Morgunblaðið - 13.10.1972, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.10.1972, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. OKTÓBER 1972 Þjóöleikhúsiö; Túskildingsóperan Róbert Arnfinnsson og- Edda Þó rarinsdóttir i hlutverkum sínum. Höfundur: Bert Brecht Tónlist: Kurt Weill Þýðing: Þorsteinn Þorsteinsson ób. mál. Þorsteinn frá Hamri, Böðvar Guðmundsson, Sveinbjörn Bein teinsson bund. mál Leikstjórn: Gísli Alfreðsson Leikmynd og búningar: Ekkehard Kröhn Hijómsveitarstjóri: Carl Billich TÚSKILDINGSÓPERAN varð til 1928 — á erfiðuim tísmuim, tíu ár- um eftir að hin aristókratíiska og háborgaralega Evrópa hafði dans að sinn lokadans og upp hafði hafizt sviptingamikið milliskeið, árin á milli styrjaldanna, the roarinig twenties, menn skemimitu sér djarftega, Berlín var Babýlon nútimans, gróðabrallið var yfir- gengilegt, hin pólitíska barátta hörð og siðgæðið lítils metið af flestum. Þetta voru vondir tím- ar, mjög vondir tíimar og upphaf þeirra var heimsstyrjöldin fyrri en hún og fyrstu árin eftir hana voru mótunartími Brechts, reynslan, sem setti mikinn svip á allt verk hans, hann óskaði þess innilega að á eftir kæmu góðir tímar og vildi gera sitt til að svo yrði. Þvi er það að hann sparar ekki ádeiluna, hæðnima og hin hvössu spjót í Túskild- ingsóperunni. Hún er viðbragð við svindlinu, lyginni og makk- inu í heiminum í kringum hann, hann vill afhjúpa þennan heim, sýna okkur hvað hann er falsk- ur, ógeðslegur og ljótur til þess að við bregðumst við og sköpum nýjan. í Túskildingsóperunni segir Brecht ekkert um það hvernig sá heimur skuli vera, að- eins að þessi sem er, sem á ekki annað skilið en háð hans spott og spé, sé ekki góður. Hann sýn- ir þennan heim með mjög skýr- um og lifandi myndum: morðing- inn Macheath er í senn glæpa- maður og borgari, Brown lög- reglustjóri er borgari, sem makkar við glæpamenn, eigandi Betlaravimarins Peachum gerir eymdina að vöru, féþúfiu. í þess- um heimi eru peningar höfuð- aflið og menn afla þeirra með flestum ráðum til þess að geta látið sér líða vel og þjónað girnd- um sínum og löstuim. Túskildingsóperan er sem sagt staðsett á tiltölulega ákveðnu skeiði með ljósum formerkjum umhverfis, búninga og hegðunar: fyrirtækið Betlaravinurinn, vöru geymsluhús, hóruhús o. s. frv., fólkið er glæpamenn, betlarar, hórur og fæstir koma til dyr- anna eins og þeir eru klæddir og meina þvi ekki það sem sagt er eins og það er sagt: meinfýsnin, skítmennskan og skepnuskapur- inn eru misjafnlega vel falin undir óhreinu yfirboði, sem ber því sem undir er órækt vitni. Ég leyfi mér að láta þessi orð nægja um það sem ég álít jarð- veg, andrúmsloft og atferlisfor- merki þessa verks. Leikstjóri umræddrar svið- setningar hefur valið að mestu leyti þann kost, að flytja verkið burt úr tíma sínum, tímasetja það á einhverjum óákveðnum tíma, sem ógerningur er fyrir áhorfendur að átta sig á. Þar með er skifið á miitti þess liif- andi jarðvegs, sem verkið er sprottið upp úr, þeirra tíma og þjóðfélagseinkenna sem það snýst gegn af árásargleði, hittni og háði og því plantað í ein- hvern gervijarðveg úr plasti, þar sem ekkert þrífst nema gervilíf nær dauða en einhverju öðru. Leiikmyndin er í algeru samræmi við þetta. Eftir að hafa skorið á þessa líftaug verksins tekur leikstjórinn sig til og gerir atlögu að þeirri næstu: leikstíln- um, textameðferðinni, hún er yfirleitt yfirborðskennd (ekki alltaf, til þess er verkið of gott og vönunarmáttur leikstjórans ekki nógu mikill), án annarrar víddar en yfirborðsins, þar með án háðsins, afhjúpumarinnar og árásargleðinnar, með öðrum orðum: flöt, sentímental, róman- tisk, hvað þessu verki viðkemnr: dauð, geld. Ágætt dsemi er endir brúðkaupsatriðisins þegar þau Pollý og Makki syngja saman um tilfinninguna, það verður að musicalatriði sem sæmdi sér vel í óskalagaþætti. Á sama hátt og leikmyndin virtist mér músíkin vera undir áhrifum plastandans, hrynjandin var ekki eins ákveðin og tónninn ekki eins ómjúkur og ástríðumik- ill og maður hefur oft heyrt. Uppskera þessarar tilraiunar leikstjórans virtist mér koma ljóslega fram í viðbrögðum áhorfienda, þeir létu lítt hrifast. Af leikurum var margt vel gert innan þess ramma sem þeim var settur, þar má nefna Eddu Þórarinsdóttur, meðlimi glæpa- flokks Makka, sérstafclega Fiosa Ólafsson, Erling Gíslason og Þór- hall Sigurðsson, Bríeti Héðins- dóttur í siumuim atriðum. Siigrún Björnsdóttir söng mjög laglega og var skemmtileg á að horfa. Tilraunir eru virðingarverðar og sjálfsagðar, en tilraunir sem vega að rótum og liftaugum sviðslistaverka hJjóta að vera dæmdar til að mistakast. Aths.: í hefti sem fylgir leik- skránni og nefnist „Sönigvar úr Túskildinigsóperunni“ vantar m.a. einn söng, einn frægasta söng verksins, lýsingu Pollýar á reynslu sinni af karlmönnum og hvernig hún varð ástfamginn af Makka. Af hverju er hann ekki með? Er það til að reyna að breiða yfir hina fölsku mynd sem leikstjórimn og Róbert Arnfinns- son gefa af honuim? Þorvarður Helgason. Til sölu góö 4ra herbergja íbúð í nýlegu húsi í gamla Austurbænum. KAUPENDAÞJÓNUSTAN — FASTEIGNAKAUP, Þingholtsstræti 15, simar 10220 og 30541. Skófatnaftur Skyndisaia KVENSKÓR götuskór og margar aðrar gerðir. KVENSANDALAR úr leðri, mjög vandaðir. KVENKULDASTÍGVÉL góð kaup fyrir veturirm. SAMKVÆMISSKÓR Athugið að þetta eru allt nýlegar og góðar vömr og sérstak- lega gott verð. KARLMANNASKÓR SÍDASTI DACUR Skóverzlun Péturs Andréssonar, Laugavegi 17, Skóverzlunin, Framnesvegi 2. FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur aðalfund húsinu mánudaginn 16. október klukkan 8.30. DAGSKRÁ: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning til fulltrúaráðs. 3) Kosning til kjördæmisrððs. 4) Ónnur mál. Að loknum fundarstörfum verður myndasýning. Sjálfstæðis- STJÓRNIN. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa SiálfstæðisflokKsins i Reykjavik VÁ l Alþingismenn og borgarfutltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Galtafelli, Laufásvegi 46, á laugardögum kl. 14.00 til 16.00 eftir hádegi. Laugardaginn 14. október verða til viðtals Jóhann Hafsteim, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bírgtr ísleifur Gunnarsson. borg- arráðsmaður, og Wlagnús L. Sveinssom. varaborgarfulitrúi. I Fræðslu- starf BSRB Fræðislumiefnd Bandalags startsimainin'a ríkis og bæja heí- ur gert áætlun um fræðslusifcarf til áramóta og er starfið reynd- ar hafið, því að 27. sept. var haldinm á Hótel Esju uimiræð'u- fumduir um málefni vaktavinmiu- fólks rnieð 115 þátötaikemdum. Um miæstu helgi, 13.—15. okt., veirð- uir 50 m'anma ráðstefina að Mun- aðarmesi um samminigsméttanmál rlkiis- og bæjarstarfsmainma. Þar mumiu m.a. tala ráðherrarm- lr HaMdór E. Sigumðsisom og Hammibal Valdimarsson. 1 næstu vilku hiefsí félaigismála- mámisfceið fyrir trúinaðairmemm í bandalagsfélögumium og áhuga- miemm uim félagsmálefni. Þair veið ur m.a. fjallað um sairrufcalstækmá og samsfcipti við aðra, fumda- tæfcni og rEeðumemmsfcu, saimn- imgaUtíknd og undirbúiniirug samm imgsgerðar, réttimdi og skyldur stamfsmanma, kjairaisammiimiga op- inlbenra starfgmaona og starf semi og. skipulag BSRB. Nám- skeiðið er haldið í niýj'um fund- arsal BSRB á Laugiavegi 172 og i Muniaðamesi, og lýkur því 26. nóv. Loks verður tveggja daiga fræðsl'uráðteitefna um lifleyris- sjóðsmiál að Hótel Bsju 3. og 4. ruóv., þar sem Jón SigU'rósison, ráðumeyfciis'stjóri, hefur frarn- sagu. Ný bók ÚT ER komið hjá bókaforlagimu „Leifbur h.f.“ í Reykjavík, IL bindi af æviminningum Matthí- asar Hel'gasonar frá Kaldrana- nesi — Á faraldsfiæti. — Þetta bindi, eius og hið fyrra, hefur Þorsfceinn, sonur Matthiaaar, tek ið saman eftir dagbókum og öðr uin skráðum heimildum föður sins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.