Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRÍL 1973 15 — Ferming Framh. af bls. 4 sem hún hafði staðið við að laga á sér hárið og sagði: „Ég er viiss uim, að margiir eru trú- aðir héma inni en vilja bara ekiki segja iþað.“ Ámý Gyða Steindórsdóttir hét iþessi ein- arða stúlka og kom í ljós þeg- ar við fórum að spyrja nánar, að hún hafði lengi starfað í KFUK. „Mér var kennt að trúa á Guð, þegar ég var barn,“ sagði hún „og í KFUK hef ég lært margt um kristinn dóm.“ Þar kvað hún hafa haft mest áhrif á sig frásagnimar af kraftaverkum Krists og hún sagðist vona, að sér tækist að halda trú sinni. Helga Sigurðardóttir og Ingi björg Gunnarsdóttir sögðust líka vera trúaðar og fermast af eigiin ósk. Hélga haifði orðið verulega trúuð um 'það bil átta ára að aldri. „Sennilega af því að ég fór þá að hugsa um Guð,“. sagði hún. Ráðar höfðu lesið hluta af bibl'iunni en ekki ailla og Heiga sagði að- spurð, að sér fyndist upprisan skipta hvað mestu máli í frá- sögnum af lífi Krists. „Mundi það breýta afstöðu þinni til Krists, ef frásagnir af uppris- unni væru ósannar" surðum við og Helga svaraði „Já, það held ég. -— En ef maður trúir því, að þetta hafi gerzt, þá er það satt,“ bætti hún við. Margrét Flóventz, sem einn- ig fenmdist af trú, kvaðst leggja meira upp úr þvi, sem Kristur sagði um kærleikann til náungans, fyrir sér breytti það engu, hvort upprisan hefði átt sér stað eða ekki. Vilhjálmur Magnússon og Björgvin Kristjánsson sögðu, að fermingin skipti þá trúar- lega mestu máli, fremur en að hún veeri þáttaskii i uppvext- inum sem slíkum. Báðir hafa starfað í KFUM og lært að trúa á Guð á unga aldri og báð ir voru á því, að gjafir hefðu engu breytt um afstöðu þeirra. Ekkert af þessum börnum, sem við töluðum við, höfðu séð söngleikinn „Jesús Guð Dýrl- ingur“ né vildu þau segja neitt um efni hans — „en við ætlum að sjá hann“, sögðu þau. Það kom fram í samtölum okkar, að trúmál hefðu verið rökrædd talsvert í spurninga- timum í vetur og presturinn þeirra hefði ekki krafið hvern og einn sagna um trúarafstöðu sína. Sjálfur sagði séra Árni, að hann hefði þegar í haiust, í upphafi fermingarundirbún- ingsins lagt á það áherzlu, að þau hefðu frjálst val um það, hvart þau fermdust eða ekki — og að þau gætu sem bezt hætt við ferminguna í vor, þó þau tækju þátt í fermingarund irbúningnum, ef þeim fyndist þau vera að gena eitthvað gegn betri vitund og samvizku. „Mér finnst það sýna heiðarieika, þegar unglinigur ákveður að fermast ekki vegna þess, að hann getur ekki fengið sig til að trúa. Skipti hann um skoð- un Síðar, getur hann ailtaf gert játningu sína fyrir Guði og gengist kirkjunni á hönd, ef hann vill.“ Séra Árni kvað börnin hafa verið ófeimin við að leggja fram spurningar og taka þátt i rökræðum. „Mér fundust þau taka þetta alvarlega og oft virt ust þau, sum a.m.k., ekkert þurfa að flýta sér burt, þau áttu það til að sitja fram yfir tímamn og ræða og spyrja frek ar út í atriði, sem þau voru, ef til vil, ekki alveg sátt við.“ „Sum börn hugsa talsvert mik- ið um þetta og otft fá þau eng- an stuðning af foreldrum sin- um. Mér finnst það skorta veru laga að foreldrar sýni ferming arundirtoúningum meiri áhuga með því til dæmis að koma otft- ar í .kirkjiu með börnum sínum meðan á honum stendur. Það er ekki eðlilegt að ,þau hneigist til að sækja kirkju, ef enginrn á heimi'linu nennir því,“ sagði séra Ámi. Hljómur klukknamna varð æ hæirri og þyngri og bönnin skipuðu sér í röð. Fyrstu orgel tónamir bárust út yfir kirkj- una og 'bömin gemgu inn. Inn- an stundar hafði verið lögð fyrir þau spurningin: „Vilt þú leitast við af fremsta megni að hafa frelsarann Jesúm Krist að leiðtoga Mtfs þíns?“ Og öll svör uðu játandi. Héðan af er spurn ingin, hvort þeim tekst að standa við það heit eða hvort þau snúast til fylgis við aðra leiðtoga. —Svetlana Framh. af bls. 14. þær ekki vera jafn miklar og blöð segja iðulega frá. Lögfræðingur hennar hefur séð um að festa nokkurn hluta fjárins í arðvænlegum fyrirtækjum og auk þess gef- ur hún nokkurt fé árlega til sjúkrahúss í Indlandi og til munaðarleysingjahælis fyrir rússnesk börn í Frakklandi. Svetlana býst við að verða bandarískur rikisborgari eft ir fimm ár og það er ekkert sem bendir til annars en „litla prinsessan frá Kreml“ sé nú dyggur bandarískur þegn. Engu að síður þykir henni vænt um fósturjörð sina, en hún neitar að ræða stjórnmál, segist hafa andstyggð á hipp- um og mótmælum á götum úti. milli Rjómaís steikar og kaffis Isréttur er frískandi ábætir, sem fljótlegt er að útbúa. Vinsæld- ir hans við matborðið eru öruggar. Skemmtilegt er að fram- reiða hann á mismunandi hátt og fylgja hér á eftir nokkrar uppskriftir: ÍSSÚKKULAÐI. Fyllið glas að Vb með kakó eða kakómalti. Setjið nokkrar sneiðar af vanilluís í, skreytið með þeyttum rjóma og sultuðum appelsínuberki eða möndlum. JARÐARBERJAÍS MEÐ HNETUM. Ristið hasselhnetur þurrar á pönnu. Fjarlægið hýðið og saxið hneturnar gróft. Stráið þeim yfir (sinn og hellið 1 msk. af vini yfir (t. d. likjör eða sherry). BANANAÍS, 1 skammtur. 1 banani / 3 msk. súkkulaðiís / 1 msk. sólberja- eða jarðarberjasulta I V.2 dl þeyttur rjóm; / 1 msk. hnetukjarnar. Kljúfið banana að endilöngu og leggið á disk. Setjið ísinn yfir, skreytið með rjóma, sultu og söxuðum hnetum. ÍS í PÖNNUKÖKUM er sérlega ódýr og Ijúffengur eftirréttur. Skerið vanillu- eða súkkulaðiís í lengjur, vefjið pönnuköku utanum, hellið súkkulaðisírópi, bræddu súkkulaði eða rifnu yfir. NOUGATÍS MEÐ APRIKÓSUM. Setjið til skiptis í glas nougat- ís, niðursoðnar aprikósur og möndlur. Blandið dálitlum sitrónu- safa saman við aprikósumauk og skreytið með því. HEIT ÍSTERTA. 1 sykurbrauðsbotn / 3 msk. sherry / V* ds. niðursoðnir ávextir / 2 msk. saxað súkkulaði / 2 msk. saxaðar möndlur / 1 lítri vanilluís. Marengs: 4 eggjahvítur / 3 dl (250 g) sykur. Hellið sherryi yfir kökubotninn, setjið ávextina yfir og súkkulaði og möndlur þar yfir. Spæpið isinn upp og setjið hann yfir ávextina. Þeytið hvíturnar með 1 dl af sykri mjög vel, góða stund eftir að þær eru stífar. Blandið þvi sem eftir er af sykr- inum gætilega saman við. Smyrjið eggjahvítunum utan um fs- inn og bakið við mikinn yfirhita (300° C) i örfáar mínútur, eða þar til marengsinn er gulbrúnn. Berið ísréttinn fram strax. ÍSKAFFI. Fyllið hátt glas til hálfs með sterku, köldu kaffi. Leggið nokkrar skeiðar af vanilluis í kaffið, skreytið með þeytt- um rjóma og rifnu súkkulaði. mm ess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.