Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1973 ® 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 — Manstu ^ömhi gróðu dagr- ana, þ«“gar la»namir húsvitj- uðu. — Garðyrkjumaðurinn sagði mér að spyrja þig lækn ir, hvers vegna grasflatir ná grrannanna virðast alltaf grænni. — n skmmtilegt, ég og pabbi þinn ætlum líka að skilja. — Ég safna ekki bara sjald- gæfum peningum, ég safna öllum peningrum. O 31// Jt I TMtW S ■> ii.'díi/vi kJHhb) w!i 7T4” iHd.'.I — Patbi verður ömgrgrlegra hrifinn af þé.r, ég veit ekki um mömmu. STAKSTEINAR Albaníu- ráðherrann Ræða Magrnúsar Kjartans- sonar i vantraustsumræðun- um verður ætíð talin eitt gleggsta dæmið um það, þeg- ar neyð annarra er notuð til þess að slá sjálfa sig til ridd- ara. Að vísu er þetta ekki í fyrsta skiptið, sem þessi ráð- herra gerir sér óhamingju annars fólks að vopni fyrir sjálfan sig, — enn muna Is- lendingar skrif hans á innrás- ardaginn í Tékkóslóvakíu. Ræða ráðherranns ein- kenndist fyrst og fremst af skömmum á stjórnarandstæð- inga fyrir að vilja ekki fallast á tillögur stjórnarinnar í Vest mannaeyjamáiinu. I>ó vita allir menn, að væri allt með felldu í stjórnarherbúðunum, hefði stjómin aldrei þurft á aðstoð andstöðunnar að halda. Ráðherranum hefði því verið miklu nær að skamma þá stjórnarsinna, sem stöðvuðu fyrirætlanir stjórnarinnar. Hann hefði átt að ráðast á Björn Jónsson, Eðvarð Sig- urðsson, Geir Gunnarsson eða Karvel Pálmason. En slíkt var hugrekki ráðherrans, þegar á hólminn var komið, að hann þorði það ekki, held- ur beitti hann kunnugri að- ferð lærimeistaranna í Kreml, þegar þeir skamma Albani fyrir það, sem Kina hefur gert. Það virðist að vísu tilgangs laust að elta ólar við allar þær rangfærslur, sem þessi ráð- herra gerði sig sekan um i ræðu sinni. Hann hefur aldrei verið sterkur í þvi að segja sannleikann, enda helgað sig þvi, að útbreiða mestu lífslygi veraidarsögunnar meðal ís- lendinga. Eða trúa menn því, að maðurinn, sem stóð fyrir sérstakri minningarathöfn um Jósef Stalín i Austurbæj- arbíói, hafi sérstakan hug á þvi að skapa hér réttlátara og lýðræðislegra þjóðfélag? Árásin á þingræðið En þegar sleppt var albönsk um málflutningi ráðherrans bar ræða hans vitni um eitt. Hún bar vitni um ótrú ráð- herrans á þingræðinu og fyr- irlitningu hans á þinglegum aðferðum. Magnús lýsti þvi, að þingið hafi ekki viljað fall- ast á tillögur hans í Vest- mannaeyjamálinu, — afleið- ingin: „Ég efast um að Al- þingi hafi nokkurn tíma sett jafn mikið ofan í mínum huga.“ Og óttinn við það, að ein- hverjir þingmenn stjómarinn ar muni nú loksins láta til skarar skríða gegn óstjórn- inni í landinu, — t. a. m. að Eðvarð Sigurðsson hefni nú fyrir það, þegar hann var sviptur þingsæti um nokkurn tíma, dylst ekki. Ráðherrann nær ekki upp í nefið á sér af reiði yfir því að menn skuli dirfast að bera fram van- traust á hann, — Magnús Kjartansson, leiðtogann mikla og vin verkalýðsins: „Er það skoðun íslendinga, er það skoðun Sjálfstæðisflokksins, að þeir velji fulltrúa á þing til þess að stunda hégómleg- an og tilgangslausan leikara- skap af þvíliku tagi?“ spyr hann, rétt eins og aldrei hafi verið borið fram vantraust á ríkisstjórn fyrr i veröldinni. Ræðunni lýkur þessi ráð- herra með því að lýsa því yfir, að alþingi gefi ekki lengur sanna mynd af vilja þjóðar- innar. Hann segir: „Engum manni dylst, að mikið djúp er nú staðfest miili Alþingis og þjóðarinnar." Og þar rataðist loksins hinum kjöftuga satt orð á munn. Þetta er rétt að því leyti til, að núverandi rík- isstjórn fengi aldrei brautar- gengi í kosningum til þess að starfa áfram. Hvort sem Magnúsi líkar það betur eða verr getur þingræðið nú bjargað hans eigin skinni. spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Ilringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. BANKAÞJÓNUSTA Brynjólfur Þorvarðsson, Óðinsgötu 17, spyr: „Hvernig stendur á þvi, að handhafi sparisjóðsbókar við Búnaðarbankann í Aust- urstræti 5 getur ekki fenigið greitt úr bókinni hjá Búnað- arbankanum við Hlemm, nema þvi aðeins að bókin sé skilin þar eftir? Það virðist annað hvort vera um það að ræða að við- komandi fari niður í Austur stræti eða leggi bókina inn á Hlemmi og komi svo aftur eft ir 1—2 daga til að fá greitt úr henni. Er ekki hægt að breyta þessu fyrirkomulagi? Eða telur bankinn, að þetta sé fullkomin þjónusta við — í raun eftirsóttan — viðskipta vin?“ SVAR BÚNAHARBANKANS: „Viðskiptamenn Búnað- arbankans fá greitt úr sparisjóðsbókum sínum við framvisun þeirra í hvaða úti búi bankans sem er án nokk urra tafa, aðeins þarf að ganga úr skugga um, hvort tilgreindur er réttur eigandi, eða hvort bókin hef ur verið talin glötuð. Vegna þessa er símavakt í aðal- bankanum fyrir útibúin til kl. 18,30 á kvöldin. Sé sparisjóðsbók á aðal- bankann framvísað í útibúi, þarf að senda hana til inn- BYRDS hafa tekið saman á ný, eftir nokkurra ára sam búð með öðrum tónlistar- mönnum i misjafnlega vel heppnuðum hljómsveitum. Þetta eru gleðitíðindi, því að hinir upprunalegu Byrds voru meðal fremstu hljóm- sveita síns tíma. Til að hressa upp á minni þeirra, sem tnuna ekki lengur 6—8 ár aft færslu í aðalbankann ef um úttekt er að ræða. Fær við- komandi kvittun fyrir bók- inni og getur vitjað hennar á annan hvom staðinn eftir 1—2 daga. Bækur á öll úti- búin er hins vegar hægt að færa í hvaða útibúi sem er eða aðalbanka. Ástæðan fyr ir framangreindu er þessi: 1 aðalbankanum hafa sparisjóðsbækur verið færð- ar síðan 1948 í bókunarvél- um, sem voru á sínum tíma tiltölulega dýrar en sterk- byggðar og eru sumar fyrstu vélamar ernn í nofikun. Vél- ar þessar var fyrir alllöngu hætt að framleiða. Þegar teknar voru í notkun bók- færsluvélar i útibúunum, 14 að tölu, varð því önnur vél- artegund fyrir valinu, og ganga bækur aðalbankans ekki í þær. Til þess, hefði þurft að skipta um vélar að- albankans og ca 30 þúsund sparisjóðsbækur og spjöld, sem hefði haft mikil óþæg- indi í för með sér. Uni þess- ar mundir er verið að flytja allt bókhald sparisjóðs og hlaupareikninga i rafreikni og þegar þvi verki lýkur mun losna um nokkrar vél- ar aðalbankans, og er ráðgert að nota þær a.m.k. í stærstu ■itibúiinum t.d. á Hlemmi. Varðandi síðasta lið spurn ingarinnar um „fullkomna þjónustu" við viðskipta- menn, er þvi til að svara, að David Crosby, sá þekktasti þeirra Byrds-félaga. ur í tímann, er rétt að telja upp nöfn þeirra félaga: Rog- er McGuinn, Michael Clarke, fullkomin verður þjónusta Búnaðarbankans sjálfsagt aidrei fremur en önnur mannanna verk, en bankinn hefur jafnan leitazt við og lagt á það megin áherzlu að veita viðskiptamönnum sínum greiða og örugga þjónustu. Hinu er ekki að neita að stundum geta utanaðkom- andi atvik ráðið nokkru um hvernig til tekst. Það sem hér um ræðir stendur til bóta eins og að framan greinir. Búnaðarbanki f slands, Skipulagsstjóri.“ FLUTNINGUR MILLI LÍFEYRISSJÓÐA Árni Jónsson, Laufási 1, Garðahreppi, spyr: „Þegar verkamaður óskar eftir flutninigi frá einum tíf- eyrissjóði yfir í annan, flyzt þá ekki hlutur atvinnurek- andans tílka milli lífeyrissjóð- anna?“ Landssamband lífeyrissjóSa svarar: „Atínemna reglan er sú, að við fiutning milli tífeyris- sjóða, eru öll iðgjöld, sem greidd hafa verið vegna við- komandi sjóðsfél'aga, bæði ið- gjaldshluti launþega og at- vinniurókainda, greidd til þeas sjóðs, sem sjóðsfélaginn flyzt til.“ UMFERÐ UM LAUGARNESVEG Guðmundur Magnússon, Laugarnesvegi 64, spyr: Væri ekiki hægt að banna Chris Hillman, Gene Clark og David Crosby. Þeir hafa hljóðritað plötu fyrir Asylum plötufyrirtækið (sem virðist vera búið að skapa sér sess aesm svo pottiþétt fyniirtæki, aiö maður geti óhræddur keypt hverja einustu plötu frá því í fullri vissu fyrir að hún sé góð), og á plötunni eru 11 lög eitt eftir Joni Mitchell, tvö eftir Neil Young og hin eftir liðsmenn hljómsveitarinnar. — o — CLAIRE HaimóSI er ung, bnezk stúlka, sem virðist ætla að ná vinsældum þar í landi fyrir lög sín, og var kominn tími fiskfl'Utniingabílum og mjól'k- urbílum akatur um Laugarnes veg? Það er svo mikið ónæði af þeim hér, og þeir gætu auð- veldlega notað sjávargötuna (Kirkjusand), sem væri einmig mjun heppillegri fyrir þá.“ Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn, svarar: „Það er rétt hjá fyrirspyrj- anda, að óæskilegt er, að stór- ar og þumgar vöruflutninga- bifneiðar fari um íbúðarhverfi. Ég held, að ekki þyrfti að banma t. d. þeim, er aka fiski að fiskmjölsverksmiðjunni að Kletti eða fiskverkunarstöð Júpiters og Mars, að aka Laugamesveginn; þeir færu áreiðanlega Sætúnið, ef það yrði malbikað, en eins og Sæ- túmið er nú og yfirleitt al'Itaf, þá er ekki von til þess, að vörubifreiðastjðrar aki þar um með þumgaflutninig. íbúi vi@ Laugarnesveg, sem sat fundi Umferðamefndar Reykjavíkur, hefur vakið at- hygli á þessu sama vamdamáli í nefndinni. Gatnadeild borg- arverfcfræðings veit því um þetta mál og er starfsmönm- um deildarin.nar treysfcandi til að leysa þa.ð, ef fjárveiting er fyrir hemdi. Einnig mætti benda á, að við það, að Sætúnið yrði gert að greiðfærri götu, þá myndi draga úr umferð um Bongar- tún, og er það nauðsyn.“ til, að ný kvenstjarna kæmi þar fram, í stað hinna gömlu, sem allar virðast búnar eða langt komnar að syngja sitt síðasta. Ný stór plata er kom in á mairkað með tónlist Claire Hamil, „October". Mig grunar, að það sé eiguleg plata, án þess þó að ég hafi heyrt nokkuð í Claire hingað til. — o — DONOVAN er komiiinm úr út- legðinni og á næstunni verð- ur gefin út ný stór plata hamis, „Cosimic Wheels“, og hún ku vera gjörólik öllum fyrri plötum hans. - sli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.