Morgunblaðið - 04.10.1972, Side 23

Morgunblaðið - 04.10.1972, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1972 23 Alþ j óðadómstóllinn einasta lausnin Bretar viðurkenndu rétt íslands til landgrunnsins 1961 Mönnum hefur verið tíðrætt uim samniniginn frá 1961 og er ég í hópd þeirra, sem töldiu að það hafi verið misráðið að gera samninginn af ýmsum ástæðum, sem ástæðulaust er að rifja upp hér. 1 þvi samtoandi hefuir mér oft komið í hug, að þegar Sam- bandslagasamingurinn var gerð ur við Dani 1918, voru margir mjög óánsagðir með sum ákvæði samningsins, t.d. ákvæði varð- andi þjóðaratkvæðagreiðslu 18. gr. Samtoandslaganna. Síðar sýndi sig að þessi ótti var með öllu ástæðulaus, enda var þar að verki svo sem alkunnugit er fyrtst og fremst einn menntað- asti og gáfaðasti lögfræðing- ur, sem þessi þjóð hafði alið, Einar Arnónssoin. Hann vissi að málið var torleyst án einhverr- ar tllslökunar á borði og með lausn máisins, var hann að vinna þjóð sinni og gekk því ótrauður að verki símu, sem var farsæl lausn og mi'kið gæfuspor, þvi auðvitað hlaut þjóðin að verða einhuga í þjóðaratkvæða- greiðslu um sambandsslit og stofnun lýðveldis. Óhætt mun vera að fullyrða að svipuð orð megi hafa um Bjama Beneditobs son, en hann mun hafa verið að- almaðurinn í samnimgagerðimni 1961. Enigum kemur til hugar að halda því fram, að hann hafi á noklrurn hátt viljað torvelda það, að íslenzka þjóðin gæti ifært fiskveiðilandhelgi sína út og helgað sér landgrunnið allt. Hann var maður gætinn og mun ef til vill hafa verið vanitrúaður á að það tækiist í allra námustu framtíð. Mun vantrú sem þessi hafa verið almenn meðal Alþýðu iflokksmanna og Sjálfstæðis- mianna. Kom þetta hvað ljósast fram fyrir síðustu aliþingiskosn- ingar, er Alþýðuflokkurinm og Sjálfstæðisflokkurinn misstu af strætisvagninum i landhelgismál- inu, ef svo má að orði komast, en það er liðin tíð og skal ekki rifjuð upp hér. SAMNINGURINN FRA 1961 Þess þarf enginn að ganiga dulinn að Alþingi og ríkisstjóm hafi 1961 gert- sér fylliiega Ijóst, að samkvæmt ákvæðum land- heílg is s a mn i n gs ins hlyti að koma að því fyrr eða síðar, að Alþjóðadómstóllinn fengi fisk- veiðilandhelgi Islands til úr- lausnair á grundvelli hans eða alþjóðalagia. Þeiss vegna hliaut Bjarni Benediktsson svo mikill ættjarðarvinur sem hann var að vilja búa svo vel um hnútama, að réttur íslands til firekari út færslu fisfcveiðilandhelginnatr yrði ekki vefanigdur. Það hefur því án efa verið að hans ráði, að sajmjþyfctot Alþingis frá 5. maí 1959 um að afla beri viðurkenn inigar annarra rikja á rétti Is- lands til landgrunnsins var látin fýigja samninigum með orðsend- ingaskiptum við lauisn deilunn- ar. Það þarf enginn að efast um það nú að slíkur af- burða gáfumaður sem hann var vissi hvað hann var að gera, þó hiann hefði enigin orð um það þá, sem og var ekki ástæða til. Að vísu fór hann aldrei dulit með, að hann taldi samninginn frá 1961 mifcinn sigur fyrir okk ur og er líklegt að vibund hans um hið óbeiina samþytoki Breta fyrir frekari úbfærslu hafi vald ið mestu þar um. 1 fáum orðum sagt, þá hafði Bjami Beneditobs son séð við Bretanum á þann hátt, sem þeir kalla „outwi,tted“ þá og einmiitt þessi samþyktot Alþingis var „Kolumbusaregg“ samningsins eins og má nú verða öllum ljóst. Því með við- tötou umræddrar samþyktetar voru Bretar í raun réttri búnii að glata málstaðnum gagnvart frekari útfærslu landhelginmar síðar. Þess skal getið, að i umræðum á Alþingi 1961 var af hálfu for- svarsmanna samningsins við Breta, bent á að það væri þýð- ingarmikið atriði, að brezka stjómin tæki við orðsendingu, varðandi frekari útfærslu land- helginnar síðar. Hinu er ekki að neita, að I hita andstöðu minnar gegn samn ingagerð við Breta, gat mér auðveidlega sézt yfir að ummæbt atriði gæti haft neina þýðingu. Síðar í greininni verður vikið að því hvers vegna sú andstaða mín er óbreytt í dag. ALÞJÓÐADÓMIJRINN FANN MIKILVÆGASTA ATRIÐID Mikilvægi þessa atriðis samn- ingsins frá 1961 fer ekki heldur fram hjá hinum bráðsnjalla al- þjóðadómara Luis Padilla Nervo frá1 Mexico, en hann va-r sá eini af dómendum Al- þjóðadómstólsins, sem vék all efnislega að fiskveiðideilu Is- lendinga og Breta fyrir dóm- stólnum, en hann segir m.a. í sératkvæði sínu: „Samkvæmt orðsendingunum frá 11. marz 1961 gerði sam- komulag aðilanna þegar ráð fyr ir þeim möguleika, að lýðveldið fstand mundi færa út fiskveiði- landhelgi sina umfram 12 mílna mörkin. Ef það er andstætt alþjóða- lögum að gera ráð fyrir siíkri útfærslu, hefðu ríkisstjómir Bretlands og V-Þýzkalands ekki samþykkt að taka slíka yf- iriýsingu með i hinum formlegu orðsendingaskiptum. í þessum orðsendingaskiptum er því fólgin viðurkenning á rétti fslands til að færa fisk- veiðilandhelgi sína út. Með hliðsjón af viðurkenn- ingu sinni á þvi, hve sérstak- lega háð íslenzka þjóðin sé fisk veiðum við strendur landsins varðandi lifsafkomu sína og efnahagsþróun, samþykkti Bret land tillögurnar, sem settar voru fram af íslenzku rikis- stjórninni, meðal þeirra tillög- una, sem felst í næstsíðustu málsgreininni, er segir, að „rík- isstjórn fslands muni halda áfram að vinna að framkvæmd ályktunar Alþingis frá 5. mal 1959, varðandi útfærslu fisk veiðiiögsögimnar við fsland,“ en í henni er því lýst yfir, að Ieita beri viðurkenningar á rétti þess til alls landgrunnsins, eins og kveðið var á um í lögunum frá 1948 um visindalega vemdun fiskimiða Iandgrtmnsins. Bretland mótmælti ekld tii- veru slíks réttar, það samþykkti tillögima, en hún hafði inni að halda sem mótvægi eða gagn- kvæmisatriði þá sknldbind ingu íslands, að tilkynna með 6 mánaða fyrirvara um hverja slíka útfærslu. Ef deila mundi rísa varðandi slika útfærslu, mundi hún ekki hafa áhrif á hina fyrri þegj- andi viðurkenningu á rétti fs- lands til að færa út fiskveiði- landhelgina." MA ekki liggja f ÞAGNARGILDI Það, sem bent er á hér að ofan er mjög mikilvægt innlegg í málið og það svo að enginn sem kynna vill vel málstað Is- lands getur látið það í þagnar- gildi, hvar í flokki seim hann stemlur. Unnið hefur verið að þýðimgu álitsgerðar Alþjóðadómstölsins á vegum utanríkisráðuneytisins, undanfarnar vikur, en hún er um 20 vélritaðar síður. Mér hef ur hins vegar ekki gefizt kosbur á að sjá þá þýðingu, en hún mun verða gefin út á næstunmi að því er méir var tjáð. Freist- andi hefði verið að fara nánar út í sératkvæði mexikanska dómarans, hverniig hann t.d. allt að þvi skopast að sumum máls- ástæðuim Breta, svo sem þeim að útfæirslan hljóti að hafa áhrif á matarvenjur þeirra, en það bíð- ur e.t.v. betri tíima. MIKILVÆGI ORÐHELDNINNAR Á Alþingi 1. nóv. 1960 fór- ust Ólafi Jóhannessyni m.a. svo orð: „Þess vegna hefði að minu viti hvert eitt spor í þessu máli átt að vera þannig imdirbúið, að við hefðum verið við þvi búnir að leggja það undir úrlausn al- þjóðadómstóls.“ Alþt. 1960, C „Fiskveiðilandhelgi Islands" bls 738. Hér er komið afbur að upp- hafi máls míns, þar sem ég vitn aði til mikilvægi þess að menn stæðu við gefnar yfirtýsingar. Mér er með öllu hulið hvað veldur því, að fyrrv. prófessor í þjóðarétti, sem að auki fjallar um sitt sérfag, telur á þessu ári 1972, fjarstæðu það sem honum þótti sjálfsagt fyrir rúmum tíu árum. Hvers vegna svona gjör- samlega breytta skoðun? Segja má að rökin fyrir van- hæfi Alþjóðadómstólsins séu í dag miMu léttvægiari en þau voru fyrir 10—12 árum, þvi að jafnvægi hefur aukizt með þjóð unum og skipun dómsins nú trygging fyrir réttlátri niður- stöðu í deilumáli okkar. Það er sjálfsagt að menn skipti um skoðun í máli, en þeg ar það varðar þjóðarhag, og for ystumenn þjóðarinnar eiga hlut að máli, þá er rétt og skylt að fram komi hvaða ástæður liggi að baki. Eftir dr. Gunnlaug Þórðarson hrl. SÍÐARI HLUTI Þær skoðanir hafa stundum heyrzt hjá ólöglærðuim mönnum að Alþjóðadómstóllinn hljóti að vera mjög ihaldssamur úr því hann hafi sent frá sér slík til- mæli í samfoandi við útfærslu ís lenzfcu fiskveiðiimarfcanna, og raun ber vitni, því tilmælin hlutu að mótast af kröfum sæfcjandans í málimu. Þeir, sem kunnugir eru telja líblegt að af 15 dómend- um séu allt að 11, sem meta kunni sérstöðu okkar og tilveru rébt. GRUNDVALLARATRIÐI MANNLEGRA SAMSKIPTA OG ÞflÓÐARÉTTAR Friðsamtog lausn deilumála er öllum nauðsyntog, jafnt hin- um umkomulausasta einstaklingi sem lítiHi þjóð, sem að aufci er vopnlaus. Stundum er erfi'tt að leysa deilur marnna á milli og oft ein- ungis deilunnar vegna og er þá einasta leiðin að leita til dóm- stóla. 1 þessu máli er framfSð þjóðarinnar í húfi, og þó mál- inu sé svo nú komið að við höf- um sigrað að vissu marki, því fimrmtíu sjómílna fiskveiðiland- helgin er staðreynd, sem ekki verður hrakin, gagnvart þjóðum heims, þurflum við að sanna sig- ur vom. Við lifum ekki til lengdar á því að við séum svo litlir, að Ijótt þyki að við séum beibtir valdi, það hafa síðustu atburðir sannað. Við skulum því fara að öllu með gát og kunna okkur hóf, sýna aðeins að við stöndum um óhaggantegir á rébti okkar, þá látum við einnig sanngirni njóta sín í viðskiptum við aðra, svo við verðum virtir í samfé- lagi þjóðanna og því getur hér naumast orðið um aðra lausn að ræða en að Alþjóðadómstóll leggi blessun sína yfir gerðir okkar. Að mínum dómi er varhuga- vert og tæpast til eftirbreytni að gera samning við eina þjóð, sem hér hefur stundað togveiðar, um að hún fái að láta sama fjölda togara stunda togveiðar innan 50 sjómílna markanna og fyrir útfærsluna, því málið er jafn óleyst og áður. Slík samnings- gerð gerir baráttu okkar út á við nánast kátbroslega, en e.t.v. gefst tækifæri til að fjalla um þessa hlið málsins síðar. Óþarft mun vera að taka fram að afstaða igaginivart Færeykugum er sér- staks eðlis. AÐRAR LEIÐIR EN DÓMSTÓLALEIÐIR Með tilliiti til þeirrar reynslu sem við fengum i fyrra þorska stríðinu, má segja að nú hafi ver ið um þrjá kosti að velja til framkvæmdar landhelgismálsins eða öllu fremur um aðeins tvær leiðir. 1 fyrsta iagi að standa fyrir máli okkar í Haag og hlíta bráðabirgða tilmælum Alþjóða- dómstólsins um „vopnahlé". Hér að framan hefur verið vikið að þeirri hlið málsins, sem — eí hún hefði verið valin, — hefði getað sparað okkur fé, háska og jafnvel álitshnekki út á við. Hins vegar er ekki ólíklegt að hefði hún verið valin, að fýrr hefði fengist sigur i málinu en ella. Þessari leið var, sem kunn- ugt er hafnað af hálfu ríkis- stjórnarinnar, en afstaða Al- þingis um það efni liggur ekki fyrir. S AMNIN G ALEIÐIN 1 öðru lagi að fara samninga toiðina, veita Breburn rétt til fiskveiða innan nýju lögsögunn ar fram til miðs árs 1974 eða lengur gegn viðurkenningu þeirra á 50 sjómílna landhel'g- inni. Þessi leið er jafn varhuga- verð í dag og hún var 1961, en þá var hún fordæmd af Fram- sóknarmönnuim og Alþýðubanda laginu, þvi með henni væri fyrst og fremsit ítrekað fráhvarf okk ar frá einhliðarétti til úrfærslu landhelginnar, en að þeirra dómi var bað eitt forkastantegasta atriðið. Eimmitit uppsögin saimin- ingsins var að mínum skilningi Framh. á bls. 31 Dómkröfur íslendinga fyrir Alþ jóðadómstólnum? Fiskveiðiland- helgin afmörkuð af 50 sjóm. og 400 m dýptarlínu, þar sem hún fer utar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.