Morgunblaðið - 15.10.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1972, Blaðsíða 16
16 MOROUíNBIjAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÖBER 1972 Ö't-g.ofandi hf. .Á'rv-a'kiíf, R&ykjavík Ff&tnkvæm dastjóri HairaWur Sveinsaon. fthtatfðrar Mattihías Johonnessan, Eyá'óllfur Konráð Jónason. Aístoðarrkstjón Sityrmir Gunnarsson. Rkstjórnarfulttrúi Þforbjöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhanrvason. A'Ugíýsirvgastjóri Árni Garðar Kristinsson. Rítstjórn og afgreiðsia ASaistræti 6, slmi 1Ó-100. Aug’ýsingar Aðaistræti 6, sfrrví 22-4-80. Áskriftargjaid 225,00 kr á 'ménuði inneniands I iausasdTu 15,00 Ikr eintakið. 17ramferði Lúðvíks Jóseps- sonar í ríkisstjóminni að undanförnu sætir vaxandi gagnrýni innan stjórnarinnar sem utan. Þegar nýtt fisk- verð var til umræðu og á- kvörðunar hringsnerist ráð- herrann í málinu og tafði framgang þess verulega. Skömmu áður en sjávarút- vegsráðherra hélt til fundar- halda í Bandaríkjunum skýrði hann fulltrúum út- gerðar, sjómanna og fisk- vinnslu frá því, að engar ráð- stafanir yrðu gerðar í mál- efnum þessarar atvinnugrein ar fyrr en um áramót, hins vegar yrði fiskverð að hækka og þar sem frystihúsin gætu ekki staðið undir því, yrði að taka fé úr Verðjöfnunarsjóði til þess að standa undir hækkuninni. Þegar ráðherrann fékk fréttir um það, að samkomu- lag hefði náðst um 15% fiskverðshækkun á þessum grundvelli, brást hann við á þann hátt að senda símleiðis hótun um, að hann mundi koma í veg fyrir samkomu- lagið með því að neita að staðfesta ákvörðun stjórnar Verðjöfnunarsjóðs um greiðslur í þessu skyni. Þeg- ar Lúðvík loks kom heim, lýsti hann þeirri skoðun sinni, að 15% hækkun fisk- verðs væri of mikið fyrir út- gerð og sjómenn og gert væri ráð fyrir of miklum stuðningi við frystihúsin. Hann lét þó undan síga gegn sameiginlegri afstöðu sjáv- arútvegsins en hafði þá tafið afgreiðslu málsins verulega. Á meðan sjávarútvegsráð- herra var í Bandaríkjunum höfðu viðræður togaraeig- enda við ríkisstjórnina leitt til þess, að fjármálaráðherra var reiðubúinn að greiða úr ríkissjóði 25 milljónir króna til þess að forða frá yfirvof- andi stöðvun togaraflotans. Þegar sjávarútvegsráðherra hafði fregnir af þessu lagði hann blátt bann við því að þetta fé yrði greitt úr ríkis- sjóði. Þá sneri forsvarsmaður togarautgerðar úti á landi sér til Ólafs Jóhannessonar, for- sætisráðherra, bað hann hringja í Lúðvík til Ameríku og fá hann til þess að sam- þykkja þessa greiðslu. For- sætisráðherra gerði þetta en Lúðvík hafði óskir hans að engu. Síðustu fregnir herma svo, að mál þetta hafi verið afgreitt eins og til stóð í upp- hafi, en afgreiðslan þó tafizt verulega vegna framferðis sjávarútvegsráðherra. Svo virðist sem í báðum þessum tilvikum hafi ráðherrann ekki getað sætt sig við, að málin yrðu leyst meðan hann var utanlands og tiltektir hans hafi miðað að því að láta lífca svo út gagnvart út- gerðarmönnum, sjómönnum og fiskverkendum sem ekki væri hægt að leysa vandann fyrr en hann kæmi heim. Annað dæmi um framkomu Lúðvíks Jósepssonar eru af- skipti hans af gerð viðskipta- samnings við A-Þýzkaland. ísland hefur ekki viðskipta- samning við A-Þýzkaland og þess vegna eru engir opin- berir viðskiptasamningar gerðir milli landanna, held- ur hefur íslenzka vöruskipta félagið gert slíkan samning. Fulltrúar íslenzku ríkis- stjórnarinnar hafa aldrei tek- ið þátt í samningaviðræðum við a-þýzka aðila fyrr en nú. Þá gerist það, að Lúðvík Jósepsson sendir samninga- nefnd til Austur-Berlínar, undir forystu skrifstofustjór- áns í viðskiptaráðuneytinu. Venjulega útnefnir utanríkis ráðuneytið samninganefndir um viðskiptamál við þær þjóðir, sem við höfum stjórn- málasamband við, en utan- ríkisráðuneytið útnefndi ekki þessa samninganefnd. Enn hefur ekki til þess kom- ið, að Lúðvík Jósepsson hafi gengið endanlega frá opin- berum viðskiptasamningi við A-Þýzkaland, en hann er til alls vís. Einar Ágústsson, ut~ anríkisráðherra, segir hins vegar í viðtali við Morgun- blaðið í dag, að enginn samn- ingur muni verða gerður af hálfu íslenzku ríkisstjórnar- innar við A-Þýzkaland með- an stjórnmálasamband er ekki á milli landanna. Það á eftir að koma í ljós, hvort utanríkisráðherra getur stað- ið við þau orð, eða hvort við- skiptaráðherra beygir hann enn einu sinni. Mikil úlfúð er enn í ríkisstjórninni vegna blaða mannafundar Lúðvíks Jóseps sonar um landhelgismálið, þar sem hann lýsti yfir því, að enginn árangur hefði orð- ið í viðræðunum við Breta á dögunum og þýðingarlaust væri að standa í þessu „stappi“. Utanríkisráðherra hefur hins vegar lýst yfir því að viðræðurnar hafi borið þann árangur, sem til stóð og boðað frekari viðræður milli landanna. Málin standa því þannig, að Lúðvík Jóseps son er í opinberu stríði við Einar Ágústsson í tveimur þýðingarmiklum málaflokk- um og ber ábyrgð á veruleg- um töfum á afgreiðslu fisk- verðs og aðstoð við togarana. Það er von, að almannaróm- ur segi, að þessi ríkisstjórn sé feig. FRAMFERÐI LUÐVIKS JÓSEPSSONAR Reykjavíkurbréf { _____Laugardagur 14. okt.- Pólitísk börn Allt frá því að vinstri stjórn- in var mynduð hafa framsóknar- menn látið undan kommúnistum í einu og öllu (Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hafa falið sig). Kommúnistar hafa auðvitað gengið á lagið og ætíð sætt færis að koma höggi á sam- starfsflokka sína og niðurlægja þá eftir mætti. Enn er mönnum í fersku minni sú ömurlega nið- urlæging, sem Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, mátti þola, þegar tveir fyrrverandi ritstjór- ar Þjóðviljans voru settir hon- um til höfuðs í utanríkis- og varnarmálum. Og enn hraustleg- ar var forsætisráðherrann auð- mýktur, þegar Magnús Kjartans son hóf framkvæmdir i raforku málum kjördæmis forsætisráð herrans, ekki einungis að hon- um forspurðum, heldur vitandi vits þvert gegn vilja hans. Enda lýsti forsætisráðherrann því yf- ir í viðtali hér i blaðinu, að hann hefði viljað hafa annan hátt á um lausn þessara mála en þá, sem iðnaðarráðherra fyrir- skipaði. En hann fékk ekki rönd við reist og lét rassskell- inguna yfir sig ganga í alþjóð- araugsýn. í allt sumar hefur Morgun- hlaðið kappkostað að styðja ut- anríkisráðherra i viðleitni hans til að vinna málstað íslands fylgi á erlendri grund. Þegar hann fór til I.ondon ásamt emb- ættismönnum og var neyddur til að dröslast með Lúðvik Jóseps- son með sér, talaði Morgunblað- ið um utanríkisráðherra og fylgdarlið hans, enda heyrir mál ið undir utanríkisráðherra og aðra ráðherra ekki, nema þá for sætisráðherrann. Hins vegar ræddi Timinn alltaf um utanför þeirra Einars Ágústssonar og Lúðvíks Jósepssonar, og kapp- kostaði að gera hlut sjávarút- vegsráðherrans sem mestan á kostnað utanrikisráðherra. Kjör orð framsóknarráðherranna var, eins og einn þeirra komst að orði, þegar hann var spurður að því,' hvers vegna Timinn væri stöðugt að auglýsa Lúðvík og kommúnista á kostnað Einars og Framsóknarflokksins: „Eitthvað verður að gera til að hafa þá góða!“ Þessir menn voru þau póli- tísku börn að halda, að komm- únistar mundu hlaupa burt úr ríkisstjórninni fyrir 1. septem- ber og vildu allt til vinna að halda stjórnarhróinu saman. Allir aðrir vissu, að kommúnist- ar mundu hvað sem tautaðd og raulaði sitja i stjórn fram yfir gildistöku reglugerðarinnar um útfærslu fiskveiðitakmarkanna, og þess vegna hefði svo sannar- arlega verið hægt að halda þeim í skefjum, ef einhver manndóm- ur hefði verið í ráðherrum Fram sóknarflokksins. Vakna upp við vondan draum Svo gerist það s.l. mánudag, að forsætisráðherra upplýsir, að ekkert liggi enn fyrir um árang- ur af viðræðum íslenzku og brezku embættismannanna hér í Reykjavík og hann geti ekkert um málið sagt, fyrr en utanrikisráðherra sé kominn heim. En á sama augnabliki og forsætisráðherrann er að gefa blöðum og útvarpi þessar upp- lýsingar, heldur Lúðvik Jóseps son blaðamannafund til að lýsa yfir þvi, að enginn árangur hafi orðið af viðræðunum, og löðr- ungar bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Hann segir, að enginn fundur utanríkisráðherra íslands og Bretlands verði hald inn, og fer ekki dult með, að ut- an’ íkisráðherra sé ekki treyst- andi til að fara með málefni þau, sem undir hann heyra. Og hann gefur i skyn, að forsætis- ráðherra, sem jafnframt fer með dómsmál, haldi illa á málefnum landhelgisgæzlunnar. Það sé honum að kenna, að brezkir tog- arar hafa ekki verið teknir. Frá þessum atburði skýra all- ar fréttastofnanir ítarlega nema Tíminn, blað ráðherranna, sem ráðizt var á, strax á mánudag og þriðjudag — og nú líður og bíður. Svo gerist það loks á fimmtu- dagsmorgun, að í Tímanum birt- ist kjamyrt forustugrein, þar sem Lúðvík fær á baukinn og ekki er skorið utan af hlutun- um. Tíminn segir: „Það var ómetanlegt, þegar fullt samkomulag náðist um landhelgismálið á Alþingi, sú eining þarf að eflast ef kostur er, þvi að enn hefur málið ekki komizt til fulls í höfn og loka- róðurinn getur orðið erfið- ur. Meðan svo stendur ættu stjórnmálaleiðtogarnir að forð- ast alian meting i málinu og eng inn einn að telja sig þar öðr- um fremri og skeleggari. í þessu máli stendur þjóðin ein- huga. Sigurinn vinnst ekki með hávaða, heldur með festu og þrautseigju." Þarna er Tíminn að ræða það. að I-úðvík Jósepsson ætti „að forðast allan meting" og hann ætti ekki „að telja sig öðrum fremri og skeleggari", en sérstaklega beri honum að forð- ast „hávaða". En Þjóðviljinn svarar samdæg- urs og segir: „En þá bregður svo við, að Alþýðublaðið og Morgunblaðið virðast samkvæmt leiðaraskrif- um í gær loks hafa fundið sökxi- dólginn í landhelgisdeilunni, friðarspillinn á áhrifasvæði hennar hátignar Englandsdrottn ingar. Auðvitað er það þessi voðamaður Lúðvík Jósepsson, sem af alkunnri frekju leyfir sér að hafa annað mat á árangri embættismannaviðræðna en áróð nrsvél Breta hentar." Leynir sér ekki, að kommún- istamálgagnið er að aðvara fram sóknarráðherrana og segja þeim umbúðalaust, að þeir séu land- ráðamenn, ef þeir lúffi ekki fyr- ir Lúðvík, þá séu þeir hjól í „áróðursvél Bretanna". Fleira til samanburðar Gaman er að bera saman fleira í þessum tveim forustugreinum „bræðrablaðanna". Tíminn upp- hefur raust sína og segir: „Enn hafa niðurstöður við- ræðna, sem fóru fram um land- helgismálið milli íslenzkra og brezkra útgerðarmanna í síð- ustu viku, ekki verið birtar og ríkisstjórnin ekki kynnt afstöðu sína til þeirra. Á þessu stigi verður því ekkert fullyrt um, hvort þær hafi þokað málinu i áttina til samkomulags eða ekki.“ En Þjóðviijinn er ekki aldeil- is á sama máli. Hann segir um yfirlýsingar Lúðvíks: „Hann sagði það sína skoðun, að lítill sem enginn árangur hefði fengizt í embættismanna- viðræðunum á dögunum. Ráð- herrann var spurður, hver væru helztu ágreiningsefnin í viðræð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.