Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUJMBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1972 v Minning: Ingibjörg Fædd 18. júní 1906 Dáin 24. nóv. 1972. Lækkar líídaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegim hvíldinmi verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu méi- hjá. r í dag er til moldar borin frá Dómkirkjunni i Reykjavík frú Ingibjörg L. Austmar, Eskihlíð 20, Reykjavík. Ingibjörg fæddist í Stykkis- hólmi 18. júní 1906 og amdaðist 24. nóvember 1972 eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Ingibjörg var yngsta dóttir þeirra hjóna Guðfinnu Hlugadóttur og Lofts Gíslasonar sjómanns, sem bæði voru ættuð úr Helgafellssveit, en alls eignuðust þau 5 börn, tvö misstu þau á unga aldri og eina dóttur, Helgu, misstu þau er hún var 22ja ára gömul, en eftir lifir Ólöf f. 1896. Föður sinn missti Ingibjörg er húin var 2ja ára gömul og ólst hún upp með móður sinni. Ingi- björg þurfti þvi snemma að fara að vinna, en hennar mesta happ á lífsleiðinni var er hún réðst sem þema á gamla Lagarfoss árið 1937, þvi þar hitti húrn Jón Austmar ættaðan frá Akureyri, sem þar var 3. stýrimaður. — Feildu þau hugi saiman, og um áramótin 1938—1939 fluttust þau til Kaupmannahafnar og giftu sig 25. febrúar 1939. í Kaup- mannahöfn bjuggu þau svo öll striðsárin og sigldi Jón þar á dönskum skipum bæði sem stýri maður eða skipstjóri. Hlutverk sjómannskonunnar er að sitja heima og bíða meðan maðurinn er langdvölum að heiman. Ingibjörg ferðaðist oft með manni sínum um fjarlæg höf a. m. k. tvisvar hringinn í kringum jörðina. Mann sinn missti Ingi- t Hjartkær eiginkona min og móðir, Rannveig Björnsdóttir, lézt i sjúkrahúsi Akraness þann 1. desember. Bjarni Þór Bjarnason, Björn Þór Bjarnason. t Eiginmaður minn, Gestur Magnússon, verður jarðsettur frá Þingeyr- arkirkju í dag, laugardaginn 2. desember, kl. 14. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti líknarstofn- anir njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, t Þökkum inniiega auðtsýnda samúð við andlát og jarðar- för Sigríðar Sigurðardóttur, Faxastíg 18, Vestmannaeyjum. Erla Guðnadóttir, Guðb.jörg Guðvarðardóttir og Guðni Sigurðsson. L. Austmar björg 1965, þeim varð ek'ki barna auðið. Ingibjörg fiuttist tii íslands eft ir andlát manns síns og keypti ibúð í Reykjavík og bjó þar rniéð systur sinni, Ólöfu. Hún fór fyrst að viruna í Liido, en eftir það fór hún að vinma sem her- bergisþema að Hótel Loftleiðum og vann þar til dauðadags. Við saimstarfsstúlkur hewnar á Hótel Loftleiðum munum minnast hennar með söknuði og vand- fyllt það skarð sem hún skildi eftir. Við minnumst hennar sem góðs vinar, sem ailtoaf var reiðu- búinn til hjáipar og til að gefa góð ráð. Á heiimili hennar var gaanan að koma þar sean hann- yrðir hennar og ýmsir munir frá ferðum hennar með manni sín- um sátu í öndvegi, enda var heimili henmiar annáiað fyrir snyrtimennsku og smiekkví.si. — Með þessum fátæklegn orðum kveðjum við þig, Imba mín, og þökkum þér allar skemmtilegu samverustundirnar í starfi og lei'k. Einnig sendum við samúð- arkveðjur til Ólafar og anmarra aðsitamdenda. Kveðjur frá saniverkakonum. Fiskiskip til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu nú þegar 250 rúm- lesta stálfiskiskip í mjög góðu lagi. Upplýsingar í símum 18105 og 36714 eftir skrifstofu- tíma. FASTEIGNIR OG FISKISKIP, Austurstræti 17. Hoinorfjörður - Bingó Lionsklúbbur Hafnarfjarðar heldur bingó í Bæjar- bíói, Hafnarfirði, laugardaginn 2. desember kl. 17. Aðalvinningur: Mallorkaferð með Ferðaskrifstofunni Sunnu. Fjöldi annarra góðra og nytsamra vinninga. Öllum ágóða varið til tækjakaupa fyrir Sólvang og St. Jósepsspítala. LIONSKLtJBBUR HAFNARFJARÐAR. Maðurinn minn. t JÓN R. JÓHANNESSON, Syðri-Kárastöðum, fyrrverandi oddviti Kirkjuhvammshrepps, andaðist í sjúkrahúsi Hvammstanga aðfaranótt 1. desember. Ólafia Sveinsdóttir. t GUÐBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 14, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 30. nóvember. Davíð Askelsson, Hildigunnur Davíðsdóttir, KetiN Högnason, Asrún Davíðsdóttir, Haraldur Friðriksson, Kristín H. Davíðsdóttir og dóttursynir. t ðtför bróður okkar, MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR, frá Skörðum, Fjölnisvegi 20, fer fram frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 4. desember kl. 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Systkinin. Skrifstofuhúsnœði Þriggja -herbergja íþúð til leigu við Laugaveginn. Leigist strax fyrir skrifstofu eða læknastofu. Upplýsingar í sma 33747 eða 18780. Hrútur Sá, sem hefur undanfama vetur fóðrað hvítkollótt- an hrút, sem mér var dreginn á sl. hausti með marki mínu stýft biti framan hægra og stýft gagnbitað vinstra, vinsamlegast hafið samband við undirrit- aðan. BJÖRGVIN GUÐBRANDSSON, Fossá, Kjós. Símtöl til útlanda Vegna mikilla anna við afgreiðslu símtala til út- landa um jól og nýár eru símnotendur beðnir að panta símtölin sem fyrst, til þess að auðvelda af- greiðslu þeirra á umbeðnum degi. RITSlM AST J ÓRI. BLAÐBURÐARFOLK: Sími 16801. VESTURBÆR Túngata. AUSTURBÆR Bogahlíð - Þingholtsstræti - Miðbær. Stúlka óskast tii sendiferða í skrifstofu blaðs- ins. Vinnutimí kl. 9-12 fyrir hádegi. Upplýsingar í skrifstofu blaðsins. Sími 42747. Almannatryggingar i Hafnarfirði, Gnllbringu- og Kjósarsýsln Bótagreiðslur almannatrygginganna í Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu fara fram sem hér segir: I Seltjamarneshreppi mánudaginn 4. des. kl. 10—12 og 2—5. í Mosfellshreppi þriðjudaginn 5. des. kl. 1—3. I Kjalameshreppi þriðjudaginn 5. des. kl. 4—5. 1 Kjósarhreppi þriðjudaginn 5. des. kl. 6—7. í Grindavíkurhreppi miðvikudaginn 6. des. kl. 1—5. í Vatnsleysustrandarhreppi fimmtudaginn 7. des. kl. 10—11:30. I Njarðvíkurhreppi fimmtudaginn 7. des. kl. 1—5. I Gerðahreppi föstudaginn 8. des. kl. 10—12. I Miðneshreppi föstudaginn 8. des. kl. 2—5. I Hafnahreppi, Garða- og Bessastaðahreppi frá 15.—23. des. I Hafnarfirði hefjast greiðslur á elli- og örorkulíf- eyri mánudaginn 11. des. Allar bætur í Hafnarfirði greiðast frá 12.—23. des. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.