Morgunblaðið - 04.10.1972, Síða 16

Morgunblaðið - 04.10.1972, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÖBER 1972 Oitgaíandi fnf. Átvakut', Rey*k'javfk Fr.am'kveannda atjóri Haraktur Svemaaon. ■Ritotíórar Matiihías Johannessen, Eyjóífur KonréÖ Jónsaon Aöstoðarritstfó'i Styrmir Gunrtarsson. Ritsttór-narfuli'trúi horbijöm Guömundsson. Fréttastjón Björn Jóhanns-son. Augíýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsspn Rítstjórn og aifgreiðsla Aöalstræti 6, sfmi 10-100. Augiiysingar Aðaistreeti 6, sftni 22-4-80. Áskri'ftargjald 225,00 kr á 'mánuði innanlands í faiusasöiiu 15,00 Ikr einta'kið T|anir verða nú eina Norð- ^ urlandaþjóðin, sem geng- ur í Efnahagsbandalag Evr- ópu. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Danmörku sl. mánudag sýndi, að fylgjendur aðildar að Efnahagsbandalaginu eru mun fleiri en gert hafði verið ráð fyrir.. Úrslit atkvæða- greiðslunnar eru því ótvíræð- ur sigur ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka, sem barizt hafa fyrir inngöngu í banda- lagið. Fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir, að afstaða norsku þjóðarinnar myndi draga úr stuðningi við aðild að Efna- hagsbandalaginu í Dan- mörku. Niðurstöðurnar í dönsku þjóðaratkvæðagreiðsl unni benda á hinn bóginn til þess, að neikvæð afstaða Norðmanna hafi ekki haft veruleg áhrif á úrslitin. Víst er, að Danir áttu mun meira í húfi í þessum efnum en Norðmenn. Helztu mark- aðslönd Dana fyrir landbún- aðarframleiðslu eru einmitt lönd Efnahagsbandalagsins og Bretland, sem gengur í bandalagið nú ásamt Dan- mörku. Þessi markaður hefði lokazt að mestu leyti með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um fyrir danskt efnahagslíf. Ríkisstjórnin taldi t.a.m., að gengisfelling væri óhjákvæmi leg, ef aðild yrði hafnað. Ugg- laust hefði reynzt mjög erfitt að afla nýrra markaða fyrir landbúnaðarvörurnar, og það hefði sennilega tekið Dani mörg ár að komast upp úr þeim efnahagslega öldudal, sem fylgt hefði í kjölfar neit- unar. Andstætt því, sem gerðist í Noregi, voru andstæðingar aðildar öflugastir í borgun- um, en landsbyggðarfólkið var eindregnara með aðild. Það sýnir einkar vel, að land- búnaðarframleiðslan hefur skipt verulegu máli um af- stöðu dönsku þjóðarinnar. Afsögn Jens Otto Krag hefur á hinn bóginn komið mönnum á Norðurlöndum í opna skjöldu, enda voru úr- slit atkvæðagreiðslunnar sig- ur fyrir stefnU ríkisstjórnar- innar. En þrátt fyrir afsögn Krags mun stjórn jafnaðar- mana sitja áfram við völd. Innganga Dana í Efnahags bandalag Evrópu mun vafa- laust setja mark sitt á sam- vinnu Norðurlandaþjóðanna á næstu árum. Svo kann vita skuld að fara, að aðildin ein- angri Dani í norrænni sam- vinnu. En á hinn bóginn er á það að líta, að Danmörk verður nú tengiliður Norður- landaþjóðanna við lönd hins stækkaða Efnahagsbandalags. Að þessu leyti er aðild Dana mikilvæg fyrir hin Norður- löndin, enda líklegt að hún greiði fyrir auknum sam- skiptum þessara ríkjaheilda. Þannig eru meiri líkur til, að þessi breyttu viðhorf geri hlutverk Dana í norrænni samvinnu mikilvægara en áður hefur verið. Viðbrögð ráðamanna hjá Efnanagsbandalaginu í Brúss el við niðurstöðum þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, benda ó- tvírætt til þess, 'Sð sú verði raunin. Þannig hafa þeir lýst yfir því, að innganga Dana muni auðvelda Norð- mönnum að ná fríverzlunar- samningi við Efnahagsbanda- lagið innan ekki langs tíma. En áður hafði verið gert ráð fyrir, að erfitt myndi reynast fyrir Norðmenn að ná við- unandi fríverzlunarsamning- um við bandalagið. Eftir að Norðmenn höfn- uðu aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu fyrir rúmri viku, létu ýmsir stjórnmálamenn á Norðurlöndum í ljós þá skoð- un, að nú myndi á ný rnynd- ast grundvöllur til þess að ræða um efnahagssamstarf Norðurlanda. Sérstaklega lagði forsætisráðherra Finn- lands áherzlu á, að tími væri til kominn að efla samstarf þjóðanna á þessu sviði. Aðild Dana að Efnahags- bandalaginu hefur það auð- vitað í för með sér, að þeir verða ekki þátttakendur í slíku samstarfi á næstunni. Hitt er þó engan veginn úti- lokað, að Norðmenn, Svíar og e.t.v. Finnar taki höndum saman í þessum efnum. Við verðum að fylgjast gaum- gæfilega með þeirri þróun, þó að viðskiptahagsmunir okkar hjá þessum þjóðum séu ekki verulegir. Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið, eftir að afstaða Norðmanna var ljós, að hann teldi það ríkjandi skoðun meðal stjórn málamanna á Norðurlöndum, að hvernig sem afstöðu Norð- manna og Dana til Efnahags bandalagsins yrði háttað, yrði það eitt brýnasta verkefnið að styrkja efnahagssamstarf Norðurlandanna. Nú þegar nokkuð ljóst virð ist vera, hvernig tengslum Norðurlandaþjóðanna við Efnahagsbandalagið verður háttað á næstu árum, er ekki ólíklegt, að þessár þjóðir geti komið efnahagssamstarfi sín á milli í fastar skorður. DANIR TENGJA NORÐURLÖND OG EBE Barizt um fylgi vietnamskra þorpsbúa HINIR hörðu bardagar sem háðir hafa verið í Vietnam undanfarna þrjá mánuði hafa dregrið huga okkar frá því sem striðið raunverulega stendur um og hefur alitaf staðið, en þar er baráttan um fylgi þjóðarinnar og holliistu stórum mikiivægari en hern- aðarleg átök á vígvelli. Upphafs stríðsins er að finna þegar hópur mennta- manna, lærðra í Frakk- landi og gagntekinna af kommúnisma, taldi viet- namska bændur á að sam- einast í uppreisn og reka Frakka á brott og koma á fót nútíma ríki í Vietnam. En lok þess — Vietnam mun að lok- um verða friðað, — nást ekki fyrr en bændur hafa vísað frá sér sjónarmiðium Vietcong, og sætt sig við það líferni sem þeir þegar hafia kynnzt undir Saigon-stjóm. Ég heimsótti þorp nokkuð sunnan við Saigon með tvær spumingar í huga: Hvað bjóða Saigon og Vietcong íbú- um sveitaþorpanna? Og hvers konar auigum Mta þorpsbúar þeirra boð? Ekkert þorp er auðkennandi fyrir heildina og bændur opna sig ógjaman fyrir spurulum Vesturlandabúum, en öJlum er það sameiginliegt að þeir veita manni ýmsan lærdóm annan en þann sem fæst af atburð- um á vígvellinum. í fyrsta lagi þá er for- tíðin þorpsbúum jafn mikil- væg og nútíminn. Hér er um gamalt þorp að ræða á suður- vietnamskan mælikvarða, og á tilveru sína að rekja til þess tíma er keisarinn sam- einaði Vietnam, fyrir rúmum eitt hundrað árum. Mörg hús- anna hafa hellulögð þök, í hefðbundnum stíl, studd þykkum bjálkum. Forfeðurn- ir liggja undir stórum leg- steini á hrisgrjónaakri fjöl- skyldunnar og helgiathafnir frarridar í hofi verndaranda þorpsins tryggja góða hrís- grj ónauppskeru. Vietminh naut samúðar þorpsbúa í stríðinu gegn Frökkum, þrátt fyrir það að Frakkar réðu því á daginn en eftir að skyggja tók höfðu skæruliðar tögl og hagldir og áhrif Vietcong (þorpsbúar gerðu lítinn greinarmun á þeim og hinum fyrrnefndu) voru sterk, þar til 9. her- deildin bandariska kom í lok sjötta áratuigarins. í dag er þorpið álitið vera undir áhrif- um stjórnarinnar. Margt af 'því sem kommún- istar buðu féll vel að fortið- inni. Þeir kröfðust meinlæta- lifnaðar, andstætt dygðum þeim sem Cönfucius kenndi og sem haldið var uppi af kieisaranum. Vietminh var á móti fjárhættu'spilamennsku — (þjóðarsjúkdómurinn), — drykkjuskap og saurlífi, hvers konar. Gamall bóndi minnist þess að undir stjórn Vietminh þorði enginn að spila, jafnvel ekki á daginn, þegar Frakkar réðu þorpinu. SkæruHðar drápu t.d. háttsettan embættismann fyrir að drekka og daðra við kvenfól'k, á meðan annar sat í fleiri ár, þó að hann væri skip aður af Frökkum, því hann var hreinlífuir. f dag heldur Vietcong í sömiu meinlætahefð. Embætt- ismenn Saigon-stjórnar fá hins vegar engin fyrirmæli um að halda sig frá spilum, víni eða konum, né er þess krafizt af þorpsbúum. Kommúnistar skiptu einnig landi fyrir framan nef- EFTIR MARK FRANKLAND ið á Frökkum. Þeir neyddu ifnaðar fjölskyldur tii að af- henda landlausum akurskika, þó að þeir leyfðu þeim að inn heimta einhver leigugjöld. Hin nýlegu lög Saigon-stjórn- arinnar um landareign smá- baenda, lögfesta að mestu leyti skiptingu þá, sem kommúnistar gerðu fyrir tuttugu árum síðan. Þegar Vietminh hóf upp- reisnina árið 1945, voru þeir ekki hinir einu sem innræta vildu bændum þjóðernis- kennd. And-franskar trúar- hreyfingar risu upp, sem nú hafa hundruð þúsunda áhang- enda i þorpum Suður-Viet- nams, en það voru ekki þær heldur Vietminh, sem sigr- uðu Frakka. Eftir Genfar-samkomulagið 1954, sem skipti Vietnam í tvo sjálfstæða hluta, sneru marg- ir skæruliðar heim til þorps- ins. En varla var árið liðið, fyrr en Ngo Dinh Diem, for- seti, fyrirskipaði handtöku gama'lla Vietminh-liða, sem „cong san“-kommúnista. Vietminh (sem um þetta leyti var að þróast yfir í Viet- cong) leituðu fylgsna. í einu áróðursritanna sem þeir smygluðu til þorpsins, réðust þeir gegn Diem, „sem mann- inum, sem drekkur vatnið, en kærir sig ekki um lindina11. Þorpsbúinn, sem sagði mér þetta, skýrði fyrir mér hvern- ig Diem hefði notfært sér sig- urinn sem Vietminh hefði unnið. Diem og arftakar hans í Saigon bættu ekki um með oftrausti sínu á Bandaríkja- fnön num. Þó að þorpsbúar sj ái Bandaríkjamenn sjaldan nú- orðið, breytir það ekki þeirri sannfæringu þeirra, að það séu þeir en ekki Saigon-stjórn in, sem stjórni landinu. Þann ig urðu þeir lítið varir við Frakka á sínum tíma, enda stjórnuðu þeir gegnum viet- namska embættismenn. Það sem merkilegast er i þorpinu, er einnig arfur frá Vietminh-tímanum. Bændurn ir kalla það „drauga-markað- inn“. Hér er um venju'legan markað að ræða, utan þess, að hann hefst að miðnætti og lík ur fyrir sólarupprás. Áóur var hann hluti af und heimium Vietminh, en er enn starfræktur — þrátt fyrir tll- raunir Bandaríkjamanna og embættismanna í héraðinu til að koma i veg fyrir það — þar sem hann hefur öðlazt fjárhagslega þýðingu. Afurð- ir bændanna í nágrenninu fara á Saigon-markað en þang að er um klukkuistundar ferð. Þær eru seldar kaupmönnum á „drauga markaðnum“ og sendar til höfuðborgarinnar til sölu um morguninn. Þannig hefur þorpið orðið hluti af nútíma fjármálakerfi, sem, ásamt endurskiptingu jarða, hefur aukið félags- lega velmegun. Kommúnistar buðu einnig upp á frama. Gakktu i lið með skæru'l'iðum, berztu vel, náðu valdi á marx-te’ninisma og bóndasonuririn gæti orðið mikilvægur maður. En þau tækifæri sem þorpsbúum gef- ast í dag (aðaWega tilorðin aÆ bandarísku fjármagni) eru ekki síður freistandi en bylt- ingarsinnanna. Gamall maður, sem átt hafði yfir 400 ekrur — sem þykir mjög mikið — gaf góða mynd af aðstæðum. Laglegt hús sem faðir hans hafði byggt fyrir rúmri öld var í niður- niðslu og lá við hruni og sjálfur hafði hann miklu meiri áhuiga á grafhýsi, sem hann hafði byggt sér og gam- alli veikbyggðri eiiginkonu sinni. Aðspurður hvaða breytingar hann teldi mestar hafa orðið í þorpinu, svaraði hann án þess að hika: „Þeir ríku eru orðnir fátækir og hin ir fátæku ríkir.“ Það hvarflar að manni að þorpsbúar séú reiðubúnir að fylgja hverjum þeim sem sig- ur bera úr býtum. Stjórnin hefur byggt upp mikið fylgi, en þorpsbúar eru þó langt frá þvi að fallast á það sjónarmið að Vietcong séu hættuilegir kommúnistar, sem ganga beri af dauðum. Ungir menn úr þorpinu berjast með báðum aðilum, þó að nú orðið gangi flestir í lið með stjórnarhernum. Ef vopnahlé yrði, yrði heim komu skæruliða fagnað jafnt sem hinna. „Það yrði ekkert hatur, engin hefnd,“ sagði einn bóndinn mér. Einfeldni eða vizka? Gam- all maður var hinn ánægðasti með ferð Nixons til Pekinig. Kvað hann forsetann fylgja dæmi heilags manns nokkurs í þorpinju, kókoshnetumiunks- ins svokalilaða, sem eitt sinn hafði fariS á fund Henry Cabot Lodge, þegar hann var sendiherra Bandaríkjanna í Saigon, og fært honum körfu, sem innihélt stóram kött og tylft músa. Ef köttur og mýs geta lifað í vinsemd, því þá ekki Viet namar? Þessi líking er þorps- búum mjög að skapi, en þvi miður óaðgengileg bæði kommúnistum og Saigon- stjóminni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.