Morgunblaðið - 16.01.1973, Síða 32

Morgunblaðið - 16.01.1973, Síða 32
Offsetprentun tímaritaprentun lítprentun Freyjugötu 14' Sínti 17667 THotmtttMafeifr ÞRIÐJUDAGUR 16. JANUAR 1973 RUCLVSinCRR «g.^*2248Q Morðtilræðið í Breiðholti: Árásarmaðurinn ber við ölvun og minnisleysi - gefur engar skýringar á skotárásinni — úrskurðaður í allt að 60 daga gæzluvarðhald og geðrannsókn STÖÐUGAR yfirheyrslur voru á sunnudag og í gær yfir Haraldi Ólafssyni, 26 ára gömlum Reykvíkingi, sem um kl. 14 á sunnudag réðst inn í íbúðir í fjölbýlishúsi að Yrsufelli 11 í Breiðholti og særði þrjár manneskjur með haglaskotum. Hefur Haraldur enga skýringu gef- ið á þessu atfreli sínu, en ber við minnisleysi varðandi atburðina vegna ölvunar. Hann var í gær úrskurðaður í allt að 60 daga gæzluvarðhald og gert að sæta geðrannsókn. Þrjár manneskjur særðust í skotárásinni: Elín Ólafsdóttir, 49 ára gömul, fyrrverandi tengda- móðir árásarmannsins, hlaut skotsár á kviði og læri; Þórhallur Gunnlaugsson, 15 ára son- ur hennar, hlaut minni háttar meiðsli á brjósti; og Hafsteinn Jósefsson, 36 ára gamall, sem á heima á næstu hæð fyrir neðan mæðginin, skaddaðist svo mjög á hné og fótlegg, að taka varð fótinn af ofan við hné. Þau Elín og Hafsteinn hafa bæði verið flutt af gjör- gæzludeild Borgarspítalans yfir í aðra deild. Þórhallur fékk hins vegar að fara heim á sunnudagskvöldið eftir að gert hafði verið að sárum hans. Lögreglunni barst fyrst til- kynningin um ferðir árásar- mannsins, er hjón, sem búa á efstu hæð fjölbýlishússins, þeirri sömu og Elín og fjölskylda hennar, hringdu og sögðu að maður með byssu væri að reyna að komast inn í ibúð Elínar. Voru hjónin nýbúin að koma son uim sínum af stað í kvikmynda- hús, er þau heyrðu mikla skruðn inga á stigaganginum. Fóru þau Leigubílstjórar: hækkun VERÐLAGSNEFND afgreiddi eitt mál á fundi sinum í gær; heimifld til leigubilstjóra til að hækka taxta sína um 20% frá þvi sem þeir eru núna. að aðgæta hvort drengirnir hefðu dottið í stiiganum, en sáu þá byssumanriánri. Lokuðu þau þá strax að sér og hringdu í lög- regluna. Rétt á eftir heyrðust skothveWir og óp. Skömmu siðar var bankað á svalahurðina að ibúð þeirra og var þar kominn Þórhallur Gunnleugsson og sagði, að maðurinn væri að skjóta mömmu sína. Sjálfur var Þórhallur særður á brjósti, en hann hafði orðið fyrir flísum, er byssumaðurinn skaut í gegnum hurðina að íbúðinná. Hann hljóp þá út á svalir og klifraði yfir á næstu svalir og Framhald á bls. 31. Hér sést hvernig eldhúshurðin er útlítandi eftir að byssumað- urinn skaut í gegnum hana og særði Elínu Ólafsdóttur. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) HÓTAÐI AÐ SKJOTA YFIRLÖGRE GLUÞ JÓNINN — þegar honum var neitaö um byssuleyfi. Keypti síðar riffil norður í landi án leyfis LÖGREGLAN í Reykjavik hef- ur á undanförnum mánuðum þurft að hafa afskipti af Har- aldi Ólafssyni vegna ofsóknar hans gegn fyrrverandi eiginkonu og fjölskyldu hennar. Þessi af- skipti hafa hvað mest mætt á Bjarka Elíassyni, yfirlögreglu- þjóni, en hann hefur einnig þurft að hafa afskipti af lionuni fyrir fleira, m.a. neitað Haraldi nm byssuleyfi og fékk fyrir morð- hótun. Haraldur kom til Bjarka fyrir um það bil einu ári og óskaði eftir að fá bysisuleyfi. Þar eð Bjarki þekkti hann af fyrri reynslu, t.d. fyrir ofsóknirniar gegn eiginkonu sirnni, kvaðist hamn ekki geta veitt Haraldi leyfið. Brást Haraidur mjög reið uir við þessum svörum, kvaðst engu að síður mundu fá sér byssu og skyldi Bjarki verða fyrsti maðurinn, sem hann skyti, þegar hann hefði fengið byss- una. 1 júlimánuði í sumar var svo Haraidur tekimn öLvaður við akstur, og fannst þá í bítnum sjálfvirkur riffiil. Við eftir- grennslan kom í ljós, að Haraid ur hafði fengið riffiilin.n keyptan norður í landi án þes að sýne byssuleyfi, en með loforði að hann skyldi senda vot'torð siðar u>m að hann hefði slíkt leyfi. Riff illinn var óðar tekinn af Har- Framhald á bls. 31. Hafsteinn Jósefsson afvopnaði byssumanninn en fékk skot I hnéð. Hér sést hann ásamt tveimur sonum sínnm, Sverri Má og Víkingi Emi. „Hugrekki Hafsteins réð úrslitum“ > • « — segir félagi hans, Olafur Ogmundsson, sem tókst að afvopna og yfirbuga árásarmanninn „ÞÓTT ég hafi verið svo hepp inn að geta náð byssnnni af árásarmanninum og þannig getað komið í veg fyrir að hann skyti á fleiri manneskj- ur, þá er það fyrst og fremst Hafsteini áð þakka, því að án hiks gekk hann á móti árásar- mnnninum og tók í byssu- hlaupið og sagði honum að skjóta ekki. Árásarmaðurinn skant samt, en síðan kom hik á hann og það nægði tál þess að mér tókst að komast að honum.“ Þannig fórust orð Óiafi Ögmundssyni, 28 ára gömlum vélvirkja, er Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, en hann náði byssunni af árás arnianninum eftir skotárásina í Breiðhoitinu í fyrradag og tókst síðan að skella mannin- um í gólfið og halda honum þar unz lögreglan kom á stað- inn rétt á eftir. ÓLafur rekur í samvinnu við Hafstein Jósefsson bifvéla- verksitæði og var hann í stuttri heimsókn á heimili Haf steins að YrsufeLli 11, er skot- árásin var gerð á íbúa húss- ins. „Við Hicjfsteinn höfðum arilað að fara að vinma á verk stæðinu þemnan dag,“ sagði Ólafur í viðtali við Morgum- blaðið, „og ég hafði fengið vin mimn til að aka mér á verk- stæðið, Em þegar þaingað kom fanm ég að ég hafði gleymí liykiumium og bað vin mimm því um að aka mér heim til að sækja þá. En allt í eimiu beygði hamin af leið og er ég sputrði hanm hvers vegma, sagði hanm, að muin stiyttra væri heim tll Hafs'teims. Ég lét það gott heita. Er þamigað komn, ætlaði ég að fá lyklama, em þá baúð kon® Hafsfeinis mér upp á kaffisopa og spurði hvort ég Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.