Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 Veruschka Sýningarstúlkan sem ljósmyndar sjálfa sig, stökkvandi, hoppandi og svífandi í loftinu Veruschka neínist sýninigar stúlba og ljósmyndairi, sem mjög er vinsæl um þessar mundir og eítirsótt. Hafa ljós myndir hennaa* af sjálfri sér í hinum mairgvislegustu bún- ingum vakið mikla athygli og nýlega bauð vikurit brezka dagblaðsins „The Daiiy Tele igraph“ henni að velja fatnað úr vortizku hinna ýmsu að- ila í London og taka mynd- ir þar sem henni sýndist og með þeim hætti, er hún teldi heppilegastan. Hún valdi klæðnaðinn í samráði við helztu itizku- teiknarana og brá sér með hann til Marokko, þar sem hún tók myndir af sjálfri sér stökkvandi, hoppandi og svífandi í loftinu með hafið eitt og himininn að bak- grunni. Við myndatökurnar notaði hún langa leiðslu til þess að geta smelit af, þeg- ar henni sýndist í stökkun- um og má sjá nokkur sýn- ishom af árangri þessarar ferðar hér á síðunni. Sunnudaigsblað Morgun- blaðsins leitaði til Associat- ed Press fréttastofunnar til þess að fá einhverjar upp- lýsingar um þessa snjöllu sýningarstúlku og fékk eft- irfarandi svar: Veruschka eða öðru nafni Vera von Lehndorff, greif- ynja, fæddist í Königsberg (sem nú er í Sovétrikjunum) 14. maí árið 1943 og er því rétt að verða þrítug. Hún fékk fyrsta verkefni sitt sem Ijósmyndari í Florence á Italíu, þegar hún var sextán ára. Sem ljósmyndari hefur hún lengst af starfað með ítaiska ljósmyndaranum, Franco Rubartelli, og á síð- ustu árum með bandariska ljósmyndaranum, Rlchard Avedon, sem er sérstaklega frægur fyrir karakterljós- myndir sínar af alls konar fóiki. Móðir Veruschku býr í námunda við Múnchen í Vest ur-Þýzkalandi og hefur Ver uschka búið jöfnum höndum þar i iandi og á Italiiu. Hún varð fyrst verulega þekkt fyrir leik sinn í kvik- myndinni „Blow up“. Leik- stjóri myndarinnar, Antoni- oni, hafði hringt til hennar og boðið henni hlutverkið; en hún hefur ekki leikið aft- ur í kvikmynd. Hins vegar er hún mjög eftirsótt sýn- ingarstúlka og fyrirsæta við gerð auglýsingamynda. Vera von Lehnsdorff er ógift. Þess má að lokum geta, að Veruschka segir í „Daily Telegraph", að hún hafi einmditt valið tþann klæðn að, sem á myndunum má sjá, vegna þess hve mjög hann stakk í stúf við strandina, hafið og heiðan himininn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.