Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARZ 1973 GAIM þe.ssari óhuganlegu þögn og tóm leika. — Halló! sagði hún og beið síðan, en þar sem dauðaþögn var í símanum, kallaði hún aft- ur og aftur: Halló, halló. Og hún fékk svar, enda þótt það væri ekki svarið, sem hún bjóst við: — Jenny, hvislaði ein hver, — Ég var að vona, að þú mundir svara. Það er hætta á ferðum, Jenny. En allt í einu breyttust hvísl- ingarnar í rödd, sem hún kann aðist við. — Art æpti hún. — Art! Hann svaraði í hálfgerðum hvíslingum, en samt nógu greini lega. — Spurðu mig ekki, hvern ig ég viti það. En það er hætta á ferðum. Forðaðu þér. Svo kom smellur og síðan sónn í símanum. Jenny hreyfði sig ekki strax. En svo hugsaði hún með sér: >að hlýtur einhver þeirra að vera hérna, Cal, Pétur eða frú Brown. Art hafði hringt að heiman frá sér. Já, það hlaut hann að hafa gert. Hann var að reyna að vara hana við, það lá óhugn anlega í augum uppi. Cal, Pét- ur, frú Brown! Húsið var fullt af fólki, en samt var þarna eng an að sjá. Enginn var í setu- stofunni, enginn í borðstofunni. Hún flýði aftur upp á loft og kveikti. Pétur var ekki í sínu herbergi. Cal var hvergi að finna. Þegar hún barði að dyr- um hjá frú Brown, var hún þar ekki. Hún leit i kringum sig og trúði ekki sínum eigin augum. Loks fór hún inn í fataherberg- ið, sem Fiora hafði einu sinni boðið henni að skoða, og horfði eins og í martröð á speglana og skrautlegu skápana. Art hafði reynt að vara hana við. Hvað gat hún gert? Náð sér í leigubil og farið. Hlaupið burt eftir stígnum og niður á þjóðveginn? En þetta gat verið giidra. Hún gat alls ekki trúað því, að það væri gildra, svo einlægur hafði ákafinn verið í málrómi Arts. Hann vissi, að hún var í hættu stödd og vildi reyna að bjarga henni úr þeirri hættu. En óhugnaniegastur var þó þessi tómleiki og einmanakennd þarna i húsinu. Hún var orðin jafnhrædd við að fara oig hitt að vera þarna kyrr. Hún stóð þarna við stigaskörina og reyndi að ákveða sig. Þá þóttist hún heyra eitthvert hljóð. Það ískraði í búrhurðinni. Frú Brown kom vaðandi gegnum borðstofuna og fram í birtuna í forstofunni, með bakka, sem á voru samlokur og eitt viskíglas Listadún Afgreiðum LYSTADÚN DÝNUR eftir máli. LYSTADÚN-verksmiðjan Dugguvogi 8 Símar 84470 og 84655. Hfingt eftii míðncetti M.G.EBERHART ið til. Jenny hefði getað æpt upp yfir sig, svo mjög Létti henni. Frú Brown óð áfram, áleiðis til bókastofunnar og hvarf sjónum. Jenny var þá ekki ein í hús- inu. Vindlingurinn tilheyrði frú Brown. Henni datt fyrst i hug að fara til hennar. En þess í stað fór hún inn í herbergi Cals, kveikti þar og settist nið- ur til að bíða hans. Þarna væri henni óhætt, því að enginn færi að leita hennar í herbergi Cals. Art hafði varað hana við. En hvernig hafði hann vitað um hættuna? „Spyrðu míg ekki urn, hvernig ég viti það,“ hafði hann sat. Frú Brown hafði opnað fyr- ir útvarpið niðri, og óhugnan- legt en dauft bergmál af dans- tónl'ist barst um húsið. Jenny áttaði sig allt í einu á þvi, að þetta hafði gengið lengi til, með an hún sat þarna og beið eftir Cal — of lengi. Hún ákvað loks að fara niður til frú Brown, Hún gekk niður stigann, en þá fannst henni allt í einu sem Cal og Pétur hlytu að vera þarna i húsinu. Hún iæddist inn í borðstofuna og sá þá einhvem Ijósbjarma fyrir neðan útitröppumar. Hún gáði betur og sá þá, að ljósið var í bíl Cals, en dymar stóðu opn- ar. Ef Cal væri að fara, þá færi hún með honum. Hún vildi ekki hitta frú Brown og þurfa að gefa neinar skýringar. Hún gekk aftur inn í forstofuna. Það heyrðist enn danshljómlist úr bókastofunni, hún opnaði dyrn- ar varlega og hlijóp niður tröpp- urnar og yfir garðhjaldann, nið- ur aðrar tröppur, og áður en hún var komin að bilnum, sá hún Cal. Hann hljóp léttilega að beykitrjánum og iitlu hurð- inni í múmum. Það var dimm.t, en tungdið óð í skýjum, svo að hún gat öðru hverju séð honum bregða fyrir og loks hvarf hann. Hún hljóp á eftir honuim í votu grasinu, en var komin að trjánum, þegar henni datt í hug, að þetta hefði alls ekki verið Cal. Þá var ekki annað að gera en flýta sér inn í húsið aftur. En hún hreyfði siig ekki, vegna þess að í sama bili rak hundur upp ýlfur. Það var nógu óhugn- anlegt til að vekja upp dauða. Hún stóð sem snöggvast stirðn- uð, áður en henni datt í hug Skipper, sem var í girðingunni hjá garðyrkjumannskofanum. Nú ýlfraði hann aftur öanur- lega, rétt eins og hann vissi eitt hvað, sem enginn annar vissi. Svo varð dauðaþögn, þegar hann loks þagnaði. En svo var skellt hurð og einhver æpti. Þetta var sjálfsagt Victor i kof- anum. Svo æpti einhver annar. Svo varð brak og brestir og hratt fótatak og loks hávaðinn í Skipper, eins og einhver hefði hleypt honum út. Bíll Cals stóð þarna með ljós in á fyrir neðan tröppurnar. Hlauptu þangað, hugsaði hún, þeyttu flautuna og kallaðu á þá. Plýttu þér! Hún komst að bíln- um og ætlaði að fara að fleygja sér inn í framsætið, þegar hún sá, að þar var einhver annar fyr ir. Blanche Fair lá þarna í hnipri í grænu dragtinni simni, með andlitið niðri á gólfi, klemmd miMi fram- og aftur- sætisins. — Nei! heyrði Jenny sjálfa sig segja. Nei! Hennar eigin rödd var henni framandi. Ein- hver kom hlaupandi niður tröppurnar. Pétur stóð við hlið hennar. Svo heyrðist hávaði ut- an frá runnunum. Skipper gelti i fjarska. Pétur hallaði sér yfir aftursætið. Hann stóð þarna eins og stirðnaður, allur í keng. Loks halaði hann sér að henni. í þýðingu Páls Skúlasonar. — Hún hefur verið skotin — beint í gagnaugað. Hún er dá- in, Jenny. Hann greip um axl- irnar á Jenny. — Ég drap hana ekki! Cal kom hlaupandi utan úr myrkrinu. Hann sá þau, en hljóp fram hjá þeirn og inn í húsið. — Cal! æpti Pétur. Jenny hljóp upp tröppurnar. Pétur greip til hennar. — Farðu ekki, Jenny . Ég drap hana ekki! Hann greip í pils- ið hennar. Hún sleit sitg lausa og hljóp áfram og inn í húsið, fram hjá frú Browm, sem var með samloku í hendinni, og inn í bókastofuna. Hún heyrði, að Cal var að tala í símann. — Nei, sagði hann, — ég gerði það ekki. Það eru þeir félagar Vict or, sem vinnur hérna og Skipp- er sem eru hetjurnar. . . . Allt í lagi. Hann skeUti tólinu á. Jenny var við hliðina á honum og þrýsti sér upp að honum — Hún ætlaði ekiki að yfirgefa hann, en hann leit ekki éinu sinni á hana. — Stattu kyrr hérna, saigði hann og svo var hann þotinn. Frú Brown kom slagandi inn, horfði á Jenny glierhvítum auig- um, reikaði yfir að legubekkn- •um og settist niður með samlok- una í hendinni. — Þessar tvær stúikur, tautaði hún allt í einu, — þessar tvær stúlíkur! Ailtaí afbrýðisamar hvor út í aðra. Og nú eru þær báðar. . . Röddin dó út. Nú heyrðist fótatak og Victor kom inn og hélt í hálsbandið á Skipper. Victor var í fleginni skyrtu og viðum buxurn og var velvakandi Velvakandi svarar í síma 1010C rrá mánudegi til föstudags kl. 14—15. Q „Herstöðvaandstæð- ingar“ í góðum félags- skap Erlendur Magnússon skrifar: „Segðu mér hverja þú um- gengst og ég skal segja þér hver þú ert.“ Þefta gullvæga máltæki hefur sjaldan brugðizt og geröi það ekki, þegar ég leit á baksíðu Þjóðviljans miðviku- daginn 21. febrúar sl. Þar blasti við mynd af plakati, gerðu ajf Hildi Hákonairdóttur, sem á að vera bairáttuplakat „her- stöðvaandstæðinga*‘, eða hvað sem þeir kalla sig þetta augna- blikið. Ofarlega á plakatið eru rituð nöfn nokkurra glæpa- samtaka úti í hinum stóra heimi, en Þjóðviljinn segir um þau: „Heiti nokkurra þeirra samtaka undirokaðra, sem hafa orðlð að sækja rétt sirm gegn ofurefli." Nú, hver eru þessi samtök? Eitt þessara samtaka ber skammstöfunina „IRA“, sem þýðir á íslenzku „írski lýð- veldisherinn". Ég efasí ekki um að flestir hafa, án efa, heyrt þessana samtaka getið, en hvað hafa þau gert sér til frægðar? T. d. hafa þau klesst fjöru á andstæðkiga sína, fyr- ir það eiítt að hafa lýst yfir and- stöðu sinni á samtökunum. Og hverjir hafa fengið svona með- ferð hjá þeiim? í haust varð 14 áira stúlka fyrir þessu og stuttu seinna unig fjögurra bama móðir. Þá hafa IRA-menn tölu- venðan fjölda morða á sam- vizkunmi, ef hún fyrtrfinnst hjá þeim. Gleymum ekki þeim sak- lausiu frum, af mismunandi trúarbrögðum og stéttum, sem hafa bæklazt illilega, eða jafn- vel látið lífið, þegiar tima- sprengjur IRA-manna hafa sprunglð á aknannafæri. IRA hefur aldrei fengið neinn stuðn ing frá írum sjálfum; bæði stjórnin sem sat í Norður-fr- larndi o gstjóm írska lýðveldis- ins hafa barizt mjög gegn þess- um glæpasamtökum. Q IRA — A1 Fatah — Svörtu hlébarðarnir Ekki er IRA eiitt á Hstan- um yfir samitök skyld „her- stöðvaandsitæðingum". Allir þekkja A1 Fatah, skæruliðasam tök Araba, sem bezt eru þekkt fyrir morð á sakiausium Gyð- ingum og fyrir að reyna að koma á upplausn innan nokk- urra Arabarikja. Aðedns Hitler einum tókst að fá fleiri Gyð- inga drepna en þeir. >á eru „Svörtu hlébarOamir“, samtök öfgafuilra svertingja i Banda- ríkjunum — saimtök, sem flest- ir svertingjar hata. SíOan koma nöfn fleiri saimtaka „leppeulúða" urndir mörgum „þjóðfrelsis"- nöfnum, en ölil haiia þessi sam- tök kommúnismann efst á blaði, og aiit skal víkja fyrir honum, hvað sem fóikið í lönd- unum segir. Hér hef ég talið upp nöfn „kammerata" „herstöðvaand- stæðinga" útí i heimd. Eina sióð þessara samtaka er blóð and- stæðinga þeirra og barátta gegn lýðræði. Nú getur hver og einn séð, sem sjá vill, að „hersitöðva- andstaiðingai'" vllja lýðræðið helzt feigt og kommúndsmann allsráðandi. Þeim hefur tekizt með þjóðernislegum áróðri að fá saklaiusa menn i Lið með sér. Augljósit hlýtur að vera að síð- ur en svo þjónar það þjóðernis- hagsmunum, að ísland verði gert varnarlaust. Sérhver sann- ur þjóðemissinni ætti þess í stað að hefjia baráttu gegn þeim ísienzku „IRA“-mönnum, som viljia ísLand varnarLaust. Það er skömm að þvi, að samtök þes-si, sem vilja þjóðfé- lag okkar feiigt skuli nota op- inbert húsnæði undir starfsemi sína. Skattgreiðendur eru ekki að greiða skatta sina í húsnæði fyrir svona lúsaiblesia. Erlendur Magnússon." Q „Bundinn er sá, er barnsins gætir“ Einstæð móðir skrifar á þessa leið: Þetta sanmaðist áþreifániega i kvöld, þegar vinnuveitandá minn hringdi í mig og saigði, að ég þyrfti ekki að koma tii vinnu hjá honum oftar. Orsökin er sú, að ég hef þurft að vera heiima i viku yfir sjúku barni mínu. Þanndg fóik sagðist vinnuveitandiinn ekki geta hiaift í vinnu. Ég vil taka það fram, að ég er eimstæð móðir og hiaifði unn- ið í verzlun í eánn mánuð þeg- air bamið veitetást. Að koma baminu fyrir annars staðair en á bamaheimiiinu þenmam tdma var ómögulegt Nú vil ég beina þeim táknæl- um tál váninuveiitenda, sem hafa einsitæðar mæður eða feður í vinnu, að þeir reyni að setja ság i sömu spor og við stönd- uim i. Rekið okkur svo! Einstieð móðir. Eldsteiking- FyrirskurÖur I dag er eldsteiking og fyrirskurður sérstaklega á dagskrá í veitingasalnum á 9. hæð, þess vegna færum við matreiðsluna að miklu leyti úr eldhúsinu og fram í sal. Það er lystaukandi að horfa á hvernig góð steik verður til með hröðum og öruggum handtökum — við borðið. Verið velkomin. — Borðpantanir í síma 82200. #HOVEL«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.