Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APR'ÍL 1973 11 Hafliði að leiðbeina yngsta vinnumanninum í Bjarkarási við múrbrettasmiði. námsskrá .gagnfræðaskólanna. Stúl'kumar voru aðallega að vinna við að falda handklæði og diskaþurrkur þessa stund- ina, en þær gera einnig mikið af því að falda borð- og gólf- klúta, sauma sængurfatnað og annað þess háttar. Vistheimilið hefur keypt þrjár verksmiðju- saumavélar frá Múlalundi og ihefur í hyggju að fá fleiri slík ar vélar þaðan. Gréta skýrði svo frá, að á Múlalundi hefði verið unnið að framleiðslu gólf- og borðklúta en svo hefði staðið til að hætta þvi og þá 'verið fyrir hendi í Bjarkarási áhugi á að taka við því starfi. Gréta sagðist hafa kynnzt þvl í Noregi, er hún dvaldist þar um hríð til að kynna sér meðferð vangefinna, að talsvert væri gert af því að þjálfa stúlkur og konur i ein- föld'um saumaskap. „Mér hafði af reynslu minni í Skálatúni dottið í hug, að þetta væri hægt og sá 'hugmyndina svo framkvæmda í Noregi og varð þá staðráðin í að koma þessu í kring hér. Þetta er alveg upplagt starf fyrir okkur hérna. Við þurfum bara að fá meiri verkefni. Sem stendur er um við að ivinna dálítið fyrir Borgarsjúkrahúsið, földun á handfclæðum og diskaþurrkum en við höfum ekki fengið sæng urfatasaum fyrir spítala — saumum þau bara til þess að selja styrktarfélagskonum og kunnugum. Sængurfatasaumur væri einkar hentugf verkefni fyrir stúl'kumar og þær gætu vel annað talsverðum pöntun- um. í>á erum við að setja upp tvær prjónavélar og ætlum að nota þær til þess að gera ýmsa smáhluti, sem síðan verða sett- ir í plastpoka, því það er ann- að verkefni, sem hentar afar vel, bæði stú'lkunum og piltun- um — pakkning aUs fconar. Mér er kunnugt um, að víða er- lendis eru slík verfcefni fengin handa vangefnum. E>að er ótal margt, sem nú orðið er selt í plastpokum og jafnvel flutt inn i slí'kum umbúðum og þætti mér sjálfsagt að reynt væri að annast sem mest af slíkum frá gangi smávöru hér heima, þar sem þörfin fyrir verkefnin er fyrir hendi. Við höfum unnið þó dálítið fyrir Sólarfilmu sf., meðal annars fyrir jólin, við að setja jólaspjöld og jólakort í plastpoka. Við þurfum endilega að komast í samband við fyrir- tæki, sem geta látið okkur hafa svona einföld störf handa fólk inu, það getur svo afskaplega vel leyst þaiu af hendi." Hafliði tók undir þetta og sagði, að það væri æskiiegast fyrir Bjarkarás að geta fengið vörur til pökkunar eða sam- setningar frá öðrum aðilum og geta skilað þeim til ’þeirra, þeg ar 'hverju verkefni væri lokið. „Ef við ætluðum sjálf að fara út í eiigin framleiðslu mundi það kosta okkur að koma upp sölukerfi, sem er að mínu viti óheppilegt að þurfa að gera, að svo stöddu að minnsta ikosti.“ Þau Gréta og Hafliði voru sammála um að æskilegast væri ef Öryrkjabandalagið gæti háft um það forgöngu að fá frá íslenzkum fyrirtækjum verk- efni sem væri hægt að skipta niður á hinar ýmsu öryrkja- stofnanir eftir getu viðkomandi aðila og það tæki síðar við verkefnunum aftur, þegar þedm væri lokið og kæmi þeim til skila. 1 smíðastofunni unnu piltar undir stjórn Hafliða að smíði múrbretta, sem hefur verið ein helzta framleiðsla þeirra og læt ur þeim sérstaklega vel. 1 næstu stofu vann hópur að þvi að festa öngla á línu fyrir Steinavör hf. Tveir piltanna voru að útbúa eldspýtustokka í tréhylkjum, sem þeir höfðu unnið og ætluðu síðan að lima mynd á. Þessi framleiðsla sagði Hafliði, að hefði verið hafin meðan skákmótið stóð yfir s.l. sumar og var þá fyrst notuð mynd, sem minnti á það en síð an ýmsar myndir, nú siðast af gosinu í Vestmannaeyjum, — og er þetta ætlað sem minja- gripir. 1 kjallara nyrðri álmunnar er trésmíðavél, handhæg og lip ur, og keypt með það fyrir aug um, sagði Hafliði, að vistmenn geti lært að nota hana, en jafn framt til að hann geti sjálfur sniðið niður efni, sem notað er á heimilinu — en Hafliði er trésmiður að menntun. Einn vistmanna sagði hann, að hefði lært á vélina og væri býsna fimur að fara með haná. í kjali aranum er einnig aðstaða til keramikvinnslu og á heimilið von á að eignast brennsluofn á næstunni. 1 kjallara syðri álmunnar var flokkur stúlkna í leikfimi — en leikfimikeunsla fer fram tvisvar 1 viku fyrir bæði stúlk- ur og pilta og einu sinni 1 viku fyrir starfsfólkið. Þá er fyiirhugað að koma þar upp saunafoaði og ljósaaðstöðu, þannig að þetta verði dálítil heilsuræktarstöð fyrir vistfólk ið. Við spurðum Grétu nánar út í starf félagsráðgjaía og sái- fræðings og hvort hún teldi það árangursríkt. Því svaraði hún eindregið ját andi — og þá ekki sízt fyrir starfsfólkið og foreldra vist- fóiksins. „Sálfræðingurinn er með á öilum starfsmannafundum, sagði hún, þar sem við ræðum gjarnan mál tiltekins vist- manns. Tilgangurinn með þessu starfi okkar héma er að koma vistmönnum í störf á al- mennum vinnumarkaði — eða í vemduðum verkefnum. — Vist heimilið er þegar vísir að vernd uðum vinnustað vangefinna. — Framh. á bls. 13 1 leikfimitíma hjá Sonju Helgason, leikfimikennara. Hafliði Hjartarson, starfsbjálfi piltanna að leiðbeina einum þeirra. Á saiunastofunni. I setustofunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.