Morgunblaðið - 04.10.1972, Page 28

Morgunblaðið - 04.10.1972, Page 28
28 MORGÚNBLÁÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKTÓBER 1972 SAGAINI_____________________í frjálsu riki eftir VS. Naipaul frœðingur. Engar læknastof- ur, bara heimili hans sjálfs. Ef til vill hefði ég átt að bíða ann- ars staðar. Ég heyrði að konan hans var að tala við einhvern. Svo heyrði ég að hún sagði glað iega: „Ég þarf að aka einum af kynvillingunum hans Arturs i bæinn. Þið getið komið líka. Hún vissi ekki að ég var þarna. Hún hélt að hún væri að segja þetta í trúnaði. Ég held, að ég hafi aldrei hatað nokkra mann- eskju eins um dagana. Ég ósk- aði þess að þau væru bæði dauð. Auðvitað var það ekki sanngjarnt vegna þess að hann hafði hjálpað mér mikið. Ég býst við að mér hafi verið farið að batna, enda þótt ég gerði mér ekki grein fyrir þvi sjálfur. En þetta „sjokk" gerði útslagið sem til þurfti.“ Linda horfði út um rispaða bil rúðuna. „Einn af kynvillingunum hans Arturs." Bobby brosti. Linda þagði. „Bobby vissi að henni hafði orðið mikið um og hún var í vandræðum. Hann sagði dálítið hranalega: „Varla hef ég sagt nokkuð, sem kom þér á óvart.“ „Menn gripa til ótrúlegustu ráða,“ sagði hann eftir stutta þögn og var nú hættur að brosa, röddin breytt, „til að sanna til- verurétt sinn. Mér hefur aldrei fundizt ég eins fótum troðinn." „Almenningsálitið hefur breytzt mikið." „Ekki skil ég hvers vegna. Mér fellur ekki við enska kyn villinga. Þeir eru viðbjóðslegir og klámfengnir. Auðvitað end- aði það með þvi að ég var hand tekinn. Á laugardagskvöldi, á mínum fastastað. Lögregluþjónn inn var kurteisin sjálf. Hann reyndi að „bæta“ mig. Það var skrítið. Hann reyndi að vekja hjá mér losta. Þetta var eins og nauðgunartilraun. Um tíma hélt ég að hann mundi fara í vasa sinn og draga upp klámmyndir til að sýna mér. En hann gerði ekki annað en þetta venjulega. Hann dró vasaklútinn minn upp hægt og gætilega. Minn vasaklút. Ég hefði getað dottið niður dauð ur af skömm. Þetta var óhreinn vasaklútur. Mitt mál var tekið fyrir snemma á mánudagsmorg- uninn. Þegar búið var að af- greiða götudrósirnar. Sekur, sek ur, tíu pund, tíu pund. Ég sagði dómaranum að ég hefði snöggv- ast misst stjórn á mér í hita augnabliksins. Þá heyrðist hleg- ið víða í salnum. Og ég vissi um leið og ég var búinn að segja þetta að þetta var það versta sem ég gat sagt. En mér var sleppt fljótlega og ég náði fyrstu morgunlestinni til Ox ford. Jú, jú, eftir helgarævin- týrið mitt í London komst ég í tæka tið í morgunverðinn í mat- salnum. Ég hélt annars að Denis Marshall hefði sagt þér þetta. Mér varð það á að játa fyrir honum núna ekki alls fyrir löngu. Ég geri það alltaf fyrr eða síðar og alltaf kemur það í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. mér í koll. Það er líklega kven- eðlinu í mér að kenna. Hvað seg ir Doris Marshall að sé gert við mína líka í Suður-Afríku? Er ekki rakað af okkur hárið, við settir á bekk með innfæddum, klæddir í kvenfatnað og sendir í innfæddrahverfin? Linda horfði enn á regnið á framrúðunni. „Fyrirgefðu hvernig ég tala. Þetta kemur sjálfsagt illa við þig.“ „Ég er að hugsa um veginn," sagði Linda. „Þó að hann sé sæmilega fær, skil ég ekki í því að við komumst á leiðar- enda fyrr en klukkan átta eða níu í kvöld. Við verðum að fara að taka ákvörðun um hvort við eigum að gista hjá ofurstanum. Mig minnir líka að það standi í leiðbeiningum til ókunnugra að aldrei sé ráðlegt að vera á ferð- inni eftir klukkan fjögur á dag inn.“ „Ég hef ekki enn heyrt um að fólk verði úti á þessari leið til Sambandshéraðsins." „Það er auðheyrt hvað þú vilt í þessu efni.“ „Mér finnst alltaf skemmtilegt að hitta ofurstann. Og það væri gaman að s'já vatnið í vondu veðri.“ Jazzbnlletlskóli Bóru DÖMUR ATHUGIÐ LlKAMSRÆKTIN DÖMUR ATHUGIÐ IMíu vikna haustkúrinn hefst mánudaginn 16. október. Þær dömur, sem eiga pantaðan tíma og ætla að halda honum, Vinsamlegast hringið strax. — Sími 83730. JAZZBALLETTSKÓLI BÁRU. Kúpiingsdiskor Japönsk gæðavara Joponskt verð Þ. JÓNSSON &CO., sími 84515. ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir RJP 8296 velvakandi 0 Til hvers var að flýja skattheimtu Noregskonunga? Hér skrifar kona austur á iandi, sem stundum hefur sent Velvakanda hugvekjur áður: „Heill Velvakandi! Með þökk fyriir margt gott, sem birzt hefur í dálkum þin- um fyrr og síðar, langar mig til að biðja þig að ljá rrrér smá rúm hjá þér fyrir þetta grein- arkom. Það eru nú hartnær ellefu hundi'að ára bil frá upphafi ís- landsbyggðar til okkar daga. Nokkuð langt miðað við manns ævina, en stutt, sögulega séð, og aðeins augnablik, mælt á stundaglasi eilífðarinnar. Ilvað höfum við svo unnið á þessum öldum, hvort sem við teljum þau löng eða stutt? „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Oft á tíðum er mér ofarlega í huga þessi ljóðlína og ekld hvað sízt nú þessa daga. Mér sýnis't við hafa unnið okkur nafnbót ættlerans. Kast að fyrir róða þeim hugsjón- um, sem urðu til þesis að ís- lenzk þjóð varð til. Nú Leggj- um við ókkur sjálfir þann klafa um háls sem forfeður vorir gerðust íslendingar til að komast hjá að bera. Sá regin munur er á hinum fyrsitu ís- lendingum, sem flýðu heldur land sitt og óðul en gangasi undir skattbyrðar Haralds Hálfdánarsonar, og okkur að við kjósum sjálfir yfir okkur þá menin, sem greypilegast haf'a látið okkur finna fyrir skatta svipunni og valdi ríkisstjórans. £ Húsbóndinn fæðir þrælinn að vísu og klæðir Þar með erum við settir á bekk með þrælum hinna fyrstu Islendinga. Þeir voru nýttir til vinnu sem framast mátti verða, eins og við nú. Áttu ekkert sjálfir, en var miðlað því naum asta, sem hægt var, tii fæðis, klæða og skæða, rétt svo þeir gætu haldið áfram að vinrna húsbændum sinum, eins og við. Þeir máttu hvorki eiga hús né heimili, en þurftu að lepja slefrur þær, er húsbóndamum þótti við hæfi, að hann femgi til daglegra þarfa, sem náðar- brauð eims og okkur er ætlað. Þamnig er okkar ráðum kom ið. Niðjum himna st.oltu, frelsis unnandi manna, er við köllum landnámsmenn. Skattpíning og betl Eftir 11 hundruð ára bú- setu í hinu frjálsa landi eru landsmenn orðnir svo ófrjálsir og kúgaðir, að þeir láta bjóða sér þá hroðalegustu skattpín- ingu sem um getur, og er þó margs að minnast í þeim efn- um frá liðnum öldum. Svo blygðunarlausir eru þeir „týranar", er nú spenna greipum um stjómvöl þjóðar- skútunnar, að eftir að hafa dembt yfir þjóðima þessum yfir þyrmandi skattaálögum, hefja þeir, strax á eftir, eina alls- herjar betliferð un. landið. Og það fé á að bjarga þjóðar heiðrinum! Nú hefði mátt ætla, að hin- ir svokölluðu stjómendur landsins hefðu verið búnir að gera ráð fyrir aukmum kostn- aði við landhelgisgæzLuma, þeg ar iandheligiin yrði færð út. En það hafa þeir sýniilega ekki gert. Og trúlega varla hægt að ætlast til þess af þeiim fáráð- um, er sömdu hin nýju skatta- lög, án þess að hafa gert sér grein fyrir afleiðingum þeirrar lagasetningar á kjör atenenm- ings í landinu, sbr. orð sjálfs fjármálaráðherrans: „Þar sem komið hafa i ljós gallar —“ o. s.frv. Þeir hefðu þó átt að vera óþreyttir eftir alla hvíldiina frá stjómarstörfunum þau ár, sem þeir voru í stjórnarand- stöðu. Eftir þeirra eigin orðum að dæma, hefðu þeir átt að sitja inini með alla vitneskju um það, hvemig ætti að stjórma landinu og hafa ráðin tiltæk. En þau orð þedrra hafa reyttzt jafnmerk og flest anm- að, sem frá þeim hefur komið. 0 Lýðskrumið lætur þeim bezt Það eina, sem hefur látið þeim sæmilega, er lýðrícrumið. Að tala upp í eyru almennings og gefa loforð, sem aldrei hef- ur verið ætlun að efna, er það eina, sem þeir hafa gert með nokkrum árangri. Það er ekki nýtt í sögu þjóða og landa, að lýðskrumið hafi komið þjóðum á kaldan klaka. Það máttu hinir fornu Tlellen- ar reyna. Oft hefur verið sagt, að Grikkir og Islendingar eigi margt sameiginlegt. Kannski verður lýðskrumið memniingu okkar að fótakefli líka. Eins og nú horfir, lítur sannarlega út fyrir það. Lýðskrumurun- um virðist enn vera hossað, þó ekki séu þeiir sútarar að at- vinnu. Það þykir mér óumdeiian lega sannast nú, er þessi al- ræmda betliferð hefst, og er raunar hafin. Þegar jafnvel bæjar- og sveitarstjórnir, sem sóttu um að fá að hækka út- svarsálagningu um 10% vegna þess að endar náðu ekki samam á fjárhagsáætlunimmi, tóku sig til, strax og það fékkst, og gáfu obbann af því fé í þenm- an dæmalausa sjóð. Já það er hægt að vera rausnarlogur, þegar gefið er úr annarra vasa! 0 Nær vissu þér svo heimskan hest? 1 sambandi við núverandi ríkisstjóm og hirnn skattpinda borgara Isi'ands nútimans, vil ég ljúka þessum skrifum mínum með þessari vísu Jóns Þoriáks sonar, prests á Bægisá: „Nær vissu þér svo heimskan hest: hann mundi fyriir sverja, þegar fram keyrður másar mest, menn séu til, sem berja? — en vorrar aldar vitringar votta: djöflar ei séu þar, nær þeir helzt á þeim erja.“ H.H.“ Liv sokkabuxur hafa áunnift sár verftskuldaöa viöurkenningu, vegna útlits og gæða. ÉP Liv sokkabuxur fást £ 20 og 30 denier þykktum. Lxv fást víöa £ verzlunum £ Ép tízkulitum. • Þ<5 aÖ Liv sokkabuxur sáu <5dýrar, standa þær jafnfætis hinum beztu og dýrustu sokkabuxum aö gæöum. SOKKABUXUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.