Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 14
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APR'lL 1973 14 Svetlana í viðtali; Vinnur ekki að bók aðeins að bamauppeldi Eftir Judy Klemesrud EINU sinni var hún kölluð „litla prinsessan í Kreml“. Nú er hún 47 ára gömul og segist vera ósköp venjuleg og hversdagsleg og kunna bezt við sig i síðbuxum og peysu. Og hún ver drýgstum tíma í að fylgjast með ferðum tveggja ára gamallar og mjög athafnasamrar dóttur sinnar, Olgu. jaðrar við að vera tauga- óstyrk á stundum. Hún íálm- ar upp í andlitið á sér og horfist sjaldnast í augu við gest sinn. Það var þann 6. marz 1967, að hún barði að dyrum í bandaríska sendiráðinu í Nýju Delhi og bað um hæli. Sovétstjórnin hafði gefið henni leyfi til að fara til Ind- lands og flytja þangað ösku eiginmanns síns. Síðan hefur líf hennar tekið miklum stakkaskiptum. „Þetta var upphaf að nýju lífi fyrir mig,“ segir hún. Langar hana að fara aftur til Sovétríkjanna, til dæmis að heimsækja börn sín tvö, sem hún skildi eftir, Iosif, 27 ára gamlan, sem er orðinn læknir og er sonur hennar af fyrsta hjónabandi og Ye- katerinu dóttur sína 23ja ára gamla, sem hún átti með næsta eiginmanni? „Nei, aldrei," segir hún með ákefð. „Ég sá í frönsku blaði um daginn, að ég hefði sent 'beiðni til Kosygins um að fá að koma aftur. En það er fáránlegt — að hugsa sér að manneskja sem hefur sloppið úr prísund vilji fara þangað aftur. Og börnin mín eru orð in fullorðin og sjálfbjarga og eru ákaflega sjálfstæð. „Ég myndi hins vegar óska þess, að börnin mín gætu ein- hvern tíma komið að heim- sækja mig, en ég hef fengið mig fullsadda af Rússlandi. Auk þess er litið á mig sem viðbjóðslegan glæpamann þar og í þessari aðstöðu er ekki heppilegt að börnin mín reyni að hafa samband við mig. Ég reyni heldur ekki að hafa samband við þau. Ég vil ekki koma þeim í klípu. Sá orðrómur hefur verið á kreiki, að Svetlana sé ein- mana í Princetown og uni hag sínum ekki tiltakanlega vel þar. Hún þverneitar því. „Ég er aldrei einmana," segir hún. „Ég nýt þess að vera ein. Sumt fólk gengur af vitinu, ef það þarf að vera eitt, en það veit hamingjan heil og sæl, að dóttir mín gæfi mér aldrei færi á því að vera einmana eða iðjuíaus. Við förum á fætur klukkan sjö og á kvöldin er ég svo uppgefin, að ég fer beint í rúmið." Þrisvar í viku kemur barna pía á heimilið, svo að Svetl- ana geti fengið smáfrí. Vin- ir hennar eru að hennar sögn annaðhvort þeir sem vinna við Princetonháskóla ellegar rússneskir innflytjendur, bú- settir í New York. Áirið 1970 giftist Svetlana, þekktum bandarískum arki tekt, William Westley Peters. Þau höfðu aðeins þekkzt í þrjár vikur, þegar vígslan fór fram. Svetlana var þá 44 ára gömul, hann var 58 ára og ekkjumaður. Fyrri kona hans hafði einnig heitið Svetlana. Hjónabandið fór út um þúf ur hálfu öðru ári síðar, vegna þess að Svetlönu féll ekki að eiginmaður hennar og vinir hans höfðu tileinkað sér hálfgert kommúnulíf. Því sneri hún aftur til Prince- town með dótturina, Olgu. „Þetta var mjög sárt, afar sárt,“ segir hún. „En ég trúi á einkaeign og þau búa í kommúnu. Þau deila með sér tekjum, fötum, öllu saman. Meira að segja börnunum. Þau höfðu tamið sér lifnaðar- háttu, sem meðal annars urðu þess valdandi, að ég fór frá Rússlandi. Því gat ég ekki afborið þetta líf.“ Svetlana segist ekki hafa séð eiginmann sinn siðan hann aðstoðaði hana við að flytjast til Princetown í júlí- mánuði. Þau eru ekki lögskil- in enn. Kannski næsta bók hennar fjalli um kommúnulífið í Tal- esin West, þar sem þau bjuggu? Hún hlær kaldhæðn islega að þeirri spurningu. „Ég held ekki þau eigi skil- ið að það sé skrifuð um þau bók. Grein eftir Art Buch- wald myndi eiga betur við.“ Svetíana og Olga virðast lifa áhyiggjulausu lífi fjár- hagslega, enda hafa bækur hennar veitt henni drjúgar tekjur, þótt Svetlana segi Framh. á bls. 15 „Litla prinsessan frá Kreml“ á kné föður síns í bernsku. Myndin var teldn eftir að þau giftust Svetlana og Peters árið 1970. Barnauppeldi er sjálfsagt bezta aðferðir. til að dreifa huga Svetlönu AUiluyevu Pet ers, dóttur Stailíns, og fá hana til að gleyma síðasta hjóna- bandi sínu — sem stóð skamma hríð og vair síðasti hlekkurinn í margvíslegri og sorglegri persónulegri reynslu sem mundi sóma sér mæta- vel í rússneskri skáldsögu. Á þessa leið hefst grein eft ir bandarísku blaðakon- uuna Judy Klemensrud, sem birtist í New York Times, fyr ir stuttu. Blaðakonan hefur sótt Svetlönu heim og fengið hana til að skrifa um það líf, sem hún lifir nú. Viðtal þeirra fer hér á eftir i laus- legri þýðingu. „Dóttir mín er mitt helzta áhugaefni — fyrir utan að hún tekur 90% af öllum mín um tíma,“ segir Svetlana á nær fullkominni ensku sem hún situr í fábirotmni setu- stofu hjá vinum sínum í Princetown, sem kenna rússn esku þar við háskólann. „Allir spyrja mig, hvort ég sé að skrifa aðra bók,“ segir hún en frá hennar hendi hafa komið tvær bækur, síðan hún strauk frá Sovétríkjunum ár- ið 1967 „Tuttugu bréf til vin ar„‘ og „Aðeins eitt ár“ og komu þær út á forlagi Harp- ers & Rows. „En ég er ekkert að skrifa og hef ekki hugsað mér að gera það um sinn. Ég á lítið barn og það er held- u/r óvenjulegt að vera með svo ungt barn, þegar kona er komin á minn aldur. Hún er mér allt. Við borðum saman, sofum saman, förum í göngu- ferðir og skröfum við ná- grannana og gælum við dýr- in þeirra." Enda þótt hún hafi ríka kímnigáfu, er hún feimin og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.