Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 15
MOŒKSUfNBLAÐIÐ, LAUGAR-DAGUR 2. DESEME-ER 1972 15 Til skemmtunar og fróðleiks SKRUDDA. Sögnr, sagrnir og kveðskapur. Skráð hefur Ragnar Ásgeirsson Fyrsta bindi. Skuggsjá, Hafnarfirði 1972. 8ÖGN OG SAGA I. Fróðlegir þættir um ævikjör og aWaf a,r. S&fnað hefur Oscar Clausen. Sbuggsjá, Hafnarfirði 1972. Bfefgsveinn Skúlason: IÆNT MEÐ BIRTU. Sögur og sagnir úr Breiðafirði. Préntamiðjan Leiftur, Reykja- vík 1972. Guðmundur .1. Einarsson frá Brjánslæk: FOKDREIFAR. Æviminningabrot og fleira. Prentsmiðjan Leiftur, Reykjavik 1972. Guðmundur J. Einarsson frá Brjánslæk. Þjóðlegur fróðleikur er allt- af jafn vin.sælt iestrarefni, enda þræta fáir fyrir að margir hafa unnið gagn með söfnun þessara fræða, þótt sumt sé veigalitið, ®eni fram hefur komið uindir nafninu þjóðlegur fróðleiikur. Uhdirritaður er einn þeirra, sem Ihefur alltaf gamain af að glugga í bækur af þessu tagi, og þær bækur, sem hér verða nefndar, hafa síður en svo vaidið mér vanbrigðum. Ég hef fundið í þeirn miargt, bæði til dægrastytt ingar og eins til þesis að dýpka 'skilning á liðinni tíð. Skrudda Ragnars Ásgeirsson- ar kemur nú út í nýrri útgáfu hjá Skuggsjá. Ragnar Ásgeirs- son er orðhagur maður og vand virtkur og hefur í ferðum sínuim á vegum Búnaðarfélágsdtns safn- að saman miiklurn fróðleik úr ýmsium áttum. 1 fyrsta bimdi Sikruddu eru sögur, sagnir og kveðslkapur úr Gullbriingu- og kjósarsýslu, Borgarfjarðar- og firskra fræða. Hanm segir frá mamnlífi eyjanma bæði í amda fræðimanmsins og sikáldsins. Ef ég ætti til dæmis að nefna sögu sem sameinar þetta tvennt, mymdi ég benda á Lómatjarmar- dísina, gamlan húsgang frá Skál eyjum. Ég sé ekki betur en Bergsveini hafi tekist í þessari Bergsveinn Skúlason. Ragnar Ásgeirsson. JÓHANN HJÁLMARSSON SKRIFAR UM BÓKMENNTIR Mýrasýslu, Snæfellsnes- og Dalasýslu, Húnavatnssýs'lum og af Vestfjörðum. í upphafi Skruddu er greint frá himum margfiræga IrafeUs- móra, klækjum hans og óhæfu- verkum. Þáttur eins og Kvei'ktu, Málfríður! úr Borgarfjarðair- og MýrasýSiu, segir frá sparsemi „einstakra aðgætinma manna fyrir nokkrum áratugum." M.a. er greint frá efmuðum bónda, sem dró fáeima aura af kaupi vinmufólksins, ef það leit í Þjóð ólf eða Isafold, sem hamm keypti. „Sami bóndi dró einnig af 'kaupimu fyriir sikóslit, ef yinnuhjúám fóru af bæ í eigin þágu, en ekki heimiii®ims,“ segir Raignar Ásgeirsson. 1 Sögn og sögu eftdr Oscar Clausen eru ýmsir forvitnilegár þættir, til að mymda Fyrstu prjónavélamar fflytjast til ís- lands og Fyrsta mimnisimerkimu á ísiandi var stohð. Oscar Clausen f jaUar ítarlega um Am es útíleguþjóf, sem þekktur er úr FjaMa Eyvimdi Jóhanms Sig- urjómssoniar, og margt anmað kemur við sögu í bók Oscars Clausens. Þættirnir eru yfir- leitt lengri í þessari nýju bók en í öðrum bókum hans og fram hald er væntanlegt. Oscar Clausen er jafhan fund vís á sérkennileg söguefni og segdr skemmtilega frá. Svo er einmig að þessu sinni. Bergsveinn Skúlasom hefur valið sögum sínum og sögnum úr Breiðafirði failegt og sikáldlegt nafn: Lent með birtu. Bækur Bergsveims Skúlasonar eru aU- ar merkt framlag til bredð- Píanótónleikar JÓNAS Ingimundarson hélt páanótónleika í Tónlistarskólan- um i Reykjavík á sunnudaginn var. Viðfangsefnin voru hin fjöl- breytilegustu, en eitthvert meiri háttar samtíðaverk hefði vel mátt' slást í hópinn. Jónas fór öruiggum höndum urh tvo sáknaforleiki Bach-Bus- oni, mieð hljómmikilli tónmynd- un í kórööiunum og góðu jafn- víégi fylgiraddanna. í f-moll són ötú Beethovcns, op. 57, var ör- yggi handanna hins vegar ekki alitaf samhliða viljá hugans, vit^á, sem kom gíöggt i Ijós í hi-aðanum, er ósjaldan geystist éfrám. Méðferðin á Sónatínu Raveis va'r Úápunktur tónleikanna. Glitr andi hljómaskniðið fékk vel afl njóta sím asalaust og yfirvegað. Sámá' má segja uim ineðferðina á 11. rhapsódíu Liszts, sem sýndi, að ekki þarf bara að svara með tómiu virtúósiteti, þó að Liszts var spiladósamúsí'k úr sig. Inn á milli þeirra Ravels og Liszts var .spil adósamúsí k úr heimi leikbrúðanna hans Sjosta- kóvitsj. Atriðin sjö búa yfir Utl- um andstæðum frá hendi höf- umdarins, og hefði e.t.v. mátt „ýkja“ meir þau fáu tækifæri, sem gáfust. Jónas hyggur nú á tónleika- ferð um landið og efnisskrá þessi sýnir, að hann ætlar sér að gleðja alla aldursfiokka væntan- legra áheyrenda með einlægum pianóleik sínum. Þá er aðeins eft ir að óska honum góðrar ferðar og að sem flestir vilji gleðjast með honum. Þorkell Sigurbjörnsson. litlu sögu að segja það, sem einkennir hina dulimögnuðu al- þýðutrú liðins tíma. Hann geing- ur þanmig frá efninu að úr því verðuir listræn smíð. Sama gild ir uim margar aðrar sögur í Lent með birtu. Að lokum verður hér getið bókar eftir aldraðan mann, sem áður hefur sent frá sér bókima Kalt er við kórbak. Fokdreifar eftdr Guðmund J. Einarsson frá Brjánslæk er læsileg bók og víða komið við í henni, bæðd heiima og erlendis. Guðmundur J. Einarsson hefur frásagnair- gáfu, sem að minnsta kosti vek- Framh. á bls. 24 Oscar Clausen. Fyrir öld og áratug betur ÍSLANDSFERÐ 1862 120 bls. Bókaf. Odds Björnssonar. Akureyri, 1972. Islandsferð 1862 er afar dæmigerð ferðasaga. Shepherd, ensikur maður og félagar hans tveir, ferðast um landið með fylgdarmanni, rekja sögu ferða- lagsins frá degi til dags, lýsa veðrinu, landinu, sem þeir fara um, húsakynnunum (þeir gistu á bændabýlum, í kirkjum og á einkaheimilum í kaupstöðum), matnum og svo framvegis. Þeir koma frá því landinu, sem þá er ríkast og þróaðast i heiminum, til þess landsins, sem vanþróað- ast er og fátækast, þar sem orð- ið „vegur milli einhverra staða . . . merkir það eitt, að hægt sé að komast þetta.“ Þeir voru snemmsumars á ferðinnd, komu til Reykjavíkur 27. apríl og hugðust meðal ann- ars athuga hreiður oig varp fugla, en komust fljótt að raun um, að sumar hafði ekki heils- að á Islandi nema á almanak- inu. Nokkuð skánaði veðrið, þegar kom fram á sumarið, en tíðarfar munu þeir hafa hreppt hér í stríðra laigi, þó miðáð væri við árstíðina. Komið var fram i júlóimánuð, þegar þeim gafst tí'lefni til eftirfarandi veð urlýsingar: „Um kvöldið var mikil fannkoma, og næsta morg un var mikill snjór kominn nið- ur í miðjar hliðar og sums stað- lar var alsnjóa niður í sjó.“ Þeir voru þá staddir norður í Skagafirði á austurleið. Þar sem þeir ferðuðust um fjöli og firniindi og lentu þá oft í vondum veðrum, virðist þeim hreint ekki hafa verið fisjað saman, görpunum. Þeir virðast hafa gert sér far um að með- taka landið og þjóðina, eins og hvort tveggja kom fyrir og gera sér ekki rel'l út af þvi, sem á annað borð taldist hér sjálfsagt og náttúrlegt. Tii dæmis urðu þeir að undir gangast matarvenjur fslendinga mögiunarlaust, og óþrifnaðinn hafa þeir ekki látið hrella sig. „ísienzkur matur er ekki sér- teg'a girnilegur,“ segir Shep- herd. „Aðaifæðan er harðfiskur, rúgbrauð og skyr, sem er eins konar súrmjólk. Smjör er gert úr sauðamjólk á sumrin og geymt til vetrarins í belgjum. Nýtt er það mjög bragðgott, en þegar kemur fram á vorið er það að okkar dómi þrátt úr hófi fram. Lambakjöt er saltað á sumrin, en verkunin er ill, svo að af því leggur megnan ódauu. Nautakjöt er sjaldséð, en ef það S’kyldi sjást á borðum, má nokk urn veginn fuilyrða, að það sé af „gamalkú“.“ Um húsaskipun og húsa- kynni segir Shepherd meðai annars: „Ég hef oft skriðið inn um dyr, sem ekki voru nema þriggja feta háar, en venjuleg hæð þeirra er 4—5 fet. Inn úr útidyrunum eru venjuiega eitt eða tvö þrep niður á ósiétt, rakt moildargólf, oít með smápoMum. ADlt er koldimmt. Göngin eru ekki hærri en svo, að maður fær naumlega staðið þar upp- réttur, og ekki er óvenjuiegt, að gesturinn reiki nefið í hálf- hertan þorsk eða flyðru, sem hangir niður úr rjáfrinu. Eftir að hafa gengið fáein skref rek- ur gesturinn sig ófrávíkjanlega á þröskuid, og innan við hann er komið í önnur göng, nálkvæm lega jafndimm og hin fyrri, en þau liggja þversum, svo að gest- urinn veit ekki fyrri tíl en hann rekur sig á vegginn. Stundum eru þessi þvergöng bein, en ævinlega er þeim svo háttað, að annað hvort er gólf- ið svo óslétt eða svo mishátt undir þakið, að gesturinn á ým- ist á hættu að hrasa eða detta eða reka sig upp undir.“ Góð kynni virðast þeir hafa haft af flestu fóíki, sem þeir hittu. En kynnin urðu stopulli en stkyldi fyrir þá sök, að sára- fáir kunnu orð í ensku. Við presta, sem þeir hittu, reyndu þeir að tala latinu, og tókst það stundum og stundum ekki. Gest risni nutu þeir víðast hvar, þar sem þá bar að garði, og sýnist fólk hafa veitt þeim þá fyrir- greiðslu, sem á færi hvers og eins var að veita. Miðað við að- stæður verður ekki annað sagt en Shepherd beri Islendimgum vel söguna. Hann hefur haft glögigt auga fyrir sérkennum Iands og mannlífs og verið nógu hfleypidómalaus til að síkýra frá hverju einu, eins og það kom honum fyrir sjónir á hverjum stað og tíma. En naumast gat farið hjá, að hann sæi hér bros legu hliðina á mörgu, sem ís- lendingum sjálfur hefur þótt sið- ur en svo athugavert á þeirri tið, en við sæjum kannski nú í svipuðu ljósi og hann, gætum við horfið þannig aftur í tímann með honum og séð það, sem hann sá. Shépherd hefur verið gæddur ágætri kimnigáfu, græskulausri; og fyrir bragðið verður þessi ferðasaga hans býsna skemmtileg. Eða í það minnsta læsileg. Þýðandi íslandsferðar er Steindór Steindórsson frá Hilöð- um. Eftirmáia ritar hann einnig, þar sem hann gerir nokikra grein fyrir þýðing sinni og bók-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.