Morgunblaðið - 07.03.1973, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.03.1973, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1973 21 — Grein Matthíasar Framh. af bls. 17 eða fimmti hver íslendingur, og hef- ur hann einhverjar heimildir fyrir því. Ég hélt ekki hlutfallið hefði ver ið svo óhagstætt. Og samt er talað um að gosið nú sé „mesta katastrófa í allri sögu íslands". Höfundur minn ir á að svo mikil hafi eymd Islend- inga og fátækt verið á þessum ár- um að talað hafi verið um að flytja þá á Jótlandsheiðar. í siðustu grein- inni fjallar Barúske, af mikilli vin- semd í okkar garð, um landhelgis- málið og er það ekki ónýtt í svo virðulegu blaði. En annarri grein sinni lýkur hann þó með þessum orð- um: „Maðurinn lifir ekki á fiski ein- um saman“. Hann veit betur. Hann þekkir islenzkar bókmenntir miðalda sem hann nefnir í sömu andrá og heimsmenninguna. Og hann gleymir ekki Grágás eða íslenzku löggjafar- starfi, stórmerku á slnum tima. Snorri Sturluson fær sinn skammt, en mér skilst að einhverjir norræn- ir blaðagagnrýnendur sem einhver tók tali fyrir íslenzka útvarpið ný- lega hafi þó þekkt hann, þótt öðr- um hafi varla verið fyrir að fara. Aumingja spyrillinn hefur alls ekki hitt á þá, sem hafa skrifað af ein- hverri þekkingu um íslenzkar nútima bókmenntir í blöð, t.a.m. í Noregi, Danmörku og Finnlandi, þar sem er einn helzti og bezti túlkandi nor- rænna bókmennta, ekki sízt ís- lenzkra, Lars Hamberg sem skrifar i Hufudstadsbladet (en þar er meira um íslenzk málefni en í nokkru sænsku blaði öðru, enda gefið út í Finnlandi!). Loks má geta þess að Baruske rifjar upp stríðið um nafn- giftina á Surtsey, minnist á Eddu og einkum Völuspá auðvitað, „das grosse Gedicht von der Scherin Ge- sicht“, og man eftir þvi að Vest- mannaeyingar lentu 13. des. 1963 á Surtsey og hugðust skira hana Vest- urey: „Das sollte nach ihrer Mein- ung der neue Name sein“ („Það átti að þeirra áliti að vera hið nýja nafn“). Ég var búinn að gleyma þess- ari nafngift, en væntanlega man Barúske þetta rétt, þvi að allt ann- að er rétt i greinum hans. Nú finnst mér að Vestmannaeying- ar — og þeir einir — eigi að fá að skira sinn nýja „fellsfjanda"; enda þótt nafngiftin Surtsey beri af Vest- urey sem hefði Verið orðskrípi á svo merkilegu fyrirbæri. Barúske minnist á ferðir víking- anna til íslands og byggð þar og í Vestmannaeyjum fyrir 1100 árum; ennfremur að Vestmannaeyingar hafi haldið þjóðhátíðina frá 1874 heima í Eyjum vegna þess þeir komust ekki til Þingvalla. XXX Annar ágætur höfundur, Jan Her chenröder, sem ég hef áður minnzt á vegna þess hann er að skrifa ferða bók um Island í samráði við Flugfé- lag íslands, ritar skemmtilega grein og athyglisverða í sunnudags- blað Lúbecker Nachrichten, 11. febr. s.l. Grein hans heitir „Feuer auf Is- land“. Hann skýrir frá dvöl sinni í Vestmannaeyjum í fyrrasumar, getur um „stóru víkingahendurnar“ sem kvöddu hann, þegar hann fór frá þjóðhátíðinni. Greinarhöfundur á Eyjamann að góðvini, Gísla Baldurs- son. Hann vitnar í bréf frá þessari öldnu kempu. Gísli segir m.a., að sögn Jan Herchenröders: „Þetta get- ur ekki verið í neinu húsi,“ hugsaði ég (þegar Gísli leit út um gluggann hjá sér í upphafi eldgossins nóttina 23. jan. sl.). Það var ekki heldur neitt hús, allur logaði himinninn austur af bænum, sírennurnar vældu i hvössum suðvestan vindinum, til allrar hamingju blés hann af suð- vestri . . . glóandi steinar sprungu í margra kílómetra hæð, hefur grein arhöfundur eftir Gisla Baldurssyni." Gísli skrifar (bréf sitt til greinar- höfundar) í myndrænum, hug- myndaauðugum stil Islendingsins: „Það var engu líkara en sá gamli, bölvaði Surtur . . . hefði sprungið og leyst sjálft helvíti úr læðingi.“ Og ennfremur: „Við misstum ekki stjórn á okkur, en urðum þó ótta- slegin. Hverjum hafði getað dottið í hug að slíkar náttúruhamfarir gætu gerzt á eyjunni okkar? En það leið ekki á löngu þar til allir íbúamir voru komnir um borð í bátana og skip sem áttu leið um, samkvæmt ósk um lögreglu og hjálparmanna. Bát- urinn minn fór einnig til Reykjavík- ur með fjölskyldu mína og nokkra nágranna. Nú sofum við í skóla ein- um, þar sem ferðamenn eru á sumr- in. Hvað ég læri í þessum skóla? Þolinmæði. Á morgun fer ég aftur á sjóinn, en veit enn ekki hvar ég get landað . . .“ Og loks: „Við lifum,“ skrifar Gísli, „án allrar byltingar, í mjög órólegu landi, eins og þú veizt. Skelfilegir töfrar eldsins í Heimaey geta logað vikum, mánuðum eða ár- um saman. Ég er nú 75 ára gamall. Vona þó með sjálfum mér að ég kom- ist aftur heim með fjölskyldu mína. Við eigum bæði bjúikkinn og píanó- ið ennþá. Hvoru tveggja hefur ver- ið bjargað. Guð gefi að elzti sonur minn, Þórður, geti bráðlega leikið á það aftur í Heimaey: „An der sehön- en blauen Donau“. Ekki hef ég séð betur skyggnzt inn í hugskot Eyjamanna en í þess- um bréfköflum sem því miður eru ekki nákvæmlega þýddir vegna skorts á orðabók. En Donau er Dóná og Geduld þol- inmæði. M. — Ræða Bjarna Guðnasonar Framh. af bls. 12 koma í sama stað niður, hvort hér situr að völdum hægri stjórn eða vinstri. Þegar rekstrargrundvöllur fiskiðn- aðarins er brostinn að sögn eigenda, verður rikissjóður eða almenningur að hlaupa stöðugt undir bagga. Aldrei virðist hvarfla að ríkisvald- inu að gera gagnkröfur um endurskipulagningu fisk- vinnslustöðva. Og svipuðu máli gildir um togaraflotann, sem hefur nú legið margar Vikur bundinn við bryggjur. Það virðist nokkurt öfugmæli, að hið opinbera lánar 90% við kaup nýrra skuttogara og skuli síðan þurfa að greiða að einhverju leyti rekstrarkostnað þeirra. Hér er eitthvað í meira lagi að. Það dugir ekki lengur að gripa til devfilyfja, hér verð- ur að grípa til hnífsins og skera á meinið. Ég á t.d. bágt með að sjá hvernig isl. iðnað- ur og einkanlega sá hluti hans, sem ekki er samkeppn- isfær á erlendum mörkuðum, komi til með að standa undir þeim rekstrarkostnaði, sem af þessu leiðir. Og hið sama gildir að sjálfsögðu um aðrar atvinnugreinar. Vil ég t.d. minna á hækkandi rekstrar- vörur bænda o.s.frv. Hið öm- urlega er, að þegar allar þess ar verðhækkanir eru komn ar inn í verðlagið, má ætla að útflutningsatvinnuveg- irnir standi það illa að vígi, að gengisfellingaröflin knýi þá fram enn eina gengisfeil- ingu. ÓÐAVFRÐBÓLGA SKOIiLIN Á íslenzkur almenningur hef- ur nú fengið smjörþefinn af þessum hækkunum með hækkun búvöru 1. marz, þar sem m.a. nýmjólk hækkaði um tæp 44% og aðrar algenig- ustu matvörur eitthvað minna. Kemur þetta harka- lega niður á barnmörgum fjöl skyldum. Og þessar hækkan- ir verða reglulegar á þriggja mánaða fresti, þótt misjafnar verði. Óðaverðbólga er skoll- in á og ríkisstjórnin virðist láta reka á reiðanum. Og þá er aðeins eftir að skerða kaupgreiðsluvísitöl- una og þá höfum við nýja viðreisn. Ríkisstjórnin hefur m.ö.o. ekki staðið við sum megin- stefnuskráratriði í stjórnar- samningnum. Hún hefur fellt gengið, hún ætlaði að koma í veg fyrir háskalega verðlags þróun, sem leitt hefur til sí- endurtekinria gengisfellinga og óðaverðbólgu. En samfara þessu hefur verið lögð of þung skattabyrði á herðar lágtekju- og miðlungstekju- fólks, skattalögum verður að breyta. Furðu margir kunna enn á því lagið að koma sér undan þvi að greiða eðlileg opinber gjöld til almanna- þarfa. Loks vil ég minna á, að þau ákvæði stjómarsamn- ingsins um að gera ráðstaf- anir til að lækka óhóflegan húsnæðiskostnað almennings og hafa forgöngu um að byggt verði leiguhúsnæði, er lúti félagslegri stjóm, hafa verið vanrækt, en einmitt þetta atriði hlýtur að vera eitt meginverkefni vinstri stjórnar. LÉLEGIR RÁDHERRAR Fáir munu hafa verið ákaf- ari stuðningsmenn þessarar ríkisstjórnar og fáir munu hafa átt meiri þátt i mynd un hennar en ég. Því er ekki að leyna, að félagsleg vinnu- brögð ráðherra SFV eru með þeim hætti, að það er ábyrgð- arhluti að styðja slíka menn til setu í ráðherrastólum. Þeir eru og lélegir ráðherr- ar og hlutdeild þeirra i þvi að grafa undan stjórninni með gengisfellingarkröfu sinni er ekki lítil. Að öllu at- huguðu styð ég aðeins rikis- stjórnina í þeim málum, sem eru í samræmi við málefna- samning hennar og stefnu- skrá þeirra samtaka, sem ég er í, en greiði vitaskuld at- kvæði gegn þeim málum, sem brjóta i bága við þær. Ég er staðráðinn í því að standa við þau fyrirheit, sem ég gaf kjós endum mínum í alþingiskosn- ingunum — hvort sem það snertir SF, en allir vita til hvaða átaka það hefur leitt — og gagnvart stjórninni. Vantrauststillaga sú, sem hér er til umræðu, er borin fram af flokki, sem engin já- kvæð úrræði hefur, sbr. feril hans í fyrri ríkisstjórn.. Ttl- lagan er því tóm sýndar- mennska og því ekki ástæða til að taka hana alvarlega, enda virðist mér Sjálfstæðis- flokkurinn flytja þetta van- traust á núverandi ríkis- stjórn vegna svipaðra eða sömu vinnubragða og úr- lausna í efnahagsmálum, þ.e. gengisfellinga og verðbólgu og hann beitti sjálfur i við- reisnarstjórn. Ég mun því sitja hjá við at kvæðagreiðslu um þessa van- trauststillögu. — Ræða Pálma Framh. af bls. 14 ajr telji sjállfsiaigt máil og jafn vel hælli sér aif því, aið veirð- hækkamiir af vö'Jduim geng'is- breytiinigairininiar komá jatfinóð um fram í verðCiaigii og víisi- tölu, sem þýðir það, að hin jákvæðu áhinltf henimar étaisit upp á ötrsköimimiuim tima, og eftiir steimd'ur aiðeiims, aið oMu hefuir venið kastaið á verðibóllguibálliið. Er þetitia kammslki „hiin lieið- in“, siam Framsiókn haifðii boð- að? Sé svo er visit, aið hún lágguir út í ófænu. AMr ættu að sjá að gripa verðuir ti'l mwirkvi'ssiia að- gerða tíl að hefita verðbóligu flóðiið, sem veirður því óvið- ráðanlegra sam lieinigra lliðiur. Meðal þesis, sietm mér sýmiist niú brýmaisit að vitnmia að, er i fyirtsta llagi — að enduirsikoða og miimnlka áhrilfiaimátt vísá- 'tölluikerfiisiiinis. Það hefur hvort sem er ekkl reynzt tryggja hagsmuni láglauna- fóllks. Þvert á mióti eyk- ur það á miisrétti mállM Iiauma- filiokka. 1 ammam sitað veirður að draga samrnam segMin í rifcis- kerfiimiu. Rétt er þó að gera sér gneiin fyrir því, að hækk un ríkisútigjaildannia hef- uir koniið mjög miisjieifnílegia niiðuir. Á meðan útgjöld fjár- liaga hatfa hækkað um miáliasgt 100% hafa t.d. útgjöltí til teindbúoaöainmiália ekki n/áð því að hækka uim 40% og hlluit deiltí lanidbúmaiðairinis í heiidl arútgjöldiuim riki'slinis í tíð niú veraimdi vailldhaifia Iiækkað uim 1/3 tiil 1/4 frá sSðuisitu fjár- liöguim viðireiBmar. Með þeim 22 miilfljörðuim, sem þjóðim greiðiir mú t:i,l 'rífcisiiims er sam- timís sikaittiheimitiuimnii verið að safima vaMiniu siaimam hjá rík iniu, þessiu valtíi tiil sjállfræð- iis, sem að siairma skapi er skert hjá eins'takilinigum og svei'tiar féKVgum um tamd allt. Að skaðteusiu mœtti t.d. teyma buntiu ýmsa af þeim gæðiniguim, sem rikrsstjónnnin hefuir verið srvo ötull við aö na'ða á jötumia að uirad- amförniu,. En nýrma ráfta er ekki að væmta hjá þessairi rúfciisstjóm. Hún viirðiist liáta írainwimdu efnahags- og verðlagsmála lömd og leið án mokkurna till- buirða og flýtur sofaimdi að feigðarósi. Ríklsstjómin er fangi sinna eigin verka í verð bólguferainiu. Hún hefur brugðizt fjölmörgum þeim fyr irheirbum, seirn hún gatf í önd- verðu. Og í flestiuim greinium hefuir verið breytt þveröfiugt við orð forysituiimanna henn- ar fyrir siðusitu kosm’imgar. Forserad'uinmar, sem leiddu till valdaitöku ríkiissitj'ómeriinin ar eru bros'tmiar. Hún ætti því þegar að fara firá. Rúm- liega þriiggja máisisera reynisiia er þjóð'nnií niægilegia dýrkeypt. — Auglýst eftir úrræðum Framh. af bls. 15 fljótiega liggja nærri, að þessar kauphækkanir væru að engu orðnar. Þær kjarabætur, sem launþegar hefðu fengið á fyrsta valdaárinu, væru óðum að hverfa í hít verðbólgu og ó- stjómar. Stefna ríkisstjórnarinnar hefði beðið skipbrot. Loforð hennar fyrir kosningar og í málefna- samningi hefðu verið brotin, og þvi bæri henni að fara frá. Hún hefði tekið við traustu atvinnu- lífi en nú blöstu alls staðar við erfiðleikarnir, svo að nálgaðist öngþveiti. Magnús Torfi Ólufsson sagði að vantraust mætti filytja af tveim ástæðum. Annaðhvort af þvi að talið væri að ríkisstjóm in styddist ekki lengur við meiri hiuta á þingi, en hims vegar til þess að fá auka eldhúsdagsum- ræður. Tillaga Sjálfstæðisflokks ins væri af siðari gerðinni. Þá rakti Magnús Torfi nokkuð átökin innan Samtaka frjáls- lyndra og sagði, að Bjarni Guðna son hefði ekki mætt á þingfund um samtakanna þegar þær efna hagsaðgerðir voru til umræðu sem síðar urðu til þess að Bjarni sagði sig úr samtökun- um. Síðan sagði ráðherrann á þá leið, að Bjarni Guðnason gæti ekki firrt sig ábyrgð á efnahagsmálaþætti þeirrar ríkisstjórnar, sem hann styddi. 1286 starfsmenn STARFSMENN Loftleiða hér á landi og erlendis voru í árslok 1972, 1286 að tölu, einum færri en í árslok 1971. Voru starfs- menn á íslandi 703 talstns og erlendis 583 talsins. Af stairfsmönnium á Islandi unmu 210 í .S'krifstofunni í Reykja vík, 140 á Keftevíkurflugvelli, 164 í Loftieiðahótóliinu og í á- höfinum flugvéla voru 189 mamns. Af starfsmömnumum erleindis voru 262 starfandi i sjö sfcrif- Stofurn félaigsins í Bandaríkjun- um og á Kenmedyfl'Ugvelli, 26 í skrifstofum í Mexikóborg, Bog- ota og Caracais í Suður-Ameríku, 242 í 11 sfkrifstofum á miegiiniandi Evrópu, 30 í fimm skrifsitofum á Norðurlöradum, 19 í Lomdon og Glasgow og 4 í Beirút í Líbanom. ENGIN AHRIF A FISKIGÖN GUR EKKl er ásta'ða til að óttast, að áhrifa gossins á Heimaey gæti í sjónum til áhrifa á fiskigöngur segir í fréttabréfi frá Hafrann- sóknastofnuninni. Rannsóknir umhverfis Vestmamnaeyjar sýndu, að áhrifa gossins á sjó- inm gætti aðeims í næsta má- grenni við land af völdtiim hrauns, en áhrifin hverfa skjótt vegna blöndunaráhrifa vinda og á ástandi sjávar j strauma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.