Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMRER 1972 Keypti frelsi fyrir gull úr tönnum fórnardýranna Martin Bormann kom til Argentínu 17. maí 1948 á þriðja farrými skipsins Gi- ovanni C, frá Genua á Italíu. Þótt hann vœri klædd ur i prestsföt jesúíta sagði I vegabréfi hans að hann héti Eliezer Goldstein, væri jarð- fræðingur að mennt og fædd- ur 20. ágúst 1901 í Piotrkoff i Póllandi. Foreldrar hans voru sagðir Abraham Gold- stein og Maria Esther Sad- rinas, bæði látin. Vegabréfið, No.075,909 var gefið út 1. febrúar 1948 af skrifstofu Páfagarðs fyr- ir landlausar persónur og á það stimplað nafn hans heil- agleika Piusar páfa XII Góðar móttökur Á bryggjunni í Buenos Aires, tók Sosa Molina, hers höfðingi, á móti Bormann, en hann var hermálaráðherra í ríkisstjóm Juans Peron. Bor mann var ekið í einkabifreið hans að húsi við Calle Salta 130 í San Martin, sem er íbúðahverfi í Buenos Aires- héraði. Nokkrum dögum síðar var búið að skrá flóttamanna vegabréf hans og hann var búinn að fá nafmskírheini nr. 1.361.642 frá útlemdinigaeftir- lifi ríkislögreglunnar. Þegar það var kioanið í kring sótti Bormann um dval arleyfi hjá innanríkisráðu neytinu, en innanríkisráð- herrann, Angel Borlengi, var einn af mörgum háttsett- um verndurum hans. Og 12. október, 1948, minna en tveim mánuðum eftir að hann kom til landsins, var Bormann bú inn að fá hinn eftir- sótta „bláa stimpil" sem heim ilaði honuim að setjast þar að. Martiin Bormianin var búimm að fimma sér nýtt land. Gífurlegt lausnargjald En Bormanrt þurfti að greiða vel fyrir þessa aðstoð. Lausnargjald hans varð alis um 200 milljón dollarar (Um 17 milljarðar og 600 mMjóm- ir ísl. kr.), örugglega það hæsta sem greitt hefur verið í sögunni. En Bormann hafði efni á því. Gagnstætt Hitler og hyst- eriskustu fylgismönnum hans, fannst Bormann ekkert að því að reyna að flýja þeg ar stríðið var tapað og hann hafði undirbúið flótta sinn vandlega. Vandamálin voru þrjú: 1) Hvemig átti hann að komast frá Berlín eftir að Rauði herinn hafði lokað öll um umdankoimuleiðum? 2) Hvemig átti hann að komast í eitthvert það hæli sem hin- ir sigursælu Bandamenn miæðu ekki til? 3) Hverm- ig átti hann að tryggja að hann gæti llfað í vel- lystingum pragtuglega það sem eftir væri. Bormiann var næst æðsti miaður ríkisins og hann vtssi af leynilegum fjársjóði sam geymdur var í sérstakri hvelfingu í Rikisbankanum. Þar voru m.a. milljónir í gull mörkum, milljónir í sterlings pundum, milljónir í dollurum og milljónir í svissnesk- um frönskum. Þar voru einn ig 87 kíló af þlatinu (hvíta gulli), 2511 kíló af gulli og 4638 karöt í gimsteinum. Hræðilegur fjársjóður Þetta var blóðugur fjár sjóður. Hvitagullinu og dem öntunum hafði verið rænt frá Gyðingum og íbú- um herteknu landanna. Gull ið kom frá útrýmingarbúðun um og hafði mestallt verið rifið úr tönnum fórnardýr- anna sem lentu í gasklefun- um. Bormann stal þess- um fjársjóði og átti ekki erf itt með það vegna stöðu sinn ar. Gersemunum var skipað um borð f kafbát og siglt með þær til Argentínu, þar sem fjórir þýzkir bankastjór- ar tóku við þeim. Þeir hétu Heinrich Dorge, Ricardo von Leute, Ricardo Staud og Ludovic Freude, sem var einkavinur og sérlegur umboðsmaður Bormanns. Þeim reyndist auðvelt að koma fénu fyrir því þeir áttu góðan vin í æðsta emb- ætti, Juan Domingo Peron, ofursta. Endalok Hitlers Þegar Bormann var búinn að koma fjársjóðnum und an, var ekki um annað að ræða fyrir hann en að bíða ásamt Hitler. Foringinn hélt sig í byrgi sínu sem var skreytt dýrindis málverkum og þykkum persneskum tepp um. Ástandið í foringjabyrg inu í lok april 1945 var eins og úr Víti Dantes, sviðsett af Groucho Marx. Fyrir miðri senunni var gamall maður, þrútinn í and- liti, með bogið bak. Höfuð hans valt sífellt fram og til baka eins og á upptrekktu leikfangi, hendurnar skulfu og kippir fóru um andlitið öðru hvoru. Hann reik- aði fram og aftur á óstyrk- um fótum og horfði fjarræn- um augum á það sem umhverf is hann var. Þetta var það sem eftir var af Adolf Hitler. Þrátt fyrir það voru orð hans enn lög, a.m.k. þarna í byrginu. Hinn 22. apríl brustu taug ar hans. 1 fyrsta skipti sýndi hann merki þess að hann væri að falla saman, andlega og líkamlega Hann náði sér aftur á strik í skamman tíma, en átta dög um síðar féll hann alveg sam an. Hann framdi sjálfsmorð kl. 14,30, hinn 30. apríl. Alger upplausn Upplausn þeirri sem fylgdi í kjölfar dauða hans verður bezt lýst með orðum hunda- passara foringjans. Þegar hann var kallaður inn í setu stofuna og hoinium skipað að eitra fyrir þrjá hunda hús- bónda síns, þá kom hann hlaupandi út og æpti: „For- inginn er dáinn. Nú verður hver að bjarga sér.“ Þessi orð urðu dagskipun- in. Nú þegar Hitler var ekkl lengur í veginum var greið leið að björgunardyrun- um. Bormann hafði beð- DAILY EXPRESS: RORmnnn JKVRJlURnRR EFTIR: LADISLAS FARAGO ið dauða foringjans með sér stakri óþolinmæði, nú gat hamn leitt hiina niasistafor- ingjana til undankomu. Satt að segja var þó hinn mikli flótti nasistaforingj- anna ekki sú þrekraun sem höfuðpersónur hans vildu vera láta siðar meir. ímynduð orrusta um Berlín Hin miMa onrusta um Ber- lín var að mestu háð i hug- arheimi áróðursstjóra nasista og Rússa. Báðir aðiiiar höfðu ástæðu til að ýkja mikið um hrikaleik „síðustu orrustumn- ar“. Nasistum var þegar orð- ið áfram um að gera Hitler að þjóðsagnapersönu, til þess, eins og Göbbels sagði, að blása komandi kynslóðum í brjóst aðdáun á honum og auðvelda þannig endurvakn ingu nasismans. Rússar ýktu til að leggja á hetjulega framgöngu sina, en orrustan vair f rá hern- aðarlegu sjónarmiði ekki mikl'U meira en gömgu- ferð fyrir Rauða herinn. Vissu ekki um foringj aby rgið Þótt ótrúlegt kunni að virðast hafði rússneska leyni þjónustan ekki hugmynd um foringjabyrgi Hitlers og þar var því alit rólegt þar tii al veg undir lokin. Þa/i var meira að segja svo ró- legt meðan á þessari „hræði- legu orrustu stóð“ að rússn- eskur stríðsfréttaritaii sem var í Berlín, hringdi í númer áróðursráðuneytisins, fékk samband við Göbbels og stakk upp á því við hann að hann gæfist upp svona, sím- leiðis. Þetta var „orrustan um Berlín“ sem Martin Bormann lagði út í daginn eftir að for ingi hans hafði framið sjálfs morð. Hann lagði af stað með hóp annarra flóttamanna en var ekki með þeim lengi. Þeir voru að þreifa sig áfram að einhverjum óþekktum ákvörðunarstað, og óvissri framtíð. Bormann vissi ná- kvæmlega hvert hann var að fara. í byrgi Eichmanns Við vandlegan undirbún- ing flótta síns uppgötvaði Bormann fyrir tilviljun nokkuð sem varð honum að miklu gagni. Hann uppgötv- aði annað byrgi í Berlín, sem hann gat leitað hælis í eftir að byrgi foringjans var fall- ið, og haldið svo þaðan þeg- ar tækifæri gafst. Það var annar raun- sæismaður sem hafði útbúið það byrgi fyrir sjálfan sig, Það var Adolf Otto Eich- mann, morðingi milljóna Gyð inga. Hann hafði séð fyrir endalok stríðsins og lét byggja rammgert byrgi undir kjallara stofnunar sinnar, með rafstöð, loftræsti kerfi, vatnd, miatarbingð- um og öðrum nauðsynj- um sem myndu nægja hon- um í marga mánuði ef þörf krefði. Bormann komst auðveld- lega til byrgisins eftir að foringinn var fallinn í val- inn og þar beið hann ásamt Heinrich Mueller, yfirmanni Gestapo, og manni að nafni Scholz, eftir því að „þeir“ kæmu og sæktu hann. „Þeir“ reyndust vera tveir prestar sem vinveittur aust- urrískur biskup að nafni Aloisius Hudal sendd með prestsklæðnað og annað sem þurfti til að sleppa í gegnum hið hertekna Þýzkaland. Bormann komst til Bavaríu, hér um bil jafn auð veldlega og hann hafði kom- izt í byrgi Eichmiamins. Það- an var farið með hann til Italíu í gegnum fjallaskörð Austurríkis. Leiðsögumað- ur hans í þeirri ferð var ung ur maður að nafni Hanno Bernhard, sem í dag er landamæravörður í Aust- urríki. Patton bjargaði Bormann hélt til Merano, þar sem kona hans, Gerda, var að deyja úr krabba meini. Honum tókst að kom- ast hjá handtöku í Merano, Framliald á bls, 23. Frá útlendingaeftirliti Argentinu, 12. október 1948. Heimild Bormanas til dvalar í landinu undir nafninu Eliezer Gold- stein, í samræmi við vegabréf, gefið út í Páfagarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.