Morgunblaðið - 16.01.1973, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1973
JKfttgMitlWfifefr
Otgefandi Kf Árvekuf, Fteyíojavfk
Fremfcvaamda&tjóri HaraWur Sveinsaon.
R'rtsitíórar Mattihías Johonnessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
RrtslíórrrarfuHrtrúi Korbijöm Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannssan
Auglýsingastjóri Árni Gorðar Kristinsson
Rítstjórn og afgreiðsia Aöajstrsati 6, sími 1Ö-100.
Aug'ýsingar Aðatetreati 6, aímí 22-4-60
Áskriftargjaid 225,00 kr á 'mémiði in-nanlands
I íausasöiru 15,00 ikr eintakið
að er eðli lýðræðislegs
þjóðfélags, að ákvarðan-
ir eru teknar víða, á heimil-
um, í fyrirtækjum, í sveitar-
félögum, í héruðum.“
Þannig kemst Jónas H.
Haralz að orði í merku erindi,
sem birtist hér í blaðinu sl.
laugardag. Og hann heldur
áfram:
„Það er í raun og veru að-
eins hin almenna stefna, sem
er mótuð á einum stað, af
ríkisvaldinu sjálfu. Á sínum
tíma, þegar þjóðríkið mynd-
aðist, var það mikill áfangi í
lýðræðisátt, vegna þess að
þjóðríkið varð til úr stærri
heild. Þegar þjóðir urðu sjálf
stæðar fluttist valdið frá mið-
depli út á við. Þetta hafði
mikla þýðingu fyrir allar
framfarir, eins og við þekkj-
um bezt frá því að við feng-
um heimastjórn 1904 og
ákvörðunarvaldið fluttist frá
Kaupmannahöfn og hingað
heim. En þegar nú er stefnt
að því að efla vald þjóðrík-
is, er í raun og veru verið
að stefna í öfuga átt frá þvi
sem var, þegar þjóðríkið varð
til. Verið er að taka áhrif og
völd, sem væru betur komin
annars staðar og færa þau ti’
miðdepilsins. Við getum í
stuttu máli sagt, að sá viti
gjörst hvar skórinn kreppir.
sem ber hann á fætinum.
Grundvallaratriðið í stjórn
efnahagsmála er einmitt að
koma ákvörðunum þannig
fyrir, að sá taki þær, sem ber
skóinn á fætinum. Inntak
stjórnvizku er einmitt þetta.
Þjóðfélag, þar sem ríkis-
valdið eflist fram úr hófi, er
illa virkt þjóðfélag, sem verð
ur lítið úr því, sem það hef-
ur handa á milli, nýtir ekki
framleiðsluþætti sína sem
skyldi og verður minna úr
gæðunum en unnt væri. En
það er einnig ógeðfellt þjóð-
félag, sem leggur helsi á
sköpunar- og athafnamátt
manna og spillir þeim, sem
völdum safna og völdum
beita í jafnmiklum mæli og
það þrúgar þegnana."
Jónas Haralz ræðir hér um
velferðarríkið og þá þróun,
sem átt hefur sér stað að
undanförnu víða um hinn
vestræna heim, að fjármagn
og völd hafi í stöðugt ríkari
mæli safnazt saman á hend-
ur ríkisins. En afleiðingin
hefur orðið sú, að umráða-
svið einstaklinganna hefur
þrengzt og ríkisvaldið er far-
ið að „þrúga þegnana". Það
er ekki að ófyrisvnju, sem
athygli er á þessu vakin ein-
mitt nú, því að á valdatíma
vinstri stjórnarinnar hefur
siglt hraðbyri í þá átt, að
umráðasvið einstaklinga,
fyrirtækja og stofnana væri
þrengt, samhliða því, sem
stjórnendur ríkisins hafa
sölsað valdið í sínar hendur.
Jónas Haralz víkur að hags
munaárekstrunum í nútíma
þjóðfélögum og þeim kenn-
ingum, sem nokkuð hefur
bryddað á, að enga nauðsyn
bæri til að auka hagvöxtinn
jafn ört og raun hefur orðið
á að undanförnu. Ef hagvöxt-
ur er lítill er ekki unnt að
snúa sér að lausn einstakra
viðfangsefna og fjármagna
þau, án þess að skerða hag
einhverra annarra. Þess
vegna sé mikill hagvöxtur
forsenda þess, að vandamál
nútímaþjóðfélags séu leyst.
Hann segir:
„Við getum sjálf haft
áhrif á það efnahagskerfi og
það þjóðfélag, sem við. lif-
um í. Þetta gerist fyrst og
fremst fvrir áhrif stjórnmála
legrar baráttu og athafna.
Þá er komið að því að spyrja,
hvert stjórnmálaflokkur eigi
að stefna, sem öðlazt hefur
skilning á þeim málum, sem
hér uim ræðir og sem vill
freista þess að leiða velferð-
arríkið af villigötum.“
Meðal þeirra leiða, sem
Jónas hendir á, er að endur-
skoða fjármálastjórn ríkis-
ins og beinlínis stefna að því
að koma í veg fvrir frekari
vöxt opinberra útgjalda í
hlutfalli við þjóðarfram-
leiðslu. En samhliða þarf að
ná betri tökum á efnahags-
málunum en nú á sér stað.
Og síðast en ekki sízt er inn-
tak þeirrar stefnu, sem hér
er boðuð, túlkuð í eftirfar-
andi orðum; höfundar:
„Að því er leiðirnar snert-
ir, kem ég aftur að því, sem
ég hef áður sagt, að mestu
máli skiptir að finna rétta
ákvörðunarstaðinn í hverju
máli, að sá taki ákvörðunina,
sem finnur hvar skórinn
kreppir. Þar á framtakið og
ábyrgðin að liggja, og þetta
felur í sér, að valdinu sé
dreift til heimila, einstakl-
inga, fyrirtækja, byggða og
sveitarfélaga. Jafnframt ma
ekki gleyma því, að sömu
lögmál um dreifingu valds og
ábyrgðar eiga líka við innan
fyrirtækja og stofnana.“
Hér er fjallað um það meg-
inmál, sem sköpum skiptir í
þjóðfélagsþróuninni. Annars
vegar þá stefnu, að skerða
einstaklingsfrelsi og fjötra
athafnafrelsi með ofstjórn
ríkisvalds og hins vegar þá
stefnu, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn boðar, að takmarka
eigi valdssvið ríkisins, en
auka vald einstaklinga og
margháttaðra stofnana i
þjóðfélaginu. Hér er því um
að ræða stjórnmálabaráttu,
þá baráttu, sem sjálfstæðis-
menn þurfa mjög að efla til
að forða þjóðinni frá hinu
þrúgandi ríkisvaldi.
VALDINU VERÐUR AÐ DREIFA
VESTUR-BERLÍN
— DOFNANDI VITI
eftir C. L. Sulzberger
VESTUR-Berlín — þetta
fræga tákn á Vesturl&ndum
siðasta aldarfjórðung sem
frelsisviti í landfræðilegri
miðju þess hluta Evróu, sem
kommúnistar ráða, virðist
dæmd til þess að færast inn
á baksvið sögunnar — og það
er senniíega lítið, sem unnt
er að gera við því.
Þegar bandalag fjórveld-
anna, sem sigruðu í síðari
heimsstyrjöldinni, leystist
upp í Sovétríkin andspænls
hinum þremur, varð Vestur-
Berlín tákn um samheldni
Vesturlanda. Árið 1948 ein-
angruðu stjórnvöldin i
Moskvu þessa fyrrverandi
höfuðborg Þýzkalands, en loft
brúin fræga neyddi Stalín til
þess að láta undan. Kruzhev
varð til þess að aðskilja aust-
urhlutann frá vesturhlutan-
um, en Kennedy forseti kom
á vettvang og tilkynnti í nafni
frelsins: — Ich bin ein Berlín-
er.
Hver svo sem ágreiningur-
inn var, sem stundum kom
upp í öðrum málum, þá stóðu
stjómirnar í Washington,
London og París fast saman
varðandi Berlín. Þær héldu
fast við heimild sína um að
fá að hafa her i Vestur-Berlín,
óhindraðan aðgang til borg-
arhlutans og efnahagslega
framtíð hans. Vestrænt setu-
lið hefur haldið áfram að
vera í borgarhlutanum, 27 ár-
um eftir hrun nasista og her-
bílar Vesturveldanna fara
þar eftirlitsferðir í þvi skyni
að halda þar uppi röð og
reglu. Þýzka sambandslýð-
veldið, sem nú er óaðskiljan-
legur hluti af NATO, leg.gur
af mörkum geysilega aðstoð.
En nú, hægt en óhjákvæmi-
lega, breytist staða Vestur-
Berlínar með oreyttri Evrópu.
Þetta hlýtur að vera óhjá-
kvæmileg afleiðing af austur-
stefn-u Bonnstjórnarinnar,
hvað svo sem annað gerist.
Önnur yfirvofandi afleiðing
þeirrar stef-nu er stjórnmála-
leg viðurkenning á Austur-
Þýzkalandi af hálfu nær allra
vestrænna ríkja, sem annarra
og að sendir verða til Austur-
Berlínar sendiherrar frá
Bandaríkjuinum og öðrum
NATO-löndum. Þannig verð-
ur Austur-Berlín allt í einu
fullkomin höSuðborg á al-
þjóðamælikvarða.
Augu .heimsins, sem hingað
til hafa beinzt að Vestur-
Beriin, munu nú snúast að
hinum hlutanum í þessari
klofnu borg. Hinum megin
við múrinn eiga hundruð
sendistarfsmanna eftir að aka
um með sendiráðsmerkj-um á
bílum sínum, en í vesturhlut-
anum bera herbílar banda-
manna og opinberar bifreiðar
Bandaríkjanna, Bretlands og
Frakkiands merki herstjórna
sinna. Samt sem áður verður
engin herstjórn fyrir hendi.
Það er undarleg mótsögn,
að Vestur-Berlin skuli verða
siðasti hlutinn af „hernáms-
svæðinu" frá þvi í síðari
heimsstyrjöldinni og að þetta
„hsrnám“, sem er algjöriega
velvlljað, skuli ekki einungis
vera samþykkt, heldur einnig
umbeðið af Vestur-Berlínar-
búum og Vestur-Þjóðverjum
sjálfum.
Sökum verndar fámenns
setuliðs ba-ndamanna þar hef-
ur tekizt að viðhalda þar full
komnu frelsi og útvarps- og
sjónvarpsstöðvar þar senda
út óheftan boðskap til Aust-
ur-Evrópu. Vegna einbeitni
bandamanna hefur aðflutn-
íngsleiðum frá V-Berlín til
Sambandslýðveldisins verið
haldið opnum. Og með aðstoð
Bonnstjórnarinnar ríkir vel-
megun í Vestur-Berlin. En
hve lengi helzt þetta, eftir að
Austur-Berlín verður orðin
viðurkennd af öllum sem höf-
uðborgin í fullvalda austur-
þýzku ríki?
Stjórnin í Moskvu þarf
ekki að gera neitt óvænt til
þess að breyta núverandi
ástandi. „Hernámið“ og her-
liðið geta haldizt til staðar í
hið óendanlega. Aðgangur
Vesturveldanna til V-Berlín-
ar verður öruig.gleiga áfram
fyrir hendi. Og svo lengi sem
Bonnstjórnin er fús til þess
að legigja fram 2.000 millj'.
dollara á ári í fjárveitingum
og skattfriðindum, mun vel-
m.egunin ríkja áfram í Vest-
ur-Berlin, en það mun ekki
lýsa af henni framar.
Franz Josef Strauss, sem
ráðið hefur hvað mestu um
florystu stjórnarandistöðu-
flokkanna, hefur látið haía
eftir sér: „Staða borgarinnar
hlýtur að breytast til hins
verra. Eftir því sem augu
heimsins beinast meira að
Austur-Berlin, verður Vest-
ur-Berlin smám saman hæli
fyrir gajmalt fólk, hnignandi
borg, sem reiðir sig á hjálp
okkar til þess að geta lifað.
Hún verður ekki lengur frels-
isviti. Og ekki enu minnstu
likur á því, að múrinn verði
brotinn niður."
Hve lengi mun einbeitni
bandamanna og örlæti Vest-
ur-Þjóðverja halda áfrjim að
styðja þá tímaskekkju, sem
Vestur-Berlín verður, þegar
hún tekur að glata sínu mik-
ilvæga álitsgildi? Hve lengi
eiga afkomendur þeirra
herja, sem sigruðu Hitler, eft
ir að halda áfram að fara eft-
irlitsferðir eftir þessum
breiðu viðhafnargötum?
Þegar til lengdar lætur,
tekst landafræðinni venjiu-
leg.a að merkja rás atburð-
anna sínum óhagganl&gu rök-
um. Þeirri spennui, sem. eitt
Framliald á bls. 31