða slysa- tryggingu sjómanna sérstaklega, heldur fyrst og fremst skaða- bótaábyrgð útgerðaraðila, félaga og/eða einstaklimga. Með lögun- um, sem tóku gildi 1. október sl„ er ábyrgð útgerðaraðila gerð hlutlæg og miklu víðtækari, en að er látið liggja í greinargerð fyrir frumvarpinu, en í henni kemur fram, að tilgamgur þess væri að tryggja sjómönnum víð- tækari rétt til slysaskaðabóta frá vinnuveitenda sínum heldur en starfsfólk í landi hefur. Eins og ljóslega kemur fram í orðalagi laganna, eru þau miklu viðtækari og sýnilegt, að mikil hroðvirkni hefur verið viðhöfð við afgreiðslu þess, eða, eins og sagt hefur verið, stórkostlegt „slys“ hefur átt sér stað. Samkvæmt lögumum ber út- gerðarmaður hiutlæga ábyrgð á starfsmönmum sinum, er vinna í þágu skips hans, hvort sem við- komandi starfsmaður kemur nokkurn tíma um borð i skipið eð ur ei. Eftir orðanna hljóðan er hugsanlegt, að sjálfstæðix fram- kvæmdaaðilar falli undir hina hlutlægu ábyrgð. Orðalagið „ráðnir hjá útgerðarmanni“ get- ur a.m.k. átt við slika aðila, þar sem engin skilyrði eru í lögum- um um að þeir sem „vinma í þágu skips“, skuli vera háðir hús- bóndavaldi útgerðarmanns. Sem dæmi má nefna vörubif- reiðastjóra útgerðaraðila, er slasast d umiferðarslysi, þegar hann er að aka vistum, afla eða veiðarfærum til eða frá skipi. Útgerðarmaður bæri hlutlæga ábyrgð á líkamstjóni mannsins. Sama gæti gilt varðandi t.d. vél- virkja, er ynni að viðgerð á hlut úr skipi á verkstæði í landi og slasaðist við það. Slík tilfelli, sem að ofam hafa verið rakin, eru mjög fallin til deilna, og vist er, að dómstólar fá ærin verkefni að dæma í slítoum málum. Hin fjárhagslega ábyrgð, sem lögð er á útgerðaraðila með lög- unurn, er gifurleg. Ábyrgðin er misjöfn og fer eftir fjölda skip- verja og framfærsluskyldu. í til- felli af skipstapa má gera ráð fyrir, að hún geti numið frá 30— 200 millj. króna, eftir að búið er að draga frá bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Þá eru ótal in einstök slys, er menn verða fyrir og geta kostað nokkrar milljónir króna hvert. Mér er ókunngt um, að sams konar ákvæði gildi í öðrum lönd- um, og á endurtryggingamörkuð- um, er íslendingar nota, eru þau óþekkt. Verði ábyrgð þessi könnuð til hlítar segir huigur minn, að kostn aður hennar vegna yrði útgerð- araðilum óbærilegur og gerði is- lenzka útgerð ósamkeppnisfæra við erlenda keppinauita sína. Það er algert ábyrgðarleysi, að minni hyggju, að láta skeika að sköpuðu. Arðsemi útgerðar er ekki slíik, að menn hætti öllum eignum sínum vegna atburða, sem þeir hafa engin tök á að forð ast eða gera ráðstafanir gegn. Þá má og nefna, að kröfur sam- kv. lögum þessum hafa sjóveð- rétt, og ekki er vitað um viðhorf eða viðbrögð lánastofnana né fjárfestingarsjóða sjávarútvegs- ins í þessu sambandi. Upphæðir slysabóta sjómanna eða slysatryggingar þeirra eru allt annað mál. Um þær hefur verið samið milli aðila og verið einn hluti i samningi þeirra á milli. Engin vandkvæði hafa ver- ið, eða eru, á að tryggja slíkar fastákveðnar upphæðir. Að mín- um dómi eiga ákvæði um slysa- tryggingar sjómanna ekki heima í sigliingalögum. Gísli Ólafsson.. Þórdur Jónsson, Látrum: Vetrarkvíði Yfir stendur nú annað „þors(kastríð“ okkar, og tel ég engan vafa, að sigurinn sé okk- ur vis sem í hinu fyrra. En það er sagt að oft sé erfiðara að gæita fengins f jár en afla, og það æöa ég að ræða lítillega. Við útfærsluna úr 12 í 50 míl- ur má öllurn vera Ijóst, að mikið skal tiL að verja það svæði allt svo viðunandi sé fyrir ágeng- um veiðiþjóf-um. Það er enn hulið mínum sjón- um, hvernig hægt er að gera það með þeim skipastól, sem Land- helgisgæzlan hefir nú á að skipa, og þeim flugvélakosti, sem hún hefir, því ekki má gleyma öðrum mikivægum þætti í störf- um hennar, það er björgun- armálunum. Mér þætti það ekki óffiklegt, að mörgum bátasjó- manninium og aðstandendum þeirra yrði hugsað til komandi vetrar, ef þessi fáu varðskip verða upptekin við störf út við 50 míina línuna. Hvað verður þá um öryggisgæzl'U bátaflotans á grunnmiðum. Ég tel að hér sé stórt vanda- mál í uppsiglingu, sem verður að snúa sér að að leysa með ein- hverjum hæfcti fyrir kom- andi vetrarriki. Landhelgisgæzla að vetrinum, út við 50 mílbna mörkin kallar á stór og fullkom in skip á borð við Ægi eða stærri með úrvals mannskap. Til gæzlu bátaflotans á hans miðum, þurfum við einniig stór og hraðskreið skip, en hægt væri þó að komast af með minni skip í bili. En mér finnst liggja í augum uppi, að Landhelgisgælan þunfi að fá eitt stórt skip á ári í næstu 4—5 ár til þéirrar þjónustu sem hún hefir veitt á undanfömum árum, og þeirrar viðbótar, sem nú kemur rmeð útfærslunni í 50 mílur. Mér brá því nokkuð, þegan ég heyrði að leitað var tii þjóðar- innar um fjársöfnun fyrir Land- helgisgæzluna og einmitt nú. Enginn má þó ætla, að ég sé á móti því, að fólk gefi í söfmun þessa, þvl það er ekki rétt, gefi hver sem betur getur, fyrst hæst virtur forsætiisráðherra bað um það. En ég hélt það í einfeldni minni, að sú mikla þjónusta, sem Landheligisgæzlan hefir veitt með ágætum og mun veita, ætti að kostast af rikinu, og það væri Alþingis og rikisstjórnar að sjá um það, að hún fengi það fé, sem þarf tii þess, sem af henni er krafizt. Hér þarf svo mikið fé til að mínu viti, að fjár- söfnun meðal almennings fyrir þessum rekstri og uppbyggimgu hrekkur skammit. En ný og heppileg skip koma ekki á stundimni. Vart verður þvl hjá komizt að taka Leiguskip fyrir næsta vetur. Ef til vili eru þau til í landimi, og koma mér þá í hug hvaLbátarmir ef falir eru, þvl mér er sagt að það séu góð skip, og nokkuð hraðskreið, nú eða þá önnur skip ef til eru. Til Landheligisgæzilunnar var æöað á síðuistu fjáriögum 151 mlllj. og þar af 20 miLlj. vegna útfærslunnar í 50 milur, en 20 millj. er sem svarar rekstri eins skips, svo hér er ekki af miklu að taka. Þetta er að sjálfsögðu alltof lít ið fé, rniðað við' verkefnið sem fyrir er. Ég vildi leggja til, að áriega væri lagt til Landhelgis- gæzlunnar, eins og ætlað er til yfi rstjórnar ráðuneytanna, það væri ekki óeðliLegt, en aðeins tiL yfirstjómar þeirra, er æöað í síðustu fjáriögum 396 millj. kr., og til æðstu stjómar ríkisins 129 mililj. Þetta er þó óhagistæðara hlutfaU í ár fyrir gæzluma mið- að við ráðumeytin en var á fjár- lögum fyrir 1971. Þá voru gæzl- unni ætlaðar 115 milj. en yfir- stjórn ráðuneytanna ekki nema 149 millj. og æðstu stjóm rikiis- ins ekki nema 81 millj. Já, það er ekki að neita því, að dýrtíð hefir dálitið aukizjt, en það er sama, mér þæbö líkLiegt að gæzflan ætti að bjarga sér með uppbyggingu og rekstur, jaifinvel smá kofa í landi, fiengi hún sama fjánmagn árlega og yfirstjórn ráðuneytanna kostar. ÁreiðaWega ViLL þjóðin ekki að hér sé skorið við nögl til skaða af háLtfu ríkisins, til að gera þessa miiklu þjóm- ustu mögulega. Ef öl vill er búið að gera ráð- stafamir sem að gagni mega koma í þessum efnum, þótt al- menningur hafi eMti uim frétt, en þá er vél, þvl mér finnsit truál- ið bæði veigamilkið, og aðkaM- andi. Látrum 13.9. 1972.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.