Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 17
MORGLTNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1972 17 Ég hefi, eins og svo margir aðrir, verið að stytta mér skammdegið með lestri á nýju bókinni hans Halldórs Lax- ness og skemmta mér við lýs- ingar hans á óhémjulegu bruðli sildarspekulantsins, er skvettir komdaki og viskíi út í bjórinn i mjólkurglösum sænskra gesta sinna. Maður veltist uim af iftátri, eins og yf- ir dúfnaveizlunni hans á sínum tíma. Meðan hlegið er að þess- um ágætu persónum og háttum þeirra, hugsar maður gjarnan að svona hafi þetta verið á síldarárunum eða á stríðsgróða tímanum — fyrir löngu síðan. Þessar lýsingar hitta kannski einkanlega hiáturtaugar okk- ar, sem nú tölum um endurmat á verðmætum í lífinu og frá- hvarf frá glerhöllum, óhófi í húsbúnaði, ofnotkun blikkbelj unnar o.s.frv. En er raunverulega nokkur breyting orðin? Er þessa endur mats á verðmætum, sem ungt fólk kennir gjarnan við sig, nokkurs staðar farið að gæta á voru landi — annars staðar en í orðræðum og skrifuim? Satt að segja hefi ég átt erfitt með að koma auga á það i dag- legum lifnaðarháttum okkar. Lítum i kringum okkur, til dæmis á húsin og ibúðirnar. Þá kemur í ljós að síðan 1960 hafa verið byggðar í Reykjavík 8500 nýjar íbúðir, en Reykviking- um hefur aðeins fjölgað um 14000 á sama tíma. Þetta er ný íbúð á innan við hverja tvo íbúa. Samt er mikill íbúðar skortur. Þótt ýmislegt komi þama sjálfsagt tll, eins og að fól'k gengur ynigra í hjónabamd, eitthvað hefur verið rifið af eldri húsum o.fl. þess háttar, þá hljóta þessar tölur að sýna að fólk er að stækka við sig húsnæði. Það vih búa rýmra. Það ber þess þá líklega vott, að fótk hafi betri efni, og leyfi sér að búa í stærra hús- næði. En ef það væri raunveru lega farið að meta minna stórar stofur og miikið húsrými með miklum húsbúnaði, þá ætti efna hagurinn ekki að koma svo mjög við sögu þar. Aftur á móti mætti ef til vill túlka aukna nofkun strætis- vagna á þá leið, að fólk vilji fara að draga úr einkabíla- notkun. Nú orðið ferðast 40 þúsund farþegar daglega í straetisvögnum í þessari 80 þús- und manna borg. Að vísu kom aukningin aðallega eftir að nýja leiðakerfið var upp tek- ið hjá strætisvögnunum með bættri þjónustu. En kannski má túlka fjölgun farþega að einhverju leyti á þá leið að fólk meti ekki einkabílinn eins mikils. Ekki veit ég það. Að vísu hefi ég aldrei séð ungling — eða fullorðna manneskju — standa upp frá speki'legum um ræðum um breytt verðmætamat og blikkbeljur og taka strætó eða ganga, ef til boða stóð einkabíll. Og bílaþvagan kring um skólana virðist ekki benda sérstaklega til þess að almennt vilji ungt fólk frekar fara í strætó eða ganga. En kannski er einhver hópur farinn að taka sinnaskiptum. Einn stræt- EFTIR EI.fNl PALMADÓTTUR isvagn flytur farþega á við 40—50 einkabíla, miðað við að hálfur annar maður sé að með- altali í hverjum eins og reikn- að hefur verið út. Mengar strætisvagninn því að sjálf- sögðu mun minna en sá bíla- skári. Ef merin vilja ,þá í raun- inni ieggja sitt til að draga úr menguninni, sem svo mikið er talað um. Þrátt fyrir fyrirlitningartal nútimafólks um bruðlþjóðfélag og peninga, held ég að enn sé talsvert til í orðum bandaríska gagnrýnandans og greinahöf- undarins Wilfred Sheel, þegar hann segir: Eldsneytið sem dríf ur nútímafólk enn hraðar áfram en áhyggjurnar er pen- ingar. Vissulega er hópurinn stór, sem alltaf lítur fyrst á það hvort nægilega há greiðsla komi fyrir, áður en hann tekur sér nokkuð fyrir hendur — sumir segja að hann sé hér sí- vaxandi. Á þvi sviði eru þó enn til undantekningar. Enn er til fólk, sem leggur áhugamál- um sínum allt það lið sem það má, án þess að hyggja fyrst að greiðslu fyrir. Ég tek dæmi. í sumar lögðu sjálfboðaliðar úr Jöklarann sóknafélag'nu og fleiri fram 384 vinnudaga til að aðstoða vísindamenn við borun í Bárð- arbungu á Vatnajökli, og eru þá ótaldar margar ferðir til að sækja útbúnað og bíla. Er þá ekki talað um neinn 8 stunda vinnudag, heidur gat þar allt eins orðið 24ra stunda púl. Þetta gerðu menn af áhugan- um á málefninu, og gerðu þar með fært að leysa þetta vís- indalega verkefni af hendi. Og mér er óhætt að fullvrða að hver maður, sem lagði þarna fram vinnu í sumarleyfinu sinu og fór í það úr annarri vinnu, hafi haft af því ánægju. Áhug- inn beindist allur að því að ná markmiðinu. Við slíkt næst líka viss tegund af samhug, sem verður að kunningsskap og vináttu af því að hafa púl- að saman og unnið að sama markmiði. Þarna gildir eitthvað svipað og sagt var í gamla daga að hestar sem svitna saman í ferðalögum, verði samheldnir vinir þaðan i frá. Þetta er eitt dæmi. Þau eru sjálfsagt mörg fleiri. Og mættu vera enn fleiri. 1 viðtali hér í blaðinu segir Sigrún Hannes- dóttir bókavörður frá því, að þegar hún skipulagði skóla- bókasafn fyrir kaþólskar syst- ur í Perú, þá hafi hún vegn^ f járskorts fengið mömmur barn anna til að leggja málinu lið og vinna að því að koma upp bóka aíninu. Og hér búum við við sama vandamál, og víða hægt að finna sér áhugaverð verk- efni. Að vissu leyti hlýtur maður að fá bað meira á tiifinning- una að hafa orðið máli að liði, ef þannig er aö farið heldur en ef t.d. er látið nægja að koma saman á fund og skora á ein- hvern annan að láta gera þettaf hið allra fvrsta og lýsa van- þóknun sinni ð að þetta eða hitt skuli ekki fvrir löngu vera orðið. Að visu er hægt að fara heim og halla sér ánægður á koddann og hugsa ekki meira um málið. Maður er búinn að rétta "mia. Ætli maður sofi þó ekki ennþá betur eftir að hala raunveru- lega lagt eitthvað tii. Þarna er einn liður i mis- munandi verðmætamati. Sumir halda því fram, að begar um sjálfboðavinnu sé að ræða til framdráttar góðum málum, megi hér greinilega marka sí- aukið lífsþægindakapphlaup. Færri gefi sér nú tíma til að sinna áhugamálum sínum vegna vinnu, sem fé kemur fyrir, en var áður fyrr. Má það þó und- arlegt heita, eftir að komin er 40 stunda vinnuvika og margir hættir að vinna á laugardög um. Að fólk hafi þá minni tíma til að sinna áhugamálum sínum og leggja þeim lið en áður, læt- ur dálítið undarlega í eyrum. Eitt er það, að enginn virðist hafa tima til neins. Allir eru önnum kafnir, en enginn svo að hann hafi ekki tima til að kvarta um tímaleysi, sagði ein- hver góður maður. Og það eru orð að sönnu. Þetta geri ég líka, oft á dag. Ingólfur Jónsson: Nýja áburðarverksmiðj an framleiðir allt að 65 þús. smálestir á ári EFTIR að jarðræktarlögim frá 1923 tóku gildi hófst nýr kafli i búskaparsögu landsins. Jarð rækt hófst að verulegu marki og túnin staekkuðu. Ekki leið á löngu þar til farið var að flytja inn tilbúinn áburð vegna aukimnar ræktunar. — Var það aðeins i litlum mæli fyrstu árin. Á 4. tug aldarmnar vaknaði áhugi fyrir byggingu áburð- arverksmiðju í landinu. Var alltaf öðru hverju rætt um málið bæði á Alþingi og utan þess. Menn gerðu sér grein fyrir því, að áburðarverk- smiðja kostaði mikið fé. ís- lendinga vantaði fjármagn til stórframkvæmda. Það var um 1948—1949, sem undir- búningur hófst fyrir alvöru að byggingu áburðarverksmiðju hér á landi. En framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hófuat ekki fyrr en 1952. Höfðu íslendingar þá fengið tryggða verulega u.pphæð frá Bandaríkjumum af Marshall- fé. Var það óafturkræft fram lag, sem rann í mótvirðissjóð sem stofnað'ur var hér á landi. En mótvirðissjóður lán aði fé til áburðarverksmiðj- unnar. Auk þess var teklð lán til framkvæmdanna i Alþjóða bankanum og í Import — Ex- poi'tbainkanum i New York. Áburðarverksmiðjan þótti stórfyrirtæki á þeim tíma, sem hún var byggð. Verk- smiðjan framleiddi árlega um 24 þús. lestir af 33%% köfn- unarefnisáburði „kjarna“. Var áburðarþörfinni þvi ekki full nægt með byggingu verk- smiðjunnar. En með þeirri framkvæmd var eigi að síð- ur stigið mierkilegt framfara- spor í iðnaðar- og atvinnusögu landsins. Framleiðsla áburðar byrj- aði í verksmiðjunni í marz- mánuði 1954. Verksmiðjan kostaði fullgerð um 130 millj. kr. Var það mikil upphæð mið að við peningagengi þess tíma. Þá var einn Bandaríkjadollar kr. 16,32. Stofnað var hlutafé lag um verksmiðjuna, hluta- féð var 10 millj. kr. Átti ríkið 60% hlutafjárins en ýmsir að ilar 40%. Rekstur verksmiðj unnar gekk vel, en bændur voru ekki að öllu leyti ánægð ir með áburðinn, sérstaklega vegna þess, að ekki tókst að fá hann nægilegia kornaðan. Áburðarverksmiðjan fram- leiddi aðeins einhæfan áburð. Véiar verksmiðj unnar voru orðnar slitnar og þörfnuðust að verulegu leyti endiurnýjun ar. Áburðarþörfin fór stöðugt vaxandi með aukinni ræktun í landinu. Var þvi ákvörðun tekin 1967 um stækkun verk- smiðjurínar og breytingar á framleiðslu hennar. Ákveðið var, að endurnýjun og breyt ingar á verksmiðjunni skyldu miðast við, að hún fullnægði sem bezt þörfum og óskurn landbúnaðarins. Undirbúning ur að framkvæmdum tók nokkurn tirna. Á árinu 1969 var gert útboð á vélum, tækja búnaði o. fl. í verksmiðjuna. Vestur-þýzkt fyrirtæki gerði hagstæðust til’boð og var gerð ur samningur við það um stækkun verksmiðjunnar í iruarzmánuði 1970. Þar með var framkvæmdin að fullu tryggð. Verkinu átti að ljúka í marzmánuði 1972, en hefur tafizt nokkuð af óviðráðanleg um orsökum. Það er mikilvæg ast að vélar og framleiðsla virðist vera eins og til var ætlazt. Kostnaður við stækk- un verksmiðjunnar nemur 425 millj. kr. Er það óneitan- lega há upphæð, en það fjár- magn miun skila sér aftur með fullum vöxtum. Ingólfur Jónsson. FRAMLEIÐSLA NÝJU VERKSMIÐJUNNAR MIÐAST VIÐ ÞARFIR LANDBÚNAöARINS Verksmiðjan miun geta fram leitt allt að 65 þús. smálestir á ári. Er gert ráð fyrir, að nýja verksmiðjan miuni geta fullnægt að mestu leyti á- burðarþörf landbúnaðarins á næsta vori. Við stækkun verksmiðjuinn ar var gerð mikil breyting á áburðarframleiðslunni, sem einkum er fólgin í eftirfar- andi: 1. Framleiðslan breytist úr einni eingildri áburðartegund, fínkornuðum kjama i gróf- kornaðan kjarna. 2. Er nú búin til kalkbland- aður kjarni með mismiklu kalkmagni. 3. Nú eru framleiddar ýms ar tegundir þrígildra áburðar blandna með breytilegum hlut föllum milli áburðarefnanna, köfnunarefnis, fosfórs og kalí, eftir þvi, sem bændur lands- ins óska helzt eftir að fá, bæði til tún- og garðræktar. Hin nýja verksmiðja leysir því af hólmi gömlu saltpéturs verksmiðjiuna, þar sem kjarni var eingöngu framleiddur. — Allir munu vera sammála um, að gert hafi verið stórt átak við stækkun verksmiðjunnar og með breytingu á framleiðsl unni. En fleira mun þurfa að koma í kjölfarið þótt síðar verði. Á árinu 1971 voru áburðar- kaupin 65.504 smálestir, en ár ið 1960 aðeins 34537 lestir. Á burðarþörfin hefur aukizt í samræmi við ræktunina í Iandinu á þessum tíma. — Áburðarverksmiðjan, eins og hún er nú orðin verður að telj ast stórfyrirtæki, sem þjóðin öll mun njóta góðs af, bæði í nútíð og framtíð. Verksmiðj- an var í byrjun hlutafélag með tiltölulega litlu hlutafé. Samkvæmt lögum mátti ekki greiða hærri arð af hlutafénu en 6%. Vegna þess að áburð arverði var alltaf stillt í hóf var arður af hlutafénu ekki greiddur í mörg ár. Hluthafar lögðu fram fé i áburðarverk- smiðjuna af því að þeir vildiu styrkja gott málefni. En það gat ekki orðið hvatning til auk innar hlutafjársöfnunar við fyrirhugaða stækkun verk- smiðjunnar, að hluthafar gábu ekki reiknað með arði af hluta fénu umfram það, sem áður er sagt. Þess vegna var lögum um áburðarverksmiðju breytt og ríkið yfirtók hlutabréfin. Hlutafélagsformið með örlitlu hlutafé, gat ekki átt lengur við, eftir að ráðizt var i stór- framkvæmdir við verksmiðj- una. Það er von allra, að áburð- arverksmiðjan nýja megi verða landbúnaðinum og þjóð inni allri til héilla. Að stækk- un verksmiðjunnar hafa marg ir unnið og ber að þakka öll- um, sem hlut eiga að máli. — Framkvæmdastjóri verksmiðj unnar hefur verið frá byrjun Hjálmar Finnsson. Aðeins tveir menn hafa verið stjórn arformenn í áburðarverk- smiðjunni, Vilhjálmur Þór og Pétur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.