Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 4
Fermlng í Kópavogskirkju hjá séra Árna Pálssyni, í lok messunnar hélt einn fermingrardrengjanna systursyni sínum undir skírn. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 ag sú trúarsannfæring sem Iþau létu í Ijós við mig fái að dafna í Jífsins ólgusjó. Þeim mun ekki af veita að reyna að geyma hreinleika hugans i um- bratasamri tið ungiingsins á næstu árum. í Kópavogskirkju Þegar við ókum upp hæðina að Kópavogskirkju laust fyrir kl. tíu voru fyrstu fermingar- bömin að koma þangað lall- andi í góða veðrinu. Morgunn inn var frostkaldur en heiður og loftið tært. Bifreiðar renndu í hlað, hver eftir aðra og krullaðir kolilar, Ijósir, brúnir og svartir, skreyttir hvit um blómum, mynduðu skraut- legar umgjarðir um föl alvar- leg og dálítið eftirvæntingar- fuU andlit stúiknanna og hvöss buxnabrotin, gljáfægðir skór, hvítar skyrtur og slaufur, settu fullorðinssvip á piltana., Ekki virtust þessi fermingar- börn séra Árna Pálssonar mik- ið frábrugðin því, sem við höfð- um sjálf verið á þeirra aldri og við sama tækifæri. Grútfeimin og dálítið taugaóstyrk, hikandi við að svara einörðum spum- ingum um trú og tilönningu, ekki ennþá meira en svo búin að gera sér grein fyrir afstöðu sinni til trúarinnar en vitandi, að fyrir höndum lágu ár til- finningalegs og geðræns um- róts, sem gætu haft .svo marg- víslegar afleiðingar og afdrifa- ríkar fyrir það, sem eftir væri ævinnar. Tvær konur aðstoðuðu böm- in við að klæða sig í kyrtlana og við sátum um þau, þegar það var búið og ekki annað að gera en bíða þess, að hópnum væri raðað upp til inngönigu í .messuna. Fyrst hittum við að máli þrjá pi'lta, þá Guðmund Ambjamar son, Ólaf Ólafsson og Óskar Guðmundsson. Þeir söðgust all- ir hafa tekið þá ákvörðun sjálf ir að fermast en hvorki Guð- mundur né Óskar töldu sig gera það vegna þess að þeir væru trúaðir. „Hvers vegna þá?“ spurðum við og svarið var „Ætli það sé ekki aðallega út af gjöfunum." Margrét Flóventz. í i hárinu. Árný Gyða Steindórsdóttir að lasra hlómið Þó sagði Guðmundur, að þessi atburður hefði á sig taisverð tilfinningaleg áhrif, kannski vegna þess, að hann væri eins konar endapunktur bamæsk unnar og upphaf alvartega tímaskeiðs í lífinu — viður- kenning samfélagsins á, að þeir væru ekki lengur börn, — kannski af öðrum ástæðum. Guðmundur sagðist hafa ver ið i KFUM frá barnsaldri og þannig fræðzt talsvert um kristin firæði en sarnt væri hann ekki 1 raun og veru trú- aður. Óskar sagði, að iþetta hefði engin tilfinninigaleg áhrif á sig, en sér fyndi&t þó rétt að fermast. Ólafur Ólafsson hallaðist hins vegar að því að hann væri trúaður og sannfærður um, að hann væri að gera rétt með því að fiermast. Gjafimar skiptu ekki miklu máli. Að- spurður, hvað honum fyndist merkiiegast í kenningum krist- innar trúar, svaraði hann, að það væri hugmyndin um fram- haidslífið, lífið eftir dauðann og bón Krists til Guðs um, að hann fyrirgæfi þeim, sem fcross festu hann. Við spurðum hópinn, hver barnanna gengjust undir ferm- ingu vegna þess að þau væru trúuð. Það varð alger þögn, svolitið pískur síðan og atftur þögn, þar til ein stúlkn- anna sneri frá speglinum, þar Framh. á bls. 15 Helga Sigurðardóttlr og Ingibjörg Gunnarsdóttir. Guðmundur Ambjarnarson, Öskar Guðmundsson og Ólafur - • n i Ólafsson. Vilhjálmur Magnússon og Björgvin Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.