Morgunblaðið - 11.02.1973, Síða 20

Morgunblaðið - 11.02.1973, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1973 Sjötugun Gunnlaugur Briem, ráðuney tisstj óri Ég get ekki látið hjá líða að ssenda bekkjarbróður mín- um, Gunnlaugi Briem, kveðju af tilefni sjötugs afmælisins, þótt síðbúin sé hún af ástæðum, sem ég réð ekki við. Það er nú kom- ið drjúgt á 57. árið síðan við hitt umst fyrst, og varla hægt að segja að leiðir okkar hafi skilið siðan, nema rétt um stund arsakir; að visu svo árum skipti, meðan ég var við nám erlendis, en samt sem áður ættum við að vera farnir að kannast sæmilega hvor við annan. Fyrstu kynni okkar hóf- ust þegar við vorum að búa okk ur undir innigwngiu í menmtaskól- ann og Gunnlaugur varð mér ögleymanlegur við fyrstu sýn. Hann var svo eðlilega glaður og frjálsmannlegur, þessi granni og hávaxni piltur og lífsfjörið og þrótturinn ólgaði svo í honum, atð hann bókstaflega réð ekki við sig. Mér, sveitastráknum, sem varla hafði komið út fyrir tún- garðinn áður, fannst inntöku- prófið í menntaskólann vera sam felld röð ákaflega alvarlegra og mikilvægra atburða, og var vist ekki mjög upprifinn eða upplits djarfur um þær mundir, en Gunnlaugur virtist ekki láta neitt slíkt á sig fá, enda vel und irbúinn og þurfti því engu að kvíða. Hann var jafn syngjandi glaður á hverju sem gekk og virtist ekki skynja hið minnsta þá miklu alvöru Iífsins, sem við stóðum í. Ég öfundaði strax þennan fullhuga, sem stóð eins og klettur úr hafinu og var aldrei ærslafengnari en þegar mér fannst mesta alvaran standa fyrir dyrum. Ég get ekki neit- að því, að mér fannst þessi þrótt mikla lífsgleði Gunnlaugs ein- kennilega smitandi. Það var eins og lif færðist í allar tuskur um leið og Gunnlaugur birtist, og þá fór alltaf eitthvað skemmtilegt og spennandi að gerast. Þvi virt- ust lítil takmörk sett hverju hann gat fundið upp á til að koma af stað gleðskap og ærsl- um. En áreitni eða að gera á hliut noikkurs manns var ekki til í fari hans. Ætli að nokk- um hafi grunað það í þá daga, að Gunnlaugur ætti eftir að verða einn af virtustu emb- ættismönnum þjóðar sinnar, sem fylgdi ábyrgðarmiklum störfum sínum eftir af meiri festu og al- vöru en flestir aðrir. Það var síður en svo fjarstæða að imynda sér slikt. Ætt hans og uppruni gerðu það fyrst og fremst líklegt. Og gegnum allt ólgandi æskufjör Gunnlaugs mátti greina eitthvað óvenju traust, djarflegt, drengilegt, gott og hreinskipfið. Auk þess sem óhaggað stendur, að oft verður góður hestur úr göldum fola. Gunnlaugur Briem var einn með al allra fjörmestu unglinga, sem ég hefi kynnzt og hann hefur verið einn þeirra fáu, hamingju söimu manna, sem 'alia tíð hafa haldið sinni þróttmiklu skap gerð óbreyttri og ósigrandi lífs- gleði. Starfsferill Gunn'laugs er orð inn langur og æði margþættur, þótt stöðu hans sem ráðuneytis- stjóra beri hæst, og enginn, sem fylgzt hefur með starfsferli Gunnlaugs, mun draga í efa það, sem sagt hefur verið um hann, að hann sé einn reyndasti og virtasti embættismaður þessa lands. Og það hlýtur að verða landbúnaðarráðherranum þung raun að eiga nú í vændum að fnissa hann sem ráðuneytisstjóra. Og heppinn má landbúnaðarráð herra vera í valinu með eftir- manninn, ef hann á ekki að finna sárt til þess að missa Gunnlaug. En Gunnlaugur hefur auk að- alstarfs síns, sinnt fjölda mörg- um trúnaðarmálum fyrir hið op- inbera, setið í fjölmörgum nefnd um og ráðum. Senni'lega hefur sáttasemjarastarfið verið eitt af þeim viðfangsefnum, sem hvað mest hefur reynt á hann. 1 þvi vann hann um árabil með Torfa Hjartarsyni fv. tollstjóra, sem er mestur mannasættir á Islandi og allra manna frægastur fyrir að setja niður deilur manna á með- al. Það veit ég, að honum fannst mikið til um Gunnlaug í því starfi og sannarlega stóð hann MAGGI -súpur gerðar af sérfræöingum framreiddar af yður 4 6 SERVIN6S ASSIETTEt Svissneskir kokkar eru frábaerir matreiðslumenn. Þeir einir kunna uppskriftir af MAGGI-súpum. En þér getið framreitt þessa kostafæðu með lítilli fyrirhöfn. . MAGGI sr MAGGI-súpur frá SVISS eru beztar. • Matseldin tekur aðeins 5 mínútur • Þér getið valið um 18 Ijúffengar tegundir. MAGGPs ekki einn uppi meðan hann hafði Gunnlaug við hlið sér í hinu mikla völundarhúsi vinnudeiln- anna og i öllum þeim vandleystu og viðkvæmu málum, sem þar eru jafnan á döfinni. Heyrt hefi ég sanngirni Gunnlaugs, lang- lund.argeði oig bugkvæmmi við- brugðið í þeim skiptum, en þeg- ar viðsemjendur gerðust á stund uim sivo þrjózki.r ag ósamvinnu- þýðir, að ekki þótti lengur sæm- andi, er sagt að hann hafi átt til að verða æði aðsóps- og gust- mikill, og engum heiglum hent að standa augliti til auglitis við hann, enda man ég ekki til þess að hafa heyrt Briemunum brugð ið um geðleysi. Hjálpsemi Gunnlaugs og um- hvggja fyrir okkur bekkjarfé- lögum hans hefur verið frábær alia tið. Um leið og eitthvað hef ur bjátað á, hefur hann fyrst- ur allra verið boðinn og búinn til að láta í té allt sitt liðsinni. Þar hefur hvort tveggja hald- izt í hendur, að hann hefur ver- ið hrókur alls fagnaðar á gleði- fundum okkar, en jafnframt höf um við ekki síður átt hluttekn- ingu hans i mótlæti og erfið- leikum, og holráðari mann en Gunnlaug Briem hefi ég ekki fyrir hitit. Samheldni og vinátta innan bekkjarins okkar, sem útskrifað ist úr menntaskólanum 1922, hef ur löngum verið viðbrugð- ið. Temgsiliin hafa haldizt mjög náin gegnum ÖU þessi ár, og sein ast í vor fundum við að allt var þetta ófölskvað á 50 ára stúd- entsaf mæli okkar. Ég er ekki í neinum vafa um að enginn hefur átt drýgri þátt i því að styrkja þessi nánu tengsl en Gunnlaugur Briem, án þess að ég sé að gera neitt lítið úr hlut okkar hinna og vitanlega byggist öll sam heldni á þvi að vilji allra sé fyrir hendi. En einn maður get- ur þó gert mikið til að skapa þann vilja og viðhalda honum. Út úr stúdentsárganginum frá 1922 kristallaðist dálítill hópur, sem batzt alveg sérstökum tryggða- og vináttuböndum, og gerði sér það að reglu að hitt- ast jafnan, stundum oft á ári, og svo er enn, þó að fundium hafi nú fækkað í seinni tíð, vegna þess hvað stór skörð hafa ver- ið höggvin í hópinn okkar hin síðari ár. Við Gunnlaugur Briem vorum báðir svo hamingjusamir að lenda í þessum litla f’lokki. Afmæli eru eins margvisleg og mennirnir, sem eiga þau. Sum eru bráðskemmtileg, önnur þvert á móti og allt þar á milli. Og svo eru enn önnur, sem eru hvorki eitt né neitt, vegna þess að ekki er haldið upp á þau. En afmælin hans Gunnlaugs Briem hafa aldrei bnuigðizt — þau hafa verið samfelld keðja skemmtilegra atburða í lífi okk- ar bekkjarfélaga hans, sem næst ir honum hafa staðið og við höf- um verið svo lánsamir að geta næstum óslitið tekið þátt í þeim, ásamt fjölskyldu hans og öðrum vinum og velunnurum, og nú bættist stóra perlan í röðina með sjötugs afmælinu. Það er hreint útilokað, að Gunnlaugur Briem og kona hans gætu haldið annað en skemmtilegt af- mæli, eins og reyndin varð í þetta skipti: ógleymanlegt kvöld, þar sem hjónin tóku glöð og reif móti gesitum sinium af mikiffld rausn og börnin öll viðstödd. Guðrún hjúkrunarkona og Garðar tæknifræðingur, bæði prýðilega gift og búsett í Reykja vík. Eggert héraðsl. á Dalvík, kominn að norðan ásamt konu j sinni, til að taka þátt í hinum | mikla heiðursdegi föður síns. Og ekki skal gleyma mjög ánægju- legum og efnilegum bamabörn- j um, sem þarna voru stödd. Öll : eru börn Gunnlaugs glæsilegt | fólk og vel gert í alla staði, sem | sýnir foreidrum sínum frábæra ; ástúð og umhyggju. GæÞisamur maður Gunnlaugur Bríem og Þóra kona hans. Fyrir hönd okkar bekkj- arsystkinanna og maka okkar, þakka ég Gunnlaugi og Þóru frá bæra samfylgd og órofa tryggð á langri leið. Bjarni Bjarnason. UNIVOX VERÐ: AÐEINS 790 KR. Lærið nýtt tungumál fyrir næstu utanlandsferð. 8 plötur, 33ja snúninga. 2 hefti, erlendur texti, íslenzk þýðing. Efni námskeiðanna miðast við helztu þarfir á ferðalögum erlendis. Innfæddir kennarar lesta textann. í>ér hlustið á réttan framburð. Enska — þýzka — spænska — franska — ítalska — sænska — norska — finmska — rúsisneska. Sendum gegn póstkröfu. Skrifið eða hringið í síma 94-3352 mánud,—föstud. klukkam 13—17. SALVAL pósthólf 46, ISAFIRÐI.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.