Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APR'lL 1973 — tengiliður kynslóðanna KYNSLÓÐABILIÐ er vafa- laust hvergi meira en í af- stöðunni til popptónlistar- innar: Unga fólkið elskar hana og eldra fólkið hatar hana. Og því er maðurinn Jimmy Savile augljóslega einstakt fyrirbæri, því að hann er í brezka popptón- listarheiminum einasti tengi liðurinn á milli yngri og eldri kynslóðarinnar, sem eitthvað kveður að, síðan „sætu-drengja-skeið“ Bítl- anna leið. Enginn einstakl- ingur í brezka poppheimin- um á jafn almennum vin- sældum að fagna meðal þessara tveggja kynslóða og Jimmy Savile. Hægt er að benda á ýmsa poppsöngvara og söngkonur, eins og Cliff Richard, Cillu Black og Tom Jones, sem eiga gífurlegu fylgi að fagna meðal eldri kynslóðarinnar, — en vin- sældir þeirra hafa minnkað til muna meðal yngri kyn- slóðarinnar og þau eru nú aðeins meðtekin sem við- felldnir listamenn, sem gam- an er að sjá og heyra af og til, en alveg óþarfi að vera að æsa sig yfir. En Jimmy Savile heldur sínu fylgi og vart er að sjá, að á því muni nokkur breyting verða á næstu árum, — nem? ef svo illa færi að andlit hans fengi á sig mjög áberandi hrukkur og önnur aldurs- merki. Maðurinn er jú ein- hvers staðar á milli fertugs og fimmtugs! Það þykir vafalaust ótrúlegt, að maður á þeim aldri -geti tal izt stjarna unga fólksins, en það má Jimmy eiga, að hann ber aldurinn vel — virðist enn þá aðeins vera á milli tVítugs og þrítugs. En hver er þessi Jimmy Sa- viile og hvað gerir hann ? Jimmy Savile er fyrrum kola námumaður og forstjóri dans- staðar, en er nú plötusnúður, heiðursfélagi landgönguliðs brezka flotans, ötull starfsmað- ur góðgerðastarfsemi, kaup- la-us dyravörður á elliheimili í Leeds, aðstoðarheiðu-rsskemmt- anastjóri í Broadmoor-geð- sjúkrahúsinu, félagsráðgjafi við sjúkrahús í Stoke, forseti Landssambands áhugamanna um líkamsrækt, heittrúaður ka þóli-kki, göngukappi, hjólreiða- garpur, dávaldu-r og OBE (sæmdur heiðursmerki Breta- drottningar). Það hljómar ekki ótrúlega, þótt sumu fólki fi-nnist þessi Jimmy Savi-le harla óraunveru legur. Hvemig getur einn mað- ur verið allt þetta? En því er erfitt að svara. Jimmy Savile á sér eitthvert ieyndarmál, sem enginn 'þekkir með vissu, en það er augljóslega lykillinn að velgengni hans. Menn sem þekkja hann vel, — ef það er á annað borð hægt —, segja, að hann sé greindur, mun greindari en í fljótu bra-gði virðist, gjörsamlega laus við sjálfselsku, óþreytanlegur, að því er virðist, og getur umgeng izt a'la jafn auðveldlega. Ein skýrin-g er þó til á því hversu auðvelt hann á með öll sam- skipti við annað fóik og 'hve vel það keinn að meta hann: Eutrapelia. Þetta er g-ris'kt orð og táknar hæfileikann til að fá fólk til að hlæja án þess að gera grin. Það er sama hvar Jimmy Savile fer, afflls staðar fer fólk að brosa eða hlæja. Hann er alls ekki alltaf að reyna að vekja hlátur, en því er ekki að neita, að það er eitt- hvað í útliti hans og fari, sem kemur fólki til að hlæja. Eða hver er önn-ur skýring til á því að hann kemur fólki ailt eins til að hlæja, þegar hann situr hinn rólegasti og er að skrifa, eins og þegar hann stendur uppi á sviði og reytir af sér brandarana? En ljóst er, að hann nýtur lifsins vel og hver einasta mínúta er -honum sjálf- um gleðigjafi. Aldrei hefur no'kkur maður séð hann dapr- an i bragði — a.m.k. hefur en-g i-nn gefið sig fram sem vitni að sliku hugarástandi hans. Jimmy Savile vinnur að jáfn aði einn dag í viku — og hef- ur sem svarar 12 millj. króna í árslaun — eða -nær kvart- milljón fyri-r hvern vin-nudag. Hann stjómar tveimur vikuleg um útvarpsþáttum í BBC — „Speakeasy" og „Salvile's Trav els", sem hann tekur upp báða sama dag-inn, er -kynnir í sjón varpsþættin'Um „Top of the Pops“ hálfsmánaðarlega, og það tekur hann tvo tíma í senn, og að auki skrifar hann vikulega dálk i brezka sunnu- dagsblaðið „The People", stutt- an dálk, sem hann skrifar á milli upptöku á útvarpsþáttun- -um tvieimur. Og afgangin-um af vikunni ver hann til mannúð- arstarfsemi — ýmist á sjúkra- húsum og hælum eða á alls kyns mannamótum, keppn-um og samkomum 'í þágu -góðgerða starfsemi. Sem dæmi um það má nefna, að eftir hverja upp- töku á „Top of the Pops“ ek- ur hann til Broadmoor-geð- sjúkrahússins og horfir á út- sendin-gu þáttarins í hópi sjúkl inganna. Han-n héfur eigin lykla að öllum hliðum og dyr- um stofnunarinnar. Um þættina hans er það að segja, að „Savile's Travels" er hljómplötuþáttur, þar sem in-n í er fiéttað viðtölum hans við alls konar fólk, sem hann hef- ur hitt hér og þar vikuna á undan. „Speakeasy" er hljóm- plötu- og rábbþáttur, hljóðrit- aður í stórum sal að viðstödd- um fjölda fólks alls staðar að, sem fær tækifæri til að varpa fram spurningum til þeirra þekktu manna, sem eru gestir hverju sinni og Jimmy á viðtöl við. „Top of the Pops“ er sjón- varpsþáttur, sem snýst um brezka popptónlistarvinsælda listann, aðallega kynning á flytjendum la-ganna á listanum og öðrum hljómlistarmönnum, sem eiga mestum vinsæld-um að fagna og eru með nýjar plöt- u-r á markaði; og í dálk-um Sín- um í „The People" fjaillar hann jöfnum höndum um popptónlist og popplistamenn, mannúða-r starf sitt og persónulegar skoð anir sínar á þjóðmálum al- mennt. Hann hefur góðar tékjur og han-n kann að meta peningana. Hann á Jaguar — E-módel, Rolls Royce, Mercedes Benz með hj-öl-hýsi aftan í, Morris Mini og pínulitinn bíl, sem er eins konar yfiiþyggð skeli- naðra, — og síðast en ekki sízt reiðhjól. Hvers vegna veltir han-n sér svona upp úr pen ingunum? „Þegar maður hefur verið blankur, eins og ég hef verið, þegar maður þekkir þá tilfinningu að ganga hjá ódýru kaffihúsi og eiga ekki ei-nu sinni fyrir tebolla, þá ömur- legu tilfinningu — og ha-na hef ég fundið, ek-ki ein-u sinni, ekki tvisvar, heldur svo tugum skiptir, — og síðan kemst mað ur yfir peninga, þá passar mað ur upp á þá og maður reynir að tryggja, að aldrei framar á æviinni þurtfi maður að vera blank-ur. Ég var ekki í sjö mín- útur í kola-námunum, heldur í sjö ár, og kaupið var tvö pund á viku (500 kr. á núver- andi -gengi). Og iþegar ég meiddist í námun-um — ég á enn þá hækjumar heima — þá fékk ég 16 skfldinga á viku í sjúkrapeninga. Sextán skild- inga! (nú jafnvirði 190 króna).“ Jimmy er fæddur í Leeds, yngstur af sjö bömum af- greiðslumanns hjá veðmangara. Starf föður hans krafðist skjótrar 'hugsunar og þann eig- inleika hefur Jimmy erft. Eftir að hann hætti í kolanámu-num vegna meiðslanna, kom hann á fót diSkóteki — kannski því fyrsta í heiminum — í litlu kaffihúsi. Síðar réðst hann til stórfyrirtækiis, sem rak danshal'l ir úti um allt Bretland, og vann sig á sex árum upp úr stöðu aðstoðarframkvæmda- stjóra danshallarinnar og plötu snúðs í -stöðu forstjóra með hálfa aðra millj. í árstekjur. Ef hann -hefði haldið áfram væri hann vafalaust kominn S stjórn alls fyrirtækisins. En hann hélt ekki áfram — vegna þess, að á vikulegum fridegi sín-um vann hann aukavinnu, sem veitti honum rúmlega þrefaldar árs- tekjur aðalstarfsins. Hann stjórnaði -plötukynningarþætti Wamer Brothers hljómplötu fyrirtækisins í Radio Luxem- bourg — og segir nú, að skýr- in-gin á vinsældum sínum þá hafi verið sú, að enginn skiidi eitt einasta orð af .því sem hann sagði. Þetta var í byrjun sjöunda áratugarins. Síðan hef- ur stjama hans á frægðarhimni poppheimsins farið hækkandi og tekj-urnar með. En ennþá heldur hann sig við næstum sama hraðan-n í tali, þegar hann kynnir plötumar. Pólk skil-ur hann þó öllu bet-ur nú en þá; það er farið að venjast þessu. Um skeið stjórnaði hann út- varpSþætti, sem var svo ná- kvæmlega skipulagður, til að koma sem flestum lögum fyrir, að Jimmy fékk aðeins 13 sek- únd-ur á milli iaga til að segja sí-nar kynningar. Og aldrei kom það fyrir, að þessi stutti tími virtist ekki nægja honum. Hann virtist jafnvel auðveld- lega geta tekið heil viðtöl á þessum tíma. Hann hefur alla sína plötu- snúðstíð haft skjannahvítt hár — litað að sjálfsögðu -— og vel sítt. Ef 'honum hefur fundizt ástæða tiil sérstakra hátíða- brigða, hefur hann gjaman lit- að hárið — og þá ekki á neinn venjulegan hátt, heldur rönd- ótt og köflótt eða einhvem veginn flekkótt. Og hann er með risastórt nef og hefur enga ástæðu séð til að láta igera á þvi aðgerð til að min-nka það eða fegra á einhvem hátt. Og hann hefur aldrei viljað Mta farða sig í sjónvarpsþáttum. „Ég er annaðhvort ég eða einhver annar. Ég er dálítið latur, svo- leiðis að ég nenni ekki að hafa fyrir því að vera einhver ann- ar. Ég er ég. Þess vegna er ég aldrei með farða i sjónvarpi. Allir aðrir nota hann. En ■ ég Jimmy Savile að töfra stúlkurnar. Aldursins vegna gæti hann verið pabbi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.