Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 16
16 MÖRGUiISrBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1972 0*g«f*ncM hf Átvaikutv fVftyfcjavík Prarrvkvsemdafrtjórí HareWur Sv«ms®on. R'ítatíórör Mattihías Joharvweasen, Eýfóífur Konréð Jönseon Styrmir Gutvrveraeon. Rftírtfómerfulttrúi Þíorbljönn Guðmundeson Fréttastjóri Björn Jóharmeeon Auglýsingasvjón Árni G-arðar Krlatjrwson. Rítstjórn 03 afgreiðsla Aðolatrseti 6, sfml 1Ó-100. Augi.'ysingar Aðataroati S, afmi 22-4-80 Áskriftargjal'd 226,00 kr á Trvánuði Inttanlefwte I íeiusasöiTu 16,00 Ikr eintaklO stjórna íslands og Bretlands um landhelgismálið, Blaðamaður Morgunblaðs- ins tók öll orðaskipti, sem fram fóru á milli blaða- manna og ráðherra, upp á segulband, enda tóku ráð- herrarnir aldrei fram, að það sem þeir segðu blaðamönnum þarna í forstofunni væri leyndarmál eða ekki til birt- ingar opinberlega. Þar sem blaðamenn, sem staddir voru í ráðherrabústaðnum umrætt síðdegi báru sig eftir fréttum af landhelgis- viðræðunum með ósköp EINAR NUMER að var ver af stað farið en heima setið hjá ráðherr- unum tveimur, Einari Ágústs- syni og Lúðvík Jósepssyni, ef þeir sendu frá sér yfirlýs- ingu í fyrradag og sökuðu Morgunblaðið um að hafa birt ummæli, sem af þeirra hálfu hefðu ekki verið skoð- uð sem blaðaviðtal og í þokkabót hefði í frásögn Morgunblaðsins verið hallað réttu máli. í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá því, að blaðið hefði undir höndum segulbandsupptöku með um- mælum ráðherranna. Hefur ráðherrunum tveimur verið boðið að hlýða á þessa segul- bandsupptöku, en þeir hafa enn ekki þegið það boð. Þá er Morgunblaðið að sjálf- sögðu reiðubúið að gefa Rík- isútvarpinu kost á að flytja þessa upptöku, svo að ekki þurfi að fara á milli mála í áheyrn alþjóðar hvað ráð- herrunum fór á milli. Um það atriði í yfirlýs- ingu ráðherranna, að ekki hafi verið um blaðaviðtal að ræða er rétt að vitna til þess, sem Alþýðublaðið sagði í gær en þar segir svo: „Þess skal getið, að blaðamaður Alþýðublaðsins var viðstadd- ur, er umrædd orðaskipti blaðamanns Morgunblaðsins og ráðherranna tveggja fóru fram í forstofu Ráðherrabú- staðarins við Tjarnargötu síð- degis mánudaginn 27. nóvem- ber síðastliðinn að loknum fundi viðræðunefnda ríkis- venjulegum hætti og í sam- ræmi við venjur frjálsrar blaðamensku, hafði Alþýðu- blaðið eftir ráðherrunum svör við spurningum, sem fyrir þá voru lagðar, daginn eftir, þriðjudag og hefur þeim ekki verið mótmælt.“ Þar sem segulbandsupp- takan liggur fyrir og blaða- maður Alþýðublaðsins hefur staðfest það sem Morgun- blaðið hefur sagt, að ráðherr- arnir hafi enga ósk sett fram um, að leynd hvíldi yfir ummælum þeirra, er ljóst, að í yfirlýsingu þeirra Einars og Lúðvíks er mjög hallað réttu máli. Þeir hafa gefið frá sér opinbera yfirlýsingu, sem ekki fær staðizt. Það eru að vísu ekki óvenjuleg vinnubrögð af hálfu þessara tveggja ráð- herra. Hitt er svo alvarlegt mál, að ráðherrarnir tveir hafa í yfirlýsingu sinni í hótunum við Morgunblaðið og hafa uppi ógnanir um að veita ekki blaðinu upplýsingar. í þessari hótun ráðherranna tveggja felst vísir að vinnu- brögðum, sem um langt skeið hafa verið tíðkuð í einræðis- EITT ríkjum, að gerð er tilraun til þess að kúga fjölmiðil til þess að sinna ekki því hlutverki, sem honum ber. Starfsaðferðir af því tagi eru velþekktar í þeim ríkj- um, sem Lúðvík Jósepsson á mest samskipti við og vafa- laust hefur hann lært þær vandlega þar. Hingað til hafa þær ekki verið tíðkaðar á Is- landi en vafalaust er að verða breyting á því eins og öðru. Það er til marks um uppgjöf Framsóknarmanna gagnvart kommúnistum, að Einar Ágústsson lætur hafa sig til þess að skrifa undir beinar hótanir í garð íslenzks dag- blaðs um að stjórnvöld sinni ekki sjálfsagðri skyldu sinni gagnvart því, sem öðrum fjöl miðlum að veita upplýsingar um málefni, sem þjóðina varða miklu. Það er skylda blaðamanna að segja sann- leikann, jafnvel þótt hann sé óþægilegur. Það hafa blaða- menn Morgunblaðsinis gert og það munu þeir gera. Innan Framsóknarflokks- ins er nú vaxandi óánægja vegna þess hve ráðherrar Alþýðuhandalagsins hafa ger samlega kúskað framsóknar- ráðherrana og hafa þá nú eins og hunda í bandi. Fram- sóknarmenn gera sér ljóst, að ef svo heldur fram sem horfir verður niðurstaðan sú, þegar að kosningum kem- ur, að kommúnistar reita tii sín fylgi á kostnað Framsókn arflokksins. Ástæðan fyrir reiði Tímans í gær vegna fréttafrásagnar Morgunblaðs ins er sú, að ekkert sem fram hefur komið opinberlega sannar í jafn ríkum mæli og þessi frásögn, að kommúnist- ar hafa öll tök í ríkisstjórn- inni, Lúðvík svífst einskis og lítilsvirðir Einar Ágústs- son þegar honum sýnist. En eitt hefur þó Einar feng- ið að gera. Hann fékk að skrifa fyrstur undir yfirlýs- inguna. Og þá er hann ánægð ur. Þar var hann númer eitt. Björn Bjarnason - Þróun evrópskra öryggismála III: KOMIÐ TIL FUNDAR Engum, sem komið hefur til Dipoli skammt fyrir utan Helsinki, gleymist það hús. Þetta er griðarstórt stúdentaheimili í háskólahverfinu Otaniemi og veglegur vitnis- burður um finnska byggingarlist. Stúdentarnir hafa nú orðið að hverfa úr funda- og veitingasölum hússins, og í stað þeirra koma þangað dag- lega um 3000 manns: stjórnarerind- rekar, tæknimenn og blaðamenn, sem sækja undirbúningsfund undir ör- yggismálaráðstefnu Evrópu. Fulltrúar 34 ríkja sitja fundinn. Þeir eru frá eftirtöldum Evrópuríkj- um: Austurríki, Austur-Þýzkalandi, Belgíu, Bretlandi, Búlgaríu, Dan- mörku, Finnlandi, Frakklandi, Grikk landi, Hollandi, írlandi, Islandi, Italíu, Júgóslavíu, Kýpur, Liechten- stein, Luxembourg, Möltu, Monaco, Noregi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, San Maríno, Sovétrikjunum, Spáni, Svíþjóð, Sviss, Tékkóslóvakíu, Ung- verjalandi, Vatíkaninu og Vestur- Þýzkalandi. Á ráðstefnunni eru einn ig fulltrúar frá Bandaríkjunum og Kanada. Af þessu má sjá, að öll Evrópuríki senda fulltrúa á undir- búningsfundinn nema Albanía, sem hafnaði þátttöku, og Andorra, sem ekki var boðið, þvi að landið ræð- ur ekki sjálft utanríkismálum sínum. Sagt er, að þetta sé i fyrsta sinn í 150 ár, sem fulltrúar Vatíkansins taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu. Þótt Finnar hafi lagt mikið á sig, til þess að ráðstefna þessi yrði hald- in í Helsinki, munu þeir vafalaust leggja sig jafnmikið fram um, að hún dragist ekki mjög á langinn, því að talið er, að það kosti finnska skatt- borgara um eina milljón dali að standa straum af ráðstefnunni hvern mánuð, sem hún starfar. Hér á landi er yfirleitt aðeins tal- að um öryggismálaráðstefnu Evrópu. Rétt heiti á þeirri ráðstefnu, sem verið er að undirbúa í Helsinki þessa dagana, er hins vegar Ráð- stefna um öryggi og samvinnu í Evrópu. Og eins og flest annað hef- ur þetta heiti verið skammstafað til notkunar í yfirlýsingum diplómata og skrifum blaðamanna og er skamm stöfunin CSCE fyrir Conference on Security and Co-operation in Europe. Og líklega verður meira fjallað um samvinnu en öryggi á fundinum í Helsinki. Litum á helztu við- fangsefni fundarins. Ákveða þarf dag öryggisráðstefn- unnar. Almennt er talið, að hún verði haldin fyrri hluta árs 1973. Vesturlönd hallast að júní- mánuði, því að þau vilja, að viðræð- ur um jafnan og gagnkvæman sam- drátt herafla í Evrópu verði komn- ar á nokkurn rekspöl, þegar örygg- isráðstefnan hefst. Könnunarviðræð- ur fyrir þær viðræður munu að öll- um líkindum hefjast 31. janúar 1973. Austur-Evrópuríkin vilja að örygg- isráðstefnan hefjist i apríl 1973; þeim er ekki jafn umhugað um niður skurð heraflans. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvar sjálf ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu í Evrópu fari fram. Helsinki er ofarlega á blaði, en einnig koma til greina borgir eins og Genf, Vín og Berlín. Inn í umræður um stað- arvalið blandast ólík sjónarmið um það, hvernig öryggismálaráðstefn unni skuli háttað. Austur-Evrópurík in eru þeirrar skoðunar, að efna beri til margra ráðstefna um örygg- ismálin, því að vandinn verði ekki leystur í eitt skipti fyrir öll á einni ráðstefnu. Þau eru sögð hlynnt þeirri tilhögun, að þessar ráðstefnur flytj- ist á milli höfuðborga Evrópuríkja. Nauðsynlegt er að samræma ósk- irnar um það, hvaða tungumál skuii nota á ráðstefnunni. Þegar er ljóst, að þar munu verða jafnrétthá, sem vinnumál: enska, franska, italska, rússneska, spánska og þýzka. Verð- ur mikið pappírsflóð á þeim fundi, og þess vegna kannski ekki að ófyr- irsynju að efna til hans í návist finnsku skóganna. Hverjir eiga að sækja ráðstefnuna um samvinnu og öryggi? Hvort eiga það að verða utanríkisráðherrar eða stjórnarleiðtogar, þ.e. forsætisráð- herrar og forsetar? Um þetta eru skiptar skoðanir. Austur-Evrópurík- in eru sögð vilja, að á síðari stig- um a.m.k. skuli stjórnarleiðtog- ar sitja ráðstefnuna, því að þar verði gert út um viðkvæmustu mál álfunn- ar. Vesturlönd eru ekki jafn eindreg ið þessu fylgjandi og hafa verið treg til að fallast á annað, en að utan- rikisráðherrar viðkomandi landa sæki ráðstefnuna og þá jafnvel ekki fvrr en á síðari stigum hennar. Um tilhögun viðræðna á ráðstefn unni hafa komið fram ýmsar hug- myndir eins og m.a. sést af framan- sögðu. Innan Atlantshafsbandalags- ins eru skoðanir skiptar um það, hvort sjálfa öryggisráðstefnuna beri að undirbúa svo vel á undirbúnings- fundunum, að ekkert sé eftir annað en ganga frá einhverjum sameigin- legum yfirlýsingum. Ráðstefnan yrði þá ekki annað en samkunda utanrík- isráðherra, þar sem þeir kæmu sam- an og skiptust á hátíðlegum yfirlýs- ingum um öryggi og samvinnu. Aðr- ir eru þeirrar skoðunar að öryggis- ráðstefnan skuli hefjast á fundi ut- anríkisráðherranna, sem kysu þá starfsnefndir, er störfuðu að lausn sérgreindra vandamála, en síðan kæmu utanríkisráðherrarnir sam- an að nýju og gæfu sameiginlega yf- irlýsingar. Austur-Evrópuríkin líta á öryggisráðstefnuna sem margþætta fundaröð, er gæti staðið um árabil. Þetta er hin formlega hlið máls- ins. Ekki er síður fróðlegt að kynn- ast þeirri efnislegu. Á fundi utan- ríkisráðherra Atlantshafsbandalags- ins, sem haldinn var í Brussel í des- ember 1971, settu ráðherrarnir fram tillögu um fjóra dagskrárliði á ráð- stefnu um öryggi og samvinnu Leonid Brezhnev. í Evrópu. Samkvæmt yfirlýs- ingu þeirra eru liðirnir þessir: a) öryggisvandamál þ. á m. grundvallar atriði í samskiptum ríkja og ýmsar hernaðarlegar hliðar öryggis; b) frjálsari hreyfing fólks, upplýsinga og hugmynda og menningarsam- skipti; c) samvinna á sviðum efna- hagsmála, vísinda og tækni og d) samvinna til að bæta umhverfi mannsins. Á fundi sínum i Búdapest i júní 1970 settu utanrikisráðherrar Var- sjárbandalagslandanna fram eftirfar andi tillögu um dagskrá öryggisráð- stefnu Evrópu: a) trygging evrópsks öryggis og afnám valdbeitingar eða ógnana í þá veru í gagnkvæmum sam skiptum Evrópuríkja; b) víðtækari viðskipta-, efnahags-, vísinda-, tækni- og menningartengsl á jafnrétt isgrundvelli í þeim tilgangi að auka pólitíska samvinnu Evrópuríkja og e) allsherjar evrópska ráðstefnan komi á fót stofnun til að fjalla um evrópskt öryggi og samvinnu í Evrópu. Ekki hafa komið fram jafn ákveðn ar tillögur um dagskrá ráðstefnunn- ar frá löndunum, sem standa utan við bandalögin tvö. Um tima var bú- izt við þvi, að níu aðildarlönd Efnahagsbandalagsins mundu setja Framliald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.