Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.03.1973, Blaðsíða 15
MORGTJNBLXmÐ. MÍÐVrKÚDÁ^UR'7. MÁRZ 1973 Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra; AUGLÝSI EFTIR ÚRRÆÐ- UM STJÓRNARANDSTÖÐU HÉR fer á eftir frásögn af út- varpsnmræðum um vantraust á ríkisstjórnina: Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, sagði vantrauststillög- una sýndarmennsku af hálfu Sjálfstæð sflokksins. Engum dytti í hug, að stjórnin hlypi frá hálfunnu verki á miðju kjörtíma bilinu. — Mjög mangt af því, sem lofað hefði verið í málefna- sannningnum væri komið til framkvæmda, annað væri á undirbúnings- stigi, en játa yrði, að ekki hefði enn unnizt tími til að snúa sér að sumum verkefnunum. Þá sagði forsætisráðherra, að landhelgismálið væri mál mál- anna hjá þessari ríkisstjóm, og öll önnur mál væru smámál hjá því. Þá sagði Ólafur Jóhannesson, að hann teldi stjórnina þurfa starfsfrið til þess að vinna að þjóðfélagsleguim umbótum. Þá taidi hann, að þegar alls væri •gætt, þyrftu kjósendur ekki að vna illa við gerðir stjórnarinnar. Varðandi efnahagsliifið sagði ráðherrann, að vinnufriður væri meiri en á dögum viðreisnar- stjórnarinnar, kaupmáttaraukn- ing hefði orðið mikil, atvinnu- ástandið aldrei verið betra, og gjaldeyristekjurnar aldrei meiri. Fyrir áramót hefði þurft að gripa til nokkurra ráðstafana, og hefði genigið þá verið fellt. Eng- inn vafi væri, að „gengisfellmg var skásti kosturinn, sem sam- komulag gat orðið um“. Tölur ha.grainnsóknadei'ldar Fraim- kvæimdastofnunarinnar um einkaneyziú sýndu nú, að lífskjör in hefðu aldrei ver.ð betri í land inu. Þá sagði ráðherrann, að at vinnuöryigigi hefði aldrei verið meira, og vitnaði hann í frásögn 5 dagblaðinu Vísi í því sambandi. — Ráðherrann sagði að hins veg ar hefðu genig'.sfellin.gar og stöð ug kjararýmun verið einkenni v:ðréísnarstjóx'narinnar. Forsætisráðherra sagði, að margir þættust vera á móti verð bólgu, en þegar á reyndi kæmi i ljós, að þeim væri hún ekki eins leið og þeir létu. Forsætisráðherra sagði enn- fremúr að stjórnarandstaðan hefði aldrei komið með neinar tillögur um úrbætur í efnahags- máium, og síðan sagði hann: „Ég auglýsi hér með eftir úrræðum hennar." Ólafur Jóhannesson sagði, að þau atvik gætu borið að hönd- um, að nauðsyn gæti verið til þess að breikka og styrkja stjórnina. EinS og frá var skýrt í Mbl. í gær taldi Hanriibal Valdimarsson tíma' tii kominn, að sveifla laga- brand'j til að stöðva togaraverk- failliði eða leggja deiluna í dóm óhlutdrægra máhna. Sagði hann, að þ^ð’ væri, sdzt tími til verkfalla inú, þegar svo stæði á i þjóðfélag 5nu, að allir yrðu að leggja á sig eftir frénista megni til að forða írekari áföllum. I ræðu sinni sagði Hannibal ennfremur, að þótt ríkisstjórn- in hefði komið mörgu góðu til lelðar, væri þvi ekki að neita, að sumt hefði geng ið ver en skyldi. T.d. væri sama óheillaþróunin i verðlags imálum og hjá fyrrverandi rikis- stjórn, eilift undanhald og flótti. Hins vegar sæti sízt á leiðtogum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis flokksins að gagnrýna siíkt, — þeim hefði geng ð sízt betur, og bæru gengisfellingar þeirra þvi giöggt vitni. Hannibal sagði, að gengisfeil- ing ríkisstjórnarinnar nú fyrir jóiin, hefði verið val'.n að beztu manna yfirsýn. Væri sér sama, hvað menn hefðu sagt áður ó- skynsamlegt um þá leið í efna- hagsmálum, — hún hefði leyst bezt þann vanda, er við var að iglíma. Kvaðst hann sjáifur vera þannig gerður, að sér félli bezt að ganga beint að hlutunum, og því hefði han.n kosið gengisfell- inguna, frekar en einhverja óbeina le!ð, sem hefði fyrr eða siðar leitt til hins sama. I lok ræðu sinnar sagði Hanni bal, að vel gæti verið, að úrsögn Bjarna Guðnasonar úr þingflokki SFV hefði vakið vonir hjá sjálf- stæðismönnum um að feWa mætti rikisstjórnma. En þrátt fyrir vonir um stuðning úr þeirri átt, væri nú ekki rétti timinn til að stofna til langvarandi stjórn arkreppu og stjórnLeysis i land- inu. Magnús Kjartansson iðnaðar- ráðherra hóf ræðu sína á þá leið, að þetta máLskraf stæði yfir með ar, enn rynni hraun í Vestmanna eyjum. Rakti hann síðan hvaða áhrif hann teldi, að atburðimir í Vestmannaeyjum myndu hafa á þjóðarbúið. Þá lýsti ráðherrann þeim xáðstöfunum, sem hann sagði, að rikisstjómin hefði vilj að beita sér fyrir vegna náttúru hamfaranna. En þegar ein vika hefði verið liðin frá gosinu hefði svo virzt, sem Alþingi ætlaði að riðlast í afstöðu sinni, og þá hefði verið spurning um það, hvort ríkisstjórnin ætti að láta reyna á vilja Alþingis, eða hvort reynt skyldi að ná yfirborðs sam komulagi á Alþingi. Síðari kost- urinn hefði verið valinn, og sagð ist ráðherrann, ekki hafa talið þá ákvörðun rétta þá, og teldi ekki enn. Þjóðin hefði átt að fá tæki- færi til þess að bera viðhorf sín saman við við- horf hins Lokaða hrings stjórn- málamannanna. Sagði Magnús Kjartansson, að hugmyndir rik- isstjórnarinnar í málinu hefðu orðið að víkja tiR þess að ná fram yfirborðssamkomulaigi. — Samkomulag hefði orðið um, að vandinn væri leystur eftir leið- um verðþólgunnar, og það væri að koma fram í verðhækkunum að undanfömu. Rikisstjómin hefði verið búin að gera sam- komulag um fyxirkomulag við- iagasjóðs, en frá því hsfð' ofð ð að víkja til að bjarga Aiþingi á yf rborðinu. Gylfi Þ. Gislason sagði I ræðu sinni, að ríkisstjórnin hefði brugðizt í öllum meginmálum sín um. Hún væri því löngu hætt að geta stjórnað, og myndi Alþýðu flokkur nn þvi styðja vantrausis t llögu Sjálfstæðisílokksins. Hann ræddi fyrst landhelgis- málið og sagði, að menn hefðu reynt að hafa samstöðu um það mál. Hins vegar væri það sitt mat, að rik isstjórnin hefði þegar í upphafi va'.ið ranga leið í málinu með því að m'ða út- færsluna við 50 mílur í stað þess að friða allt landgrunnið. Gagnrýndi Gylfi harkalega hversu slælega hefði verið staðið að friðun fiskveiði lögsögunnar og sagði að i raun hefði engin útfærsla átt sér stað, heldur hefði sókn'n á miðin aldrei verið meiri. Þá vék hann að Alþjóðadómstólnum í Haag og sagði, að það hefði verið Is- lendingum til mikils álitshnekkis að senda ekki málsvara til Haag. Hvatti hann ríkisstjórnina til þess að breyta þeirri afstöðu sinni og kvaðst ekki trúa því að óreyndu, að hún sendi mú ekki málsvara til Haag til að túlka þar okkar málstað, sem væri vissulega svo sterkur, að engin ástæða væri að óttast um hann. Þá vék Gyifi að varnarmálun- um og sagði, að þótt Alþýðuflokk urinn væri því fylgjandi, að end urskoðun færi fram á þvi, hvem ig við gætum bezt tryggt öryggi okkar, teldi flokkurinn það mesta glapræði að ílana nú að stefnu ríkisstjómarinnar í vamarmál- um. Væri enda hæpið, að ríkis- stjórnin hefði til þess þingstyrk. Þá sagði Gylfi, að þótt illa hefði verið haldið á bæði land- helgismálinu og varnarmálunum, væri það þó barnaieikur hjá ó- stjóminni í efnahaigsmálunum. Þrátt fyrir mikið góðæri til sjáv ar og sveita væri nú svo komið, að nær allir atvinn’jvegimir væru reknir með tapi eða þyrftu styrkja við til þess að þeir stöðv uðust ekki. Verðbólgan færi sívaxandi og væri farin að nálgast óðaverð- bólgu. Og það versta væri, að innan ríkisstjórnarinnar væri engin samstaða um neitt, — enig in úrræði um neitt og enginn viJjl til þess að vera sammála um eitt eða neitt Halldór E. SiSurðsson gerði i ræðu sinni grein fyrir ríkisfj ár málunum. Hann kvað það alls sndis ósatt, að fjárlöig hefðu hækkað svo mikið í sinni tíð að e nsdæmi væri. Sagði hann að ef tekið væri tillit tl breyttrar veikaskiptingar miWi ríkis og sveitaríéiaga, þá væri hækkun :járlaga sízt hærri en gera hefði mátt ráð fyrir, þegar tekið væri till t til stefnu stjórnarinnar í fé iagsmálum. Sagði ráðherrann, að mikið hefði verið unn- ið að endur- skipulagningu rikisbúskapar- ins og væri því verki nú svo langt komið, að nýrri deilda- skiptingu hefði verið komið á fót í fjármála- ráðuneytinu til þess að geta bet- ur fyligzt með útgjöldum ríkis- sjóðs. Ráðherrann vék nokkuð að gagnrýni á fjárlagafrumvörp sín og sagði, að þvi hefði verið hald ið fram, að þau væru íyrir- hyggjulaust samin. Staðreyndin væri hins vegar sú, að ríkisreikn ingarnir sýndu, að f járlögin færu sízt meira fram úr áætlun hlut fallslega en var í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Þá vék Halldór að skattamálun um. Kvað hann skattalagabreyt ingarnar hafa orðið mjög til góðs fyrir almennirig í landinu. Lögin væru einfaldari og miðuðu í rétta átt. Það værl líka talandi tákn um áhuga stjórnarandstæðinga fyrir velferð skattþegnanna, að þeir hefðu alls staðar í sveitar- sljórnum lagt á það mikia á- herzki að stórauka skattpiningu, þvert ofan í umimæli sín á þingi um of háa skattbyrði. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs ráðherra ræddi í upphafi einkum um landheligismálið og þær um- ræður, sem orðið hefðu um það. Taldi hann ástæðu til að fjalla ítarlega um skrif Mogunblaðs- ins, sem hann sagði ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. Mbl. bæri á borð, að ósamkoimi- lag væri innan ríkisstjórnarinnar og Bretum væri vorkunn að trúa þessu, þar sem þeir vissu að Mbl. væri stuðningsblað Sjálfstæðis- fiokksins, stærsta stjórnmála- flokks landsins. Sagði hann, að „áróður stjórn- arandstæðinga um efnahaigsmál væri af sama toga spunninn". Lúðvík sagði, að framfærslu- vísitalan hefði hækkað um 28 stig eða um 18% sem væri 7,7% á árs grundvelli. Þessi hækkun væri mikil, en þó væri hún ekki helmingur á v ð þær hækkanir, sem hefðu orðið á dögum viðreisnarstjórn- arinnar. Þá sagði ráðherrann, að Sjálfstæðisfilokknum færist ekki að tala um gengisfeilingar vinstri stjórnarinnar, því að þeir hefðu sjálf r staðið fyrir fjórum gengis fellinigum á ferli sínu.m. Þá tal aði ráðherrann um „hrollvekj- una“ og sagði hana hafa verið geymdan vanda viðreisnarstjórn arinnar. Þá sagði ráðherrann, að fyrri stjórn hefði átt met í verð hækkunum. Stefán Gunniaugsson sagði m. a. að sá mikii efnahagsvandi, sem við værl að glkna, væri heimatil búinn af ríkisstjóminni. Og nú stefndi í algjört öngþveiti. Þær gifuriegu verðhækkanir sem nú hefðu orðið og framundan væru, væru hinar mestu, sem þjóðin hefði orðið fyrir. Þingmaður'nn sagði, að laus- legir útreikning- ar sýndu, að rúmur helmin-g- ur af þeirri hækkun, sem launafóik hefði fengið nú 1. marz færi beint í þær verðhækk anir, sem orðið hefðu á mjólk og mjólkurafurðum. Og þetta værl aðeins byrjunin. Mundi Framh. á bls. 21 Sagt við van- trausts- umræður BREIKKUN ST JÓRN ARS AMST ARFS ? Ólafur Jóhannesson, forsæt isráðherra, sagði, að þau at- vik gætu borið að höndum, að nauðsynlegt væri að breikka og styrkja stjórnar- samstarfið. BANNAR HANNIBAL TOGARAVERKFALL? Hannibal Valdimarsson, fé- lagsmálaráðherra, talaði í ræðu sinni um, að sveiflayrði lagabrandi eða setja málið í gerðardóm, ef togaraverkfall- ið leystist ekki nú. A MÓTI STJÓRNINNI Magnús Kjartansson, iðnað- arráðherra, sagði í ræðu sinni að hann hefði verið andvig- ur þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að falla frá upp haflegum áformum um efna- hagsaðgerðir vegna jarðeld anna á Heimaey — og væri enn. LÉLEGIR RAÐHERRAR Bjarni Guðnason, alþm. hafði þetta að segja um ráð- herra SFV, þá Hannibal Valdi marsson og Magnús Torfa Ól- afsson: „Því er ekki að leyna, að félagsleg vinnubrögð ráð- herra SFV eru með þeim hætti, að það er ábyrgðar- hluti að styðja slíka menn til setu í ráðherrastólum. Þeir eru og lélegir ráðherrar og Mutdeild þeirra í að grafa undan stjóminnl með geng- isfeUingarkröfu sinni er ekki lítiL" Óheillaþróun í verðlagsmálum — sagði Hannibal Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.