Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1973
Lesið vitnisburð Björns Jónssonar og Bjarna
Guðnasonar um efnahagsstefnu vinstri stjórnar
Björn Jónsson, alþm. og forseti ASÍ;
Ríkisstjórnin hefur ge rt 8 tilraunir til
að breyta samningum eða skerða þá
Forsætisráðherra ætlaði að nota tækifærið „meðan stemningin væri góð“
ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti í
gær ítarlega frásögn af
ræðu, sem Björn Jónsson,
forseti ASÍ, hélt fyrir
skömmu á fundi launþega-
ráðs Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur. í ræðu þess-
ari sagði Björn Jónsson
m.a., að núverandi ríkis-
stjórn, sem hefði á sínum
tíma stutt verkalýðshreyf-
inguna við gerð núgildandi
kjarasamninga, hefði síðan
gert alls átta tilraunir til
þess að breyta samningun-
um eða beinlínis til að
skerða þá.
Morgunblaðið hirtir hér
í heild frásögn Alþýðu-
blaðsins í gær ,af ræðu
Björns Jónssonar en efni
hennar er slíkt, að hún á
tvímælalaust erindi til
sem allra flestra lands-
manna. Frásögn Alþýðu-
hlaðsins er svohljóðandi:
„Um gengisfellingu krónunn
ar í desemberm. síðastliðn-
um sagði Björn Jónsson, að
hann persónulega oig hans
flokkur hefðu verið bornir
þeim sökum, að þeir hefðu ver
ið upphafcað'li gengisfeMingar
innar og bæru því ábyrgð á
henni. Hann kvaðst ekki vilja
neita neinni ábyrgð, er hann
bæri með réttu, en þó væri
hér ekki alls kostar rétt með
farið. Hið sanna væri, að
hann og þeir félagarnir hefðu
stungið upp á „lausu við-
skiptagengi", þannig, að geng
ið hefði getað breytzt í sam-
ræmi við ýmsar aðrar utanað
komandi breytingar á öðrum
gjaldmiðli og viðskiptakjör-
um, er síðar hefðu orðið.
Hefði verið far ð að þessum
ráðum myndi gengi krónunn
ar ekki hafa fallið líkt því
jafn mikið og það gerði, er
dollarinn fél'l í febrúar 1973.
Taldi Bjöm, að gengisfelling-
in i desember hefði þurft að
nema 15—16%. Hann kvað við
skiptaráðherra nýlega hafa
sagt, að ekk: hefði þurft að
fella gengið í desember ef þá
hefði verið ljóst, að viðskipta-
kjör Islendinga færu mjög
batnandi og dollarinn yrði
felldur í febrúar á þessu ári.
Vísaði Björn þessari skoðun
á bug og taldi að hún fengi
ekki staðizt.
Þegar hér var komið ræð-
unni vék Björn að frumvarpi
því, er rikisstjómin hefur lagt
fram, um að taka áfengi og
tóbak út úr vísitölugrundvell
inum. Hann kvað sig og Kar-
vel Páimason hafa snúizt gegn
þessum fyrirætlunum rikis-
stjómarinnar um enn eina
breytingu á samninigum verka
lýðssamtakanna frá því í árs
lok 1971, auk þess sem Eðvarð
Sigurðsson hefði einnig lýst
sig andvigan þessum fyrirætl
unum. Hann kvaðst þó efins
í, að forsætisráðherrann væri
með öllu búinn að leggja þess
ar ráðagerðir á hilluna og
myndi hann hafa gert sér
einhverjar vonur um, að hann
fengi nokkra þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins til þess að
gre'ða frumvarpinu atkvæði
og bjarga því þannig í land.
Hins vegar væri verkalýðs-
hreyfingin með öllu andvíg
frumvarpinu og hefði mið-
stjóm ASÍ fyrr sama dag lýst
sig andvíga því og hefði sú af
Björn Jónsson
staða verið samþykkt í einu
hljóði.
Björn ræddi nokkuð frumv.
það, sem ríkisstjómin hefði
ætlað að bera snarlega fram á
Alþ'ngi fyrstu dagana eftir að
eldgosið á Heimaey varð.
Kvað hann ekkert hafa verið
við sig eða verkalýðssamtök-
in talað um það frumvarp og
hann hefði ekki fregnað af
efni þess fyrr en 24 klukku-
stundum eftir að það hefði
verið sýnt foringjum stjómar
andstöðunnar. Hann kvaðst
hafa það eftir áreiðanlegum
heimildum, að forsæúsráð-
herrann hefði ætlað að hraða
því frumvarpi sem allra mest
gegnum þingið „meðan stemn
ingin væri svo góð“, eins og
hann hefði orðað það. Með
þessu frumvarpi hefði átt að
taka á einu bretti langmestan
hluta kauphækkananna frá
því í desember 1971 — slá
tvær flugur í einu höggi og
nota tækifærið bæði fljótt og
vel. Bætti hann því við, að
hefði þetta frumvarp komið
fram i þinginu hefði hann á
sömu stundu snúizt gegn
stjórninni. Hann vék síðan að
síðustu gengisfellingu krón-
unnar og sagði, að um hana
hefði ekkert verið.rætt við sig
né heldur þingflokka stjórnar
liðsins, að bezt hann vissi, áð
ur en krónan var felld í kjöl-
far dollarans. Þá vék Björn
að togaraverkfallinu og kvað
það „hreint hneyksli, hreina
þjóðarskömm“, eins og hann
Framh. á bls. 25
Bjarni Guðnason, alþm.;
Vinstri stjórn - ný
gengisf ellingar stj óm
>— Ilefur stuðlað að háskalegri
verðlagsþróun í landinu
I útvarpsumræðunum í
fyrrakvöld lýsti Bjarni
Guðnason, alþm., yfir því,
að hann styddi ríkisstjórn-
ina einungis í þeim mál-
um, sem væru í samræmi
við málefnasamning henn-
ar og stefnuskrá þeirra
samtaka, sem hann væri
fulltrúi fyrir, en að hann
mundi greiða atkvæði gegn
ríkisstjórninni í þeim mál-
um, sem hann teldi hrjóta
í bága við þessar mála-
skrár.
Þar sem gagnrýni Bjarna
Guðnasonar hefur fyrst og
fremst beinzt að efnahags-
málastefnu ríkisstjórnar-
innar sýnist augljóst, að
ríkisstjórnin geti framveg-
is ekki verið viss um að
hafa meirihluta í neðri
deild Alþingis, þegar slík
málefni eru á dagskrá.
Morgunblaðinu þykir rétt
að birta hér í heild þann
kafla úr ræðu Bjarna
Guðnasonar í fyrrakvöld,
sem fjallar um efnahags-
stefnu stjórnarinnar.
Vandasömustu málaflokk
arnir eru án efa fjármálin,
efnahagsmálin og atvinnumál
in, og segir sig því sjálft, að
vegur ríkisstjórnar fer mjög
eftir því, hvemig til hefur
tekizt i þeim efnum. En þar
hefur sigið mjög á ógæfuhlið-
ina. Þarf ekki annað en vitna
í málefnasamninginn til að
sýna, að þar hefur ríkis-
stjómin lent á villigötum, en
þar segir með leyfi forseta:
„Ríkisstjómin leggur rika
áherzlu á, að takast megi að
koma í veg fyrir þá háska-
legu verðlagsþróun, sem átt
hefur sér stað í efnahags-
málum undanfarin ár og leitt
hefur til siendurtekinna geng
isfellinga og óðaverðbólgu.
Hún mun leitast við að
tryggja að hækkun verðlags
hér á landi verði ekki meiri
en í helztu nágranna- og við-
skiptalöndum.'‘
Og ennfremur „Ríkisstjóm
Bjarni Guðnason í ræðustól
in mun ekki beita gengis-
lækkun gegn þeim vanda,
sem við er að glíma í efna-
hagsmálum “
Og loks „að gagnger at-
hugun fari fram á núgild-
andi verðlagningu á sem flest
um sviðum í þvi skyni að
lækka verðlag eða hindra
verðlagshækkanir."
Af þessari upptalningu er
sýnt, að fjárhagsmálin, efna-
hagsmálin og verðlagsmálin
hafa losnað úr böndum.
í umræðum utan dagskrár
á Alþingi 22. febr. komst ég
svo að orði:
„Þegar litið er á málin í
heild, gengisfellinguna í des.
gengisfellinguna í sl. viku og
launahækkanir framundan
um næstu mánaðamót, þar
sem laun hækka milli 12 og
13,7%, er ljóst, að framund-
an eru einhverjar mestu víxl
hækkanir kaupgjalds og verð
lags allt frá stríðslokum. Það
má ætla að framfærsluvisi-
talan hækki um hvorki meira
né minna en 20% frá 1. nóv.
1972 til 1. nóv. 1973 og ég
þarf ekki að tíunda fyrir
þingheimi þær afleiðingar
sem slík verðlagsþróun hefur
fyrir hina margumtöluðu og
þýðingarmiklu útflutningsat-
vinnuvegi og jafnframt fyrir
allt efnahagslífið.
ÓFVRIBGEFANLEGT
GI.APRÆÐI
Á þessum stjórnarárum hef
ur verið góðæri í landinu og
verðmæti útflutningsafurða
hefur stöðugt aukizt, eða um
22% á sl. tveimur árum. Næg
atvinna hefur verið í land-
inu. í stað þess að hafa gát
á útgjöldum hins opinbera til
að spoma gegn þenslu í þjóð-
félaginu, hafa fjárlögin tekið
stórstökk frá 11 milljörðum
1970 upp i 22 milljarða 1972.
Þótt töluvert af þessu sé arf-
ur frá viðreisn stafi af
nýrri verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga kann þetta ekki
góðri lukku að stýra. Fjárlög
eiga að hækka árlega í sam-
ræmi við þjóðartekjur, en hér
hafa þau tvöfaldazt á þessum
stutta tíma. Fjárfestingar og
útgjöld hins opinbera hafa
farið úr hófi fram og skort
hefur sparsemi og ráðdeildar-
semi.
Ríkisstjórnin hefur staðið
að þremur gengisfellingum.
En vart verður henni legið á
hálsi fyrir þá fyrstu og síð-
ustu, þar komu til ytri orsak-
ir. En gengisfellingin um
10,7% í des. var nánast ófyrir
gefanlegt glapræði, hvemig
sem á er litið. Með henni
klippti hún á þann streng
trúnaðar, sem rikti milli
stjórnarinnar og vinstri
manna í landinu, sýndi að
hún kunni engin önnur ráð til
lausnar efnahagsvanda en
hið gamla bjargræði viðreisn-
ar. Þar með hafði hún í raun
gefizt upp við að vera vinstri
stjórn, hún var orðin ný geng
isfellingarstjórn. Og að sjálf-
sögðu fylgdu engar hliðarráð-
stafanir, vandanum var ýtt á
undan sér, ekki leystur, held
ur magnaður. Gengisfelling er
afleiðing dýrtíðar og leiðir til
enn meiri dýrtíðar. Og hún
er enn forkastanlegri, þegar
hún er sprottin af heimatil-
búnum vanda í góðæri.
RÍKISST.TÖRNIN STUÐLAR
A» HASKALEGRI
VERÐLAGSÞRÓUN
Með hinum háu fjárlögum
og gengisfellingunni í des.
stuðlaði ríkisstjómin sjálf að
þeirri háskalegu verðlagsþró
un, sem nú á sér stað í land-
inu.
Efnahagskerfið virðist
kalla árvisst á gengisfelling-
ar, en því er ekki reynt að
hagga. Þess vegna virðist
Fram. á bls. 21