Morgunblaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.10.1972, Blaðsíða 12
x«- iVHjrsAjrUlNi41_,AtJjLt», MlfciVlls.UUA<_jUK 4. UKi'OtíiiK VíÍCZ Gunnar Rytgaard skrifar frá Kaupmannahöfn; Danir hafa látið í ljós álit sitt Almenn ánægja með mikla kosningaþátttöku 1 þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu varð mikill meiri hluti danskra kjósenda henni fylgjandi og raunar miklu meiri en nokkur hafði reiknað með. Aðeins í bæjarfélagi Kaupmannahafnar og á Græn landi voru þeir í meiri hluta, sem sögðu nei. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar urðu á þann veg, að 63% greiddra atkvæða voru fylgjandi aðild og 36.5% á móti. Kosninga- þátttakan var 89.79%, sem er meira en í nokkrum öðrum kosníngum eða þjóðarat- kvæðagreiðslu, þar með tal- inni svokallaðri „þjóðkosn- ingu" i stríðinu, en þá var kosningaþátttakan 89.5%. Mikil ánægja rikir yfir þess ari miklu kosningaþátttöku. Kemur það fram, bæðd hjá stjórnmálamönnum og dag- blöðum, að þessd mikla kosn- ingaþátttaka og yfirgnæfandi meiri hluti já-atkvæða eyði styrr út af niðurstöðum at- kvæðagreiðslunnar. Nú sé ekki unnt að halda því fram, að eftir haíi verið mikill fjöldi fóíks, sem óvitað sé um, hvaða skoðanir hafi á málinu og nú er ekki lengur unnt að deila um, að þjóðin hafi ekki látið óvefengjanlega i ljós afstöðu sína til EBE. Sjálít kosningakvöldið lét Morten Lange, þjóðþingsmað- ur, sem er formaður þing- flokks eina flokksins (SF), sem var algjörlega andvígur aðild, í ljós ánægju yfir því, að niðurstöður kosninganna væru ótvíræðar. Bein afleiðing af ákvörðun Dana kom þegar fram í morg- Jens Otto Krag eftir að úrslitin vom kunn á fiuidi með fréttamönnum. un. Þjóðbankinn tilkynnti, að forvextir yrðu lækkaðir úr 8 í 7%. Fyrr á þessu ári höfðu þeir verið hækkaðir til þess að treysta gengi dönsku krón- unnar, er brezka pundið var látið „fljóta". Einnig á öðr- um sviðum efnahagslífsins Framh. á bls. 20 Hrafn Gunnlaugsson skrifar frá Svíþjóö: Svíar óttast landf lótta atvinnuf y rir tæk j a eftir úrslitin í Danmörku VIÖBRÖGÐ Svía við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku eru nokkuð bland- in. Olnv Palme forsætisráð- herra hefur alla tíð verið mjög gætinn í orðum varð- andi afstöðu sína og Sósíal- demókrataflokksins sænska til kosninganna, bæði í Dan- mörku og Noregi. Seint á mánudagskvöld, þeg- ar ijóst varð að Danmörk yrði aðili að EBE, átti sænska sjón varpið langt viðtal við forsæt- isráðherrann, Palme sagðist óska Krag til hamingju með sigurinn og dönsku þjóðinni í heild, sem hefði ákveðið að stíga örlagaríkt spor í áttina að sameinaðri Evrópu. Aðspurður um áhrif úrslit- anna á norræna samvinmu, sagðist Palme vona að hún mætti eflast á sama hátt og sl. ár. Norðurlöndin hefðu ekki látið einstok mál og stefn ur rjúfa það samstarf, er væri byggt á samnorrænmi menn- ingu. Palrne bætti við, að EBE vseri fyrst og fremst verzlun- ar- og toHabandalag. Hanin iagði síðan á það áherzlu, að Svíþjóð myndi styðja alla við- leitmi til aukins norræns sam- starfs og memin yrðu að skilja, að í heimi, sem tæki jafn ör- um breytingum og sá &c við byggjum í, væri samvinnan fyrir öllu. Að lokum kvaðst Paime hlakka til að ræða við Krag flokksfrænda sinn, sem kæmi í boði Sósíaldemókrata- flokksins sænska til Svíþjóðar í vikunni. Palme sagði, að Krag myndi liklega tala á flokksþingi sænskra sósíaJ- demókrata sem nú stendur yf i og hófst sl. laugardag. Dagblöðin fjalla öll í leiðara um úrslitin í Danmörku. Dag- ens Nyheter segir, að Svíar megi hrósa happi yfir úrslitun um í Danmörku. Það hafi mikla þýðingu fyrir Svíþjóð og him Norðurlöndin, að rödd úr þeirra hópi heyrist á þing um EBE innan tollamúranna. Blaðið segir, að Danir hafi iátið stjórnast af heilbrigðri skynsemi, en ekki lýðskrumi og þjóðernisöfgum eins og Norðmenn. Aftonbladet, málgagn sósí- aldemókrata segir, að dönsku úrslitiin séu áfall fyrir fram- þróun sósíalismans á Norður löndum. Ástæðurnar fyrir já- sigri í Danmörku sé að finna í þjóðfélagskerfinu. Andstætt því sem var í Noregi hafi úr- slit atkvæðagreiðslunmar í Danmörku snert hag smáborg aranna og þeir séð sér ágóða von í danskri aðild að EBE. Blaðið er biturt í skrifum Framh. á bls. 20 HER fara á eftir ummæli sem lýsa viðbrögðum færeyskra ráðamanna við úrslitunum í Danmörku, en Færeyingar tóku ekki þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Atli Dam lögmaður sagði: „Ég held ekki að stjórnmálaleg staða Færeyja þurfi að breyt- ast þó að Danmörk sé orðin aðili en Færeyjar fyrir utan. Þriggja ára biðtímanm, sem Færeyingar fengu hjá EBE, ber að túlka se mfæreyskt nei við þeim s-kilyrðum, sem EBE setti fyrir aðild Færeyja. Við verðurn nú að gera eitthvað í landhelgismálinu. Ef við bíð- um eftir hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna getum við orðið of seinir. Vonandi gerist eitthvað á næstu þrem- ur árum áður en biðtímamum lýkur, sem hefur í för með sér að við færum út landhelgina, Jögvan Arge skrifar frá Færeyjum: „Við verðum að gera eitthvað í landhelgis- málinu" sem er erfitt sem stendur, eða að við öðlumst á einhvern hátt yfirráðarétt yfir miðunum ut- an 12 mílnanna, þannig að fiskiskip annarra þjóða haldi sig frá þeim." Trygvi Samelsen í Sam- bandsflokknum sagði: „Við verðum að bíða allan biðtím ann með að taka endanlega af stöðu til aðildar og nota þann tíma til að kanna gaumgæfi- lega hið jákvæða og nei- kvæða við aðild. Hilmar Kaas hjá Sjálfsstjórn arflokknum sagði: „Ég tel ekki nauðsynlegt að bíða til 31. desember 1975 með að taka afstöðu til aðildar. Það er nauðsynlegt að taka ákvörð- un eins fljótt og unnt er. Það er hugsanlegt að Dönum tak ist að hafa áhrif á afstöðu EBE til þeirra landa, sem lifa einungis af sjávarútvegi og sem verða að færa fiskveiði- lögsögu sína út." Erlendur Patursson sagði: „Ég tel yfirlýsingu Krags, um að Danir muni styðja þær Norðurlandaþjóðir sem ekki ganga i EBE, yfirlýsingu um stuðning við Færeyinga ef þeir vilja ekki aðild." Síðan sagði Erlendur að hann vonað ist eftir nánari samvinnu Fær eyinga, Norðmanna og íslend inga einkum i landhelgismál- um og fisksölumálum. Hakon Djurhuus, Þjóðar- flokknum sagði: „Það var rétt hjá Færeyingum að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni nú." Kjartan Mohr hjá Fram- boðsflokknum sagði: „Við verðum nú að halda okkur að íslendingum, Norðmönnum og að einhverju leyti einnig að Svíuim." Henrik Lund skrifar frá Grænlandi: „Enginn getur sannað að lífsskilyrðin séu betri í stórum samfélögum" Júlíanehaab 3. október. Einkaskeyti til Mbl. GRÆNLENDINGAR sögðu ákveðið nei við aðild að EBE. í atkvæðagreiðsl- unni í gær greiddu tæp 14 þúsund atkvæði af u.þ.b. 24000, sem á kjörskrá voru. Þar af sögðu 9686 nei, en 4105 já. Kjörsókn nam 55,7%. Þrátt fyrir að flestir Græn- lendingar hafi sagt nei við að- ild, er það nú staðreynd að Grænland er orðið hluti af EBE. Það verður nú óskaplega erfitt fyrir okkar Iitlu þjóð að komast af í samfélagi við 300 milljónir manoa í háþróuðum löndum. Það er nægilega erf- itt fyrir, að stan-da sig í sam- keppninni við dönsku sam- borgaraina. Danirnir í Græn- landi eiga eininig eftir að lenda í erfiðleikum í sam- keppninini við EBE-borgarana. Erfiðasit fyrir Græinlendinga verðoiir að horfast i augu við þá staðreynd að fisikveiðiþjóð irnar innain EBE með aJ'lit sitt fjármagn fara nú að senda sín fuMlkomwu fiskiskip á miðin okkar og ausa þar upp fiskin- Framh. á bls. 20 Danmörk og EBE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.