Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 2
2 IMORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 að þeirri trú sinni, því kannski þurfa þau aldrei frekar leiðsagnar við en einmitt á fyrstu árunum eftir fermingu. Hér á eftir segir frá tveimur fermingarmessum, sem fram fóru að morgni þess sólbjarta dags sunnu- dagsins 1. apríl sl., svo og samtölum, sem blaðamenn Morgunblaðsins áttu við fermingarbörn og presta þeirra. Hanna Kristjóns- dóttir fór ásamt Ólafi K. Magnússyni, ljósmyndara, í Neskirkju í Reykjavík og Margrét R. Bjarnason og Kristinn Benediktsson lögðu leið sína í Kópavogskirkju. í Neskirkju Þann 1. apríl fermdi sr. Jó- hann Hlíðar 1 fyrsta skipti Reykjavíkurböm. Og við hitt- um hann að máli skömmu áður en athöfnin hófst. — Þetta leggst aillt vei í mig, sagði sr. Jóhann. — Mér þykir ánægjulegt að starfa hér. 1 sam bandi við þessa fermingu eru ýmsar smábreytingar, nýir sið ir getum við kallað það. Ég er lítið fyrir að sti'lla upp, og vil hafa sem iátlausastar kirkjuleg ar aíhafnir. — Hver finnst þér hafa ver- ið afstaða barnanna til ferming arinnar? — Aðalvandamáilið í sam- bandi við undirbúning er hér sá sami og hjá öllum prestum, að bömin koma seint á daginn, þegar þau eru loks búin í skól- amum. Þau eru þreytt og ferm- ingarundirbúningurinn heima vill sitja dálítið á hakanum. Þeim hættir til að gleyma bók- um —i að lesa heima. En ég hef reynt að mæta þeim með skiln- ingi, enda þótt ég myndi sjálf- ur þrá og setji vissar kröfur um iðjusemi þeirra, þá reyni ég að vera umburðarlyndur. Því er svo ekki að leyna að ég tel fermingarundirbúninginn mjög þýðingarmikinn, ekki aðeins vegna þess, sem fyrir dyrum stendur, 'heldur og að venju- lega hafa böm ekki 'kristin- fræði að loknum 1. bekk. Þessi fræðsla á því að duga þeim fyr ir framtlðina. Ég er meðmæltur þvi að iþau fermdust eldri, einu eða tveimur árum seinna. Því hefur verið til svarað, að þá myndu mörg alls ekki láta ferma sig. Vegna þeirra um- brota sem eru að hefjast í þeirn á þessum aldri, og þeirrar upp- reisnaiþarfar, sem knýr þau áfram. En ég held að enda þótt þau 'kæmu ekki öll, yrði það heilli sveit, sem tæki ákvörðun •um að láta ferma sig. Líka mætti hugsa sér að ferma þau árinu yngri. En þessu er erfitt að breyta, þvi að við erum íháldssöm í siðvenjum. En spumingatíminn er in- dæll. Maður þekkir sjálfan sig í þessum börnum, glöðum, ærslafengnium, prúðum, uppá- tektarsömum, Þau eru misjafn- lega skyldurækin og misjafn- 'lega opin. En mín reynsla er sú, að á þessu skeiði eignist prestur oft vini fyrir lífstíð. Jafnvel þótt unglingamir hverfi iðulega frá kirkjunni næstu árin á eftir. Þau koma mörg aftur og þá enn ein'læg- ari en éður. En það eru umbrot alls stað- ar og böm og unglingar tala mikið um .breytingar á öllu, til að mynda vilja þau, jafnvel á barnaskólastiginu, fá ítök í stjórn skólanna. En þau hafa sjaldnast dómgreind til að ski'lja, hvað þeim er fyrir beztu og hvemig réttast er að standa að hlutunum. Enda kem ur oft í Ijós, þegar 'betur er að gáð, að þau hafa ekki gert sér neina grein fyrir, hverju þau vilja breyta eða hvemig. Þau vilja bara breytingar. Unglingar eru líka ákaflega móttækiiegir fyrir öllum utan- aðkomandi áhrifum á þessum árum. Víða er lenzka að gatan verði þeirra athvarf að veru- legu leyti, þ.e. utan heimilisins. Þau vilja ÖU vera eins — eng- inn má skera sig úr og skirr- ast við að fylgja fjöldanum. Þetta er erfitt fyrir viðkvæma og brothætta unglingssál og þess vegna er svo mikilsvert, að grundvöllurinn hafi verið traustur, sem byggt er á — jafnvel iþótt á stundum virðist koma í hann sprungur. — Ég finn ekki mun á ung- mennum i Vestmannaeyjum og reykvískum unglingum, sagði sr. Jóhann Hlíðar að lokum. — ÆSkan er frjálsaegri og hispurs- lausari en fyrir örfáum áratug- um. Það gildir um unglinga, 'hvar sem er. Ég bið öllum þeim unglingum, sem eru að fermast nú guðs blessunar og vona að þeim verði gefinn styrkur til að standa af sér stormasöm ár, sem 'kunna að vera i vændum. Að staðfesta skírnarheitið 1 kjallara Neskinkju var ys og þys, þar voru fermingar- bömin að klæðast kyrtiunum, með aðstoð kvenna úr söfnuð- inum, sem sáu um að allt færi nú vel. Þar hitti ég stöllurnai Ruth Melsteð, Elínu Báru Birkisdóttur og Guðrúnu Bald- ursdóttur. — Af hverju látið þið ferma ykkur? — Til að staðfesta skimar- sáttmálann, segja þær einum rómi. Stutt og laggott það. Þær fermast af trúarlegri þörf og segjast ekki búast við neinum* ósköpum í fermingargjöf. Þó kemur það upp úr dúmum, að þær eiga von í útvarpi, segul- bandi, úri og skattho'li. Hjá öll um verða veizlur, misjafnlega fjölmennar þó. Viggó \Þráins- son og Gunnar Guðmundsson segjast lika 'léta ferma sig, af þVi að þéir vi'lji það sjálfir og þeir Björgúlfur Pétursson og Sigurður Amórsson, sem koma að, taka í sama streng. Hins vegar koma vöflur á hópinn, þegar innt er eftir þvi, hvort þau létu ferma sig, ef þau fengju alls enigar gjafir. Þá lítur hver á annan, unz ein- hver kveður upp úr: Auðvitað myndum við gera það. Við erum ekkert að hugsa um gjafimar og það alit. Þar með er tónninn gefinn og allir taka margraddað undir. Einhver heyrist 'þó tauta ógn feimnislega, að það saki náttúr- lega ekki að fá þessar ferming argjafir, fyrst það sé nú orðinn siður. Hins vegar er ekki hi'k að finna á neinum, þegar ég spyr, hvernig þeim hafi líkað að ganga ti'l spuminganna í vetur. Þau láta öll vel af þeim. Og eins og sæmir orðaforða þessa aldursflokks segir einn: — Og séra Jóhann er líka fínn. — Ofsalega góður maður. — Ferilega fínn og bara al- veg æðislega góður kall. Þau segjast öll ætla að starfa í æskulýðsfélaginu næsta vet- ur og hafa ekki trú á þVí, að þau gerist fráhverf kristin- dómnum strax að fermingunni lokinni. — Þá væri lítið í þetta varið, ef manni fyndist iþetta ekki meira virði en svo. segir einhver. Séra Jóhann 'kemur aðvif- andi og heilsar upp á börnin sín, spyr hvort allir séu hress- ir og frískir, minnir á ýmis at- riði, spyr hvort nokkrum sé yfirliðagjamt og svo er ekki. Bcrnin stilla sér upp í prós- essíu i kjallaranum og séra Jó- hann fer yfir 'hópinn til vonar og vara að sjá, hvort nokkurn vanti. Þau höfðu sagt að þau væru ekki vitund óstyrk. En nú iheyr ist einhver muldra: — Ég er sko að fara á taugum maður. Og annar segist nú þegar vera farinn. Inngöngusálmurinn er leik- inn og bömin ganga stillt og virðulega á eftir prestinum sín um inn í kirkjuna. Þar eru ætt- ingjarnir og vinirnir búnir að fylla kirkjuna, og kórfólkið hefur komið sér fyrir i gyllt- um skikkjum uppi á svölunum ti'l hliðar við a'ltarið. Sólin skin inn um gluggana við altarið. Þetta er falleg og hátiðleg stund. Eftir sálmasöng og tón stígur sr. Jóhann svo fram fyrir grát- urnar og les guðspjallið: „Þér eruð salt jarðar, en ef saltið dofnar, með hverju á þá að selta það. . . “ Svo flytur hann blessunar orð til fermingarbarnanna, sem nú staðfesta það skímarheit sem foreldrar þeirra gáfu fyr- ir þeirra hönd í frumbemsku og lofa að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Sr. Jóhann leggur út af orðum Jesú, þegar hann spurði þá Símon og Pét- ur: „Viljið þér einnig fara“ og þeir segja við hann.“ Til hvers annars ættum við að fara. Þú hefur orð eilifs lí£s.“ Þrátt fyrir alla neyð, sem hrjáir víðáttumikla hluta heimsins er sú sárust, sem ger ir vart við sig í allsnægtaþjóð- félögunum — nauð og andleg fátækt sálarinnar. Á þeirri fátækt ræður enginn bót nema Jesús Kristur, segir sr. Jóhann Ekkert kemur í stað orða Jesú. Hann leggur á það áherzlu, að Jesús hafi alltaf staðið við sin loforð. Á þessum tímum er öll um nauðsynlegt að læra ein- mitt það. „í dag hringdu klukk ur Neskirkju með fagnaðar- hljómi, því að þetta er dagur- inn, sem guð hefur gefið ykk- ur.“ Þegar sr. Jóhann hefur lokið ræðu sinni til fermingarbam- anna standa allir upp og prest- Einar Karl Jónsson. Gunnar Guðmundsson og Vlggó Þráinsson TU hamingju rrwð daginn, barnið mitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.